Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 69
Peter Carleton 9Tímmn og' vatuið' í nýju ljósi Ihverju felst sú list, sem er sett saman með orðum? Flestum er tamast að skilgreina ritlist, sem efni + form. En listin felst einmitt í sam- vinnu efnis og forms. Efni út af fyrir sig er aðeins upplýsingar, staðreynd- ir um menn og málefni, og form út af fyrir sig er næsta afstrakt hugtak. Göfugustu hugsjónir, skemmtilegustu sögur geta verið hvimleiðar ef þær eru settar fram á klaufalegan hátt. Eins getur vandaðasta form verið innantómt ef það fellur ekki vel að efninu, þótt innihaldið sé í alla staði athyglisvert. Hvað er þá bókmenntagagnrýni ? Ef hún á að vera listagagnrýni, verð- ur hún að fjalla um það sem einkenn- ir listina, sambandið milli forms og efnis. En bókmenntagagnrýni er oftast af öðrum toga spunnin. Segja má, að á íslandi sé listagagnrýni í eiginlegum skilningi lítið tíðkuð. Það er annars konar gagnrýni sem kemur í hennar stað, og skal hér talið upp það helzta: Formrýni er oftast einhvers konar bragfræði. Textaskýringar leitast við að end- ursegja á skýran hátt það sem vana- legur lesandi kynni að misskilja. Söguleg rýni fj allar um sambandið milli persóna eða atburða í bókum og hugsanlegra fyrirmynda þeirra í raunverulegu lífi. Undir hana heyrir œvisöguleg rýni, sem fjallar einkum um sambandið milli ævi höfundar og þess, sem hann skrifar. Málefnaleg rýni stefnir fyrst að því að ákveða afstöðu höfundarins gagn- vart þeim málefnum sem gagnrýn- andanum liggja mest á hjarta. Rýn- andinn bætir vanalega nokkru við frá eigin brjósti, með eða á móti. Allar þessar tegundir gagnrýni fjalla um eitthvað annað en sam- bandið milli forms og efnis. Þær geta þess vegna ekki talizt listagagnrýni í strangasta skilningi. En ég vil samt ekki gera lítið úr þýðingu þessara að- ferða. Þær eru allar nauðsynlegar ef maður vill kynnast listaverki til hlít- ar og meta gildi þess fyrir sjálfan sig og aðra. En eðli verksins sem lista- verks verður aðeins ákveðið með listagagnrýni. Er listgildi hlutlægt eða huglægt? Liggur það í hlutarins eðli, eða er það eingöngu smekksatriði? Ég hygg það mjög hæpið, að nokkuð í sam- bandi við gildi listaverks geti talizt 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.