Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						- snjallar lausnir
545 3200 wise.is sala@wise.is
Sjávarútvegslausnir
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TMBorgartún 26, Reykjavík  »  
Hafnarstræti 93-95,  Akureyri
sími: 545 3200  »  www.wise.is
Við vonumst til að sjá þig á IceFish 
sjávarútvegssýningunni í Fífunni, Kópavogi, 
dagana 25.-27. september. 
Þar munum við kynna nýjustu útgáfu af WiseFish 
sjávarútvegslausnum, vottaða af Microsoft fyrir 
Dynamics NAV, ásamt greiningartólum Wise.
Líttu við á bás G19 fyrir kynningu á okkar lausnum. 
23.  SEPTEMBER 2014aldan10
Síldarvinnslan er 
burðarás í atvinnu-
lífi Neskaupstaðar
Síldarvinnslan er eitt öflugasta sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins á sviði 
vinnslu uppsjávarfisks til mann-
eldis. Síldveiðar úti fyrir Austfjörðum 
ganga nú vel og síðasta sunnudag 
voru skipin Seyðisfjarðardýpi og 
Norðfjarðardýpi. Börkur NK kom 
á sunnudag með allt að 800 tonn 
en aflinn fer eins mikið og hægt er 
til manneldisvinnslu. Það eykur til 
muna verðmætið, bæði fyrir skip og 
landvinnslu. Verðmætasköpunin er 
höfð að leiðarljósi allt frá því að skipið 
leggur úr höfn til veiða. 
Athafnasvæði Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. 
Aflaheimildir fiskveiðiársins 2014-2015:
HB-Grandi með10,67% 
af heildarúthlutuninni
Samkvæmt úthlutun sjávarútvegs-
ráðuneytisins á aflaheimildum 
fyrir nýhafið fiskveiðiár, koma alls 
40.125 þorskígildistonn í hlut skipa 
HB-Granda. Það samsvarar 10,67% 
af heildarúthlutun fiskveiðiársins. 
Þetta er 0,50% lægri hlutdeild en HB 
Grandi var með í upphafi fiskveiði-
árs. Skýringin er sú að misjafnt er 
hve mikið vægi einstaka fisktegundir 
hafa í þorskígildum frá ári til árs. 
Ef litið er á úthlutunina fyrir fisk-
veiðiárið kemur í ljós að heildarkvót-
inn nemur alls tæplega 439 þúsund 
tonnum eða rúmlega 376 þúsund 
þorskígildistonnum. Um er að ræða 
lítilsháttar samdrátt milli fiskveiðiára 
en sambærilegar tölur fyrir fiskveiði-
árið 2013/ 14 voru 443,3 þúsund tonn 
og 381,4 þúsund þorskígildistonn. 
HB-Grandi fær úthlutað alls 
48.853 tonnum af kvóta í hinum 
ýmsu tegundum en sambærileg tala 
fyrir nýliðið fiskveiðiár var 50.352 
tonn. Sem hlutfall af heildarúthlutun 
í tonnum talið er hlutdeild HB Granda 
nú 11,13% en hún var 11,36% á síðasta 
fiskveiðiári. Vert er að hafa í huga að 
eftir á að gefa út kvóta í deilitegundum 
eins og norsk-íslenskri síld, loðnu, 
makríl og kolmunna en sú úthlutun 
miðast venju samkvæmt við alman-
aksárið. 
Þerney RE, eitt skipa HB-Granda.
Eskja með menningarlegt 
samstarf við Biomar í Noregi
Útgerðar- og fiskverkunarfyrirtækið 
Eskja á Eskifirði og Biomar A/ S í 
Noregi hafa nú í tvö ár staðið fyrir 
menningarviðburðum í heimahér-
öðum sínum ? Myre í Vesterålen og 
á Eskifirði ? undir heitinu Rytme-
för. Hafa tónlistarmenn á vegum 
Eskju farið utan og haldið tónleika 
og norskir tónlistarmenn komið 
til Eskifjarðar á vegum Biomar. Nú 
í ár fór fyrir hönd Eskju, Garðar 
Eðvaldsson, 19 ára saxafónleikari. 
Spilaði hann á þremur tónleikum í 
Myre, Sortland og Bö. Hefur þetta 
menningarsamstarf fyrirtækjanna 
vakið mikla athygli í Norður-Noregi 
sem og hér á landi þar sem þetta er 
óvanalegt að fyrirtæki hafi með sér 
slíkt samstarf. 
Það er markmið Eskju hf. að vera 
leiðandi á sínu sviði og uppfylla ávallt 
væntingar viðskiptavina sinna. Til að 
tryggja það markmið er lögð áhersla 
á bestu mögulegu gæði hráefnis og 
afurða allt til neytenda. Fylgt er þeim 
lögum og reglugerðum sem við eiga 
hverju sinni. Fyrirtækið nýtir bestu 
framleiðslutækni sem býðst á hverjum 
tíma. Stuðst er við þau gæðakerfi sem 
best tryggja að markmið fyrirtækisins 
í gæðamálum hverju sinni nái fram 
að ganga. Rekjanleiki afurða frá neyt-
enda til veiðistaðar er tryggður. Það er 
stefna Eskju hf. að allir starfsmenn fyr-
irtækisins fái þá þjálfun og menntun 
sem þeir þarfnast til að þeir geti sinnt 
starfi sínu af ánægju og nái að sýna 
hæfni í starfi þannig að væntingar við-
skiptavina og starfsmanna fari ávallt 
saman. 
Umhverfisstefna
Það er stefna Eskju að allir þættir í 
starfsemi fyrirtækisins séu í sem bestri 
sátt við umhverfi sitt. Fyrirtækið 
umgengst auðlindir og umhverfið af 
ábyrgð og samkvæmt þeim lögum og 
reglugerðum sem í gildi eru. Ávallt 
er stefnt að hámarks nýtingu hráefna 
og orkugjafa. Fyrirtækið leitast við að 
nota efni, rekstrarvörur og umbúðir 
sem eru umhverfisvænar. Úrgangi og 
losun frá skipum og deildum er leitast 
við að halda í lágmarki og að til þess 
sé séð að losun úrgangs sé ætíð á þann 
hátt að ekki valdi skaða í náttúru eða 
umhverfi. Allt starfsfólk Eskju er með-
vitað um umhverfisstefnu þess og fær 
það tækifæri til að taka þátt í mótun 
og þróun hennar þannig að þeir sjái 
hag sinn og fyrirtækisins fara saman. 
Eskifjörður.
Alþjóðahvalveiðiráðið:
Grænlendingum 
leyft að veiða hvali, 
m.a. 10 hnúfubaka
Aðalfundur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins var haldinn í Slóveníu í síð-
ustu viku. Meðal þeirra mála sem 
afgreidd voru á fundinum var kvóti 
fyrir frumbyggjaveiðar Græn-
lendinga, en ráðið hafði lagst gegn 
þessum veiðum á seinasta fundi 
sínum árið 2012. Samkvæmt niður-
stöðu ráðsins mega Grænlendingar 
veiða árlega næstu fjögur árin 19 
langreyðar, 176 hrefnur, 2 norð-
hvali og 10 hnúfubaka. ESB greindi 
ráðinu frá yfirlýsingu sem stjórn-
völdum á Íslandi var afhent fyrr í 
þessari viku þar sem hvalveiðum 
Íslendinga í atvinnuskyni var 
mótmælt. Ísland undirstrikaði 
að veiðarnar væru sjálfbærar og 
í samræmi við veiðiráðgjöf sér-
fræðinga Hafrannsóknastofnunar 
og úttektir vísindanefnda Norður-
Atlantshafs sjávarspendýraráðsins 
(NAMMCO) og Alþjóðahvalveiði-
ráðsins. 
Ísland lýsti vonbrigðum sínum með 
að tímabundið bann við hvalveiðum 
?moratorium? sem tók gildi árið 1986, 
hefði enn ekki verið endurskoðað. Slík 
endurskoðun hefði átt að fara fram eigi 
síðar en árið 1990 en það hefði ekki 
hlotið stuðning innan ráðsins síðan. 
Niðurstöður rannsókna sýna að margir 
hvalastofnar hafa þegar náð þeirri stærð 
að nýta megi þá á sjálfbæran hátt. 
Hnúfubakur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32