Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 18
Afmælisþakkir Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir heimsóknir, kveðjur, skeyti, góðar óskir og gjafir í tilefni aldar- afmælis míns 5. febrúar síðastliðinn. Sérstaklega vil ég þakka börnum og barna- börnum okkar Kristínar og frændliði fyrir þá fyrirhöfn sem þau höfðu af afmælinu. Guð veri með ykkur um alla framtíð. Lárus Sigfússon og Kristín Gísladóttir . 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Vestfirðingar, sem búa á Suður- landi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febr- úar í Félagsheimilinu Stað á Eyr- arbakka kl. 15. Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnu- kökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja að- fluttir Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vestan kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunn- lendingum og öðrum hér um slóðir, segir í tilkynningu. Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, með málverkasýningu. Vestfirska forlagið mun gleðja tuttugu þátttakendur í sólarkaffinu með bókaverðlaunum í tilefni af ný- legu afmæli. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið upp á sólar- kaffi á Eyrarbakka Í dag, laugardaginn 14. febrúar, halda Toyota Kauptúni og Arctic Trucks árlega jeppasýningu sína saman í sjötta sinn. Sýningin er einn af hápunktum ársins hjá jeppaáhugamönnum og hefur alltaf verið mjög vel sótt enda margt áhugavert að sjá, segir í til- kynningu. Á fimmta þúsund gestir komu á sýninguna í fyrra og er reiknað með að minnsta kosti sama fjölda í ár. Sýningin er öllum opin. Ljósmynd/Toyota Árleg jeppasýning í Kauptúni í dag Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á minkaskinnum hefur hækkað fyrstu dagana á uppboði danska upp- boðshússins Kopenhagen Fur og öll framboðin skinn hafa selst. „Það er mjög jákvætt að svona vel skuli ganga að selja eftir dýfuna sem við fengum í fyrra og sýnir hvað mark- aðurinn er öflugur,“ segir Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi og ráðu- nautur hjá Rml. Áætlað er að nálægt 40 þúsund ís- lensk skinn hafi verið send út á upp- boðið sem er eitt það stærsta hjá danska uppboðshúsinu, og því sé 20- 25% íslensku framleiðslunnar boðin upp þessa dagana. Fleiri skinn verði á uppboðunum í apríl og júní og þá skýrist betur hvernig íslensku skinn- in koma út í gæðum og verði, miðað við framleiðslu nágrannalandanna. Góð sala í Kína Uppboðið hófst á mánudag og lýk- ur í dag. Miðað við árangurinn fyrstu dagana telur Einar að menn geti ver- ið ánægðir. Getur hann sér þess til að hækkunin verði nálægt 10% þó að hún sé misjöfn á milli tegunda. Þá megi ætla að styrking bandaríkja- dollars valdi hluta hækkunarinnar eða um 4%. Kínaverslunin leiðir verðþróun á minkaskinnauppboðinu, eins og oft- ast áður. Góð sala er talin stafa af því að veturinn hefur verið kaldur í Kína. Einnig hefur lága verðið á upp- boðunum í fyrra skilað sér í verð- lækkun í verslunum í haust og vetur. „Sú lyfting sem varð í verðinu í janúar og aftur núna gerir það að verkum að búin geta rekið sig á verð- inu sem nú er. Þau ráku sig ekki í fyrra, við vorum undir mörkunum, en það var allt í lagi því við vorum búnir að fá nokkur mjög góð ár og getum ekki kvartað,“ segir Einar loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Búin geta rekið sig eftir hækkun skinnaverðs Valdimar Bergstað á Hugleik frá Galtanesi og Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum háðu einvígi í fjórgangskeppni KS-deildarinnar í hestaíþróttum sem fram fór í Svað- astaðahöllinni á Sauðárkróki á mið- vikudagskvöld. Var þetta fyrsta keppni mótaraðarinnar í ár. Keppnin var svo jöfn að áhorf- endur vissu ekki hver hafði unnið, fyrr en úrslitin voru kynnt. Kom í ljós að Valdimar og Hugleikur höfðu sigrað með einkunnina 7,87. Lilja og Mói sem unnu sig upp úr B-úrslitum og sóttu sig stöðugt urðu í öðru sæti með 7,70. Keppnin um þriðja sætið var einnig æsispennandi. Hanna Rún Ingibergsdóttir og Nótt frá Sörla- tungu sigruðu á hlutkesti Bjarna Jónsson og Roða frá Garði. Valdimar Bergstað sigurvegari á Hugleik Sigur Valdimar Bergstað og Hugleikur frá Galtanesi. BÆJARLÍF Hvammstangi Karl Ásgeir Sigurgeirsson Mikið hefur mætt á Björgunar- sveitinni Húnum á Hvammstanga nú á liðnum vikum. Gunnar Örn Jak- obsson, formaður sveitarinnar, segir útköll í des. og til miðs febrúar vera orðin 24, flest tengd óveðri og ófærð. Mest var við óveður, sem skall á á Holtavörðuheiði um miðjan dag 25. janúar, en þá teppstust um 500 manns í Hrútafirði á suðurleið. Sækja þurfti fólk í um 40 bíla á heið- ina og flytja í Staðarskála. Sunnan heiðar var einnig fjöldi fólks veður- teppt. Þegar ljóst varð það kvöld, að ekki væri hægt að koma umferð á, var opnuð fjöldahjálparstöð í Reykjaskóla, þar gistu um 230 manns um nóttina. Fengu allir góða aðhlynningu og fólk komst leiðar sinnar tímanlega daginn eftir. Var þá Bs. Húnar búnir að vinna um nóttina við að sækja yfirgefna bíla á heiðina. Gott samstarf er meðal nærliggjandi björgunarsveita, sagði Gunnar Örn, og sannarlega reyndi á það í þetta sinn.    Ungur Hvammstangabúi, Ingvar Óli Sigurðsson, þá 12 ára gamall, sýndi rétt viðbrögð við áfalli á heim- ili hans í júlí 2014. Móðir hans, Hrefna Samuelsdóttir, fékk heila- blóðfall og missti meðvitund. Hann hringdi í 112 og tilkynnti atburðinn. Var síðan í sambandi við neyðarlín- una þar til hjálpin barst, ásamt því að annast tveggja ára bróður sinn, sem var á heimilinu. Sýndi Ingvar Óli einstakt æðruleysi við þessar að- stæður, og snarræði hans hefur ef- laust stuðlað að því, að móðir hans hefur nú náð heilsu að mestu. Hann var valinn til viðurkenningar RKÍ, einn fjögurra Íslendinga á árinu 2014, og afhent heiðursskjal á 112- deginum. Björgunarsveitir, brunalið og önnur hjálparsamtök í Húnaþingi vestra sýndu þá tækjakost sinn og óku þann dag um götur Hvamms- tanga, með tilheyrandi ljósablikki og sírenum.    Á þessu ári verður Hvamms- tangadeild RKÍ 40 ára. Að sögn Kristínar Ólafsdóttur, stjórnar- manns, verður í tilefni tímamótanna boðið upp á skyndihjálparnámskeið til nemenda í 9. og 10. bekk Grunn- skóla Hvammstanga. Er fólk hér meðvitað um gildi slíkrar fræðslu til ungmenna, eftir atburði s.l. árs.    Á þessum dögum fréttist að riða hefði greinst í sauðfé á Neðra- Vatnshorni í Línakradal. Það eru al- varlegar fréttir í svo öflugu sauðfjár- héraði sem Húnaþing vestra er. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um aðgerðir, en venja er að nið- urskurður fylgi slíkri greiningu.    Það vekur athygli hve húnvetnsk- ir sauðfjárbændur hafa náð langt í ræktun síns fjár. Af tuttugu afurða- hæstu búum landsins eru fimm bændur í Húnaþingi vestra. Er þá miðað við þá sem teljast með fjár- stofn yfir 100 vetrarfóðraðar ær. Í hönd fara spennandi tímar hjá sauð- fjárbændum, þar sem mjög margir kaupa fagaðila til að telja fóstur í ám sínum. Þykir nú sjálfsagt, að með- altal fóstra sé um tvö lömb á kind og gott þar yfir.    Mannlíf í héraðinu er allgott, mikið búið að blóta þorra. Nú er að mestu lokið smíði glæsilegs veitinga- staðar við höfnina; hefur hann hlotið nafnið Sjávarborg. Opnun er á næstu vikum og verður staðurinn rekinn af Sveitasetrinu á Gauks- mýri. Annríki hjá björgunarsveitinni Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Einstakt ærðuleysi Ingvar Óli Sigurðsson heiðraður af Rauða krossi Ís- lands. Til vinstri Aníta Þorsteinsdóttir og Kristín Ólafsdóttir stjórnarmenn. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Þriggja sæta sófi. L160 cm. Verð169.900kr. Nú127.425kr. Polo-sófi 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM* SÓFUM 14. OG 15. FEBRÚAR SPARAÐU 42.475 Polo-sófi Til í fleiri litum 127.425 *Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.