Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Elsta Súlan, sem var bæði gerð út á bolfisk- og síld- veiðar, sökk undan Garðskaga 10. apríl árið 1963. Aftakaveður gerði og nokkur skip urðu veðurofsan- um að bráð. Fimm skipverjar á Súlunni drukknuðu í þessu hörmulega slysi. Sverrir, sem þá var farinn að starfa með föður sín- um að útgerðinni, segir að þetta slys hafi verið gríð- arlegt áfall, en engu að síður hafi menn verið ákveðn- ir í því að láta ekki bugast og halda útgerðinni áfram. „Nei, það kom ekki til greina að leggja árar í bát. Menn bitu á jaxlinn og voru ákveðnir í að halda áfram. Úr varð að annað skip, sem við köllum gjarn- an „Mið-Súluna“ og var smíðuð í Noregi, var keypt og kom árið eftir. Þetta skip var skamman tíma í okkar eigu og mun skemur en upphaflega var gert ráð fyrir,“ segir Sverrir og rifjar upp að tilviljun hafi ráðið því að núverandi Súla kom til Akureyrar. Skip- ið var smíðað í Fredrikstad í Noregi árið 1967 fyrir allt aðra útgerð og um það leyti sem smíðinni lauk hætti sú útgerð við kaupin. Úr varð að útgerðarmenn Súlunnar keyptu skipið til landsins og settu „Mið- Súluna“ upp í. Þetta fengsæla skip kom því til Akur- eyrar í árslok 1967 og hefur þjónað eigendum sínum vel og dyggilega í tæplega fjóra áratugi. Baldvin heitinn Þorsteinsson var til að byrja með skipstjóri á nýja skipinu, en Bjarni Bjarnason, núverandi skip- stjóri og annar tveggja eigenda Súlunnar ehf., út- gerðar Súlunnar EA, tók síðan við skipinu og hefur verið í brúnni síðan.“ Mikið happaskip Núverandi Súla er verulega frábrugðin upphaflega skipinu, enda hefur það bæði verið yfirbyggt og lengt. „Það má segja að við höfum skipt um allt sem hægt er að skipta um í skipinu - rafmagn, vélar, tæki, spil o.fl. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á gott viðhald skipsins Það er óhætt að segja að mikið lán hafi fylgt þessu skipi. Við höfum aldrei misst mann eða orðið fyrir alvarlegu slysi. Það er vissulega mikil gæfa. Og sömuleiðis hefur skipið alltaf verið aflasælt,“ segir Sverrir og horfir með stolti á ljósmynd af Súlunni, sem hangir upp á vegg á skrifstofu hans í Aðalstræti 68 á Akureyri. Það má segja að sjávarsíðan hafi alla tíð verið starfsvettvangur Sverris Leóssonar. „Já, ég fór sem unglingur til sjós, meðal annars náði ég því að vera um borð í elstu Súlunni. Síðan var ég á Sigurði Bjarnasyni með Tryggva Gunnarssyni frá Brettings- stöðum. Þegar þarna var komið sögu var fyrirtækið komið með fiskverkun í landi, skreiðarverkun á Oddeyri, og mál æxluðust þannig að ég fór í land og vann ýmis störf í kringum landvinnsluna. Allar göt- ur síðan hefur maður verið í þessu. Engin áform um stærra skip eða aukinn kvóta Fiskveiðiárið 2003-2004 var Súlan með rösklega 19.000 tonna loðnukvóta, sem er rúmlega 2,5% af úthlutuðum loðnuheimildum. Auk þess hefur skipið um 3.000 tonna kvóta í norsk-íslensku síldinni. „Við vorum með sitt lítið af hverju í botnfiskkvóta, en síðan sá ég að rekstrarlega séð var mun hagkvæmara að skipta á botnfiskinum og loðnukvóta. Súlan ehf. stendur ágætlega, en því verður ekki á móti mælt að það er skelfilegt að vera með fjárfestingu sem ekki er í rekstri nema í um sex mánuði á ári. En við því er ekkert að gera. Því hefur oft verið skotið fram hvort ekki sé ástæða fyrir okkur að bæta við okkur kvóta. Ég hef ekki séð tilganginn í því fyrir einyrkjaútgerð eins og útgerð Súlunnar að fjárfesta mikið í kvóta, vegna þess að við erum algjörlega bundnir því að selja öðrum allt hráefni. Ég býst við því að stærri út- gerðir, sem hafa afkastamiklar vinnslur í landi, sjái sér hag í því að kaupa aflaheimildir. Til dæmis höf- um við séð dæmi um að þessi stærri fyrirtæki hafi keypt skip með kvóta og fært hann yfir á sín skip. Það eru vissulega að verða mjög fáar útgerðir af okkar stærðargráðu í uppsjávarbransanum og þeim Ég er fyrst og fremst sjálfstæður - Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlunnar á Akureyri, kemur víða við í Ægisviðtali „Eftir því sem ég kemst næst kom elsta Súlan til Mjóafjarðar árið 1902 og var skipið þá nýsmíðað. Tveimur árum síðar kom skipið til Akureyr- ar, en ég hygg að árið 1912 hafi afi minn, Sigurður Bjarnason, keypt Súluna og farið að gera hana út. Afi lést árið 1939 og þá keypti faðir minn, Leó Sigurðsson, Súluna og gerði samfellt út til ársins 1988 þegar ég keypti útgerðina með Bjarna Bjarnasyni, skipstjóra,“ segir Sverrir Le- ósson, útgerðarmaður Súlunnar EA-300 á Akureyri. Hann er í Ægisvið- tali að þessu sinni. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.