Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 59
alla ævi og fæst aldrei til að endurskoða. Þessvegna verða menn hleypidómafullir og jafnvel hatursfullir í garð annarra hug- mynda eða skoðana en sinna eigin. Það segir sig líka sjálft að náttúruleg heimspeki fólks getur tekið á sig margar myndir; hún er miklu fremur komin undir hugkvæmni einstaklingsins en almennri þekkingu eða viðtekinni reynslu. Akademísk heimspeki er á hinn bóginn skipuleg viðleitni til þess að móta kenning- ar um heiminn og mannlífið sem eiga að veita fólki sameiginlega heildarsýn á veru- leikann og vera hafnar yfir persónubundnar lífsskoðanir. Um leið er akademísk heim- speki safn af verkfærum til þess að greina og gagnrýna allar hugsanlegar skoðanir, hugmyndir og kenningakerfi um lífið og tilveruna. Þannig á ástundun akademískrar heimspeki og nám í henni að koma að góð- um notum bæði þeim sem leggja stund á önnur fræði og þeim sem vilja móta eigin lífsskoðun og lífsstefnu á skýrum og rök- legum forsendum. En það er engin trygging fyrir því að menn verði góðir, náttúrulegir heimspek- ingar við það að leggja stund á heimspeki í háskólum. Sumir akademískir heimspek- ingar eru lélegir náttúrulegir heimspeking- ar eða leggja sig ekki eftir slíkri heimspeki vegna þess að þeir eru uppteknir við tiltekn- ar fræðilegar eða tæknilegar gátur sem við rekumst á í viðleitninni til að botna í heim- inum. Og það eru til góðir náttúrulegir heimspekingar sem ekki hafa lagt stund á akademíska heimspeki. Þeir hafa lært að hugsa á sjálfstæðan gagnrýninn hátt eftir öðrum leiðum. En stendur heimspeki í raun og veru jafn nálœgt fólkinu og þú vilt vera láta? Leitar fólk ekki fretnur í skáldskap til að finna fullnœgjandi svör við ýmsum grundvallar- spumingum en til heimspekinga? Sá meginmunur er á heimspeki og skáld- skap að skáldskapur hvetur menn ekki endi- lega til að hugsa á eigin forsendum, þó að hann geti vakið til umhugsunar. Skáldskap- ur er úthverfing hugsunarinnar ef svo má að orði komast. Það að hugsa er innhverfing: Skáldskaparhugsun, ef tala má um slíka hugsun, er öll í því að reyna að tjá og lýsa, en ekki hugsa. Skáldskapur er fólginn í tjáningu, þessvegna getur hann aldrei kom- ið í stað hugsunar. Stundum nærist heim- speki á skáldskap og vinnur úr hugmyndun- um sem þar birtast. En stundum er sagt um skáld að þeir séu miklir heimspekingar. Þannig er til dœmis Dostojevskíoft talinn til heimspekinga, þótt eftir hann liggi einungis skáldskapur. Miklu skáldi er ekki alltaf gerður neinn greiði með því að vera stimplaður mikill heimspekingur. Skáldið beitir orðunum til að tjá tilfinningu, skynjun eða hugsun sem með honum bærist eða sem hann veitir eft- irtekt í mannlífmu og hann vill veita útrás, láta koma fram í verki. Orðlist skáldsins er nátengd sönglist, myndlist og jafnvel dans- list. Kannski er ljóðlist ekkert annað en orðadanslist. Orðlist heimspekingsins er yfírleitt af öðrum toga. Hann beitir orðun- um í því skyni að safna saman hugsunum og binda þær saman með skipulegum hætti, setja þær í ákveðið röklegt samhengi. Þetta gerir heimspekingurinn hvort sem hann er akademískur eða náttúrulegur. Af þessu leiðir að við gerum ekki og eigum ekki að gera alveg sömu kröfur til TMM 1992:1 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.