Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Búið er að gera veg hafnarmegin
með eystri brimvarnargarðinum við
Landeyjahöfn. Einnig var byggður
útsýnispallur við höfnina. Þá var
flóðvarnargarður Markarfljótsmeg-
in færður nær sjónum.
Verkið var boðið út á liðnu vori og
voru tilboð opnuð 18. júní 2014. Þjót-
andi ehf. á Hellu átti lægsta tilboð
upp á rúmar 35 milljónir eða 73,4%
af áætluðum verkkostnaði. Helstu
magntölur voru útlögn um 14.000 m3
af grjóti og kjarna og færsla flóð-
varnargarðs upp á um 12.000 m3.
Ólafur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Þjótanda ehf., sagði að verkið
hefði hafist í september s.l. og því
lokið í kringum laust eftir síðustu
áramót. Byrjað var á að grafa upp
flóðvarnargarðinn sem var kominn á
kaf í sand, en fjaran hefur færst
langt út á þessum kafla, að hans
sögn. Ólafur sagði að gerð aðkomu-
vegarins eftir eystri brimvarnar-
garðinum hefði oft gengið erfiðlega
vegna slæms veðurs og brims í höfn-
inni. 
Að sögn Vegagerðarinnar var tal-
in vera þörf fyrir aðkomuveginn
vegna viðhalds og öryggis ef þarf t.d.
að koma björgunartækjum út á
garðinn. Yfirleitt eru ekki gerðir
vegir hér að hausum hafnargarða, að
sögn Vegagerðarinnar. 
Stærra svæði ræktað
Útsýnispallurinn er sjávarmegin
gegnt afgreiðsluhúsi Herjólfs og var
lagður steyptur göngustígur upp að
honum. Af pallinum sést vel yfir
höfnina og yfir til Vestmannaeyja. 
Þá fengust þær upplýsingar hjá
Vegagerðinni að flóðvarnargarður-
inn hefði verið færður utar svo hægt
væri að rækta upp stærra svæði.
Ljósmynd/Pétur Pétursson
Landeyjahöfn Gerður var vegur meðfram eystri hafnargarðinum. Það bæði auðveldar viðhald hafnargarðsins og
eykur öryggi. Fram kom í björgunaræfingu fyrir nokkru að það þyrfti að vera hægt að koma tækjum út á garðinn. 
Vegur lagður með
hafnargarðinum
Útsýnispallur við Landeyjahöfn  Varnargarður færður
Vegagerðin hefur kannað ýmsan
búnað sem gæti komið að gagni við
dýpkun Landeyjahafnar í framtíð-
inni. Þar á bæ vita menn af neðan-
sjávarjarðýtum en helst er horft til
einhvers konar sanddælubúnaðar. 
Í fyrstu kannaði Vegagerðin að
setja upp fastan dælubúnað. Nú hef-
ur dregið það mikið úr sandburði að
það er ekki lengur talið vera hag-
kvæmt. Nú hefur einkum verið at-
hugað með færanlegan dælubúnað
neðansjávar. Hann gæti dýpkað víða
í höfninni. Þá hefur verið skoðað að
moka sandinum upp með krana.
Að sögn Vegagerðarinnar verður
ekkert ákveðið í þessum efnum fyrr
en tekin hefur verið ákvörðun um
smíði nýrrar ferju. Þegar hún kemur
þarf varanleg lausn að liggja fyrir.
Vegagerðin segir að það sé óviðráð-
anlegt verkefni að dýpka höfnina
fyrir Herjólf yfir háveturinn og
kostnaðurinn allt of mikill.
Jarðýtunni fjarstýrt úr landi
Fyrir Herjólf þurfi að dýpka niður
á sjö metra en fyrir nýja ferju niður
á fimm metra dýpi. Auk þess henti
Herjólfur alls ekki til siglinga í
Landeyjahöfn yfir háveturinn. 
Japanski vinnuvélaframleiðand-
inn Komatsu smíðar neðansjáv-
arjarðýtur. Þeim er fjarstýrt úr
landi og geta þær unnið allt niður á
sjö metra dýpi. Kraftvélar ehf. eru
með umboð fyrir Komatsu hér á
landi. Viktor Karl Ævarsson, sölu-
og markaðsstjóri Kraftvéla, sagði að
enginn hefði spurt eftir neðansjáv-
arjarðýtu hjá Kraftvélum, hvorki til
notkunar á botni Landeyjahafnar né
annars staðar. gudni@mbl.is
Enginn hefur enn spurt
eftir neðansjávarjarðýtu
Ljósmynd/Kraftvélar
Neðansjávarjarðýta Komatsu smíðar ýtur sem geta unnið í sjó og allt niður
á sjö metra dýpi. Þær hafa m.a. verið notaðar til að dýpka hafnir í Japan.
Helst er horft til
einhvers konar
dælubúnaðar
Hafísjaðarinn var í gær um 30
sjómílur (56 km) norður af
Hornströndum. Á miðvikudags-
kvöld var hann aðeins um 18
sjómílur (33 km) norðnorð-
vestur frá Kögri á Horn-
ströndum og hafði því fjar-
lægst nokkuð. Ekki eru líkur á
að hafísinn nálgist landið á
allra næstu dögum, að sögn
Ingibjargar Jónsdóttur, haf-
íssérfræðings hjá Jarðvís-
indastofnun HÍ.
Landsins forni fjandi fjarlægist
MODIS/NASA/Jarðvísindastofnun
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Unnið er að því að afla fylgis innan
íþróttahreyfingarinnar við sérstaka
íþróttasjónvarpsstöð og náist sam-
staða um málið geta útsendingar
hafist í mars eða apríl á þessu ári.
Stefnt er að því að senda út íþrótta-
efni í opinni dagskrá allan sólar-
hringinn alla daga vikunnar.
Viðar Garðarsson og Einar Karl
Birgisson fara fyrir verkefninu. Þeir
eru virkir í íþróttahreyfingunni og
með víðtæka þekkingu á þessu sviði
fjölmiðlunar. Viðar hefur áratuga
reynslu úr kvikmynda- og sjón-
varpsframleiðslu og Einar Karl er
fyrrverandi svæðisstjóri Latabæjar
á Íslandi.
Unnið að samningum
Drög að samstarfssamningum við
nokkur sérsambönd ÍSÍ liggja fyrir
og viðræður við önnur standa yfir.
Viðar áréttar að málið standi og falli
með íþróttahreyfingunni, því hún
þurfi að hafa efnið aðgengilegt og
megi ekki loka á það með einkarétt-
arsamningum við aðra. ?Á þessu
augnabliki höfum við sagt að við
séum ekki 100% að fara af stað held-
ur séu verulegar líkur á því,? segir
Viðar og bætir við að hlutirnir gerist
mjög hratt þegar þeir gerist. 
Viðar segir að þótt sambönd eins
og til dæmis Knattspyrnusambandið
séu með samninga um sjónvarps-
útsendingar frá leikjum í efstu deild
karla og kvenna komi það ekki í veg
fyrir útsendingar frá viðburðum í
neðri deildum og grasrótinni.
?Við getum boðið upp á hluti sem
í raun eru litlar eða engar líkur á að
verði í boði á öðrum ljósvakamiðl-
um,? segir Viðar.
Tæknibylting á nýliðnum árum
gerir hugmyndina mögulega, að
sögn Viðars. Hann bendir á að allur
útbúnaður sé margfalt ódýrari en
fyrir nokkrum árum og þekking og
tækni aðgengilegri. Áður hafi verið
talað um kostnað upp á tugi eða
hundruð milljóna en nú hlaupi
kostnaður á nokkrum milljónum eða
hundruðum þúsunda króna.
Auknir möguleikar
Málið á sér langan aðdraganda en
að sögn Viðars hefur það þróast
hratt í kjölfar kynningarfundar með
formönnum og framkvæmdastjórum
sérsambanda ÍSÍ fyrir nokkrum
vikum. Hann segir að langvarandi
óánægja mjög margra sérsambanda
innan ÍSÍ með þjónustu ljós-
vakamiðla hafi ýtt hugmyndinni af
stað. 
Hann áréttar að fyrst og fremst
sé horft til RÚV í þessu sambandi
því önnur rök gildi um einkarekna
fjölmiðla en ríkisrekna. Ljós-
vakamiðlar 365 selji áskriftir að
íþróttaefni og velji það efni sem þeir
telji að sé góð söluvara og íþrótta-
hreyfingin geti ekki gert lögmætar
kröfur um að ákveðnum íþróttum sé
sinnt. Öðru máli gegni um ríkisfjöl-
miðilinn. 
?Menn eru mjög ánægðir með
samstarfið við RÚV en vilja meira,?
segir Viðar. ?Með nýju stöðinni vilj-
um við svara þessari þörf og meðal
annars búa til farveg fyrir greinar
sem hafa ekki fengið tækifæri í ljós-
vakamiðlunum.?
Vilja stofna sér-
staka sjónvarps-
stöð fyrir íþróttir
 Útsendingar gætu hafist í mars eða
apríl á þessu ári  Sent út allan daginn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjónvarp Viðar Garðarsson hefur
lengi unnið við kvikmyndagerð.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52