Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2012, Blaðsíða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2012, Blaðsíða 6
6 Fyrsta húsið sem reis norðan við prestssetrið Hvanneyri á Siglufirði var torfbær, Hvanneyrarbakki, byggður árið 1866, í daglegu tali nefndur Bakki. Bærinn var niðri á bakkanum þar sem síðar reis tvílyft timburhús í eigu útgerðar Péturs Thorsteinssonar, en framan við húsið var söltunarstöð. Óskar Halldórsson síldarsaltandi keypti þessi mannvirki af Pétri. Skírð í kirkjunni á Eyrinni Á árunum frá 1907 til 1912 bjuggu í þessum torfbæ hjónin Sölvi Jónsson og Jónína Gunnlaugsdóttir, bæði ættuð úr Skagafirði. Þau höfðu áður búið í Dæli í Fljótum og svo eitt ár í Leyningi, inni í Siglufirði. Mánudaginn 1. júlí 1912 fæddist stúlka í þessum torfbæ. Samkvæmt prestsþjónustubók voru foreldrar hennar „í tómthúsmennsku í Bakka“. Þremur vikum síðar skírði séra Bjarni Þorsteinsson stúlkuna í litlu timburkirkjunni á Eyrinni og var henni gefið nafnið Kristín Jóhanna. Fjölskylda Kristínar flutti síðan niður á Siglufjarðareyri og bjó í eitt ár í Ytrahúsi og annað ár í Hvanneyrarkoti. Sölvi fór til Noregs haustið 1913 og kynntist þar norskum manni sem rak verslun og útgerð á Fáskrúðsfirði. Þangað flutti fjölskyldan sumarið 1914, þegar Kristín var tveggja ára. Þremur árum síðar fluttu þau frá Búðum í Fáskrúðsfirði til Eskifjarðar og sama ár að Búðareyri við Reyðarfjörð. Systkini Kristínar voru átta, þeirra á meðal Ellert Sölvason knattspyrnumaður í Val. Múrari og bóksali Árið 1920 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar bjó hún meðal annars við Óðinsgötu. Þegar Kristín var 17 ára, sumarið 1929, lést Jónína móðir hennar, 53 ára. Jónínu var lýst sem trygglyndri, skemmtilegri og „aðlaðandi í samræðu og umgengni“. Síðari kona Sölva var Lilja Matthíasdóttir sem lést 1979, 90 ára. Meðan Sölvi var fyrir austan starfaði hann við múrverk, síðan var hann í brúarvinnu en lengi vel fékkst hann við sölu bóka og tímarita og gekk þá á milli húsa í Reykjavík. Sölvi var hagorður, glaðlyndur, heiðvirður og skyldurækinn, að sögn samferðamanna. Hann vann fram á níræðisaldur og taldi vinnugleðina allra meina bót. Sölvi lést í maí 1959, 88 ára að aldri. Hildur Jónsdóttir, systir Sölva, dvaldi á Siglufirði síðari hluta ævi sinnar. Þegar hún lést, sumarið 1946, þakkaði Sölvi sérstaklega „herra Andrési Hafliðasyni og frú hans fyrir alla þeirra umhyggjusemi og velgjörninga sem þau hafa alla tíð til hennar borið“. Sagt er að Hildur hafi gengið aftur í húsi Andrésar við Aðalgötu, aðallega í suðurherbergi uppi. Margir sem bjuggu í húsinu urðu varir við hana, en umgangurinn hætti þegar húsið var selt úr fjölskyldunni. Vestur um haf Bæjarblöðin í Reykjavík greina frá því að Kristín Sölvadóttir hafi haldið til Kaupmannahafnar með varð- skipinu Ægi í janúar 1930. Hún var þá átján ára og lá leiðin Hin siglfirska Mjallhvít Fyrirmynd teiknimyndapersónunnar var fædd í torfbæ í Hvanneyrarbakka fyrir einni öld Kristín Sölvadóttir. Myndin mun vera frá árum hennar í Kanada, 1930- 1934. Skreyting á húsvegg í Kanada. Myndin í miðjunni sýnir Charles og Kristínu á veitingahúsinu Wevel Café.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.