Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 14
Keppni loKið í þýsKalandi spennan ætlar ekki að verða mikil í þýsku 1. deildinni þetta tímabilið frekar en í fyrra. Bayern München vann 5-1 sigur í uppgjör tveggja efstu liðanna í gær og eru með sjö stiga forskot eftir átta umferðir. Robert lewandowski skoraði tvö mörk. það gera 12 mörk í fjórum leikjum Hvað gerði Gylfi? Gylfi þór átti þriðju síðustu sendinguna í fyrsta marki swansea sem gerði 2-2 jafntefli við hans gömlu félaga í Tottenham. Honum var skipt af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Stærstu úrslitin arsenal vann auð- veldan 3-0 sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar. það var ekki bara gott fyrir arsenal að svara fyrir tapið gegn olympiacos heldur komst það upp að hlið og yfir Manchester United á markatölu í staðinn fyrir að missa Utd þrjú stig fram úr sér. Hetjan sergio agüero hélt sýningu á móti newcastle í 6-1 stórsigri liðsins og skoraði fjögur mörk. argentínumaðurinn var algjörlega óstöðvandi og fíflaði newcastle- vörnina hvað eftir annað. Mögnuð frammistaði hjá agüero. Kom á óvart Miðað við stöðu Chelsea kom sigur southampton ekkert svo á óvart. dýrlingarnir rúlluðu samt sem áður til lundúna og pökkuðu meisturunum saman á þeirra heimavelli eftir að lenda undir. Í dag 21.00 Messan Sport 2 Það eru slæmar fréttir að Rogers hafi verið rekinn. Nú rís Liverpool á fætur. Einar Guðnason @EinarGudna advoCaaT HæTTUR dick advocaat, knattspyrnu- stjóri sunderland í ensku úrvals- deildinni, sagði starfi sínu lausu um helgina eftir jafntefli við West Ham, 2-2. sunderland komst 2-0 yfir en tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á leiktíðinni. „Ég vil þakka öllum sem stóðu við bakið á mér. þetta er mjög sérstakt félag og hér starfar frábært fólk, en mér finnst þetta vera réttinn tími til að fara. ekki fyrir mig heldur félagið,“ sagði advocaat í kveðjubréfi sínu. sunderland er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar. sam allardyce er orðaður við starfið. Nýjast Crystal P. 2 – 0 WBA Bournemouth 1 – 1 Watford Aston Villa 0 – 1 Stoke Man. City 6 – 1 Newcastle Norwich 1 – 2 Leicester Chelsea 1 – 3 Southampton Everton 1 – 1 Liverpool Arsenal 3 – 0 Man. Utd Swansea 2 – 2 Tottenham Efst Man. City 18 Arsenal 16 Man. Utd. 16 C. Palace 15 Leicester 15 Neðst Chelsea 8 WBA 8 Aston Villa 4 Sunderland 3 Newcastle 3 Enska úrvalsdeildin Fótbolti „þetta eru stærstu einstak- lingsverðlaun sem hægt er að fá þann- ig að ég er bara virkilega stoltur og ánægður með þetta,“ segir emil páls- son, miðjumaður FH, sem var kjörinn besti leikmaður pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar. vanalega hefur tíðkast að besti leikmaðurinn fái verðlaunin í loka- hófi Ksí eða kaffiboði eins og hefur verið undanfarin ár, en að þessu sinni heimsótti knattspyrnuforystan Kaplakrika í lokahófi FH og afhenti emil verðlaunin þar. „það var skemmtilegt að fá þetta fyrir framan alla FH-ingana,“ segir emil. „Ég vissi ekki af þessu áður en ég mætti. það var verið að afhenda verðlaun innan FH og nýbúið að velja davíð þór bestan hjá okkur sem var klárlega verðskuldað. svo kom fólkið frá Ksí og tilkynnti þetta.“ Gott fyrir alla Hann þakkar fyrirliðanum, davíð þór, að stórum hluta fyrir velgengni sína eftir að hann kom aftur í FH eftir að vera á láni hjá Fjölni. emil var frá- bær í liði Fjölnis og átti þátt í sterkum fyrri hluta móts Grafarvogsliðsins. þegar hann kom aftur heim í FH fór hann á flug og skoraði sex mörk í tólf leikjum. „davíð þór hjálpaði mér virkilega mikið. það gerir mann að betri leik- manni að spila með svona leiðtoga inni á miðjunni,“ segir emil, en hjá Fjölni var hann einnig með annan leiðtoga og fyrrverandi FH-ing, Ólaf pál snorrason, með sér á miðjunni. „Óli palli er algjör topp maður og hjálpaði mér virkilega mikið. Hann sagði við mig þegar ég var að taka ákvörðunina um að koma að ég þyrfti að breyta um umhverfi og fá að spila.“ emil var svona enn að átta sig á viðurkenningunni þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá líka að fagna 3-0 stöðu sinna manna í arsenal gegn Man. United. ekki ama- leg helgi. „Ég er ekki enn þá búinn að átta mig á þessu. Áður en tímabilið byrj- aði óraði mig ekki fyrir því að ég gæti verið valinn bestur í deildinni. þegar ég fékk bikarinn í gær skoðaði ég nöfnin á listanum og sá nöfnin á mönnunum sem eru á bikarnum. þetta eru alvöru karlar og maður er bara hrærður að vera á sama lista,“ segir emil, en er hann þá orðinn alvöru karl? Hann hlær. „Ég er ekki orðinn það, en kannski verð ég alvöru karl.“ emil er fyrsti leikmaðurinn í sög- unni síðan Ksí hóf að útnefna besta leikmann efstu deildar sem spilar fyrir tvö félög sama árið. það er ósköp eðlilegt að það hafi ekki gerst áður þar sem leikmenn sem líklegir eru til slíkra afreka eru almennt ekki lánaðir frá sínum liðum. Atvinnumennskan heillar „það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið spil hjá FH. Ég fékk úrslita- kosti frá Heimi þjálfara eftir að spila fjögur frekar venjuleg tímabil í röð. nú þyrfti ég að stíga upp. Mér gekk vel í æfingaferðinni þar sem ég skoraði sigurmark gegn Molde en eftir leik í lengjubikarnum gegn Fylki spurði Heimir hvort ég vildi fara á lán,“ segir emil og heldur áfram: „Ég hugsaði alveg: „shit, ætli þetta sé búið hjá mér?“ það kom alveg upp í hugann. Hvernig þetta fór svo er algjör draumur og auðvitað gaman að standa uppi sem meistari líka með þessu frá- bæra liði,“ segir emil. en hvað næst? vill hann taka annað ár sem lykilmaður í ríkjandi meistara- liði eða heillar atvinnumennskan? „Ég er með samning við FH til 2017 og það eru virkilega spennandi tímar framundan hér. það væri gaman að ná öðru góðu tímabili og það myndi auðvitað hjálpa mér mikið, en ef eitt- hvað spennandi kemur upp erlendis væri ég til í að skoða það. það er eðli fótboltamannsins,“ segir emil páls- son. tomas@365.is Verð kannski seinna alvöru karl Emil Pálsson var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af leikmönnum deildarinnar. Fékk verðlaunin á lokahófi FH og starði stjarfur á nöfnin sem eru á bikarnum. Fékk afarkosti frá þjálfaranum fyrir sumarið. Emil Pálsson var virkilega góður með Fjölni en enn betri með FH og var kjörinn sá besti í deildinni. FréttAblAðið/ANdri MAriNó Fótbolti Garðar Gunnlaugsson, fram- herji ía, nældi sér í bronsskóinn á loka- degi pepsi-deildarinnar með því að skora eitt mark í 2-1 sigri skagamanna gegn íBv. Garðar skoraði í heildina níu mörk í 17 leikjum og hirti bronsskóinn af steven lennon, FH, á færri leikjum spiluðum. Garðar hefur tvisvar áður þurfti að sætta sig við fjórða sætið en fékk um helgina sinn fyrsta markaskó. þetta er jafnframt fyrsti markaskórinn sem skagamenn fá síðan Hjörtur Hjartar- son varð markakóngur deildarinnar íslandsmeistaraárið 2001. skagamenn gerðu vel í ár og enduðu mótið með 29 stig sem nýliðar. Tak- marki þeirra var náð að halda sér í deildinni en liðið sýndi mikinn karakt- er allt mótið og var til að mynda það lið sem vann flest stigin eftir að lenda undir. það er á engan hallað í skagaliðinu þegar fullyrt er að Garðar Gunnlaugs- son er mikilvægasti leikmaður liðsins. væri kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar væri hann í harðri bar- áttu um þann titil. Garðar var mikið meiddur í fyrri umferðinni og skoraði þar tvö mörk sem í heildina tryggðu liðinu fjögur stig. sigurmark gegn leikni og jöfn- unarmark gegn víkingi. Hann skoraði svo sjö mörk í seinni umferðinni og halaði inn þrjú stig til viðbótar upp á sitt einsdæmi með jöfnunarmörkum gegn stjörnunni, víkingi aftur og Fjölni. í heildina tryggði Garðar skaga- mönnum sjö stig af 29 eða tæpan fjórðung. Garðar skoraði í átta leikjum og þar af aðeins einum tapleik. nánast öll mörkin voru mikilvæg og áttu þátt í að safna stigum fyrir skagaliðið. það sést líka á stigasöfnun ía með og án Garðars hversu mikilvægur hann er. ía fékk fimm stig í fimm leikjum án hans en 24 stig í 17 leikjum með hann í liðinu. það er kannski eins gott fyrir skagamenn að Garðar er samnings- bundinn út næsta tímabil. – tom Garðar manna mikilvægastur á Skaganum Loksins fékk litli bróðir skó Arnar Gunnlaugs- son: 2 gull skór: 15 mörk fyrir ÍA 1992 og 1995 Bjarki Gunnlaugs- son: 1 silfurskór 11 mörk fyrir KR 1999 Garðar Gunn- laugsson: 1 brons- skór 9 mörk fyrir ÍA 2015 5 . o K t ó b E r 2 0 1 5 M Á N U D A G U r14 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð spoRt Unnu meira með Emil EMil MEð FjölNi 9 lEikir 1 MArk Með Emil 5 sigrar 2 jafntefli 2 töp Án Emils 4 sigrar 4 jafntefli 2 töp EMil MEð FH: 12 lEikir 6 Mörk Með Emil: 8 sigrar 1 jafntefli 3 töp Án Emils: 7 sigrar 2 jafntefli 1 töp 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -3 1 3 0 1 6 C 2 -2 F F 4 1 6 C 2 -2 E B 8 1 6 C 2 -2 D 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.