Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						23.  SEPTEMBER 2014 aldan 25
Mikil makrílgengd í íslenskri lögsögu
Alþjóðlegar mælingar í júlí og ágúst sýna mikla makrílgegnd í íslenskri lögsögu 
Niðurstöður sameiginlegs mak-
rílleiðangurs Færeyinga, Ís-
lendinga, Norðmanna og Græn-
lendinga í júlí og ágúst síðastliðinn 
liggja nú fyrir í heild sinni. Í leið-
angrinum sem fram fór á tímabil-
inu 2. júlí til 12. ágúst tóku þátt 
fjögur skip, R/ S Árni Friðriksson 
frá Íslandi, eitt skip frá Færeyjum 
og tvö frá Noregi. Fyrr í þessum 
mánuði var greint frá bráðabirgða-
niðurstöðum leiðangursins á vef 
Hafrannsóknastofnunar. Mark-
mið leiðangursins var að kort-
leggja útbreiðslu og magn makríls 
og annarra uppsjávarfiskistofna í 
Norðaustur Atlantshafi meðan á 
ætisgöngum þeirra um Norðurhöf 
stendur ásamt því að kanna ástand 
sjávar og átustofna á svæðinu. Öll 
skipin fjögur notuðu sams konar 
flotvörpu sem sérstaklega hefur 
verið þróuð fyrir þennan leiðangur 
og var R/ S Árni Friðriksson að taka 
þátt í þessum leiðangri í sjötta sinn. 
Magn og útbreiðsla makríls á svæð-
inu var metin út frá afla í stöðluðum 
togum sem tekin voru með reglulegu 
millibili og var rannsóknasvæðið um 
2,45 milljónir ferkílómetrar. Heildar-
vísitala makríls (lífmassi) á svæðinu 
var metin um 9,0 milljón tonn, þar af 
voru 1,6 milljón tonn innan íslenskrar 
efnahagslögsögu eða tæp 18%. Vísitala 
lífmassa er lítið eitt hærri en á síðasta 
ári og sú hæsta sem mælst hefur frá því 
að rannsóknir hófust árið 2007. Magn 
makríls innan íslenskrar lögsögu var 
svipað og mældist árin 2012 og 2013. 
Heildarstærð svæðisins sem kannað 
var í ár var svipað og á síðasta ári þar 
sem viðbótar svæðið sem dekkað var 
innan grænlensku lögsögunnar í ár 
vegur upp á móti því að Norðursjórinn 
var ekki kannaður í þetta sinn. Því var 
aðeins lítill hluti lögsögu Evrópusam-
bandsins kannaður nú. 
Töluvert af smáum makríl
Í leiðangrinum varð vart við tölu-
vert af tiltölulega smáum makríl og 
aldursgreiningar sýna hátt hlutfall ár-
ganganna frá 2011 (32% af fjölda) og 
2010 (21%), en árgangarnir frá 2007, 
2008 og 2009 voru einnig áberandi 
með um 11% hver. Yngri fiskinn var 
einkum að finna í Noregshafi eða á 
austanverðu rannsóknarsvæðinu. 
Niðurstöður leiðangursins staðfestir 
líkt og leiðangrar fyrri ára, víðáttu-
mikla útbreiðslu makrílsins. Það er 
þó ljóst að ekki náðist að dekka allt 
útbreiðslusvæði hans, einkum í syðri 
hluta grænlensku lögsögunnar og í 
Norðursjónum þar sem einkum yngri 
fiskur heldur til á þessum árstíma. Þá 
sýna niðurstöðurnar að elsti mak-
ríllinn ferðast lengst í sínum ætis-
göngum í Norðaustur Atlantshafi á 
sumrin, en hann var einkum að finna 
vestast og nyrst á rannsóknasvæðinu. 
Niðurstöður leiðangursins eru not-
aðar ásamt öðrum gögnum, við mat 
Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á 
stofnstærð og veiðiþoli makríls. 
Líkt og síðustu ár var skörun á 
útbreiðslu makríls og síldar og var 
hún einkum vestan til í Austurdjúpi 
og austur af Íslandi. Stærsta hluta 
norsk-íslenska síldarstofnsins var 
að finna norður og norðaustur af 
Íslandi. Bergmálsvísitölur fyrir síld 
voru mun lægri nú en fyrri ár og eru 
ástæður þess einkum taldar vera að 
ekki náðist yfir allt útbreiðslusvæði 
stofnsins norður af Íslandi og að síldin 
hafi staðið það grunnt að hún hafi að 
hluta til verið ofan við bergmálsmæla 
skipanna. Það skal tekið fram að berg-
málsmælingar norsk-íslenskrar síldar 
í þessum leiðangri eru ekki notaðar til 
stofnútreikninga. 
Mesti þéttleiki smáátu (s.s. rauðátu 
sem er helsta fæða markíls) var austur 
af Íslandi og norður af Færeyjum þar 
sem jafnframt var mikið um makríl og 
síld. Meðalmagn átu á svæðinu austan 
við Ísland og í Noregshafi mældist 
svipað og í fyrra (8.2 g þurrvigt í sam-
anburði við 8.4 g) sem var jafnframt 
það mesta síðan að þessar mælingar 
hófust árið 2010. Magn átu á vestari 
hluta íslenska hafsvæðisins (4.8 g) og 
á grænlenska hafsvæðinu (5.3 g) var 
hinsvegar mun minna en austar og 
það minnsta sem mælst hefur innan 
íslenska svæðisins yfir tímabilið. 
Yfirborðshiti sjávar á rannsóknar-
svæðinu í Norðaustur Atlantshafi í 
júlí 2014 var vel yfir 20 ára meðal-
tali júlímánaðar og var hann allt að 
þremur gráðum yfir meðaltalinu 
norð- og norðaustur af Íslandi. Þessi 
hlýi yfirborðssjór náði að jafnaði 
niður á um 30 m dýpi þótt breytileiki 
hafi verið þar á milli svæða. Frek-
ari úrvinnsla á gögnum sem safnað 
var í leiðangrinum fer fram á næstu 
mánuðum og aflaráðgjöf fyrir næsta 
ár á grundvelli fyrirliggjandi gagna 
mun verða kynnt í október nk. Löndun á makríl í Grindavíkhöfn í síðasta mánuði.
Óli Gísla HU-212 kemur til löndunar á makríl í Grindavík en miðin voru rétt utan við hafnarkjaftinn.
Vinnslulína togarans Skálabergs RE-7 endurnýjuð
- Verkfræðistofan Mannvit annast verkverkefnisstjórn, verkstýringu og eftirlit með uppsetningu
Verkfræðistofan Mannvit býður þjón-
ustu á sviði verkfræði, rekstrar, jarð-
vísinda, byggingarefnarannsókna, 
verkefnastjórnunar og heildarumsjón 
verkefna. Mannvit er eitt stærsta ráð-
gjafarfyrirtæki landsins á sviði verk-
fræði og tækni og þar starfar öflugur 
hópur reynslumikilla verkfræðinga 
og tæknimenntaðs starfsfólks með 
fjölþætta reynslu á flestum sviðum 
verkfræðiþjónustu. Starfsemi Mann-
vits er vottuð samkvæmt alþjóðlega 
gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, 
umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 
14001 og öryggisstjórnunarstaðl-
inum OHSAS 18001. Mannvit leggur 
áherslu á trausta og faglega ráðgjöf 
sem byggir á áratugalangri reynslu 
og þekkingu. Mannvit býður ekki 
síst þjónustu sína sjávarútveginum 
en einnig á sviði iðnaðar, endurnýj-
anlegrar orku, vatnsaflsvirkjana, 
jarðvarmavirkjana, raforkuflutnings 
og dreifingu, bygginga, rannsóknar-
stofa, umhverfismála, mælinga og 
rannsókna, verkefnastjórnunar, sam-
gangna, veitna, skipulags og upplýs-
ingatækni. 
Urðarhvarf 6 fékk  
umhverfisverðlaun  
Kópavogs 2014
Urðarhvarf 6 fékk umhverfisverð-
laun Kópavogs 2014 fyrir besta hús 
í flokki atvinnubygginga. Arkitektar 
hússins eru Guðmundur Gunnlaugs-
son arkitekt hjá Archus og Gunnar 
Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektar. 
Verðlaunin verða afhent 21. ágúst 
sl. í Salnum Kópavogi. Til stendur 
að skjöldurinn verði settur upp við 
innganginn í húsið. Verðlaun þessi 
voru síðast veitt árið 2009 en þá fengu 
arkitektar hússins, þeir Guðmundur 
og Gunnar verðlaunin í flokki ?íbúða-
bygginga? fyrir háhýsin í Lundi og 
fá einnig verðlaunin í þeim flokki 
aftur í ár, nú fyrir lægri húsin þar, en 
Lundarhverfið við Nýbýlaveg er enn í 
uppbyggingu. 
Endurnýjun vinnslulínu
Útgerðarfélagið Brim hf. stendur þessa 
dagana fyrir því að endurnýja að fullu 
vinnslu-/ frystilínu um borð í skutt-
ogaranum Skálabergi RE -7. Skipið er 
74,5 metra langt, 16 metra breitt og 
er 3.435 brúttó tonn. Það var smíðað 
árið 2003 í Noregi en Brim hf. keypti 
það frá Argentínu haustið 2012 og 
kom skipið hingað til lands fyrir ári 
síðan. Með breytingunum er sett upp 
frystilína fyrir uppsjávarfisk, einkum 
makríl, og verður frystigeta allt að 
220 tonn á sólarhring eftir breytingar. 
Breytingarnar fela m.a. í sér uppsetn-
ingu á nýju sogkerfi úr fiskmóttöku og 
flokkunarkörum, nýrri flokkunarlínu, 
23 nýjum frystitækjum, flutningskerfi 
frá flokkun að frystum og frá frystum 
að pökkunarvélum, tvær plast- og 
pökkunarvélar ásamt færiböndum í 
lest. 
Mannvit kemur að verkinu með ver-
kefnisstjórn, verkstýringu, eftirliti með 
uppsetningu, samningagerð við verktaka 
og rekstri verksins fyrir hönd Brims hf. 
Uppsetning á búnaði hófst í byrjun mars 
sl. en stefnt er að því að ljúka verkinu á 
sjómannadag og er unnið samfleytt í 
skipinu dag og nótt til að ná því mark-
miði. Um 80 manns koma að verkinu frá 
um 20 verktökum og undirverktökum. 
Skálaberg RE-7.
Urðarhvarf 6 í Kópavogi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32