Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						23.  SEPTEMBER 2014aldan12
?Vinnutíminn í land-
vinnslunni mundi lengj-
ast og nýtast betur ef hér 
væri boðlegt vegakerfi?
- segir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri  
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið 
Þórsberg á Tálknafirði var stofnað 
1975 af Magnúsi Guðmundssyni 
en framkvæmdastjóri Þórsbergs er 
Guðjón Indriðason, tengdasonur 
Magnúsar, ættaður frá Grenivík. 
Guðjón segir að hann hafi flust til 
Tálknafjarðar 1970 og enn séu um 
60 km af vegakaflanum milli Flóka-
lundar og Bjarkalundar með sömu 
ummerkjum og fyrir hálfri öld, og 
sjaldan heflaður. Það sé fremur illa 
farið iðulega með verðmætan afla að 
flytja hann í flutningabíl um þennan 
mjög svo slæma veg svo það er oftast 
Breiðafjarðarferjan Baldur sem leysir 
vandann, þangað er framleiðslunni 
ekið í ferjuna á Brjánslæk, hún fer 
í land í Stykkishólmi og þaðan ekið 
eftir vegum sem eru boðlegir á árinu 
2014. ?Ef það væri boðlegur vegur 
alla leiðina suður mundi vinnutím-
inn í landvinnslunni í Þórsbergi nýt-
ast mun betur því við þurfum að vera 
búin að afhenda vöruna sem á að fara 
í flug í síðasta lagi kl. fjögur á daginn 
í bílana svo þeir nái áætlun ferjunnar. 
Ef það væri hins vegar akfært alla leið 
værum við með fullan vinnudag hér 
á Tálknafirði, jafnvel lengur ef mikill 
afli berst til vinnslu. Við vinnum líka 
fisk í frystingu og saltfisk, en auð-
vitað þarf sá fiskur einnig að komast 
á markað, og hann er einnig fluttur 
með ferjunni. Að þurfa að klifra yfir 
fjöll með framleiðsluna finnst mér 
ansi önugt. Kleifarheiðin getur auð-
vitað verið erfið og þá kemst maður 
ekkert, og austar eru svo Klettháls, 
Ódrjúgsháls og Hjallaháls, allt miklir 
farartálmar.?
Merkilegar hríslur 
í Þorskafirði
?Það vekur hins vegar furðu mína og 
margra annarra að það skuli verða til 
svo merkilegar hríslur í Þorskafirði 
að það stöðvi vegaframkvæmdir og 
sumarbústaðaeigendur á Hallsteinsnesi 
skuli komast upp með það að halda 
heilum landshluta nánast í gíslingu eins 
og dæmin sanna með Teigskóg. 
Um 1970 var haldið Fjórðungsþing 
Vestfirðinga í Reykjanesi og þar var 
samþykkt að leiðin frá Ísafirði á suð-
vesturhorn landsins og suður skyldi 
liggja gegnum jarðgöng milli Dýra-
fjarðar og Arnarfjarðar, þaðan yfir 
Dynjandisheiði um Barðaströnd og 
suður í Borgarfjörð. En allt annað hefur 
verið framkvæmt en samkvæmt þessari 
áætlun, nú er ekið um láglendisveg 
um Ísafjarðardjúpið um Steingríms-
fjarðarheiði og Þröskulda. Þar áður var 
samþykkt að leiðin ætti að liggja um 
Kollafjarðarheiði, en ekki varð af því 
fremur en mörgu öðru í vegamálum 
enda fáránlegt að við á suðurfjörðum 
Vestfjarða þyrftum að fara austur yfir 
Klettháls til að komast til Ísafjarðar. 
Hefði það hins vegar verið framkvæmt 
væri fyrir löngu búið að leggja veg um 
Teigskóg. Stysta leiðin suður á höfuð-
borgarsvæðið er enn um jarðgöng til 
Arnarfjarðar og um láglendisveg um 
Barðaströndina. Það þarf því engan að 
undra að við séum orðin leið á þessu 
óviðunandi vegakerfi og ekki síður á 
skilningsleysi stjórnvalda. Við eigum 
betra skilið miðað við þau verðmæti 
sem við leggjum til gjaldeyrisöflunar 
með okkar útflutningsvörum,? segir 
Guðjón Indriðason. 
Guðjón Indriðason.
Dragnótabáturinn Aðalberg BA-236, einn báta Þórsbergs, við bryggju á Tálknafirði. Aftan við hann má sjá fiskeldiskví, 
líklega nokkuð táknrænt fyrir útgerðar- og atvinnumynstrið á Tálknafirði.
Hraðfrystihúsið ? Gunnvör 
lætur smíða togara í Kína
Hraðfrystihúsið ? Gunnvör í Hnífs-
dal gerir út tvo ísfisktogara, Stefni ÍS-
28 sem landar að mestu á markað og 
Pál Pálsson ÍS-102 sem aflar hráefnis 
fyrir landvinnslu félagsins í Hnífsdal. 
Framleiðsla sjófrystra afurða byggist 
eingöngu á vinnslu flakafrystiskips-
ins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270. 
Helstu afurðir og markaðir eru þeir 
að þorskur, millilögð flök fer að mestu á 
Bandaríkamarkað og Bretlandsmarkað, 
ýsuflök, millilögð á Bandaríkjamarkað 
og Bretlandsmarkað og grálúða, að-
allega haus- og sporðskorin á Asíu-
markað. Karfi, heill og hausaður fer á 
Asíu- og Suður-Evrópumarkaðen aðrar 
tegundir eru heilfrystar með haus eða 
hausskornar. 
Nýr togari smíðaður í Kína
Hraðfrystihúsið-Gunnvör lætur smíða 
nýjan togara fyrir 1,5 milljarð króna. 
Skipið verður smíðað í Rongcheng í 
Kína eftir íslenskri hönnun og er af-
hending eftir 14 mánuði. Skipið verður 
sparneytnara og mun afkastameira en 
núverandi skip. Um talsverð tímamót 
er að ræða það sem þetta er stærsta 
einstaka fjárfesting sem gerð hefur 
verið í sjávarútvegi á Vestfjörðum um 
langa hríð. Þörf hefur verið á endur-
nýjun á hluta skipa HG sem komin 
eru til ára sinna og hefur undirbún-
ingur þess staðið í nokkurn tíma. Að 
sögn Einars Vals Kristjánssonar, fram-
kvæmdastjóra HG, hafa aðstæður síð-
ustu fimmtán ár ekki leyft fjárfestingar 
félagsins í nýjum skipum. Einar Valur 
kveður fyrirtækið hafa verið að byggja 
sig upp með kaupum á veiðiheimildum 
og til lítils sé að ráðast í fjárfestingar í 
skipum séu nægar veiðiheimildir ekki 
til staðar. 
?Þörfin á endurnýjun ísfiskskipanna 
helgast af nauðsyn þess að geta þjónað 
landvinnslu fyrirtækisins sem best 
með tilliti til góðs hráefnis og rekstr-
aröryggis, enda krefst markaðurinn af-
urða af góðum gæðum á réttum tíma,? 
segir Einar Valur. ?Einnig er lykilat-
riði að ná fram orkusparnaði samfara 
auknum gæðum hráefnis til að þjóna 
sífellt auknum kröfum markaðar-
ins, þetta er jú allt ein keðja; veiðar, 
vinnsla og markaðssetning. Síðast en 
ekki síst þarf fyrirtækið að standast 
samkeppni við erlenda keppinauta úti 
á markaðnum þar sem samkeppnin fer 
sífellt vaxandi. Einnig er vert að benda 
á að helstu keppinautarnir erlendis 
njóta ríkisstyrkja á meðan íslenskur 
sjávarútvegur greiðir fyrir afnot af 
auðlindinni til ríkisins. Ég hef sagt að 
eðlilegt sé að greiða fyrir aðganginn að 
auðlindinni þó að mér finnist gjaldið 
alltof hátt og lítið af því skili sér til baka 
út á landsbyggðina þar sem starfsemin 
á sér stað. 
Auðvitað er alltaf viss áhætta við 
svo stóra fjárfestingu. Við erum vel 
meðvituð um áhættuna samfara 
breytingum á afkastagetu fiskistofna, 
en vitum minna um aðra áhættuþætti, 
þar á ég við endurskoðun og breytingu 
á stjórnkerfi fiskveiða og mikla hækkun 
veiðigjalda. Þetta er mikil fjárfesting til 
langs tíma og því mikilvægt við slíka 
ákvörðunartöku að hafa fyrirsjáanleika, 
geta treyst því að rekstrargrundvelli 
verði ekki kippt undan rekstrinum á 
augabragð,? segir Einar Valur Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri. 
Hraðfrystihúsið ? Gunnvör í Hnífsdal.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32