Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
?Samkvæmt skýrslu ákærða Hreið-
ars (Más Sigurðssonar, innskot
Morgunblaðsins) fyrir héraðsdómi
höfðu stjórnendur Kaupþings banka
hf. allt frá árinu 2003 leitað eftir því
að fá erlenda hluthafa að bankanum
og þeim orðið nokkuð ágengt í því, en
2007 hafi sú viðleitni þeirra farið að
beinast að fjárfestum í Mið-Austur-
löndum,? segir meðal annars í dómi
Hæstaréttar í Al-Thani-málinu.
Í dóminum segir ennfremur: 
?Ákærði Ólafur (Ólafsson) lýsti því
í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi
á árinu 2005 kynnst MAT (Moham-
med Al Thani) og SAT (Sheikh Sult-
an Bin Jassim Al Thani, frænda og
ráðgjafa Al-Thani), sem báðir séu frá
Qatar, fyrir atbeina ensks lögmanns
þeirra að nafni SS. MAT hafi verið
bróðir emírsins af Qatar og um tíma
aðstoðarforsætisráðherra þess ríkis,
en stundað viðskipti frá árinu 2003
eða 2004. SAT hafi verið frændi
MAT, unnið fyrir hann og rekið
margvísleg viðskipti.
Ákærði Ólafur skýrði einnig frá því
fyrir héraðsdómi að SAT hafi komið
til Íslands með ákærða Sigurði
(Einarssyni) um mánaðamót júlí og
ágúst 2008 og hafi SAT í þeirri ferð
sótt kynningarfund um Kaupþingi
banka hf. með ákærða Hreiðari.
Ákærðu Ólafur og Sigurður hafi síð-
an verið við skotveiðar í Englandi 26.
og 27. ágúst 2008, meðal annars með
MAT og SAT, þar sem sá síðast-
nefndi hafi lýst hrifningu af bank-
anum og þeir frændur báðir lýst
trausti á ákærða Sigurði og öðrum
stjórnendum bankans.?
19. september 2008
Í dómi Hæstaréttar segir að í mál-
inu liggi fyrir yfir 60 tölvubréf og
endurrit af hljóðrituðum símtölum
19. september 2008 milli starfsmanna
Kaupþings banka hf. og Kaupthing
Bank Luxembourg S.A., sem bera
með sér hvernig vinnu vatt fram
þann dag við að opna reikninga hjá
bönkunum fyrir Choice Stay Ltd.,
Gerland Assets Ltd. og Serval Trad-
ing Group Corp. ásamt Brooks Trad-
ing Ltd. og skrá félögin að öðru leyti í
kerfum fyrrnefnda bankans, sem
virðast hafa tengst lánsviðskiptum.
?Áður en degi þessum lauk virðist
þeim viðfangsefnum hafa í mörgum
atriðum verið lokið vegna allra félag-
anna, en í því skyni höfðu meðal ann-
ars verið send milli starfsmanna
bankanna fjölmörg skjöl í tengslum
við áreiðanleikakönnun á félögunum
vegna reglna um varnir gegn pen-
ingaþvætti og umsóknir félaganna
um reikningsviðskipti,? segir í dóm-
inum.
?Við þurfum að greiða 
EUR 200m og USD 50m?
Þessum samskiptum er lýst í löngu
máli í dómi Hæstaréttar og verða hér
birt brot úr dóminum:
?Fljótlega eftir að símtali þessu
lauk sendi HBL (Halldór Bjarkar
Lúðvígsson, fyrrverandi viðskipta-
stjóri útlánasviðs Kaupþings) tölvu-
bréf til HSK (væntanlega átt við
Halldór Kristin Sveinsson, starfs-
mann fjarstýringar Kaupþings) og
ÓFG (Ólafs Frímanns Gunnarssonar,
forstöðumanns í fjárstýringu Kaup-
þings), sem báðir störfuðu á sviði
fjárstýringar við Kaupþing banka hf.
Bréfið var svohljóðandi: ?Við þurfum
að greiða EUR 200m og USD 50m
MM inn á reikninga í Lux á morgun.
Fáum reyndar á móti USD 50m frá
Lux. Meira um það á morgun.? HBL
sendi einnig tölvubréf til GÞG (Guð-
mundar Þórs Gunnarssonar, starfs-
manns útlánasviðs), þar sem sagði:
?Fór aðeins í gegnum þetta með
[SÖS] (Sölva Sölvasyni, lögfræðingi á
lögfræðisviði Kaupþings). Hann vill
fá EUR 200 milljónirnar inn á reikn-
ing í Lux. Við myndum greiða þá inn
á reikninga hér hjá SPV-um í eigu
sjeikhsins og ÓÓ (Ólafs Ólafssonar).
Þaðan þyrfti þetta að fara inn á reikn-
ing í Lux í eigu ?QO Invest? sem
verður Kýpurfélag þar sem þeir
myndu sitja þangað til ?Q Invest IS?
er búið að kaupa bréfin ? þá verða
peningarnir fluttir inn á reikning hjá
þeim.? Þessu svaraði GÞG nokkru
síðar á eftirfarandi hátt: ?OK, tha
verdur Lux ad borga nidur somu
upphaed I millifelagalan. Thetta a ad
vera funding neutral.? Í málinu ligg-
ur fyrir endurrit hljóðupptöku af sím-
tali, sem HBL og HSK áttu í beinu
framhaldi af fyrstnefnda tölvubréf-
inu, en í upphafi þess spurði HSK
hvað væri að gerast í Lúxemborg og
svaraði HBL því til að þrjú félög
þyrftu ?á þessum peningum að
halda?, þetta væru ?tvisvar sinnum
100 milljón evrur og einu sinni 50
milljón dollarar?, sem yrði gengið frá
sem peningamarkaðsútláni, væntan-
lega til fjögurra vikna. Sagði þá HSK
að ?við eigum ekki fyrir þessu? og
svaraði HBL því til varðandi
200.000.000 evrur að um tvö félög
væri að ræða ?sem munu eiga reikn-
inga hér? og yrði sú fjárhæð lögð inn
á þá, síðan millifærð inn á reikning fé-
lags hjá Kaupthing Bank Luxem-
bourg S.A. og kæmi svo féð þaðan
?aftur hingað til Íslands eftir helgi?.
HSK sagðist þá ekki hafa verið ?að
grínast með það, þetta kemst ekki út
? það er ekki til peningur fyrir
þessu?. Spurði þá HBL hvort ein-
hverju myndi breyta ef félagið, sem
ætti að taka við fénu, ætti reikning í
Kaupþingi banka hf. og svaraði HSK
að ?það myndi do the trick fyrir okk-
ur, sko. Að öðru leyti væri ekki hægt
að gera þetta nema við myndum
senda þetta út að morgni í evru til
Luxembourg og við myndum fá þetta
strax aftur til baka?. HBL spurði
hvort það myndi leysa málið að ?þetta
Kýpurfélag ? sem á að fá pen-
ingana? myndi stofna reikning í
bankanum og játti HSK því. Sagðist
þá HBL mundu ?skoða það með þeim
í Lúx ? af hverju þeir vildu endilega
fá þetta inn á reikning hjá þeim.? Að
loknu þessu símtali sendi HBL tölvu-
bréf til SÖS, þar sem hann spurði
hvort ekki væri unnt að stofna reikn-
ing handa ?þessu Kýpurfélagi ? hér
á Íslandi?, því ?fjárstýringin er í
vandræðum með að redda þessum
peningum til að millifæra til Lux.? Í
gögnum málsins liggur ekki fyrir
svar við þessu, en stuttu síðar áttu
HBL og HSK aftur símtal, þar sem
sá fyrrnefndi sagði að ?vandamálið?
fælist í því að ekki myndi takast
næsta dag ?að keyra þetta félag? í
gegnum áreiðanleikakönnun hjá
Kaupþingi banka hf. vegna reglna um
varnir gegn peningaþvætti, en ætl-
unin væri ?bara með handafli að
stofna einhverja reikninga þarna í
Lúx? án þess að slíkri könnun væri
lokið. Sagði HBL síðan að ef ekki
væri nokkur leið að útvega fé til að
senda til Kaupthing Bank Luxem-
bourg S.A. yrði að ?snúa upp á hönd-
ina? á þeim, sem stýri áreiðanleika-
könnunum, og ?koma þessum
reikningum bara í gegn hér á Ís-
landi?, sem HSK samsinnti. Bætti
HBL því við að þetta væri ?bara díll
sem var að koma í hús klukkan þrjú,
Hreiðar, þetta kemur frá Hreiðari
sko, þannig að, hérna, þess vegna er
verið að reyna að redda þessu svona á
síðustu stundu, sko.? Undir lok sam-
talsins sagði HBL að greiðsla á
50.000.000 bandaríkjadölum yrði að
fara til Kaupthing Bank Luxembourg
S.A. og yrði því fé eytt erlendis, en
féð í evrum kæmi aftur til baka það-
an.?
?Sjeikinn og ÓÓ?
Síðar segir dómi Hæstaréttar:
?Meðan á framangreindum verk-
um stóð sendi HBL meðal annars
tölvubréf snemma að morgni 19.
september 2008 til SÖS og GÞG, sem
tilgreint var að varðaði ?sjeikinn og
ÓÓ?, en þar var rætt um að til stæði
að greiða út þann dag peningamark-
aðslán ?án nokkurra ábyrgða/trygg-
inga.? Þessi lán yrðu væntanlega til
eins mánaðar og hefðu þeir því þann
tíma til að ganga frá endanlegum
lánssamningum. Sagði að Kaupthing
Singer & Friedlander Ltd. myndi
?sjá um sjeikinn? og yrði það lán
væntanlega með ábyrgð eða veði, en
?hjá ÓÓ? yrði tekið veð í nýju félagi
hans á Bresku Jómfrúareyjunum,
sem væri Gerland, og hlut þess í fé-
laginu Choice. Væri síðan spurning
?um hvernig samning ÓÓ gerir við
sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af
hagnaðinum af Kaupþingsbréfunum
sem þeir eru að kaupa. Spurning
hvort við getum ekki fengið eitthvert
hald í honum líka. Ég reikna ekki
með að það sé nokkuð annað sem ÓÓ
geti veðsett okkur sem stendur.?
GÞG svaraði þessu stuttu síðar með
tölvubréfi, þar sem aðeins sagði:
?Nei, ekkert til þess að veðsetja.?
Ekki verður ráðið af gögnum málsins
hvað búið hafi að baki þeim skilningi
HBL, sem fram kom í framangreindu
tölvubréfi, að greiða ætti út pen-
ingamarkaðslán til Gerland Assets
Ltd. og Serval Trading Group Corp.
þennan dag, en hvað sem því líður
verður séð að þegar leið á daginn hafi
skilningur hans verið orðinn annar,
enda greindi hann nokkrum starfs-
mönnum Kaupþings banka hf. frá því
í tölvubréfi um miðbik dagsins að til
stæði að greiða þetta út 22. sama
mánaðar.?
Að heilla sjeikinn
Þá segir í dómi Hæstaréttar:
?Ráðið verður af tölvubréfum, sem
fóru milli starfsmanna bankanna
tveggja 19. september 2008, og end-
urritum af hljóðrituðum símtölum
þeirra að einhverjir þeirra hafi staðið
í þeirri trú að til stæði að ákærðu
Hreiðar og Magnús myndu hitta
MAT næsta dag. Þannig sagði í tölvu-
bréfi, sem HBL sendi samstarfs-
manni við Kaupþing banka hf. þenn-
an dag, að ?Hreiðar er að fara að
hitta sheikinn á morgun og vildi hafa
öll skjöl sem hann þarf að skrifa und-
ir með sér. Ég þyrfti því að fá þetta á
næstu 10 mínútum.? Þá lét SÖS orð
falla í símtali við HBL um að ?Magn-
ús sé svona á góðri íslensku going
unglued ? það er bara bókstaflega
eins og framtíð Kaupþings sé að veði
hvort hann heillar sheikinn á morg-
un? og við samstarfsmann sinn við
Kaupthing Bank Luxembourg S.A.
sagði SÖS að það væri ?að minnsta
kosti ljóst að það er eitthvað ægilega
mikið undir því að allt sé klárt ? áð-
ur en menn hitta hans hátign?. Af
samskiptum, sem aðrir starfsmenn
bankanna áttu, verður þó einnig séð
að einhverjir þeirra hafi talið sig hafa
vitneskju um að ákærði Ólafur kæmi
hér við sögu, en í tölvubréfi, sem LS
(Lara Schweiger, lögmaður á lög-
fræðisviði Kaupþings í Lúxemborg)
sendi þennan dag til BK (Björns
Knútssonar, viðskiptastjóra í Lúx-
emborg), SÖS, EH (Eggerts J. Hilm-
arsson, framkvæmdastjóra lögfræði-
sviðs Kaupþings í Lúxemborg) og
ákærða Magnúsar bað hún þá um að
fara með sér yfir skjöl til að ganga úr
skugga um að ákærði Ólafur fengi
þau öll.?
?Við eigum ekki fyrir þessu?
 Yfir 60 tölvubréf og endurrit af hljóðrituðum símtölum 19. september 2008 milli starfsmanna
Kaupþings hér og í Lúxemborg  Forystumenn Kaupþings hittu Al-Thani við skotveiðar á Englandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfuðstöðvarnar Mikið gekk á 19. september 2008 þegar gengið var frá viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi.
Dómur í Al-Thani málinu
Elite ?skabúr
54 lítra
Verð að
eins
13.900
kr.
Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364
kíktu í heimsókn
Ljós og ljósastæði
Lok ? Dæla ? Hitari
TILBOÐ
Lifandi veslun
14

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52