Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						23.  SEPTEMBER 2014 aldan 9
Sjávarútvegur á Austurlandi í örum vexti
Umfang sjávarútvegs á Austurlandi 
hafur vaxið jafnt og þétt og allar 
niðurstöður benda til þess að þró-
unin muni halda áfram á næstu 
árin. Þetta er megin niðurstaða 
úttektar sem unnin er af Ásgeiri 
Friðriki Heimissyni hagfræðinema 
við Háskóla Íslands. Úttektin, sem 
ber heitið ?Umfang sjávarútvegs á 
Austfjörðum?, nær til sjávarútvegs á 
Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, 
Neskaupstað, Seyðisfirði, Stöðvar-
firði og Vopnafirði. Helstu sjávar-
útvegsfyrirtækin á þessu svæði eru 
Brimberg hf. , Eskja hf. , Gullberg hf., 
Loðnuvinnslan hf. , Síldarvinnslan hf. 
og auk þess starfrækir HB Grandi hf. 
næstum alla uppsjávarvinnslu sína á 
Vopnafirði. Í úttektinni er lagt mat á 
heildarumfang sjávarútvegs þessara 
fyrirtækja og leitast við að sundurliða 
hlut hans. Í skýrslunni kemur fram 
að sjávarútvegur af svæðinu hefur 
mikil áhrif á hagkerfi landsins. Beint 
framlag áðurnefndra sjávarútvegsfyr-
irtækja árið 2012 var 17% af beinu 
framlagi sjávarútvegs á landsvísu; 
4,2% af landsframleiðslu árið 2012 
og útflutningsverðmæti sjávarafurða 
var u.þ.b.46 milljarðar eða 17,3% af 
heildarútflutningsverðmæti sjávar-
afurða árið 2012 og 7,3% af heildar út-
flutningsverðmæti Íslendinga það ár. 
Mikil uppbygging hefur verið á 
Austfjörðum og umfang sjávarútvegs á 
svæðinu vaxið jafnt og þétt. Allt bendir 
til þess að þessi þróun haldi áfram 
næstu árin. Framleiðni í sjávarútvegi 
á svæðinu er mikil, hefur vaxið um 
20% að meðaltali á ári síðan 2005 og 
mun meira að meðaltali en í öðrum 
atvinnugreinum og í sjávarútvegi á 
landsvísu. Þá er framleiðni vinnuafls í 
fiskvinnslu á Austfjörðum 25% meiri 
en í fiskvinnslu að meðaltali á landinu. 
Niðurstöður úttektarinnar benda til 
þess að 3.400 til 4.700 störf í hagkerf-
inu séu tilkomin vegna umfangs sjáv-
arútvegs á því svæði sem skoðað var 
en þar af starfa einungis 618 beint við 
sjávarútveg. Skýrsla þessi er unnin í 
samstarfi við Útvegsmannafélag Aust-
urlands fyrir Austurbrú. Tekur hún til 
athafnasvæðis sjávarútvegsfyrirtækja 
á Austfjörðum og annarra fyrirtækja 
sem teljast til sjávarklasans og eru 
staðsett á Austfjörðum. Undanfarin 
ár hefur verið bent á að sjávarút-
vegur er ekki eins mikilvægur fyrir 
atvinnulífið á Austfjörðum og áður 
fyrr vegna tilkomu Alcoa Fjarðaáls. 
Það vill þó gleymast í umræðunni að 
þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki 
landsins hefur höfuðstöðvar sínar á 
Austfjörðum ásamt öðrum stórum 
sjávarútvegsfyrirtækjum. Það er því 
verðugt rannsóknarefni að greina um-
fang sjávarútvegs á svæðinu og bera 
saman við heildarumfang sjávarútvegs-
ins á landsvísu ásamt því að meta hlut 
sjávarútvegs í hagkerfi Austurlands. Í 
skýrslunni er lagt mat á heildarumfang 
sjávarútvegs á Austfjörðum og leitast 
við að sundurliða hlut sjávarútvegs sem 
er þar staðsettur. Skýrsla þessi tekur 
einungis til fiskveiða og fiskvinnslu og 
þeirrar starfsemi sem tengist sjávarút-
vegi beint og óbeint. 
Austurbrú vinnur að hags-
munum íbúa á Austurlandi
Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem 
stofnuð var 8. maí 2012 á grunni Þekk-
ingarnets Austurlands, Þróunarfélags 
Austurlands, Markaðsstofu Austur-
lands og Menningarráðs Austurlands 
og annast auk þess daglegan rekstur 
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. 
Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, 
þar á meðal eru öll sveitarfélögin á 
Austurlandi, allir háskólar lands-
ins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög 
og hagsmunasamtök atvinnulífsins, 
framhaldsskólar og þekkingarsetur á 
Austurlandi. Þeir lögaðilar sem hafa 
starfsstöð eða lögheimili á Austurlandi 
og gera þjónustu- eða samstarfssamn-
inga við Austurbrú verða hagsmunað-
ilar. Fulltrúaráð Austurbrúar er skipað 
fulltrúum stofnaðila og skráðra hags-
munaaðila. 
Austurbrú vinnur að hagsmuna-
málum íbúa á Austurlandi og veitir 
samræmda og þverfaglega þjónustu 
tengda atvinnulífi, menntun og menn-
ingu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: 
samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, 
símenntunar, rannsókna og menn-
ingarstarfs á Austurlandi. Austurbrú 
er fyrsta stofnun sinnar tegundar á 
Íslandi. Markmiðið með henni er að 
einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur 
fyrir samstarf og samþættingu og vinna 
metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands 
til hagsbóta. Stofnunin er með dreif-
settar starfsstöðvar á Austurlandi og 
yfir 20 starfsmenn. Meginmarkmiðið 
með henni er að vera vettvangur fyrir 
samstarf og samþættingu á þjónustu, 
nýta sameinað afl til að sækja fram, 
kalla eftir nýjum verkefnum, bæði inn-
lendum og erlendum, og vinna metn-
aðarfullt starf, íbúum Austurlands til 
hagsbóta. Hún er í forsvari fyrir þróun 
atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, há-
skólanáms, símenntunar, rannsókna, 
þekkingar- og menningarstarfs á Aust-
urlandi. 
Geysileg áhrif  
á sveitarfélög
GeÍ samantekt sem Halldóra Trausta-
dóttir, ritstjóri Austurlands, gerði um 
skýrsluna segir m.a. : ?Helstu sjávar-
útvegsfyrirtækin á þessu svæði eru 
Brimberg hf. , Eskja hf. , Gullberg hf. , 
Loðnuvinnslan hf. , Síldarvinnslan hf. 
og auk þess starfrækir HB Grandi hf. 
næstum alla uppsjávarvinnslu sína á 
Vopnafirði. Í úttektinni er lagt mat á 
heildar umfang sjávarútvegs þessara 
fyrirtækja og leitast við að sundur-
liða hlut hans. Í skýrslunni er Síldar-
vinnslunni hf. í Neskaupstað, Eskju 
hf. á Eskifirði, Loðnuvinnslunni hf. á 
Fáskrúðsfirði, Gullbergi hf. og Brim-
bergi ehf. á Seyðisfirði og HB Granda 
hf. sem er með rekstur á Vopnafirði 
líst og með réttu bent á geysileg áhrif 
þessara fyrirtækja á sveitarfélögin sem 
þau starfa í. 
Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað er í 
dag eitt af stærstu og öflugustu sjávar-
útvegsfyrirtækjum landsins og byggir 
starfsemin á yfir 50 ára reynslu í fisk-
vinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það 
stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á 
uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi 
á fiskimjöli og lýsi á Íslandi. Fyrirtækið 
starfrækir fullkomið fiskiðjuver þar 
sem fram fer frysting á bolfiski og 
uppsjávarfiski. Uppsjávarvinnslan er 
ein sú fullkomnasta á landinu þar sem 
hægt er að frysta u.þ.b.520 tonn af af-
urðum á sólarhring þegar best lætur. 
Fyrirtækið starfrækir þrjár vel útbúnar 
fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur. Verk-
smiðjan í Neskaupstað getur unnið úr 
um 1.250 tonnum hráefnis á sólarhring 
og sú á Seyðisfirði afkastar u.þ.b.1.100 
tonnum hráefnis á sólarhring. Sú þriðja 
er í Helguvík. Síldarvinnslan gerir út 
þrjú skip til veiða á uppsjávarfiski, eitt 
frystiskip og eitt ísfiskskip. 
Eskja hf. á Eskifirði er eitt af leiðandi 
sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sem 
gerir helst út á uppsjávarfisk. Í 70 ár 
hefur félagið verið kjölfesta atvinnulífs 
á Eskifirði og starfrækir nú tvö upp-
sjávarfiskiskip og eitt línuskip. Eskja 
rekur eina af fullkomnustu fiskimjöls-
verksmiðju Íslands sem getur unnið 
úr u.þ.b.1.000 tonnum hráefnis á sól-
arhring. 
Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði 
var stofnuð árið 2001. Loðnuvinnslan 
er dótturfyrirtæki Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga sem hóf fiskvinnslu 
og útgerð árið 1954. Loðnuvinnslan 
rekur fiskimjölverksmiðju sem getur 
unnið úr u.þ.b.800 tonnum hráefnis 
á sólarhring, frystihús fyrir bolfisk og 
uppsjávarvinnslu og einnig hefur hún 
aðstöðu fyrir síldarsöltun. Þá gerir 
fyrirtækið út einn ísfisktogara og eitt 
uppsjávarfiskiskip. 
Gullberg hf. gerir út ísfisktogar-
ann Gullver frá Seyðisfirði og landar 
hann öllum sínum afla til Brimbergs 
ehf. Brimberg hóf rekstur fiskvinnslu 
á Seyðisfirði fyrir 10 árum og er aðal 
uppistaða rekstursins vinnsla á bol-
fisktegundum. 
HB Grandi hf. hóf rekstur uppsjáv-
arvinnslu bæði til manneldisvinnslu og 
mjöl og lýsisframleiðslu á Vopnafirði 
árið 2005. Fyrir þann tíma hafði Tangi 
hf. útgerð á svæðinu og hefur starf-
semi sjávarútvegs alltaf verið kjölfesta 
í atvinnulífi Vopnfirðinga. Uppsjáv-
arvinnsla HB Granda á Vopnafirði er 
ein sú full komnasta á landinu þar sem 
hægt er að frysta u.þ.b.400 tonn af af-
urðum á sólarhring. Einnig er ein af 
fullkomnustu fiskimjölverksmiðjum 
Íslands á Vopnafirði þar sem hægt er að 
vinna úr u.þ.b.1.150 tonnum hráefnis 
á sólarhring. 
Hlutfall fiskvinnslu 57%
Hlutfall fiskvinnslu í virðisaukasjávar-
útvegs á Austfjörðum hefur að meðal-
tali verið 57% á Austfjörðum undan-
farin ár og var komið upp í 59% árið 
2012. Á sama tíma var þetta hlutfall 
einungis 35% á landinu öllu. Skýr-
inguna má finna í þeim fullkomnu fisk-
vinnslum og fiskimjölsverksmiðjum 
sem er að finna á Austfjörðum. 
Í skýrslunni kemur fram að sjávar-
útvegur af svæðinu hefur mikil áhrif 
á hagkerfi landsins. Beint framlag 
áðurnefndra sjávarútvegsfyrirtækja 
árið 2012 var 17% af beinu fram-
lagi sjávarútvegs á landsvísu; 4,2% 
af landsframleiðslu árið 2012 og út-
flutningsverðmæti sjávarafurða var 
u.þ.b.46 milljarðar króna, ða 17,3% 
af heildarútflutningsverðmæti sjáv-
arafurða árið 2012 og 7,3% af heildar 
útflutningsverðmæti Íslendinga það ár. 
Beint framlag sjávarútvegs til lands-
framleiðslu hefur aukist undanfarin 
ár. Ástæðan fyrir aukinni hlutdeild 
sjávarútvegs er margþætt. Við geng-
isfall krónunnar 2008 varð hagur 
útflutningsgreina meiri. Allar tekjur 
útflutningsgreina eru í erlendum 
gjaldmiðlum og fá þær því meira af 
íslenskum krónum fyrir afurðir sínar 
vegna lægra gengis krónunnar, jafnvel 
þó að verið sé að selja þær á sama verði 
og áður. Atvinnuvegir eins og sjávarút-
vegur inn njóta því góðs af gengisfall-
inu og útskýrir það hækkun hlutfalls í 
landsframleiðslu að hluta til. 
Mikil uppbygging hefur verið á 
Austfjörðum og umfang sjávarútvegs á 
svæðinu vaxið jafnt og þétt. Allt bendir 
til þess að þessi þróun haldi áfram 
næstu árin. Framleiðni í sjávarútvegi 
á svæðinu er mikil, hefur vaxið um 
20% að meðaltali á ári síðan 2005 og 
mun meira að meðaltali en í öðrum 
atvinnugreinum og í sjávarútvegi á 
landsvísu. Þá er framleiðni vinnuafls í 
fiskvinnslu á Austfjörðum 25% meiri 
en í fiskvinnslu að meðaltali á landinu. 
Þessa miklu framleiðni má að mati 
skýrsluhöfundar öðru fremur rekja til 
skynsamra fjárfestinga, fagþekkingar 
og öflugs mannauðar. Sjávarútvegsfyr-
irtækin á Austfjörðum borguðu u.þ.b. 
4,5 milljarða króna í opinber gjöld árið 
2012, þar af borguðu þau u.þ.b. 9% af 
tekjusköttum lögaðila á landinu það 
ár. Niðurstöður úttektarinnar benda til 
þess að 3.400 til 4.700 störf í hagkerf-
inu séu tilkomin vegna umfangs sjáv-
arútvegs á því svæði sem skoðað var 
en þar af starfa einungis 618 beint við 
sjávarútveg. Í skýrslunn kemur fram 
að um 9.100 manns starfi við sjávar-
útveg á landinu öllu en störfum við 
sjávarútveg fækkaði jafnt og þétt fram 
til ársins 2008, aðallega vegna tækni-
framfara, en störfum hefur fjölgað aftur 
frá 2008 vegna aukins aflamagns en 
vinnsla uppsjávarfisks krefst mikils 
mannafla í landi. 
Óbein áhrif sjávarútvegs
Textíliðnaður er sú atvinnugrein 
sem er mest háð sjávarútveginum 
en yfir helming af heildarveltu hans 
má rekja til sjávarútvegs, eða 51%. 
Undir textíliðnað fellur netagerð og 
ýmis veiðafæraþjónusta. U.þ.b.29% af 
tekjum málmsmíða og viðgerða koma 
frá viðskiptum við sjávarútveginn, en 
undir hann fellur almenn málmþjón-
usta, blikksmíði og viðhald á tækjum. 
Næst kemur blönduð heildverslun 
sem fær u.þ.b.21% af sínum tekjum frá 
sjávarútvegi. Undir þessa atvinnugrein 
flokkast fyrirtæki eins og Samhentir, 
Saltkaup og Oddi en þau fyrirtæki 
sjá sjávarútveginum fyrir umbúðum. 
Heildverslun með fast, fljótandi og 
loftkennt eldsneyti fær u.þ.b.16% af 
sinni veltu frá sjávarútvegi. Undir 
þessa atvinnugrein flokkast öll olíu 
og eldsneytiskaup landsmanna og sést 
að sjávarútvegurinn á drjúgan þátt í 
þeim. Um 13% af veltu fjármálaþjón-
ustu og vátryggingastarfsemi kem ur 
frá sjávarútvegi, fyrst og fremst vegna 
trygginga á veiðiskipum og frysti-
húsum. Um 9% af veltu flutninga á 
landi og sjó og vöruflutninga með flugi 
koma frá sjávarútveginum. Hér er þó 
örugglega um vanmat að ræða þar sem 
flutningskostnaður greiðist oftast af 
seljanda eða kaupanda þegar afurðir 
eru keyptar og eru því innifaldar í 
verði og er því flutningskostnaður-
inn ekki bókaður sem slíkur í þannig 
viðskiptum. 
Hlutdeild sjávarútvegs af veltu raf-
magns, gas og hitaveita er u.þ.b.4%, 
sem mun að öllum líkindum færast 
í aukana á næstu árum með raf-
magnsvæðingu fiskimjölverksmiðja. 
Heildverslun með hráefni úr land-
búnaði og lifandi dýr fær u.þ.b.1,3% 
af sinni veltu frá sjávarútveginum, 
felast þessi viðskipti fyrst og fremst 
í sölu á sjávarafurðum. Óbein áhrif 
sjávarútvegs eru því geysimikil. 
Fáskrúðsfjörður hefur verið öflugur útgerðarstaður frá ómunatíð.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í sjáv-
arútvegi. Nýlega kom Hoffell SU, eitt skipa útgerðarinnar, til heimahafnar 
eftir breytingar.
Hlutfall fiskvinnslu í 
virðisaukasjávarútvegs 
á Austfjörðum hefur að 
meðaltali verið 57% á 
Austfjörðum undanfarin 
ár og var komið upp í 59% 
árið 2012. Á sama tíma 
var þetta hlutfall einungis 
35% á landinu öllu. Skýr-
inguna má finna í þeim 
fullkomnu fiskvinnslum 
og fiskimjölsverksmiðjum 
sem er að finna á Aust-
fjörðum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32