Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 11
11 R A N N S Ó K N A R N E F N D S J Ó S LY S A Með lögum um Rannsóknar- nefnd sjóslysa, sem Alþingi sam- þykkti árið 2000, varð veruleg breyting á starfsemi nefndarinnar. Jafnframt voru höfuðstöðvar hennar fluttar frá höfuðborginni til Stykkishólms. Í sjálfri nefnd- inni eru fimm aðalfulltrúar og þrír til vara, en starfsmennirnir eru tveir; Jón A. Ingólfsson og Guðmundur Lárusson. Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa er Ingi Tryggvason, lögfræðingur í Borgarnesi. Sjópróf á undanhaldi „Ég geri mér ljóst að margir líta á Rannsóknarnefnd sjóslysa sem einskonar lögregluvald og að vissu leyti óvin. Þetta er mikill misskilningur og er að mínu mati liður í þeirri röngu mynd sem menn hafa af starfi nefndarinnar. Með lögunum sem sett voru í september 2000 var Rannsóknar- nefnd sjóslysa markaður rammi sem sjálfstæður rannsóknaaðili, óháður ákæruvaldi og dómstól- um. Í þessu felst að sjófarendur geta komið að máli við okkur og rætt sín mál án þess að það verði notað gegn þeim í opinberum dómsmálum. Það er sem sagt al- veg skýrt að ekki er heimilt að nota gögn Rannsóknarnefndar sjóslysa í opinberum málarekstri. Áður voru sjópróf opinbert réttar- hald og þar höfðu menn tilhneig- ingu til þess að verja sig. Sjópróf eru hins vegar á undanhaldi, ekki síst vegna þess að réttarstaða sjó- manna hefur batnað, segir Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri sjóslysa.“ Vilja vita af öllum óhöppum Fjöldi mála kemur inn á borð Rannsóknarnefndar sjóslysa. Á árinu 2002 voru skráð 149 mál og 121 árið 2001. „Við höfum verið að reyna að ýta við mönnum að láta okkur vita um öll þau óhöpp sem verða úti á sjó. Á skipstjórnar- og útgerðarmönnum hvílir ákveðin upplýsingaskylda um slys og óhöpp til sjós, en nokkur misbrestur er á að við séum alltaf látnir vita. Þessu vilj- um við breyta og því höfum við á undanförnu misserum verið að halda fundi vítt og breitt um landið þar sem við kynnum okkar hlutverk og fyrir hvað við stönd- um. Til samanburðar við um 150 skráð mál hjá okkur árið 2002 voru 413 slík mál tilkynnt til Tryggingastofnunar. Þessi munur á tölum segir okkur að Rann- sóknarnefnd sjóslysa er ekki til- kynnt um nema hluta af þeim slysum og óhöppum sem verða til sjós. Á þessu þarf að verða breyt- ing og ég er vongóður um að það muni gerast þegar menn átta sig á því hvaða hlutverk við höfum,“ segir Jón. Gerir stundum tillögur til úrbóta „Okkar hlutverk er að leitast við að komast að því hvað hafi orsak- að slysin og í sumum tilfellum gerum við tillögur til úrbóta til þess að fyrirbyggja að þau endur- taki sig. Og reyndar er það nú svo að við vildum ekkert síður vita af „næstum því „-slysum, þ.e. þegar litlu hefur munað að slys yrðu til sjós. Með því að fá vitneskju um öll þessi tilvik eigum við auð- veldar með að fá sýn yfir vinnu- umhverfi sjófarenda, með það fyr- ir augum að laga það sem þarf að laga. Það er langt í frá öll mál ít- arlega rannsökuð, en engu að síð- ur er okkur nauðsynlegt að fá vit- neskju um jafnt stærri óhöpp sem minniháttar mál til þess að við getum fengið mynd á hvort ákveðnar aðstæður eða tæki um borð í skipunum séu slysagildrur. Skipstjórnarmönnum og útgerð- Trúlega eru uppi ýmsar ranghugmyndir um starfsemi Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Sú mynd sem margir hafa af þessari opinberu nefnd er að hún sé einskonar réttarlögga varðandi sjóslys, sem spyrji sjófarendur sem lenda í hverskyns sjóslysum spjörunum úr í sjóprófum í dómssöl- um. Þetta er þó ekki tilfellið, því störf nefndarinnar eru með öllu óháð dómsvaldi og opinberum aðilum. Nefndin tekur vissulega til rannsókn- ar slys og hverskyns óhöpp sem verða úti á sjó, en markmiðið er fyrst og fremst að leita orsaka slysanna til þess að fyrirbyggja að þau endur- taki sig. Erum vinir sjófarenda en ekki óvinir - segir framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa, sem telur á skorta að sjómenn viti fyrir hvað nefndin stendur Guðmundur Lárusson starfar hjá Rann- sóknanefnd sjóslysa í Stykkishólmi ásamt Jóni A. Ingólfssyni, fram- kvæmdastjóra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.