Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Aldan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Aldan

						?Sjávarútvegssýningin er 
mikilvægt tækifæri fyrir 
fjölmörg íslensk fyrirtæki?
- segir Jón Gunnarsson alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
, Það er mjög mikilvægt að vera með 
sjávarútvegssýningu hérlendis á 
þiggja ára fresti, sérstaklega í ljósi þess 
að Ísland og íslenskur sjávarútvegur 
er afar vel kynntur erlendis. Á vett-
vangi Sameinuðu Þjóðanna, þar sem 
ég var nýlega sem þingmaður, leggi 
menn við hlustirniar þegar íslensk 
rödd heyrist fjalla um sjávarútveg 
vegna þekkingar okkar og reynslu,? 
segir Jón Gunnarsson alþingismaður 
og formaður atvinnuveganefndar Al-
þingis og segir að kannski sé ekki eins 
vel lagt við hlustir þegar Íslendingar 
fjalla um aðra málaflokka. 
Jón segir að í ljósi þess hversu 
framsækin íslenskur sjávarútvegur 
er hvernig fiskveiðistjórnunarkerfinu 
er háttað og hvernig framsýnum út-
gerðarmönnum hefur tekist að stjórna 
þessu kerfi, sé hægt að fullyrða að hér 
sé rekin einn arðbærasti sjávarútvegur 
í heimi. Það eigi ekki bara við um út-
gerð og fiskvinnslu, heldur ekki síður 
við alls konar tæknilausnir og þann 
stórkostlega iðnað sem hefur skapast 
kringum sjávarútveg á Íslandi, og er 
alltaf að aukast. 
?Sjávarútvegssýning er því mikilvægt 
tækifæri fyrir fjölmörg íslensk fyrir-
tæki til að koma sínum, hugmyndum, 
vörum og þekkingu á framfæri. Sum 
þessara fyrirtækja séu svo smá að það 
gæti reynst of kostnaðarsamt að sækja 
sjávarútvegssýningar erlendis, t.d. í 
Bruxelles. Þetta er því gullið tækifæri 
fyrir þessi fyrirtæki. Sú þróun sem 
hefur átt sér stað á undanförnum árum 
um svokallað klasasamstarf, þar sem 
fyrirtæki sem sérhæfa sig í hugbún-
aði, tæknilausnum, vélum og fleiri taka 
sig saman að ná fram sameiginlegum 
lausnum. Sameiginlega eru þau miklu 
öflugri að kynna sig gagnvart inn-
lendum og ekki síður erlendum aðilum. 
Á þessu sviði höfum við náð lengra en 
margar aðrar þjóðir enda höfum við 
oft þann sveigjanlega að laga okkur 
að breyttum mörkuðum með litlum 
fyrirvara.?
- Telurðu að íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki séu síður tilbúin að tileinka sér 
erlendan tækibúnað en íslenskan?
?Ég tel nú að íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki leiti eftir því besta á markaðnum 
á hverjum tíma, hvort það sé íslensk 
eða erlend framleiðsla. Fyrirtækin gera 
miklar kröfur og það er grunnurinn að 
þeim gæðum sem er á íslensku sjávar-
fangi í dag. Þess vegna horfa þau mjög 
til tæknifyrirtækja innanlands vegna 
þess að þar er oft hægt að fá ódýrar 
lausnir, eða a.m.k. ódýrari. Þetta eru 
fyrirtæki með hágæða vöru, eins og 
Marel, Valka og Skaginn svo einhver 
fyrirtæki séu nefnd. Það á bæði við 
um hugbúnað og vélbúnað. Skaginn 
á Akranesi hefur m.a. verið að setja 
upp upp verksmiður í Færeyjum sem 
vinna uppsjávarfisk og Traust ?Þekking 
í Borgarfirði hefur veirð að setja upp 
vinnslulínur í tvo rússneska togara. 
Dæmin eru mun fleiri.?
Starfsumhverfið í sjávarút-
vegi að taka stórkostleg-
um breytingum
- Það hefur á síðustu árum ekki þótt 
nógu ?fínt? að vinna í fiskvinnslu. 
Telurðu að sjávarútvegssýningin í Kópa-
vogi geti eflt ímynd íslensk fiskiðnaðar í 
augum þess fólks sem ekki hefur atvinnu 
sína af því að vinna í þeirri atvinnu-
grein?
?Eftirsóknin í þessi störf hefur 
dregist saman á undanförnum árum, 
þrátt fyrir mikilvægi þeirra í íslensku 
samfélagi gegnum tíðina. En tilkomu 
allrar þessarar nýju tækni og breytingu 
á vinnuaðstöðu fólks þá er þetta 
starfsumhverfi að taka stórkostlegum 
breytingum. Það er ekki hægt að líkja 
aðbúnaði í hefðbundnum fiskvinnslu-
störfum í dag við þann aðbúnað sem 
fólk bjó við áður, og kannski þarf ekki 
að fara lengra en aldarfjórðung aftur 
í tímann til að sjá hversu gríðarlegur 
munurinn er. Það má líkja þessu við 
byltingu. Í dag eru þetta tæknimenn 
að stórum hluta sem eru að vinna fisk-
vinnslustörf, svo tæknivædd er greinin 
orðin.?
- Það hafa allir skoðanir þegar umræðan 
snýst um sjávarútveg. Það er sama hvort 
það er kvótinn, veiðileyfagjald, mark-
aðsmál eða eitthvað annað. Sýnir það 
ekki öðru fremur það hversu nærri þessi 
atvinnugrein er þorra landsmanna?
?Tvímælalaust. Þarna er enginn 
skoðanalaus. Þess vegna eru margir 
sem ekki eru að vinna við sjávarútveg 
að leggja leið sína á sjávarútvegssýn-
inguna og það á jafnt við unga sem 
gamla. Að koma á sýninguna opnar 
huga ungs fólks fyrir þeim tækifærum 
sem svo sannarlega liggja á þessum 
vettvangi. Það er afar jákvætt,? segir 
Jón Gunnarsson. 
Samhentir eru 
leiðandi fyrirtæki 
í umbúðum
- umbúðir utan um fiskafurðir hafa hlotið almennt lof
Samhentir ? Kassagerð er þjón-
ustufyrirtæki um heildarlausnir 
í umbúðum og öðrum rekstrar-
vörum. Fyrirtækið er leiðandi 
þegar kemur að umbúðum. Kassar, 
öskjur, arkir, pokar, pappi, plast, 
límbönd og allt sem þarf svo vel 
fari um vöruna þína er til á lager. 
Birgjar eru fjölmargir, bæði inn-
lendir og erlendir. Samhentir eru 
ráðgefandi um lausnir, efnisval, 
hönnun og tækjakost. Til að spara 
viðskiptavinum sporin er einnig 
boðið upp á rekstrarvörur, s.s. 
hreinlætisvörur og einnota vörur, 
vinnufatnað og skó, áhöld s.s. 
hnífa og matvinnsluáhöld, krydd 
og íblöndunarefni og pökkunar-
vélar. Samhentir leggja sig fram 
um að viðskiptavinurinn fái allt á 
einum stað. Hið mikla vöruúrval 
auk umbúðanna léttir verulega 
undir hjá framleiðslufyrirtækum 
þar sem hlutirnir þurfa að ganga 
hratt fyrir sig og hjá fiskiskipum 
sem stoppa stutt í landi. 
Umbúðir selja er staðreynd sem 
flestir viðskiptavinanna hafa fengið 
að reyna. Því reynir oft á umbúða-
hönnuðinn að finna rétta utanum-
haldið um vöruna. Samhentir er 
bandamaður þegar leitað er umbúða 
á sanngjörnu verði, sem fara vel með 
vöruna og freista neytandans. 
Sýningarbás Samhentra á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011 ásamt 
starfsmönnum.
Útbreiðsla uppsjávar-
stofna í NA-Atlants-
hafi sumarið 2014 er 
svipuð milli ára
Dagana 13. -17. ágúst sl. var haldinn 
fundur í Þórshöfn í Færeyjum með 
þátttöku fiskifræðinga frá Noregi, 
Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. 
Þar var fjallað um og samræmd 
gögn alþjóðlegs rannsóknaleiðangurs 
í sumar, sem beindist að vistfræði, 
dreifingu og magnmælingu mak-
ríls og annarra uppsjávartegunda í 
Norðaustur Atlantshafi. Rannsóknar-
svæðið var útvíkkað samanborðið við 
fyrri leiðangra, einkum til norðurs 
að Svalbarða, til austurs í Barentshaf 
og til vesturs og suðurs að Hvarfi á 
suðurodda Grænlands. Rannsókna-
skipið Árni Friðriksson kannaði 
grænlenskt hafsvæði á vegum Græn-
lendinga. 
Makríll fannst víðast hvar á rann-
sóknasvæðinu og í svipuðu magni og 
árið 2013. Dreifing norsk-íslensku 
síldarinnar var vestlægari og norð-
lægari en undanfarin ár. Hrognkelsi 
fundust víðast hvar norðan 65. gráðu, 
en við Grænland náði útbreiðslan eins 
langt suður og kannað var. 
Makríll. Aukin ganga hans á hafsvæðið við landið hefur aukið heildarverð-
mæti sjávarfangs á Íslandi.
Sjóvélar eru leiðandi 
í vörum fyrir línuflotann
Fyrirtækið Sjóvélar í Skútvogi 12 var 
stofnað svorið 2003. Markmið fyrir-
tækisins er að vera leiðandi í þjónustu 
og sölu á vörum fyrir línuflotann. Öll 
vörumerki fyrirtækisins eru rótgróin 
á íslenskum markaði og reynslan af 
þeim hefur verið góð. Sjóvélar sér-
hæfa sig í vörum fyrir handfæra- og 
línuveiðar svo sem línum, krókum, 
línuspilum, færavindum, slíturum 
og fleiru. 
Sýningarbás Sjóvéla á sjávarútvegssýningunni í Fífunni haustið 2011.
Jón Gunnarsson alþingismaður. 
23 .  SEPTEMBER 2014 aldan 29

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32