Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						21

K Æ L I N G  K O L M U N N A

Ekki er ýkja langt síðan veiðar

á kolmunna hófust af krafti að

nýju og verður aðaláherslan lögð á

geymslu og flutning á ferskum

kolmunna. Kolmunni er uppsjáv-

arfiskur af þorskfiskaætt og er því

talsvert frábrugðinn þeim upp-

sjávarfiskum sem Íslendingar hafa

nýtt mest til þessa, síld og loðnu.

Hann er ekki ?feitur? fiskur sem

þýðir að kolmunninn geymir sinn

fituforða í lifur en ekki í holdi. Af

ýmsum orsökum er geymsla

kolmunna ekki einfalt viðfangs-

efni. Má nefna að á vorin, þegar

kolmunninn er magur, hefur orð-

ið vart við að hann ?falli? til

botns í geymslutönkum og liggur

hráefnið þá í hrúgu á botni tanks-

ins sem þýðir að kælikerfið nær

ekki að vinna sitt verk jafn vel og

þegar hráefnið hefur meira flot og

dreifist betur um lestina. Veiðar á

kolmunna eru einnig talsvert frá-

brugðnar veiðum á öðrum upp-

sjávarfiski þar sem að hann er nær

eingöngu veiddur í flottroll og þá

er togtími yfirleitt langur miðað

við það sem gerist og gengur við

veiðar á öðrum tegundum. Veið-

arnar eru einnig stundaðar á þeim

tíma ársins þegar sjávarhiti er að

jafnaði hærri en við veiðar annarra

uppsjávarfiska. Einnig eru veið-

arnar stundaðar talsvert langt frá

þeim verksmiðjum sem löndun á

sér stað samanborið við veiðar

annarra uppsjávarfiska. Þessir og

fleiri þættir gera nýtingu

kolmunna erfiðari en á öðrum

uppsjávarfiskum þar sem það er

talsverð hætta á því að hráefnið

spillist í flutningi frá miðum að

vinnslu.

Eftir talsverðu að slægjast

Íslendingar hafa úr talsverðum

kvóta af kolmunna að spila og má

færa rök fyrir því að hann auki

talsvert nýtingu á skipum ætluð-

um til uppsjávarfiskveiða. Ljóst er

að það er eftir talsverðu að slægj-

ast ef hægt væri að ná kolmunna-

aflanum ferskari að landi, bæði

við framleiðslu hágæðamjöls og

til framleiðslu á afurðum til

manneldis. Kolmunni er einn af

þorskfiskunum og hefur hvítt

hold og þess vegna eru margar

leiðir sem koma til greina, en

einn af ókostunum við hann er

stærðin, hann er frekar smár eða

um 24-30 cm að lengd og um

120 -250 grömm að þyngd.

Sjókæli-, krapa- og

vökvaískerfi

Þau kælikerfi sem nú þegar eru á

markaði geta skilað talsverðum

árangri við varðveislu þeirra verð-

mæta sem finnast í góðum

kolmunna. Til að þau skili sem

bestum árangri þarf að nota þau

rétt og hafa góð stýrikerfi til að

hámarka kosti kælikerfanna. Þau

kælikerfi sem nú eru á markaði

eru sjókælikerfi (RSW/RFW),

krapakerfi (CSW/CFW) og

vökvaískerfi (CSW) og eru sjó-

kælikerfin langalgengust af þess-

um kerfum. Eitt vandamál sem

skapast hefur beint við kælingu

kolmunna er það að hann tekur

upp salt þegar kælt er með kældu

saltvatni, ís blönduðum sjó eða

vökvaís búnum til úr sjó. Afleið-

ingin getur verið verðfelling á

fiskmjöli sem unnið er úr þessu

hráefni en saltinnihald mjöls má

ekki fara yfir meira en 3%, það

jafngildir því að saltinnihald hrá-

efnis má ekki fara yfir um 0,6%.

Kolmunni er mun viðkvæmari en

síld með tilliti til saltupptöku í

Kæling kolmunna lykillinn

að hráefnisgæðum

Heildarafli íslenska flotans árið 2003 var um 2

milljónir tonn, aflaverðmætið var um 67 millj-

arðar og útflutningsverðmætið um 114 millj-

arðar. Á mynd 1 sést að afli uppsjávarfiska er

um 72% af magninu en aðeins um 14% af út-

flutningstekjum sjávarafurða. Kæling og kæld

geymsla á afla frá veiðum til vinnslu er mikil-

vægur þáttur í að auka verðmæti uppsjávar-

fiska og eru þar mikilvæg tækifæri sem vert er

að kanna. Þessi grein er unnin upp úr niður-

stöðum úr norrænu verkefni sem meðal ann-

ars var styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöð-

inni, (NIC).

Bjarki Jónas

Sigurjón

Greinarhöfundar eru

Bjarki Jónas Magnús-

son og Sigurjón Ara-

son. Bjarki Jónas er

forstöðumaður þróun-

ar- og tækniseturs

Sæplasts hf., en Sig-

urjón er yfirverkfræð-

ingur á Rf/dósent við

Háskóla Íslands.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

Afli (%) Aflaverðmæti (%) Útflutningsverðmæti (%)

Botnfiskafli Flatfiskafli Uppsjávarafli Skel- og krabbadýraafli

 

Mynd 1. Skipting afla

eftir megin aflaflokk-

um. Talnagrunnur er

frá 2003 og var aflinn

þá 1.980 þúsund tonn,

aflaverðmæti 67,3

milljarðar og útflut-

ingsverðmæti var

113,7 milljarðar.

aegirmai2005-nota  27.5.2005  17:08  Page 21

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52