Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 42
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 Um er að ræða 462 fermetra einbýlishús á fjórum pöllum auk um 40 fermetra garðskála á þessum einstaka stað niður við lækinn á Flötunum í Garðabæ. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðastliðnum árum og er í góðu ástandi. Eignin skiptist m.a. í glæsilegar stofur með fallegum arni, stórt eldhús, allt að 6 svefnher- bergi, stórt fjölskyldurými, rými þar sem innrétta má aukaíbúð og tvöfaldan bílskúr. Lóðin er mjög glæsileg með miklum harðviðar- og hellulögðum veröndum til suðurs með skjólveggjum, heitum potti og útisturtu. Allar nánari upplýsingar og tímapantanir á skoðun eignarinnar er að fá hjá neðangreindum fasteignasölum. GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS VIÐ LÆKINN Á FLÖTUNUM Í GARÐABÆ Lóðin er mjög glæsileg með miklum harðviðar- og hellulögðum veröndum til suðurs með skjólveggjum, heitum potti og útisturtu. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Þorlákur Ómar Einarsson lögg. fast.sali. Kór Langholtskirkju flytur Jóhann- esarpassíuna eftir J. S. Bach í Lang- holtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammersveit Langholtskirkju leik- ur með, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi Jón Stef- ánsson. Jóhannesarpassía Bach var frum- flutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig árið 1724 og er ótvírætt á meðal höfuðverka tónlistarsögunnar. Ein- stakt þrekvirki sem nýtur stöðugr- ar aðdáunar tónlistarunnenda og er einstök áskorun í flutningi fyrir klassíska einsöngvara. Jóhannesarpassían byggir á Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er frá píslargöngu Jesú Krists. Með hlutverk Jesú og bassaarí- urnar fer Oddur Arnþór Jónsson, en hann á að baki talsverða sögu sem söngvari innan Langholtskirkju- kórsins. „Meðan ég var í Söngskól- anum hér heima á sínum tíma þá fór ég í kórinn og söng með honum öll námsárin. Ætli það hafi ekki verið frá því um 2005 til 2009 eða allt þar til ég lauk burtfararprófi og hélt út í nám.“ Oddur Arnþór hélt til náms í hinni víðkunnu tónlistarborg Salzburg þar sem hann býr og starfar í dag ásamt eiginkonu sinni, Júlíu Pujol píanóleikara, og sonum þeirra tveimur, þeim Jón Oliver tveggja ára og Finyan Má fjögra mánaða. „Þessir strákar okkar eiga nú vart séns á öðru en að vera eitthvað í tónlist. Það er tónlist á heimilinu alla daga,“ segir Oddur Arnþór og brosir. „Tónlist er gríðarlega stór þáttur af daglegu lífi fólks í Salz- burg, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar og það er gaman að lifa og hrærast í þessum heimi tónlistarinnar. En svo er líka gaman að koma heim af og til og takast á við skemmtileg verkefni. Þessa dagana er ég bæði að æfa fyrir tónleikana á sunnudaginn og svo líka fyrir Peter Grimes á Listahátíð í næstu viku. Það er líka alveg magnað verk og gaman að vera þátttakandi í því. Þetta eru ólík verkefni en mér gengur ágætlega að samræma þetta enda var ég í bæði óperu og ljóðaóratoríu í náminu á sínum tíma. Svo er ég ekki frá því að maður sé einmitt í besta forminu þegar það er mikið að gera.“ Oddur Arnþór er baritón en hann bendir á að það voru ekki skrifuð hlutverk fyrir baritóna á þeim tíma þegar Bach skrifaði Jóhannesar- passíuna. „Jesús er bassahlutverk og það felur í sér ákveðna áskor- un fyrir mig. Ég hef reyndar sung- ið þetta hlutverk áður, en það var í Mílanó á síðasta ári og það gekk nú bara vel. Þannig að þó svo að það séu átök að takast á við Jesú þá er ég bara fullur tilhlökkunar fyrir tón- leikunum á sunnudaginn og vona að sem flestir komi.“ Einsöngvarar auk Odds Arnþórs verða Benedikt Kristjánsson guð- spjallamaður og tenór. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, sópranarnir Sigríður Ásta Olgeirs- dóttir og Solveig Óskarsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir alt auk nokkurra kórfélaga sem fara með smærri hlutverk. magnus@frettabladid.is Jesús er áskorun Kór Langholtskirkju fl ytur Jóhannesarpassíuna þar sem Oddur Arnþór Jónsson tekst á við hlutverk Jesú í einu magnaðasta verki tónlistarsögunnar. JESÚ KRISTUR Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Jesú Krists. BÓKMENNTIR ★★★★ ★ Gott fólk VALUR GRETTISSON Bjartur Bókaflóð lúta sömu lögmálum og önnur flóð, bera með sér alls kyns hluti, suma lítils nýta, aðra gagnlega og stöku sinnum eitthvað sem vekur furðu og fögnuð þeirra sem ströndina ganga og hirða rekann. Eitthvað sem finnanda/lesanda finnst að allir ættu að sjá/lesa/fá afnot af. Eitthvað sem kveikir óslökkvandi löngun til skoð- unar, umræðna og nánari rannsókna. Eitthvað sem beinlínis krefst þess að við tökum til þess afstöðu. Slíkur reki er meðal þess sem vor- bókaflóðið skolaði á land. Bókin Gott fólk eftir Val Grettisson er ein af þess- um sjaldséðu bókum sem lesandinn spyr alla sem hann hittir hvort þeir hafi lesið, hvað þeim finnist um hana og hvort þá langi ekki til að ræða efni hennar og efnistök við annan lesanda. Þetta er bók sem verður að ræða. Og helst strax í gær. Sagan er sögð í fyrstu persónu af menningarblaðamanninum Sölva og hverfist um ábyrgðarferli. Það er þegar kona sem telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karlmanns ákveður að fara ekki dómstólaleiðina heldur sendir tvo votta með bréf til hans þar sem hún krefst þess að hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Já eða nei eru einu svarmöguleikarnir sem hann hefur. Eftir að hann gengst við því að hafa verið hugsunarlaus ruddi í þeirra samskiptum fer af stað atburðarás sem hvorugt sá fyrir. Það að gang- ast við því að hafa beitt aðra mann- eskju ofbeldi veldur straumhvörfum í lífi Sölva, inn á við og út á við. Þegar upp er staðið veit hvorki hann né aðrir hvað er satt og hvað logið, hver beitti hvern ofbeldi og varla einu sinni hvað það hugtak eiginlega þýðir á þess- um síðustu og bestu póstfemínísku tímum. Spurningarnar sem Valur veltir upp í þessari fyrstu skáldsögu sinni eru knýjandi og undarlegt hve lítið hefur farið fyrir þessari bók í umræðunni. Vísunin í þekkt mál af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum veldur kannski því að fólk veigrar sér við að ræða þetta, en þótt líkindin séu augljós er hér vissulega um skáld- sögu að ræða. Góða skáldsögu meira að segja; vel skrifaða með skýrri pers- ónusköpun, þaulhugsaðri atburðarás og sterkum spurningum um það hver staðan sé á samskiptum kynjanna í samtímanum. Frasinn um að skila skömminni þangað sem hún á heima er undirliggjandi í málflutningi kon- unnar en um leið horfir hún og stuðn- ingsmenn hennar framhjá þeirri stað- reynd að á meðan á ástarsambandinu stóð bar hún aldrei fram ásakanir um ofbeldi og tók þátt í leiknum. Ber hún þá enga ábyrgð á samskiptamunstr- inu? Er það á ábyrgð karlmannsins að passa að ekki sé gengið yfir ákveð- in mörk í ástarsambandi? Hvert er í raun ábyrgðarferlið? Þar sem sagan er sögð út frá sjón- arhóli karlmannsins sem ásakaður er fær lesandinn ekki glögga mynd af því hvað fram fer í huga konunn- ar. Höfundur tekur hins vegar enga afstöðu í málinu en lýsir á hlutlaus- an hátt því sem gerist í lífi og huga Sölva eftir ásökunina. Þær lýsingar eru fantavel unnar og sannfærandi og kveikja endalausar spurningar. Spurningar sem við sem samfélag verðum að ræða og taka afstöðu til. Svo í guðanna bænum lesið þessa bók, takið afstöðu, ræðum saman. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Firnasterk og krefjandi skáldsaga um efni sem kemur okkur öllum við og neyðir okkur til að taka afstöðu. Ást er ekki ofbeldi, eða hvað? MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -9 0 B C 1 6 3 F -8 F 8 0 1 6 3 F -8 E 4 4 1 6 3 F -8 D 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.