Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Vor 3 21. apríl - 3.maí
Sardinía & Korsíka
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Glæsileg eyjaferð til Sardiníu og Korsíku, þar sem við
ferðumst um stórbrotna náttúru með mikilli gróðursæld
milli lítilla krúttlegra þorpa. Gullinn sandur, sægrænt
haf og ilmur frá Macchia gróðri rammar inn ótrúlega
upplifun um þessar fögru eyjar.
Verð: 298.100 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir
?Ástandið, sem við höfum séð á Ís-
landi er ekki eðlilegt. Alltaf þegar
ný tölvukerfi eru innleidd koma
upp einhverjir byrjunarörðug-
leikar en þó ekki af þeirri stærð-
argráðu, sem orðið hefur hjá
Strætó,? segir í svari Christian Er-
ikstrup hjá Trapeze sem á og rekur
hið nýja tölvukerfi hjá Ferðaþjón-
ustu fatlaðra. 
Í notkun í 100 borgum
Nýja kerfið, sem tekið var í notk-
un í janúar, hefur ekki reynst not-
endum ferðaþjónustunnar nægi-
lega vel. Erikstrup segir að
samskonar kerfi sé í notkun í yfir
100 borgum um allan heim. ?Sum
eru mun stærri í sniðum en það sem
Strætó er að nota og þau virka vel
alla daga.?
Hann segir að starfsmenn Strætó
hafi farið á námskeið í kerfinu eins
og venjan er hjá Trapeze þegar nýr
viðskiptavinur er kynntur til sög-
unnar. 
?Mikilvægast er að reyna ekki að
finna sökudólg heldur að aðstoða
fólkið sem þarf á kerfinu að halda á
Íslandi. Til að koma Strætó aftur á
sporið vinnum við náið með fyr-
irtækinu og neyðarstjórninni.?
Vandamálin af
óþekktri stærðar-
gráðu hjá Strætó
 Sölustjóri hins nýja kerfis Strætó
segir að það sé í notkun um allan heim
Morgunblaðið/Kristinn
Lærðir Starfsmenn Strætó fóru á
námskeið hjá Trapeze.
Skiptar skoðanir koma fram um það í umsögn-
um um tillögu til breytinga á rammaáætlun
hvort rétt sé af Alþingi að færa fleiri virkj-
anakosti en Hvammsvirkjun í Þjórsá úr bið-
flokki í nýtingarflokk. Orkustofnun og sveit-
arstjórn Bláskógabyggðar leggja áherslu á að
Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingu.
Meirihluti atvinnuveganefndar sendi út til
umsagnar þá breytingartillögu sína við þings-
ályktunartillögu umhverfisráðherra að ekki
einungis Hvammsvirkjun yrði færð úr bið-
flokki í nýtingarflokk heldur einnig tvær aðrar
virkjanir í neðrihluta Þjórsár auk Skrokköldu-
virkjunar og Hagavatnsvirkjunar. Minnihluti
nefndarinnar lagði fram frávísunartillögu og
fór hún einnig til umsagnar. Umsagnarfrestur
rann út í gær.
Náttúrufræðistofnun Íslands telur að ekki
hafi verið lagt fullnægjandi mat á verndar- og
orkunýtingargildi annarra virkjanakosta en
Hvammsvirkjunar og ekki lagt fullnægjandi
mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélags-
leg áhrif nýtingar þeirra, með tilliti til vernd-
unar. Stofnunin telur því að verkefnisstjórn
rammaáætlunar eigi eftir að fjalla um þessa
kosti. Orkustofnun telur hins vegar að tillögur
meirihluta atvinnuveganefndar séu í samræmi
við faglegar niðurstöður fyrri verkefnisstjórn-
arinnar, að teknu tilliti til þeirra umsagna sem
fram komu í umsagnarferlinu. 
Orkustofnun telur að engin veigamikil nei-
kvæð rök hafi komið fram um Hagavatnsvirkj-
un í umsagnarferli um þingsályktunartillögu
um núgildandi rammaáætlun. Telur hún það
geta orðið til góðs að færa virkjunina sem fyrst
úr biðflokki í nýtingarflokk. 
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur full-
trúa á Alþingi til að stíga upp úr pólitískum
skotgröfum hvað þennan virkjunarkost varðar
og setja hann í nýtingarflokk. ?Hér erum við að
tala um mikið hagsmunamál fyrir íbúa svæð-
isins hvað varðar lífsgæði og heilbrigði og einn-
ig miklar umbætur fyrir náttúru svæðisins sem
hefta mun landfok og gróðureyðingu.? 
helgi@mbl.is
Hagavatn fari í nýtingarflokk
 Skiptar skoðanir eru um ágæti tillögu um að flytja fleiri virkjanir úr biðflokki Náttúrufræðistofnun
leggst gegn því en Orkustofnun telur þær í samræmi við faglegar niðurstöður verkefnisstjórnar
Þjórsá Ein eða fimm virkjanir í nýtingu?
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir að samtökunum hafi ekki
verið kynnt þessi regla. ?Við höf-
um talað fyrir mikilvægi þess að
við skipulagningu borgarinnar sé
horft út frá langtímastefnu hvað
varðar ferðaþjónustuna. Við höf-
um ekki fengið málið til umsagnar,
en teljum eðlilegt að vera höfð
með í ráðum.?
Finnst þér að með þessu sé ver-
ið að setja vexti í ferðaþjónustunni
skorður? ?Við
erum þegar
með kvóta hvað
varðar fjölda
veitingastaða
við Laugaveg og
Skólavörðustíg.
Auðvitað þarf
að tryggja fjöl-
breytni. En það
er mikilvægt að það sé gert í sátt
og samlyndi bæði við atvinnulífið
og íbúa á viðkomandi svæðum.?
Langtímastefna mikilvæg
EÐLILEGT AÐ VERA HÖFÐ MEÐ Í RÁÐUM
Helga Árnadóttir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hámark hótel- og gistirýmis í Kvos-
inni má ekki vera meira en 23% af
fermetrafjölda húsanna á svæðinu.
Tillaga þessa efn-
is var samþykkt á
fundi umhverfis-
og skipulagsráðs
Reykjavíkur-
borgar fyrir
skömmu og henni
síðan vísað til
borgarráðs. Núna
er þetta hlutfall
15%. Þegar þau
hótel sem þegar
hafa verið leyfð
eru risin, munu að öllu óbreyttu ekki
rísa fleiri hótel á svæðinu, sem er
skilgreint frá Grjótaþorpi að Lækj-
argötu að Austurhöfn undanskilinni.
Formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs borgarinnar segir að farið sé að
gæta tiltekins óþols gegn hótelvæð-
ingu miðborgarinnar.
Víða 25-30% í miðborgum
?Fyrir skömmu létum við gera ná-
kvæma úttekt á því hversu stórt
hlutfall húsa í Kvosinni er nýtt undir
hótelstarfsemi. Það hefur verið í um-
ræðunni að öll Kvosin sé meira og
minna hótel. En ef allar hæðir
húsanna á svæðinu eru skoðaðar, þá
er hlutfall hótela 15%,? segir Hjálm-
ar Sveinsson, formaður umhverfis-
og skipulagsráðs borgarinnar. ?Við
létum líka skoða hversu mikið bætist
við þegar búið er að byggja þau hótel
sem heimildir hafa verið veittar fyrir
og þá hækkar hlutfallið í 23%.
Ákveðið var að láta þar við sitja.?
Með hótelum sem heimildir hafa
verið veittar fyrir á Hjálmar við
fyrirhugað hótel í Hafnarstræti og
á horni Lækjargötu og Vonar-
strætis, þar sem Íslandsbankahúsið
stendur nú, en hann segir að sam-
kvæmt átta ára gömlu deiliskipu-
lagi hafi borgin skuldbundið sig til
að samþykkja hótelstarfsemi á
þessum stað. Að auki nefnir Hjálm-
ar Landssímareitinn, þar sem
heimild er fyrir hótelbyggingu, en
hann segir eiganda reitsins ekki
hafa ákveðið það. 
Kapphlaup hótelkvótakónga?
Áðurnefnd tillaga var fyrst kynnt
á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
í nóvember í fyrra, hún var síðan
lögð fram á fundi ráðsins 28. janúar.
Í stuttu máli sagt felst hún í breyt-
ingum á skilmálum vegna gistiþjón-
ustu á deiliskipulagi Kvosarinnar.
Þverpólitísk samstaða var um til-
löguna, en fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins létu bóka að þeir settu fyr-
irvara um endanlega afstöðu þar til
borgarbúar og hagsmunaaðilar
hefðu fengið tillöguna til umfjöll-
unar.
?Við teljum að það eigi ekki að
byggja fleiri hótel í Kvosinni fyrir
utan þau sem þegar er búið að sam-
þykkja. Víða erlendis er miðað við
25-30% hlutfall í miðborgum, en nið-
urstaða okkar var að gefa ekki meira
svigrúm heldur staðnæmast við
þessi 23%.?
Hjálmar segir að rætt hafi verið
um hríð innan ráðsins hvort ráðlegt
væri að setja kvóta af þessu tagi.
?Sumir gagnrýna þetta og segja
þetta hvetja til einhvers konar kapp-
hlaups um síðustu fermetrana, að
það ýti undir einhverja hót-
elkvótakónga. En niðurstaðan varð
þessi.?
Morgunblaðið/Ómar
Horft yfir Kvosina Sett hafa verið takmörk á leyfilegt hlutfall hótel- og gistirýma á svæðinu. Hlutfallið verður hæst
23%, en víða erlendis er það 25-30%, að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs.
Hótelkvóti í Kvosinni
 Samþykktu að hótel verði að hámarki 23% af húsnæði
 Fleiri hótel munu ekki verða í Kvosinni að öllu óbreyttu 
Hjálmar 
Sveinsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52