Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 41
Loftur á „hinu leiksvibinu“ riðinu. Út frá greiningunni hér að framan getum við túlkað Gottskálk sem einhvers konar föður, en þá í víðustu merkingu hugtaksins. Gottskálk hefur það sem Loftur vill fá, þekkinguna ótakmörkuðu og þar með valdið, um leið er hann tengdur eldinum, myrkrinu og dauðanum. Kannski er hann Guð-faðir? Við getum líka sagt að orsökin fyrir angist Lofts og sálarlegri upplausn, orsök þess að hann getur ekki upphafið ráðsmanninn, föður sinn, og samsamað sig honum, séu móðurbindingar sem hann verður að losna undan áður en hann getur haldið lengra. I ljósi þess gætum við sagt að Gottskálk sé frummóðirin, sú hin þráða og hataða. Um leið erum við hér komin nokkuð langt frá sjálfum textanum og það er alltaf vafasamt í bókmenntafræðum og kannski vafasamast þegar unnið er með jafnvand- meðfarna aðferðafræði og sálgreininguna. Það skiptir kannski ekki heldur máli hver Gottskálk er vegna þess að hlutverk hans í leikritinu er alveg skýrt — hann segir þessa einu setningu: „I dimmunni áður en þú fæddist klauf hið illa vilja þinn.“ Og þá „ræður Loftur sér ekki fyrir fögnuði“ og hrópar: „Loksins!" „Hið illa“ hefur hér að framan verið túlkað sem meðvitund Lofts um blekkinguna, meðvitund- in um merkingarleysið sem klýfur alla hans tilveru og gerir hana að þversögn; hann berst fyrir ástinni sem hann er ófær um að taka á móti, hann heldur dauðahaldi í stórmennskudrauma sem eru aðeins flótti frá vissunni um fullkomið getuleysi og vanmátt. Allt sem Loftur segir um sjálfan sig er hvort tveggja í senn, örvæntingarfull tilraun til að tjá öðrum upplausn sína og fela hana um leið. Loksins stendur hann frammi fyrir þeim sem skilur klofna verund hans, angist, ótta og sorg. „Augnablik sannleikans“ er runnið upp og um leið slokknar öll spenna í persónunni. En enginn getur eytt allri spennu okkar nema dauðinn. Er þá Gottskálk sjálfur dauðinn? Þessar spurningar sýna fyrst og fremst óendanlega túlkunarmöguleika verksins, óhugnaðinn sem í því býr og sálfræðilega dýpt þess. Það er þrennt sem gerir Galdra-Loft að afskaplega nútímalegu verki; efni þess eða „hin narkissíska kreppa", íronía þess og loks málið á leikritinu. Texti Lofts í leikritinu er Loftur og tjáning hans, málið sem Jóhann Sigurjónsson lætur hann tala er eitt af því sem gerir Galdra-Loft að ,,módernísku“ verki.22 Og það er jafnframt bæði styrkur og veikleiki þess. Tjáning Lofts er jafn firrt og hann sjálfur. Jóhann notar myndmál og dæmisögur mikið eins og gert er í bókmenntum samtíma hans, en margar af myndum Lofts eru afar torskildar. Eins og áður er fram komið eru ákveðin lykilorð að hugarheimi Lofts, en hluti af táknkerfi hans er persónulegur, í þeim skilningi að það hefur aðeins merkingu fyrir hann 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.