Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 36
Hann var búsýslumaður mik- ill og hafði mart hjóna, vitur maður en nokkuð harðdræg- ur, og hafði áttar konur margar og gert til sumra skyndibrullaup; kómu nokkrar þeirra í orlof sitt jafnan að vitja hans, og vóru sumar ágætir kostir, en þó mestur sú kona er hann hafði mundi keypta, Þorbjörg hin digra, og verður því fleira um hana lesið á öðrum bók- um sem hún kemur minnur við þessa sögu.l4) Sé litið fyrst á lýsingu Þorgils, þá greina fyrstu tvö atriðin aðeins frá yfir- ráðasvæði hans og búskap. Þriðja atriðið segir frá því hvernig hann komst til efna. Enn er ekki hægt að sjá hver afstaða höfundar til þess er en gera má ráð fyrir að með lesendum búi harla ólíkar hugmyndir um menn sem „vinna sig upp“. Fjórða atriðið lýsir því að Þorgils telji sig hafa meiri hag af friði en stríði og það kann að vera jafnt jákvætt sem neikvætt. Fimmta at- riðið nefnir hver gjaldmiðill hans er og með hvaða hætti hann hefur orðið sér úti um núverandi stöðu. Það er rökrétt framhald þriðja atriðisins, hvernig svo sem menn hafa skilið það en sá sem lesið hefur almenna mann- kynssögu hlýtur nú að hnjóta um að í kjölfar kaupmennsku Þorgils er sér- staklega tekið fram að gjaldmiðill hans sé málmur. Sjötta atriðið virðist við fyrstu sýn frekast lýsa afskipta- eða fordómaleysi í trúmálum en þegar sjöunda atriðið bætist við, fær það nýja vídd. Þetta sára „hversdagslega“ einstaklingseinkenni, afskiptaleysi af átrúnaði, verður í einni andrá alveg sérstakt: Þorgils reynist ekki aðeins lítill blótmaður fyrir umburðarlyndis sakir eða tómlætis heldur af því að hann metur allt til fjár; hann er heiðinn svo lengi sem samfélag og gróði krefjast þess en tilbúinn með kristileikann í kistum sínum jafnskjótt og kristni er lögtekin. Auðsætt er að þessu atriði er skipað síðast til að lesendur sjái allt sem áður var sagt í nýju ljósi. Auð- hyggjan er gerð að meginþætti í fari Þorgils. Frá höfundar hálfu á hann sýnilega að vera sá er leggur mælikvarða auðs jafnt á stríð, frið sem átrúnað og kaupir sér hvaðeina í tilverunni, bæði eignir og menn. Tvö fyrstu atriðin í lýsingu Vermundar segja frá yfirráðasvæði og bú- setu. Hið þriðja getur í senn átrúnaðar hans, lundernis og uppruna; skýrir m.ö.o. frá því að hann hafi þegið anda og menningu genginna tíma í arf frá feðrunum rétt eins og eignirnar. Hér kemur ekki fram hver höfundaraf- Tímarit Máls og menningar staðfestu sína og svo manna- forráð. Lítill var hann blótmaður, sem títt er um þá menn er fjöld hafa farið og kynst við mart guða; en þá er kristni kom á land tók hann fram tvo gripi úr kistum sínum, kross góðan með Kristi hinum kórónaða áföstum, vini kaupmanna, og svo líkneski móður hans, en hún er stjarna mikil farmönn- 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.