Breiðholtsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 1
7. tbl. 14. árg. JÚLÍ 2007Dreift frítt í öll hús í Brei›holtinu Nú er unnið að því að kanna möguleika á byggingu allt að 100 þjónustuíbúða fyrir aldraðra í Breiðholti. Annars vegar er unnið að athugun á byggingu þjónustuíbúða við Árskóga í Mjóddinni og er talið að þar megi byggja allt að 50 íbúðir. Einnig er verið að athuga og meta möguleika á byggingu þjón- ustuíbúða við Gerðuberg í Efra Breiðholti. Talið er líklegt að koma megi fyrir á bilinu 40 til 50 slíkum íbúðum á lóð á milli menningar- miðstöðvarinnar Gerðubergs og Fella- og Hólakirkju. Verði af þessum framkvæmdum í náinni framtíð verður um mikla breytingu að ræða á högum margs fólk sem þarf á þjónustuíbúðum að halda en skortur á þeim hef- ur verið hluti af þeim vanda sem málefni eldri borgara hafa ratað í á undanförnum árum. Um þessar mundir er einnig verið að kanna möguleika á að veita eldri borg- urum, sem þess þarfnast, aðstoð við að gera breytingar á eigin hús- næði til þess að auðvelda þeim að búa lengur heima. Af því tilefni hefur verið rætt um að Reykjavík- urborg veiti styrki til breytinga innanhúss en ríkið komi að breyt- ingum sem nauðsynlegar kunna að vera utanhúss m.a. vegna upp- setningar á lyftum í stigahúsum. Allar þjónustuíbúðirnar, sem nú er í athugun að byggja í Breiðholti munu verða í mikilli nálægð við fjölbreytt félagsstarf fyrir eldri borgara. Annars vegar í félagsmið- stöðinni í Árskógum í Mjódd en hins vegar félagsstarfsins í Gerðu- bergi auk þess sem margvíslegt félagsstarf fer fram á vegum Fella- og Hólakirkju. Allt að 100 þjónustuíbúðir í Breiðholti - Viðtalið bls. 4 - 5 Lagt af stað í kvennahlaup félagsstarfsins í Breiðholti á dögunum. Helgartilboð Kindafille kr. 2.298 kg. • Bláber 340 gr. kr. 219 Jarðaber 250 gr. kr. 219 • Appelsín 2 l. kr. 139 ÁLFTAMÝRI • MJÓDD HÆÐASMÁRA 4 opið 10–23 alla daga Eina kjötborðið í Breiðholti

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.