Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						23.  SEPTEMBER 2014aldan4
?Það ríkir meira sjálfstraust í greininni 
sem m.a. lýsir sér í því að Íslendingar 
eru að smíða fleiri fiskiskip?
- segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar
Þegar sjárútvegssýningin 2008 var 
haldin var efnahagskreppan að 
skella á hérlendis sem og víðar um 
heiminn og það hafði einhver áhrif 
á sýninguna það árið. Árið 2011 var 
ástandið betra en þó voru gjaldeyris-
höft ríkjandi, sem reyndar er enn en 
sýnendum hafi fjölgað milli þessara 
sýninga. Marianne Rasmussen-
Coulling, framkvæmdastjóri sjávar-
útvegssýningarinnar var spurð hvort 
sýendum hefði fjölgað nú enn frekar, 
sýningin væri jafnvel sú stærsta frá 
upphafi. 
?Hvar á ég að byrja, við höfum þegar 
selt öll sýningapláss og sýningin er 5% 
stærri en sýningin 2011. Það ríkir meira 
sjálfstraust í greininni sem m.a. lýsir 
sér í því að Íslendingar eru að smíða 
fleiri fiskiskip en í mörg ár þar á undan. 
Hleypt verður af stokkunum nýrri ráð-
stefnu í samstarfi við MATÍS, ?Fish 
for Waste Profit? sem kannki mætti 
útleggja að hafa hagnað af fiskúrgangi. 
Uppákoma verður á vegum Enterprise 
Europe Network og benda má á fleiri 
ráðstefnur s.s. ?Strandveiðar og sjáv-
arbyggðir í Norður-Atlantshafi? sem 
er skipulögð af MATÍS og ennfremur 
ráðstefna sem er skipulögð af efnahags-
stofnum, en báðar þessar ráðstefnur 
eru styrktar af Norrænu ráðherra-
nefndinni.?
Metfjöldi nýrra sýnenda
- Verða einhverjar nýungar á sjávarút-
vegssýningunni sem þú vldir sérstaklega 
nefna?
?Ég held að það sé alltaf mikil-
vægt að nefna fyrst trygga sýnendur 
okkar, sem koma til baka sýningu 
eftir sýningu til að kynna vörur 
sínar. Sumir þeirr ahfa verið með frá 
upphafi og fagna nú með okkur 30 
ára afmæli Icefish. Í ár er metfjöldi 
nýrra sýnenda, m.a. frá Belgíu, Kína, 
Þýskalandi, Japan, Noregi, Póllandi, 
Portúgal, Svíþjóð, Taívan, Hollandi, 
Tyrklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum 
sem og nýjum íslenskum fyrirtækjum. 
Við eigum líka von á hópi fólks frá 
Danmörku, Bretlandi og Færeyjum 
sem og auðvitað fjölda íslenskra 
gesta.?
- Í ár eru liðin 30 ár frá fyrstu sýn-
ingunni sem var í Laugardalshöll 1984. 
Hvernig hefur þróunin verið?
?Fyrsta sýningin mín á Íslandi 
var 1996, þegar við höfðum aðeins 
íþróttahöll og í sýningarskálum sem 
komu frá Hollandi. Með því að færa 
okkur til Kópavogs höfum við nú frá-
bæra sýningaraðstöðu undir einu þaki 
og sýnendum hefur fjölgað umtals-
vert, bæði innlendum og erlendum. 
Veiðar og vinnsla eru óaðskiljanlegir 
hluti íslensks atvinnuífs og efnahags-
lífs en á þessum 30 árum hefur allt 
ferli verið einfaldað og aukin áhersla 
lögð á skilvirkni. Sjávarátvegssýningin 
vekur áhuga langt út fyrir strendur 
Íslands og gefur aðilum í fiskveiðum 
og sjávarútvegi almennt tækifæri á 
þriggja ára fresti til að hittast og ræða 
saman, og eiga viðskipti.?
Marianne segir að með sífellt 
auknum kostnaði við veiðar aukist 
mikilvægi fiskeldisstöðva og þar hafi 
Íslendingar augljóslega sett stefnuna 
bæði á þorskeldi og laxeldi. Enginn 
staður sé heppilegri en Ísland til að 
ræða þessu mál á faglegum grundvelli. 
?Á IceFish.is má meðan á sýn-
ingunni stendur fá helstu upplýs-
ingar og þar má einnig fá upplýsingar 
um næstu sjávarútvegssýningu sem 
verður haldin árið 2017. Til að lesa 
það nýjasta um IceFish er einnig hægt 
að heimsækja IceFish blogg síðu eða 
IceFish á Twitter, sem og á Facebook 
og skoða IceFish LinkedIn síðu,? segir 
Marianne Rasmussen-Coulling. 
Siglfirskir heiðurs-
menn á bryggjurölti!
Þessir heiðursmenn voru einn blíðviðr-
isdag fyrr í sumar staddir við smábáta-
höfnina á Siglufirði og eins og oft ger-
ist var umræðuefnið allt milli hins og 
jarðar, stjórn landsins, ferðaiðnaðurinn 
á Siglufirði sem er á hraðri uppleið 
fyrir tilstilli Róberts Guðfinnssonar 
sem m.a. er að byggja 68 herbergja 
lúxushótel á staðnum. Svo var auð-
vitað rætt um fiskgengd fyrir norðan 
og horfurnar og fleira sem ekki verður 
fest hér á blað. Þessir heiðursmenn eru 
Magnús Guðbrandsson bifvélavirki, 
fæddur og uppalinn á Siglufirði en 
starfar fyrir sunnan, Gunnar Trausti 
Guðbjörnsson skilagerðarmaður 
hjá Merkismönnum í Reykjavík og 
uppalinn Siglfirðingur og Ásgrímur 
Pétursson sem býr á Siglufirði, fyrrum 
knattspyrnumaður með KS. 
ALDAN FRÉTTABLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
1. TBL. 1. ÁRGANGUR 2014
Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi
Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang:
amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. 
ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. 
umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 35.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.
Blaðinu er dreift í 35.000 eintökum með morgunBlaðinu  
og liggur frammi ÚtVöldum Stöðum
Fjórðungur gjaldeyristekna þjóðarinnar kemur frá sjávarútvegi. Margir hafa 
tekjur af störfum við sjávarútveg, ekki síst íbúar á Snæfellsnesi, og þar er 
hlutfall sjómanna af heildaríbúatölunni býsna hátt enda byggir atvinnulífið 
á landsbyggðinni á sjósókn og vinnslu sjávarafurða að stórum hluta. Sjávar-
útvegurinn er í dag á ofboðslega skemmtilegum tímapunkti þar sem þróun í 
afurðum er að skila okkur gríðarlega auknum tekjum. Þar má m.a. vísa í öra 
þróun í framleiðslu á lækningavörum og lyfjum úr afurðum á borð við slóg, 
rækjuskel, þörungum og roði, sem fyrir skömmu þóttu verðlaus úrgangur. 
Öll takmörkun á fjárfestingagetu sjávarútvegsins hefur áhrif á þetta. Ef við 
setjum þetta í samhengi og tökum veiðigjöldin eins og þau eru lögð á núna 
fyrir þetta ár og reiknum það upp og hugsum um sjávarútveginn bara eins og 
aðrar atvinnugreinar, sem við eigum að gera, þá er venjulegt fyrirtæki að greiða 
20% í tekjuskatt. Ef við reiknum tekjuskattinn sem útgerðin greiðir og leggur 
veiðigjöldin ofan á útgerðarhlutann þá er sjávarútvegurinn að greiða um það bil 
60% í tekjuskatt. Þetta hlýtur að hafa áhrif á vaxtarmöguleika sjávarútvegsins. 
Nauðsynlegt er að þjóðin setji ekki fjárfestingar í sjávarútvegi í þannig skorður 
að hann geti ekki áfram verið það flaggskip sem hann er í dag í alþjóðlegu 
samhengi. Sjávarútvegur myndi nú þegar skila samfélaginu miklum tekjum 
og hann ætti að fá að njóta sannmælis um það og í tengslum við allar aðrar 
greinar. Umræðan um veiðigjöldin á að snúast um aðferðarfræði, þannig að 
sjávarútvegurinn fái að dafna og skila þjóðarbúinu sem mestum tekjum. Við 
búum við ein fengsælustu fiskimið heims og státum okkur af besta fiski í heimi, 
hvorki meira né minna. Þess vegna eigum við að gefa sjávarútveginum aukin 
sóknarfæri, ekki skattleggja hann svo að endurnýjun sé illframkvæmanleg. Nú 
bendir hins vegar til að aukin sóknarfæri séu í spilunum og það má ekki síst 
merkja á því að nýsmíði fiskiskipa er að aukast, að vísu erlendis en vonandi 
vakna Íslendingar upp við vondan draum og rifja upp tæknina við að smíða 
stálskip. Þjóð sem kennir sig við sjómennsku getur ekki verið þekkt fyrir 
annað, eða hvað?. Í Sölku Völku segir Halldór Kiljan Laxness; ,,Þegar öllu er 
á botninn hvolft þá er lífið þó umfram allt saltfiskur en ekki draumaríngl.?
Íslenska sjávarútvwegssýningin 2014 er handan við næsta horn í Kópavogi, sú 
11. í röðinni. Ég hef komið á margar þessara sýninga, þó ekki þær fyrstu, og 
einnig sótt sýninguna í Bruxelles sem er risavaxinn enda sögð sú stærsta og 
mikilvægasta í heimi. Í öll skiptin hefur það komið mér á óvart hvað tæknin við 
að fullnýta aflann úr sjó er fullkomin og ég hélt að ekki væri hægt að ná slíkum 
árangi. En nú er svo komið að nánast ekkert hold verður eftir á beingarðinum 
þegar fiskinum hefur verið rennt gegnum flökunarvél. Framfarir í kælingu 
hafa lika tekið stórstígum framförum, enda eru kröfur neytendamarkaðaðarins 
orðnar slíkar að frábær meðferð aflans þarf að hefjast strax úti á sjó þegar 
fiskurinn kemur upp rennuna eða yfir borðstokkinn. Þanning margfaldast 
verðmætaaukningin, öllum til góða og gefur þjóðbúinu aukar tekjur. Það er 
vel þess virði að eyða dagstund við að skoða Íslensku sjávarútvegssýninguna 
og ég hvet lesendur til að gera það hvort sem þeir hafa atvinnu af sjávarútvegi 
eður ei. Þeim tíma er verulega vel varið. Góða skemmtun!
Geir A. Guðsteinsson ritstjóri
Lífið er saltfiskur 
eða sigin grásleppa
Leiðari
Marianne Rasmussen-Coulling.
Magnús Guðbrandsson, Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Ásgrímur Pétursson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32