Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 12
12
R A N N S Ó K N I R
Á miðju árinu 2001 hófst í sam-
vinnu við sjómenn verkefni sem
var ætlað að auka vitneskju um
fæðu þorsks. Sjómenn á ákveðn-
um skipum voru fengnir til að
safna fæðusýnum úr þorski alla
daga sem þeir voru á veiðum og
fengu eitthvað af þorski. Verkefn-
inu var lýst í grein í jólablaði
Ægis 2004. Í þessari grein verður
fjallað um niðurstöður úr þeim
sýnum sem hefur verið safnað á
Breiðafjarðarsvæðinu, en þar hef-
ur söfnunin verið hvað samfelld-
ust. Eins og í fyrri grein verður
litið á tvo mælikvarða á mikil-
vægi tiltekinnar fæðutegundar,
þ.e magafylli, sem er magn fæðu í
maga sem prósent (hlutfall) af
þyngd þorsksins og hlutfall sýna
þar sem fæðutegund kemur fyrir.
Þeir bátar sem hafa safnað
fæðusýnum í Breiðafirði eru tald-
ir upp í töflu 1. Af þeim hafa
netabáturinn Saxhamar og drag-
nótarbáturinn Gunnar Bjarnason
safnað sýnum lengst eða frá upp-
hafi árs 2002. Í töflu 2 er yfirlit
yfir greind sýni eftir árum, árs-
tíma og veiðarfærum og á mynd
1 kemur fram dreifing sýnanna
eftir veiðarfærum.
Mynd 2 sýnir algengustu fæðu-
tegundir í öllum þeim magasýn-
um sem hafa verið greind frá
Breiðafjarðarsvæðinu. Matseðill
þorsksins er greinilega fjölbreytt-
ur og koma nytjafiskar þar tals-
vert við sögu. Mest finnst af
loðnu og hlutdeild hennar í
magafylli er um 30% en hún
kemur hins vegar aðeins fyrir í
4,6% sýnanna. Þetta stafar af því
að þeir fiskar sem eru að éta
hrygningarloðnu eru yfirleitt með
mjög mikið magn hennar í mag-
anum. Svipað gildir um marga
aðra fiskbráð eins og síld, þorsk
og ýsu. Síli kemur hins vegar fyr-
ir í fleiri mögum en minna er af
því í hverjum maga.
Mynd 3 sýnir magafylli af
nokkrum mikilvægustu fæðuteg-
undunum eftir mánuðum frá því
söfnun hófst. Síli er mikilvægasta
fæðutegundin seinni hluta ársins
en loðna er mjög áberandi í mars
og apríl þegar hrygningarganga
loðnunnar nær inn á Breiðafjörð.
Sé litið á mynd 4, sem sýnir fæð-
una eftir vikum, sést að sá tími
sem loðna finnst í þorskmögum
er aðeins um 3-4 vikur. Athygli
vekur að á árinu 2004 finnst nær
engin loðna í þorskmögum og því
er eðlilegt að álykta að nær engin
loðna hafi hrygnt á Breiðafirði
það ár.
Mest finnst af síli í nóvember
og desember. Líklega tengist það
hrygningu sílisins en hrygningar-
tími (mar)sílis er frá miðjum
október fram í miðjan desember.
Sílið er þá á ferðinni, en á veturna
utan hrygningartímans er það að
mestu í dvala og liggur grafið í
Fæða þorsks á
Breiðafjarðarsvæðinu
Höfundar þessarar
greinar, Hjalti Karlsson,
Hlynur Ármannsson,
Hlynur Pétursson,
Höskuldur Björnsson,
Jón Sólmundsson, Unn-
ar Reynisson og Valur
Bogason, eru allir
starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
Bátur Veiðarfæri Tímabil
Saxhamar Net/lína 2002-2004
Gunnar Bjarnason Dragnót 2002-2004
Faxaborg Lína 2002-2003
Gullhólmi Lína 2003-2004
Kári II Handfæri 2004
Tafla 1. Bátar sem safnað hafa fæðusýnum á Breiðafjarðarsvæðinu.
Ár Árstími Dragnót Handfæri Lína Net
2002 apríl-september 39 0 18 175
2002 október-mars 169 0 0 308
2003 apríl-september 132 150 0 166
2003 október-mars 233 0 0 398
2004 apríl-september 139 90 2 141
2004 október-mars 194 0 83 308
Alls 906 240 103 1496
Tafla 2. Fjöldi greindra sýna eftir árum, árstíma og veiðarfærum.
25° 24° 23°
65°
65°30’
lína
net
handfæri
dragnót
Mynd 1. Staðsetning sýna sem hefur verið safnað á Breiðafjarðarsvæðinu.