Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 22
22 Árið 1999 var fyrirtækið Ens- ímtækni ehf. stofnað um notk- un ensíma úr þorski til lyfja- gerðar og í snyrtivörur. Með- gangan var löng því rannsókn- irnar á ensímum úr þorski, eðli þeirra og eiginleikum, hófust á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands árið 1978 og áður í Bandaríkjunum frá árinu 1973. Þessi rannsókn- arverkefni voru styrkt af Natio- nal Institute of Health í Bandaríkjunum, Tæknisjóði Rannsóknarráðs ríkisins og Nordisk Industrifond. Þá voru einstaka þættir í rannsókn- unum styrktir af Vísindasjóði Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Rannsókna- sjóði NATO og Humbolt Stift- ung. Í nóvember hélt dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði við HÍ og fram- kvæmdastjóri Ensímtækni, erindi í Háskólanum á Akur- eyri, þar sem hann kynnti stöðu þessa frumkvöðlaverk- efnis frá ýmsum hliðum. Fyrstu vörurnar á markað fyrir sjö árum Rannsóknir á próteinkljúfandi ensímum úr þorskslógi í meira en þrjátíu ár hafa leitt til þróunar nýrrar tækni og einstakra vara. Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefna- fræði við HÍ og framkvæmda- stjóri Ensímtækni, hefur stýrt þessum rannsóknum og strax árið 2000 var sett á markað til prufu húðáburður, svokall- aður Penzim-áburður, sem unninn var úr þorskslógi. Áburðurinn sýndi góða virkni á ýmsa húðkvilla, liðabólgu og sveppasýkingar. „Íslenski markaðurinn hef- ur reynst prýðilega vel sem tilraunamarkaður fyrir okkar vörur. Fyrir réttum sjö árum settum við fyrstu vörurnar á markað – Penzim-vörurnar. Þetta nafn vísar til innihalds- ins, en segir neytandanum ekkert um virknina. Við höf- um ekki verið að ýta þessum vörum til útlanda, enn sem komið er af markaðslegum ástæðum, en Íslendingar hafa tekið þeim mjög vel. Hér er þessi vara seld upp á tíu pró- sent þjóðarinnar á ári. Það er frábær árangur og það væri stórkostlegt að ná viðlíka ár- angri erlendis. Jafnvel 1% af heilsumörkuðum heimsins væri góður árangur. Við höfum selt erlendum aðilum ensím og þeir eru síð- an með eigið vörumerki og auglýsa það upp og markaðs- setja. Í Frakklandi eru t.d. fjögur vörumerki seld og í Bandaríkjunum eru tvö vöru- merki auk pensíms“ segir Jón Bragi. Drbragi.com Auk svokallaðra náttúruvara hefur verið unnið að þróun snyrtivara úr pensími. Fyr- irtækið Pure Icelandic í Bret- landi hefur unnið að mark- aðsþróun á húðkremi undir vörumerkinu Dr. Bragi – sbr. www.drbragi.com Þessar vörur eru komnar í sölu í bæði Bretlandi og Bandaríkj- unum. Til að byrja með var framleitt krem í 50 gramma flöskum, en þegar upp er staðið er miðað við að til verði heildstæð snyrtivöru- lína. Þessar vörur nú þegar fengið umfjöllun í heims- þekktum snyrtivörutímaritum. Aðkoma fjárfestingabanka í Bandaríkjunum „Við erum núna að vinna að fjármögnun lyfjaþróunarinnar og fyrir markaðssetningu á náttúru- og snyrtivörunum. Við gerum ráð fyrir að þurfa um 40 milljónir dollara. Við höfum samið þannig við fjár- festingabankann í Bandaríkj- unum að hann afli helmings fjárins en við öflum helmings fjárins hér á Íslandi. Við vilj- um þannig bjóða Íslendingum upp á þátttöku að hálfu leyti. Við byrjuðum að vinna að þessu í septemberbyrjun og lögðum upp með að það myndi taka fjóra mánuði. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að þessi vinna muni teygjast í fimm til sex mánuði. Mat fjár- festingabankans sem við höf- um samið við um fjármögn- unina er það að ekki sé minnsti vafi á að við munum fá þá fjármuni sem við þurf- um, en hins vegar sé spurn- ing um verðmatið.“ Að sníða sér stakk eftir vexti Jón Bragi segir að fyrirtækið hafi alltaf sniðið sér stakk eft- ir vexti og aldrei farið út fyrir þolmörk fjárráða þess. Þrír starfsmenn eru á launum, en Jón Bragi segist sjálfur aldrei hafa reiknað sér laun í þessu frumkvöðlastarfi. „Umsvifin eru eins lítil og mögulegt er. Við höfum það að leiðarljósi að gera ekkert umfram það sem efni leyfa“ segir Jón Bragi. Varðandi heildarfjárfest- ingu í Ensímtækni það sem af er segir Jón Bragi að hann hafi ekki tekið hana saman. Erfitt sé líka að meta hvað eigi að nefna til sögunnar í þeim efnum og hvað ekki. Sé talið það sem hluthafarnir hafi lagt til verkefnisins megi áætla fjárfestinguna á 75 millj- ónir, en þegar allt er talið, ef til dæmis væru reiknuð laun á þá sem ekki hafa þegið laun í verkefnu, megi meta heildarfjárfestinguna á allt að 250 milljónir króna. „Mesti kostnaðurinn hefur verið einkaleyfiskostnaðurinn. Við höfum lagt inn einkaleyfi í um þrjátíu löndum og kostn- aður vegna þessa er veruleg- ur. “ Ákveðin tímamót Jón Bragi dregur ekki dul á að ákveðin tímamót séu hjá Ensímtækni. Næstu sex mán- uðir eða svo skeri töluvert úr um hvert stefni. „Ég er ekki í neinum vafa um að fyrirtækið muni ná árangri. Eina óvissu- atriðið í mínum huga er hversu hratt það verður. Við N Ý S K Ö P U N Ástríða og trúverðug- leiki eru lykilatriði - segir Jón Bragi Bjarnason, prófessor við HÍ og framk­væmdastjóri Ensímtæk­ni Ég er ek­k­i í neinum vafa um að fyrirtæk­ið muni ná árangri. Eina óvissuatriðið í mínum huga er hversu hratt það verður. Það þarf mik­la ábyrgð á mörgum sviðum, ek­k­i síst á fjármálasviðinu. Það auðveldasta í heimi er að setja slík­t fyrirtæk­i á hausinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.