Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 87
Myndir á Sandi ósamsett og sundurleitt: lífið sjálft. Reyna þó um leið að gefa því einingu með nýjum aðferðum. Slík viðleitni svarar til þeirrar framvindu sem greint er frá að framan og er í senn stílleg/formleg og heimspekileg. Skáldsögur Thors Vilhjálmssonar7 eru til marks um hina breyttu stöðu. Þeim hefur og stundum verið líkt við baroksk málverk. Skýrar útlínur skortir, form þenjast út og dragast saman án rökbundinna takmarka, allar línur virðast bognar og sjónarhornin margföld. Af þeim sökum er yfirsýn nánast ómöguleg, vefurinn of flókinn til að unnt sé að rekja alla þræði hans til enda. Formgerðir þessara sagna einkennast af óþrotlegri spennu og um- myndun, hvíldarlausri sveiflu á milli einingar og sundrungar. Að því leyti eru þær í samræmi við veruleika nútímans, flækjur hans og þversagnir. Rökrétt form fyrri tíða hafa sundrast, tákn gærdagsins misst gildi sitt og ný komið í þeirra stað til þess eins að víkja fyrir öðrum með nýjum degi. Flest virðist afstætt, fæst skynsamlegt. Engu að síður reynir hver um sig að ríma saman líf sitt og heiminn til að komast af, verða ekki óskapnaðinum að bráð. Formgerðir Thors endurspegla þetta ástand: óreiðu nútímalífs þar sem eyðileikinn hið innra, markaður óljósum línum hins horfna, hefur breyst úr kennd stopulla stunda í veruleika vitundar, tómleika vitundar. En þráin vaxið að sama skapi, þráin eftir skýrum línum og „raunverulegri" sjón: að „sjá allt í senn, eygja það sem rímbundinn þátt; eða atriði í miklum margslungnum og þéttriðnum vef, í fleiri víddum; sem sæjust samspilandi, með þeirri sjón sem ég þrái“8. Skáldsögur Thors myndbreytast frá andartaki til andartaks; flaumur orða, flóð mynda. Merking þeirra virðist síkvik, söguefni og drög fléttast saman og leysast upp án niðurstöðu, mynda samhliða rásir og umsnúast, persónur renna saman eða skipta um andlit, sögusvið sundrast eða marg- faldast, tímavíddir bráðna saman, minningum, draumsýnum og upplifun- um slær í eitt án reglu. Söguhöfundurinn er að auki staddur í óreiðunni miðri, samsamaður efninu. Textarnir virðast því við fyrstu sýn vera öng- þveitið einbert, leikur án rökvísi, málæði. Krafan um skýrleika og festu er hunsuð án afláts, hið gamalkunna boð: að lýst sé því sem hefur verið gert, hugsað og lesið, hinu einræða og þekkta. En þrátt fyrir þetta eru textar Thors rímbundnir og þéttriðnir vefir með eigin rökvísi og samtengjandi hugsun. Merkingu sem mynduð er með öðrum hætti en í hefðbundnum skáldsögum að vísu. Höfundi tekst að færa öngþveiti reynslunnar í listrænt form án þess að útrýma því um leið. Uppreisn gegn sögulegri formgerð Greina má texta skáldsagna í þrjú svið: frásagnarsvið, myndsvið og þema- svið. Með þá skiptingu að leiðarljósi er unnt að glöggva sig á ferli skáldsög- 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.