Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 34

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 34
34 „Það er mun verra hljóð í mínum mönnum en ég hef upplifað áður. Þeir eru slegnir yfir niðurskurði þorskkvótans, kvíðnir vegna framtíðarinnar og sárir og hneykslaðir út í stjórnarherrana vegna þess sem borið hefur verið á borð fyrir þá. Ég hef ekki fyrr í mínu starfi orðið vitni að jafn miklu vonleysi innan sjómannastétt- arinnar. Í þessum pakka, sem á að innihalda mótvægisað- gerðir vegna skerðingar þorsk- kvótans, er ekkert sem auð- veldar mínum mönnum lífið. Ef ekkert verður að gert er ég smeykur um að íslensk sjó- mannastétt líði undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hana og óttast að áður en langt um líður verði ekki töluð íslenska sem aðalmál á dekkinu á íslenskum fiskiskip- um. Á þessu þurfa stjórnmála- mennirnir að átta sig og það sem fyrst.“ Þetta segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórn- armanna, í samtali við Ægi í tilefni af niðurskurði þorsk- veiðiheimilda landsmanna á nýhöfnu fiskveiðiári og boð- uðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda til að draga úr neikvæðum afleiðingum nið- urskurðarins. Árni segir að ekkert í mótvægispakka rík- isstjórnarinnar gagnist þeim umbjóðendum hans sem starfa á fiskiskipum. Það dugi ekki að benda á að menn geti farið á námskeið, í aðra vinnu eða bæta eigi samgöngur og samskiptakerfi. Það vigti ekki þungt í pyngju sjómanna. Græðgisvæðingin á öfluga fulltrúa í röðum útvegsmanna „Það er ótrúlegt að hlusta á stjórnmálamenn og ráðherra, s.s. Össur Skarphéðinsson, sem einna hæst hefur haft, belgja sig út og mæra mót- vægisaðgerðir ríkisstjórnarinn- ar ekki síst í ljósi þess að bú- ið var að taka ákvörðun um megnið af þessum aðgerðum áður en skerðing þorskkvót- ans kom til framkvæmda, þótt þeim sé nú flaggað sem mót- vægisaðgerðum við nið- urskurði á veiðiheimildum. Það er morgunljóst að sjó- maður, sem stundar þorsk- veiðar, fær ekki að veiða nema 2/3 hluta þess magns sem áður mátti veiða og það er bein ávísun á sambærilega tekjuskerðingu. Niðurskurður þorskkvótans hittir sjómenn verr fyrir en aðrar starfstéttir, t.d. fiskverkafólk sem almennt er á sömu launum hvort sem það er með ufsa eða þorsk í höndunum. Þótt kauptrygging sé við lýði í dag hjá sjómönn- um þá er hún einfaldlega allt- of lág til að menn fáist til að stunda sjó upp á þau bíti. Há- seti á frystitogaranum, sem var með mestar þorskafla- heimildir og farið hefur í tvær veiðiferðir af hverjum þrem- ur, mun tapa launum upp á 1,1 til 1,5 milljónir króna á ári miðað við að fiskverð og aðr- ar forsendur breytist ekki. Skipstjóri á sama skipi mun verða fyrir tekjuskerðingu upp á 3 milljónir króna. Þá er ekki tekið tillit til þeirra óbeinu áhrifa sem nið- urskurður þorskkvótans mun hafa í för með sér gagnvart veiðunum. Menn munu verða á endalausum flótta undan þorski og það mun koma niður á veiðum á öðrum teg- undum. Ég get nefnt sem dæmi frystitogara, sem veiða má 40-50 tonn af þorski í hverri veiðiferð sem að jafn- aði stendur í einn mánuð. Þetta aflamagn samsvarar 1,5 tonni af þorski á sólarhring. Þetta skip mun ítrekað lenda á veiðislóð þar sem of hátt hlutfall aflans er þorskur og hrökklast þar með í burtu, sama hvað ýsu-, ufsa- eða karfakvótanum líður.“ Árni segir að það blasi við að viðbrögð útgerðarmanna við stöðu mála verði m.a. þau að þeir muni leggja skipum og sjómönnum verði sagt upp. „Þetta mun hraða þeirri þróun að sjávarútvegsfyr- irtækjunum mun fækka enn frekar og að þau, sem eftir verða, muni stækka. Ég veit ekki hversu lengi er hægt með sanngirni að nefna hag- ræðingu í þessu sambandi nema í þessu ofnotaða hug- taki felist að aldrei þurfi að Árni Bjarnason: Ég hef ekki fyrr í mínu starfi orðið vitni að jafn miklu vonleysi innan sjómannastéttarinnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.