Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęgir

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęgir

						30
R A N N S Ó K N I R
Í hnattrænum matvælamark-
aði getur verið snúið að halda 
utan um upplýsingar sjávaraf-
urða í gegnum virðiskeðjuna 
þegar afurðir skipta oft um 
hendur, frá veiði-, vinnslu-, 
flutnings-, markaðs-, heild-
sölu- og smásöluaðilum, áður 
en afurðir enda í höndum 
neytenda. Fyrirtæki þurfa að 
mæta kröfum viðskiptavina 
um gæði afurða, öryggi þeirra 
og geta sýnt fram á sjálfbærni 
þeirra.
Í fyrra tók gildi ný reglu-
gerð (EU 1224/2009) sem 
snýr að eftirliti og á hún að 
tryggja að Evrópulöndin inn-
an ESB fari eftir sameiginlegri 
fiskveiðistefnu sambandsins. 
Þar fjallar grein 58 um rekjan-
leika í fiskiðnaðinum þar sem 
gerðar eru kröfur á rekjan-
leika afurða fyrir hverja 
vinnslueiningu aftur til upp-
runa, þar með talið áður en 
viðkomandi vinnslueiningu 
var deilt upp eða blandað við 
aðra vinnslueiningu. Beðið er 
eftir að Evrópusambandið út-
færi þessar reglur betur og er 
búist þeirri útfærslu nú í sum-
ar. Þá munu fyrirtæki innan 
Evrópusambandsins aðeins 
hafa tíma til ársins 2013 til að 
til að aðlaga sig kröfunum.
Nú þegar hafa Norður-
löndin að vissu leyti undirbú-
ið sig fyrir þessa reglugerð 
með verkefnum sem snúa að 
rekjanleikakerfum með notk-
un örmerkja (Radio Fre-
quency Identification - RFID). 
Í Danmörku hefur verið þró-
að kerfi af Lyngsoe Systems 
ásamt fleirum þar sem þeir 
kassar sem notaðir eru í virð-
iskeðju fisks eru merktir með 
örmerki. Tengingar milli mis-
munandi aðila hafa verið út-
búnar og hefur miklu verið til 
kostað að útbúa þetta kerfi 
sem á að þjóna fiskiðnaðin-
um. Einnig mun kerfið vera 
tengt við kerfi sem gerir neyt-
endum kleyft að taka myndir 
af tvívíðu strikamerki sem 
prentað er á umbúðir og fá 
upplýsingar um afurð beint í 
snjallsíma. Þetta kerfi er talið 
álitlegt, byggt að nokkru leyti 
á EPCIS staðlinum, en hefur 
einhvern veginn orðið bitbein 
milli mismunandi aðila í virð-
iskeðjunni. Fyrir vikið er það 
ekki komið í notkun og 
nokkur óvissa ríkir með fram-
haldið. Ljóst er að miklu hef-
ur verið til kostað og er óvíst 
með árangurinn, enn sem 
komið er. Eru samtök 
danskra fiskverkenda (Danish 
Seefood Association) orðin 
þreytt á ástandinu og hafa 
dregið alla aðila að borðinu 
til funda í lok maí til að 
ákveða með framhaldið.
Í Noregi hefur verið unnið 
að almennu rekjanleikakerfi 
fyrir allar matvælaafurðir sem 
framleiddar eru í Noregi og 
nefnist verkefnið eSporing. 
Þar hafa stjórnvöld ásamt 
matvælaiðnaðinum í heild 
tekið sig saman og unnið að 
kerfi sem á með tímanum að 
geta tryggt rekjanleika allra 
afurða með möguleika á að 
koma upplýsingum áfram til 
neytenda. Fyrstu tilraunir eru 
að fara fram um þessar 
mundir og tengjast þær 
norskum kjötiðnaði. Í fram-
haldinu verða svo gerðar til-
raunir með aðrar matvælateg-
undir. 
Nú í vor er verkefninu eT-
race að ljúka og hefur Matís 
ohf. tengst því, ásamt norsk-
um og sænskum fyrirtækjum 
og stofnunum. Tilgangur 
verk efnisins var að skilgreina 
og þróa rekjanleikakerfi sem 
byggist á EPCIS staðlinum frá 
GS1 og kanna hvort hann sé 
hentugur fyrir rekjanleika 
matvæla, en upphaflega var 
hann hannaður fyrir vöruvið-
skipti og flutning. Með því að 
samþátta upplýsingar um ör-
yggi matvæla við aðrar rekj-
anleikaupplýsingar í rauntíma 
opnast möguleikar á að auka 
um leið öryggi afurða og 
bæta upplýsingagjöf milli að-
ila í virðiskeðju, sem og neyt-
enda.
Nú í vor fór fram tilrauna-
keyrsla í Svíþjóð á þeim hug-
búnaði sem þróaður hefur 
verið í verkefninu, þar sem 
fiskikassar voru merktir með 
örmerkjum, um leið og þeim 
var landað. Þannig var hægt 
að fylgjast með ferð þorsks 
frá veiðum, í gegnum vinnslu 
og alla leið til neytenda með 
sjálfvirkum hætti. Notast var 
við handskanna til að fá upp-
lýsingar um stað- og tíma-
setningar RFID merkjanna. 
Þannig var hægt að rekja ferð 
fisksins í gegnum löndun og 
vinnslu á Skáni og til neyt-
enda í Gautaborg. Neytendur 
kunnu vel að meta upplýs-
ingarnar og margfaldaðist sal-
an á viðkomandi tegund. Til-
raunin þótti heppnast afar vel 
en hafa verður í huga að fisk-
vinnsla, þar sem hún fór 
fram, var af minni gerðinni á 
íslenskan mælikvarða. Fiski-
stofa þeirra Svía (Fiskeriver-
ket) fékk mikinn áhuga á 
verkefninu og hefur haldið 
áfram með tilraunir með það 
að markmiði að nota kerfið 
við fiskveiðieftirlit og til að 
uppfylla komandi kröfur frá 
Evrópusambandinu. 
Einnig fór fram tilrauna-
keyrsla í eTrace verkefninu 
hjá HB Granda í Reykjavík 
þar sem karfa var fylgt í 
gegnum vinnslu í fersk flök 
sem send voru samdægurs 
með flugi á markaði í Evr-
Rafrænn rekjanleiki sjávar-
afurða ? lúxus eða lífsnauðsyn
Tilraun í Svíþjóð þar sem örmerki í fiskikerum voru notuð til að fylgja eftir fiski allt 
frá veiðum, í gegnum allan vinnsluferilinn og til neytenda. 
Skjámynd úr hugbúnaðinum sem sýnir vinnsluferil fisks í gegnum HB Granda, þar 
sem 38 ker af ísuðum karfa koma inn. Þau skiluðu 12 vinnslukerum með flökum í 
ískrapa. Í tilrauninni var 7 vinnslukerum fylgt í gegnum pökkunina en þau fylltu 
329 kassa sem staflað var á 5 vörubretti. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40