Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar en ekki eins og beinfættur eða tindilfættur fulltrúi siðmenningarinnar. Hann fremur reyndar í Noregi sömu glæpi og viðurkenndir og reyndir efnamenn og er jafnvel eftirbátur þeirra í ýmsu. En hann gerir sig sem kon- ungur beran að tveimur reginskyssum: hann vinnur með eigin hendi verk sem aðrir eignamenn láta málaliða vinna fyrir sig og hann fremur glæpina á skökkum stað. Ríkarður jarl kveikir ekki sjálfur í kirkjunni í Hjartrósar- borg, Þorkatli háva dettur ekki í hug að fara með pyntingum um Norður- lönd. Frásagnir af Olafi digra gegna í Gerplu sama hlutverki og frásagnirn- ar af víkingafélagi Þorkels. Þær leiða í ljós að sú eignastétt sem situr að völdum í Evrópu er ekki síður en víkingar syðra og nyrðra ótíndur ræn- ingjaflokkur, sem stjórnast af auðgunarsjónarmiðum einum saman, fer með gripdeildum og morðum á hendur alþýðunni en er hins vegar útsmognari í aðferðurn sínum en víkingar. Og þá er vert að minnast þess að grimmdar- verk fasismans voru fæst nýjung í mannkynssögunni. Gömlu nýlenduveld- in höfðu um langt skeið unnið áþekk verk en þá einkum utan Evrópu. I Asíu, Afríku og Suður-Ameríku hefur heldur ekki orðið lát á fjöldamorð- um, pyntingum og brennum þótt Hitler gengi til feðra sinna á 5. áratugn- um. Þar hefur m.a. verið að verki hin siðmenntaða borgarastétt Evrópu og Norður-Ameríku og vitað er að Halldóri var Kóreustríðið ofarlega í huga er hann skrifaði Gerplu. Frásagnirnar af Olafi digra einkennast óefað af heimildaívafi, þær eru í mörgu sniðnar að sögu Hitlers en fasismanum þá lýst sem skilgreindu afkvæmi hins stéttskipta þjóðfélags. Olafur kemst til valda í sögunni af því að hluti norskrar eignastéttar hefur af því beinan ágóða. Sigurður sýr mútar honum og tryggir þar með Olafi völd. Meðan Olafur heggur, meiðir og brennur norskan landsmúg hreyfa eignastéttir álfunnar ekki litlafingur gegn honum. Það er ekki fyrr en sú fregn berst að norskur almúgi ætli að taka málin í sínar hendur að allt fer á annan endann: Rétt eins og Sigurður sýr fyrrum ber Knútur ríki fé á norska eignamenn og þeim þykir „þeim mun girnilegra að gánga undir Knút sem þeir þykjast vita að floti eingla hafi afl meira að hnekkja forsfullum bændamúgi en haft höfðu soltnir húskarlar Ólafs konúngs (leturbr. bk.).“ 26) Með þessum hætti er vakin athygli á sameiginlegum hagsmunum auð- stétta víðs vegar um heim og varað við tiltekinni samfélagsgerð. Boðskap- urinn er ítrekaður með því að draga upp augljósar hliðstæður með norsku og íslensku samfélagi sögunnar. Sigurði sú er t.d. lýst sem Vermundi og gilsi sameinuðum: hann hefur auð sinn af hefðbundnu arðráni heima fyrir en víkingaferðum og kaupmennsku erlendis. Þeir auðmenn norskir sem halda vilja niðri „forsfullum bændamúgi" eiga sér líka trygga skoðana- bræður á Islandi, t.d. Reykjahólakaupmanninn og þá borgfirsku höfðingja 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.