Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Jón Þór Ólason,
lektor við laga-
deild Háskóla Ís-
lands, telur dóm-
inn hafa ótvírætt
fordæmisgildi.
?Það er mikil-
vægt að hafa í
huga að allir
dómar sem reyna
með einhverjum
hætti á umboðs-
svikaákvæðið kunna að vera mikil-
vægt fordæmi. Í umboðssvikaákvæð-
inu er að finna mjög sveigjanlega
verknaðarlýsingu sem nær betur en
önnur ákvæði hegningarlaga yfir
það oft flókna viðskiptaferli sem
liggur að baki efnahagsbrotum. Það
er merkilegt hvað sagt er um at-
hafnaskyldu stjórnenda bankans
með hliðsjón af til að mynda um-
boðssvikaákvæðinu. Sigurður Ein-
arsson er t.a.m. í raun dæmdur á
grundvelli athafnaleysis,? segir Jón
Þór.
Horft til fjártjónshættu
?Annað sem er merkilegt er grein-
ing á því hver er aðalmaður í broti og
hver er hlutdeildarmaður í broti. Síð-
an er beiting tilslökunarreglunnar,
þ.e. sú lögfræðilega aðferðafræði að
sakfella á grundvelli verulegrar fjár-
tjónshættu, ávallt athygliverð frá
refsiréttarlegu sjónarhorni. Það hafa
mjög fáir dómar gengið um mark-
aðsmisnotkun. Þar af leiðandi hlýtur
niðurstaða Hæstaréttar varðandi
túlkun á markaðsmisnotkunar-
ákvæðinu að vera fordæmisgefandi
að þessu leyti,? segir Jón Þór.
Ótvírætt
fordæmis-
gildi dóms
 Lektor bendir á
umboðssvikaákvæði
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði
við Háskólann í Reykjavík, telur að-
spurður að dómurinn í Kaupþings-
málinu hafi ótvírætt fordæmisgildi.
?Ég held að það sé enginn vafi á því.
Málið er gríðarlega vel unnið af hálfu
Hæstaréttar. Rétturinn hefur plægt í
gegnum frumgögn málsins og byggir
niðurstöðuna á mati á þeirri mynd
sem þar birtist. Hæstiréttur hefur
verkað þetta mál alveg ofan í kjölinn
og velt við hverjum steini. Ég tel ljóst
að við getum leyft okkur að draga þá
ályktun að málið muni að sjálfsögðu
hafa mikið vægi ef horft er til fram-
tíðar.? 
? Hvers vegna hefur málið mikið
fordæmisgildi?
?Í fyrsta lagi varðar þetta mjög
mikla hagsmuni og brotin teljast því
með samsvarandi hætti sérlega alvar-
leg. Í öðru lagi er dómurinn sérlega
vandaður og vel ígrundaður, svo sem
ég nefndi áðan. Í þriðja lagi má ekki
vanmeta þá staðreynd að hér hefur
þetta stóra mál verið leitt til efnislegr-
ar niðurstöðu. Ég vil skýra þetta síð-
asta atriði örlítið nánar. Dómsforsend-
urnar greina glögglega hvernig þess
hefur verið freistað af hálfu ákærðu að
leita allra ráða til að standa í vegi fyrir
því að leyst verði efnislega úr þeim
brotum sem þeim var gefið að sök að
hafa framið. Út frá sjónarhóli ákærðu
er það vissulega skiljanlegt og rétt-
arríkið þarf vissulega að gæta þess að
sakaðir menn fái haldið uppi réttmæt-
um vörnum,? segir Arnar Þór.
Standi undir meginverkefninu
Hann heldur áfram: ?Að þessu
sögðu skiptir ekki minna máli fyrir
hagsmuni réttarríkisins að réttar-
kerfið geti staðið undir því megin-
verkefni sem því er ætlað, þ.e. að
dómstólar leysi efnislega úr lagaleg-
um ágreiningi þannig að bundinn sé
endi á þrætuna. Ef dómstólar standa
ekki undir þessu hlutverki þá getur
það valdið margháttuðum skaða. Við
getum horft margar aldir aftur í tím-
ann þessu til stað-
festingar. Nefna
má Njálssögu til
dæmis. Megin-
gagnrýni höfund-
ar Njálu á lögin
og réttarkerfi
þess tíma er að
þau nái ekki utan
um stærstu mál
samtímans, sem
fyrir vikið koðna
niður í karp um tæknileg smáatriði.
Dómur Hæstaréttar [í fyrradag]
varðar með sanni eitt stærsta málið
sem komið hefur upp í kjölfar banka-
hrunsins. Það er því mjög mikilvægt
að fengist hafi efnisleg niðurstaða í
málið. Það skiptir máli fyrir réttar-
kerfið í heild. Þetta hefur verið þol-
raun fyrir íslenska réttarkerfið sem
ég tel að það hafi staðist. 
Að lokum vil ég bæta því við að ég
tel að Hæstiréttur Íslands hafi með
dómi sínum í gær lyft spegli að
ásjónu lögmannsstéttarinnar og ég
tel að lögmenn geti ekki vikið sér
undan því að horfa vel og lengi í þann
spegil í þeim tilgangi að svara því
gagnvart sjálfum sér og öðrum fyrir
hvað þeir standa og hvað hugtakið
,,góðir lögmannshættir? felur í reynd
í sér,? segir Arnar Þór.
Jókst eftir Baugsmálið
Hrafn Bragason, fyrrverandi
hæstaréttardómari, telur verjendur
sakborninga í hrunmálum hafa geng-
ið langt í málsvörn sinni. Sú fram-
ganga hafi færst í vöxt eftir að
Baugsmálið komst í hámæli.
?Mér finnst sem eftir hrun hafi
jafnvel bestu lögmenn, sem hafa alla
virðingu manns, gengið ansi langt í
sínum störfum fyrir menn sem hafa
verið hafðir fyrir sök í þessum hruns-
málum,? segir Hrafn.
Rifjaði Hrafn þá upp að þegar hann
var dómari í Hæstarétti hafi Haf-
skipsmálið verið í algleymingi. Þá hafi
borið á þeirri skoðun meðal lögmanna
að lögfræðingar í málinu hafi gengið
langt. Slík umræða hafi aftur komið
upp í tengslum við Baugsmálið.
?Eftir hrunið og upp úr þessu
Baugsmáli hefur þetta orðið algeng-
ara ? og ég byggi þetta á engu nema
tilfinningu ? að menn hafi gengið dá-
lítið langt í þessum stóru málum,?
segir Hrafn og nefnir tilraunir til að
fá málum frestað, ellegar málsástæð-
ur fyrir frávísunarkröfum.
Hann telur aðspurður að slík fram-
ganga lögmanna sé ekki til fram-
dráttar fyrir þjóðfélagið.
?Framganga af þessum toga er
ekki gagnleg í hinu stóra samhengi.
Ef lögmenn fara almennt að koma
fram eins og upplýsingafulltrúar ? og
þetta fer að verða föst rútína fyrir þá
sem er verið að verja ? að þá held ég
að gagnvart almenningi sé þetta of-
urlítið erfitt. Hverju á almenningur
sem er ekki inni í málum að trúa?
Margir gera engan mun á lögmönn-
um og dómurum. Maður sér líka á
skoðanakönnunum að tortryggni
gætir gagnvart dómstólunum, sem
ég held að sé engin ástæða til. Ég hef
aldrei séð það gerast fyrir félaga
mína [í dómarastétt] að þeir séu ekki
að leggja sig fram fyrir dómstólana
og komast að réttri niðurstöðu. Ég á
því bágt með að átta mig á þessum
viðhorfum og hvers vegna fólk virðist
ekki treysta dómstólum. Traustið á
þá virðist á niðurleið, samkvæmt
skoðanakönnunum,? segir Hrafn.
Megi aldrei villa fyrir um
Skúli Magnússon, héraðsdómari
og formaður Dómarafélags Íslands,
segir félagið og Lögmannafélag Ís-
lands hafa fjallað um ýmis atriði sem
lúta að störfum verjenda undanfarin
ár. ?Það hefur komið fram gagnrýni í
röðum lögmanna á málsmeðferð fyrir
dómstólum. Dómarar taka þessa
gagnrýni alvarlega.
Þótt skipuðum verjanda beri að
sjálfsögðu að gæta hagsmuna skjól-
stæðingsins til hins ýtrasta má það
aldrei verða til þess að lögmaður
taki þátt í að villa um fyrir dómstól-
um, eða að tefja fyrir greiðri máls-
meðferð. Það er ein af skyldum lög-
manna að stuðla að greiðri og góðri
málsmeðferð, meðal annars í saka-
málum. Það að tefja fyrir dómstól-
um við að leysa efnislega úr málum
samrýmist ekki góðum lögmanns-
háttum. Ég get ekki lagt mat á það
hvort um það var að ræða í þessu
máli [Kaupþingsmálinu]. En auðvit-
að lá fyrir í því máli að tveir lögmenn
voru sektaðir með vísan til þess að
þeir hefðu tafið fyrir meðferð máls-
ins,? segir Skúli.
Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
 Lektor í lögfræði við HR telur dóm Hæstaréttar í Kaupþingsmálinu kalla á sjálfskoðun lögmanna 
 Fyrrverandi hæstaréttardómari segir Baugsmálið hafa markað þáttaskil í framgöngu lögmanna
Mál rekin með mögulega sömu vísanir í lagaákvæði*
Markaðsmisnotkun (m) og umboðssvik (u)
* Lausleg samantekt, þarf ekki að vera tæmandi.
BK-44 mál (Glitnir)
Imon og Azalea (Landsb.)
Aurum-málið (Glitnir)
Mál IngunnarWernersdóttur (Milestone)
Kaupréttarsamningur Landsbanka Íslands
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings
Stím-málið (Glitnir)
Chesterfield-málKaupþings(svonefntCLN-mál)
Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans
(var klofið frá Imon og Azalea)
Spron/Exista-málið
Sakfelling
Sakfelling og sýknað að hluta
Sýknudómur í héraði
Sýknudómur í héraði
Sýknudómur í héraði
Verður flutt fyrir héraðsdómi í apríl
Í málsmeðferð í héraði
Í málsmeðferð í héraði
Sakfelling og sýknað að hluta
Í málsmeðferð í héraði
Í áfrýjun
Í áfrýjun
Í áfrýjun
Í áfrýjun
Í áfrýjun
Í áfrýjun
m & u
m & u
u
u
u
m & u
u
u
m & u
u
Arnar Þór 
Jónsson
Hrafn 
Bragason
Dómur í Al-Thani málinu
Jón Þór 
Ólason
12
TA
K
TI
K
/4
33
1/
fe
b
15
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
?Ég er mjög ánægð með dóminn og
er afar stolt yfir því hvað Ísland hef-
ur gert. Ísland er eina landið sem
hefur dregið ?bankstera? til ábyrgð-
ar og látið dæma þá,? sagði Eva Joly,
þingmaður á Evrópuþinginu og fv.
ráðgjafi sérstaks saksóknara, í síma-
viðtali frá París í gærkvöldi.
?Þetta er fordæmi fyrir aðrar
þjóðir og dæmi um það sem hvorki
Bandaríkjamenn né Bretar hafa
gert. Þeir hafa ekki farið inn í banka
og rannsakað þá. Í Bandaríkjunum
voru lagðar gríðarháar sektir á
banka en hins vegar látið ógert að
rannsaka hverjir bæru þar persónu-
lega ábyrgð,? segir Joly.
Líkindi með Barclays banka
?Al Thani-málið er dæmigert fyrir
framgöngu banka ? Það er athygl-
isvert að forystumenn Kaupþings
skyldu segja umheiminum að Al
Thani hefði áhuga á að kaupa hlut í
bankanum. Við vitum nú að það var
ekki satt,? segir Joly og rifjar upp
fléttuna í þessum viðskiptum.
?Ég hefði viljað sjá sambærilega
rannsókn á bresku bönkunum. Það
má til dæmis draga líkindi með þessu
máli og fram-
göngu Barclays-
banka.?
Spurð um það
sjónarmið sem
viðrað er í grein
hér fyrir ofan, að
reynt hafi verið
að hafa áhrif á
dómara í Al
Thani-málinu
segist Joly hafa varað við þessu í
sjónvarpsviðtali á Íslandi skömmu
eftir efnahagshrunið.
?Þessir menn eru mjög valdamikl-
ir og nota almannatengla til að hafa
áhrif á almenningsálitið. Það góða
við þróun mála á Íslandi er að dóms-
kerfið hefur getað fylgt málum til
enda. Það er mjög gott fyrir lýðræð-
ið á Íslandi.?
Spurð út í þau ummæli Ólafs Þór
Haukssonar, sérstaks saksóknara,
að fjárþörf hamli embættinu við
lokaúrvinnslu mála segir Joly að Ís-
lendingar hafi hafið rannsókn á erf-
iðum tímum sem var svo mikil að
umfangi að ekki séu dæmi um slíkt í
Frakklandi. ?Ef stjórnvöld skera á
framlögin, þrátt fyrir góðan árang-
ur, þýðir það að þau vilja taka sér
stöðu með bankamönnum. Ég hvet
stjórnvöld til að auka framlögin.? 
?Mjög gott fyrir
lýðræðið á Íslandi?
Eva Joly telur dóminn mikilvægan
Eva Joly
Skúli 
Magnússon

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52