Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Blaðsíða 78
Kristín Hafsteinsdóttir „Heimurinn er þar sem við erum“ Um bókmenntir Máría og listina að vera innlendur maður Heimurinn er ekki eitt stórt bókmennta- svæði. Þegar skoðaður er mismunur milli bókmenntasvæða, rekumst við fljótlega á ,,tilgang“ (motivation) höfunda, eða „til- gangsleysi“, í þeim verkum sem bera greinilegust einkenni hvers svæðis. Ytri skilyrði höfunda og lesenda þeirra, svo sem landfræðileg lega sögusviðsins, hafa ekki sömu áhrif á gerð verkanna og innri skilyrði þeirra sem að verkunum ganga — hvort sem það eru höfundar þeirra eða lesendur. Auðvitað má benda á augljós áhrif ytri skil- yrða á mótun þjóðmenningar. En tilgangur að baki bókmenntaverka mótast af innri skilyrðum fólksins á því menningarsvæði sem skoðað er í hvert sinn. Og greinilegt er að saga þess fólks sem höfundur er af, og saga lesenda hans, verða að þeim grund- velli sem þau mætast á í verkinu. lilgangur með bókmenntaverki er oft ræddur hjá þjóðum hins „Nýja Heims" eins og hann einn skipti máli. Þar skiptir oft litlu, hvort höfundarnir eru frumbyggj- ar eða innflytjendur, flestir þeirra eru að leita að stöðugum grunni sem reyna mætti að byggja á „gott bókmenntaverk". Þó bera verk flestra frumbyggjanna þess glögg merki að þeir eru í nánara sambandi við umhverfið en innflytjendurnir. Til- gangur þeirra með skrifum sínum er oftast að tilkynna alþjóð að hér séu þeir og svona hafi þeir orðið — í framrás sögunnar. Saga frumbyggj anna er þannig að þeir vilja muna hana, en saga flestra innflytjendanna er þannig að þeir vilja gleyma henni. Á þessu hvílir sá reginmunur sem er á verkum þess- ara hópa sem settir eru saman undir einn hatt; hatt sem var lengi kallaður „Comm- onwealth literature“ á ensku eða samveldis- bókmenntir. Þær bókmenntir sem fjallað er um hér í þessu hefti eru bókmenntir sem skrifaðar hafa verið á ensku í nokkrum fyrrverandi nýlendum Breta. Þær eru núorðið gróf- flokkaðar saman undir eitt heiti á ensku; „post colonial literature“. Hugtakið er nýtt fyrir flestum íslendingum og hefur ekki hlotið almennt íslenskt heiti. Ég sting hér með upp á að kalla þessa tegund bókmennta nýfrelsisbókmenntir, samanber hugtakið nýfrjálsarþjóðir. Eitt aðaleinkenni nýfrels- isbókmennta er það, að höfundamir sem þær skrifa eru að skrifa sig inn í landslag sitt. Höfundunum líður eins og útlending- um í heimahögum sínum og skiptir þá litlu máli hvort þeir eru afkomendur fólks, sem valdi að flytjast til þessara landa; fólks, sem var flutt þangað nauðugt; eða afkomendur 76 TMM 1993:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.