Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 8
15. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Mars 2004 Júní 2011 Janúar 2014 Ágúst 2014 Nóvember 2014 Júní 2015 Ágúst 2015 Desember 2015 Rosetta er skotið á loft. Slökkt er á Rosetta til að spara rafmagn. Rosetta endurræst. Rosetta mætir halastjörnunni 67P. Philae lendir á 67P. Philae verður rafmagnslaus. Philae vaknar til lífsins. 67P verður eins nálægt sólu og mögulegt er. Áætluð lok verkefnisins. VÍSINDI Könnunarfarið Philae, sem er fyrsta geimfarið til að lenda á halastjörnu, hefur vakn- að til lífsins og sent skilaboð til jarðar. Philae er lendingarhluti geim- farsins Rosetta sem var skot- ið á loft árið 2004. Geimfarið hafði það markmið að lenda á halastjörnunni 67P. Evrópska geimferðastofnunin ESA hefur umsjón með verkefninu. Eftir langa ferð um vetrar- brautina og meðal annars tvær hringferðir um Mars lenti könn- unarfarið Philae á halastjörn- unni þann 12. nóvember í fyrra. Philae er knúið með sólarraf- hlöðum, en eftir 60 tíma veru á halastjörnunni gáfust rafhlöð- urnar upp þar sem farið var á myrku hlið loftsteinsins. Í gær vaknaði Philae til lífs- ins þar sem halastjarnan hefur færst nær sólu. Farið heilsaði jarðarbúum á Twitter-síðu sinni með skilaboðunum „Halló jörð! Heyrir þú í mér?“ Verkefnastjóri Philae, Stephan Ulamec, segir að farið sé við kjöraðstæður og að allt gangi vel. Nú sé beðið eftir að farið hafi aftur samband en þegar býr farið yfir miklum gögnum um eðli halastjörnunnar. Könnunarfarið hefur það að markmiði að safna gögnum um ferð halastjörnunnar, efnasam- setningu hennar, hitastig og fleira. Forgangsverkefni Philae þessa stundina verður að bora eftir efnasamböndum úr jörðu og greina þau. Vísindamenn von- ast til að rafmagnið sem Philae hefur safnað að svo stöddu dugi til þessa verkefnis. Halastjarnan 67P, einnig þekkt sem Churyumov–Gerasimenko, er 4,3 kílómetra löng og 4,1 kíló- metri á breiddina. Stjarnan, sem er sex og hálft ár að ferðast um sporbaug sinn um sólu, var upp- götvuð árið 1969 af sovésku vís- indamönnunum Klim Ivano- vych Churyumov og Svetlana Ivanovna Gerasimenko en þaðan dregur stjarnan nafn sitt. stefanrafn@frettabladid.is Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. Í DVALA Á HALASTJÖRNU Geimfarið Philae séð frá geimfarinu Rosetta. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GEIMFÖRIN Á TWITTER Halló @ESA_Rosetta! Ég er vaknaður! Hve lengi var ég sofandi? #Lifeonacomet Halló @Philae2014! Þú hefur verið lengi sofandi. Í næstum sjö mánuði! Vá @ESA_Rosetta! Það er langur tími … Tími til að koma mér að verki! #Lifeonacomet @Philae2014 Verð að skoða hvort þú sért í góðu formi, heilbrigður og nógu hlýr fyrst @philae2014! Slakaðu á núna :) Ó, OK @ESA_Rosetta! Ég er svolítið þreyttur hvort sem er … Tala við þig seinna! #lifeonacomet 800 milljón kílómetrar er lengsta vegalengdin sem Rosetta hefur ferðast frá sólinni. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 D -1 6 9 C 1 6 2 D -1 5 6 0 1 6 2 D -1 4 2 4 1 6 2 D -1 2 E 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.