Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
í Háholt 13-15
Mosfellsbæ eða
Háaleitisbraut 58-60
Reykjavík.
Opið í dag frá 8.00-16.00
www.mosfellsbakari.is
sími 566 6145
MOSFELLSBAKARÍ
Vertu
velkomin
til okkar
Rjómabolla fyrir ástina þína?
Áþessum tímapunkti er ég að skrifa Tungutak. Er ekki eitt-hvað bogið við þessa málsgrein? Væri ekki eðlilegra að notaatviksorðið núna í staðinn fyrir þennan tímapunkt? Það værilíka hægt að sleppa atviksorðinu núna án þess að merkingin
riðlaðist. Ég ætla samt að láta málsgreinina flakka. Greinin fjallar
nefnilega um þennan tímapunkt sem veður alls staðar uppi og er oftast
punktur á skökkum stað.
Kannski er ekkert bogið við að tjá sig með þessum hætti við og við,
en þegar menn geta ekki hætt neinu nema á vissum tímapunkti og ekki
heldur tekist á við neitt nema þessi sami punktur komi við sögu finnst
mér heldur mikið af því góða. Nú rétt áðan heyrði ég í ágætum borg-
arfulltrúa sem sagði að á
einhverjum tímapunkti
þyrfti að taka ákvörðun um
tilhögun ferðaþjónustu fatl-
aðs fólks. Af hverju í ósköp-
unum sagði hann ekki bara
fljótlega eða bráðum?
Kannski honum hafi fundist
tímapunkturinn ljá máli sínu mikilfengleik eða festu.
Já, tímapunkturinn kemur víða við en sennilega er hann bein þýðing
á danska orðinu tidspunkt. Það er langt síðan ég hætti að amast við
dönskuslettum eins og okkur var kennt í grunn- og framhaldsskólum.
Almennt finnst mér þær sjarmerandi og gefa málinu dálítinn lit frá lið-
inni öld. En sé tímapunkturinn gömul og gegn dönskusletta hefur
hann verið teygður og togaður í allar áttir og langt frá uppruna sínum.
Fólk sem hefur dönsku að móðurmáli segir mér að orðtakið paa dette
tidspunkt sé notað um einstök atvik, sem áttu eða eiga sér stað í
ákveðnu samhengi, svona eins og þegar við segjum: um þetta leyti eða
um þessar mundir. Í meðförum margra hefur þetta góða danska orð
þróast í leiðinlega tuggu sem hver étur upp eftir öðrum án þess að
hugsa sig um og treður inn í fráleitustu aðstæður.
Á netinu fann ég urmul af dæmum um fáránlega notkun tíma-
punktsins. Í fyrirsögn að frétt þar sagði til að mynda: ? Þessi tíma-
punktur markar tímamót í lífi mínu. Hefði ekki verið eðlilegra að nota
bara orðið tímamót og segja að þarna hefðu orðið mikil tímamót í líf-
inu? Í frétt um handbolta sá ég að þarna væri góður tímapunktur til að
mæta Þjóðverjum og glaðbeittur náungi talaði um þarna hefði orðið
magnaðasti tímapunktur lífs síns. Þá fann ég auglýsingu þar sem sagði
að nú væri rétti tímapunkturinn til að skella sér til London. Mest
undrandi varð ég þó þegar ég sá haft eftir ágætri stjórnmálakonu að á
vissum tímapunkti yrðu allir karlmenn möguleg ógn. Ég þakkaði mín-
um sæla fyrir að hafa aldrei hitt karlmann á slíkum tímapunkti.
Stund
St
a
ðu
r
Punktur á 
skökkum stað
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinuhefur við og við komið til umræðu síðustu 60-70ár eða eftir að nágrannasveitarfélög Reykjavík-ur fóru að byggjast upp að ráði. Á sjötta áratug
síðustu aldar kom sameining Reykjavíkur og Kópavogs til
umræðu. Þá voru sjálfstæðismenn því andvígir og töldu
slíkar hugmyndir aðferð til að kippa fótunum undan
meirihluta þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur.
Nú er sá meirihluti ekki lengur til staðar og raunar lík-
legra en hitt að sameining sveitarfélaga á þessu svæði
mundi verða til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn í sameig-
inlegri höfuðborgarsvæðisstjórn, þannig að þær pólitísku
ástæður ættu ekki að leiða til andstöðu úr þeirri átt.
Hér er haft orð á þessu vegna ummæla sem höfð voru
eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, á fréttavefnum
Vísi en hann sagði:
?Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og held að
Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt
svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði og eitt at-
vinnusvæði. Okkur finnst skipta mjög miklu máli að
hugsa það sem heild, skipuleggja það sem heild og þróa
það sem heild.?
Allt er þetta rétt hjá borgarstjóra og full ástæða til að
hann fylgi þessum hugleiðingum eftir í samtölum við
ráðamenn í nágrannasveitarfélög-
unum.
Rökin fyrir sameiningu sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu blasa við.
Þetta er samvaxin byggð og algerlega
ástæðulaust að hafa yfir þeirri byggð
sexfalda pólitíska yfirstjórn og sex-
fallt embættismannakerfi. Það mundi verða verulegur
sparnaður af því að einfalda þetta stjórnkerfi auk þeirra
röksemda sem borgarstjóri nefnir að hugsa skipulag þess
sem eina heild og raunar margt fleira.
Þau rök sem sett hafa verið fram gegn sameiningu eru
fyrst og fremst tilbúin rök, sem pólitísku kerfin í öllum
flokkum í öllum sveitarfélögunum hafa búið til með aðstoð
embættismannakerfa. Andstaðan við sameiningu virðist
vera hjá þeim sem telja sig missa eitthvað af því sem þeir
hafa. Og að einhverju leyti mundi það gerast vegna þess
að veruleg fækkun yrði t.d. í fjölda sveitarstjórnarmanna
og einhver fækkun í röðum starfsmanna sveitarfélaga.
Röksemdir sem settar eru fram á þessum forsendum geta
hins vegar ekki talist gildar röksemdir. Heildarhags-
munir hljóta að ráða ferð og þeir blasa við og hafa raunar
lengi gert.
Það getur hins vegar ekki verið mál sveitarstjórnar-
manna að segja af eða á í þessum efnum. Það hljóta íbúar
þessara sveitarfélaga að taka ákvarðanir um sjálfir í al-
mennri atkvæðagreiðslu, í hverju sveitarfélagi fyrir sig.
En þar sem borgarstjóri hefur vakið máls á sameiningu
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er æskilegt að hann
láti ekki þar við sitja heldur setji fram frekari útfærðar
hugmyndir um málið og taki upp viðræður um þær við
stjórnendur nágrannasveitarfélaganna. 
Reki hann sig á veggi þar er auðvitað sá kostur fyrir
hann að efna til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa í
Reykjavík um þeirra afstöðu til málsins. Í kjölfar slíkrar
atkvæðagreiðslu í höfuðborginni mundu koma upp áleitn-
ar spurningar í nágrannasveitarfélögum um hvers vegna
íbúar í þeim fái ekki tækifæri til að lýsa sínum hug til sam-
einingar.
Endurskipulagning af þessu tagi á yfirstjórn sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu væri jafnframt kjörið tæki-
færi til þess að stíga stórt skref í átt til beins lýðræðis í
stjórnun sveitarfélaga. 
Reglulega koma upp deilumál í sveitarfélögum, sem
varða skipulagsmál, vegalagningu, staðsetningu mann-
virkja o.s.frv. Mörg þessara mála eru þeirrar gerðar að
raunverulega hentar betur að ákvarðanir séu teknar um
þau í íbúakosningum heldur en í fámennum sveitar-
stjórnum. Hagsmunaaðilar eiga auðveldara með að hafa
áhrif á einstaka sveitarstjórnarmenn en mikinn fjölda
íbúa.
Lýðræðisbylting af þessu tagi í
starfi sveitarstjórna mundi, ef vel til
tækist, áreiðanlega verða upphafið að
því að farið yrði að huga í alvöru að
breytingum á stjórnskipan íslenzka
lýðveldisins, sem byggðist á grund-
vallarreglum beins lýðræðis.
Ýmislegt bendir til að sú breyting sé að verða mjög
brýn.
Stundum mætti ætla að hér hafi ekkert hrun orðið. Aft-
ur er farið að ræða sölu á eignarhlut ríkisins í öllum bönk-
um. Er ekki fullt tilefni til að fenginni reynslu að ræða það
hvort nokkurt vit sé í endurskipulagningu bankakerfisins
án þess að einn bankanna verði áfram í ríkiseigu?
Hugmyndir eru settar fram um sölu Landsvirkjunar.
Vill þjóðin einkavæða Landsvirkjun? Slík einkavæðing
mundi bjóða upp á að erlendir aðilar gætu keypt upp
orkukerfi landsmanna. Vill þjóðin að Gazprom eignist
Landsvirkjun, svo dæmi sé nefnt? 
Er fráleitt að halda því fram, að sameiginlegur meiri-
hlutavilji hjá þjóðinni sé líklegri til að komast að réttri
niðurstöðu um framtíð bæði bankakerfis og orkukerfisins
en meirihlutar sem verða til með tilviljanakenndum hætti
á Alþingi?
Þótt margir taki í orði undir beint lýðræði í hópi stjórn-
málamanna er ekki víst að hugur fylgi máli í öllum til-
vikum. Þess vegna er brýnt að þjóðin fái tækifæri til að
taka sjálf ákvarðanir í þeim efnum.
Framundan eru grundvallarákvarðanir sem æskilegt
er að þjóðin sjálf taki en ekki kjörnir fulltrúar hennar.
Með því að hleypa sameiningu sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu af stað á þessum forsendum og með þess-
um hætti gæti borgarstjórinn í Reykjavík markað spor í
söguna.
Sameining sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu er tímabær
Kjörið tækifæri til að
koma á beinu lýðræði í
stjórn sveitarfélaga
Af innlendum
vettvangi ?
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Sunnudaginn 17. apríl 1921 varhúsfyllir í Nýja bíói í Reykjavík.
Guðmundur Friðjónsson skáld á
Sandi flutti þá erindi um bolsévisma,
eins og sósíalismi var þá oft nefndur,
því að bolsévíkar undir forystu Vlad-
ímírs Leníns höfðu hrifsað til sín
völd í Rússlandi 1917. Erindi Guð-
mundar birtist í greinasafninu Upp-
sprettulindum 1921 og er hið mergj-
aðasta. Var skáldið mjög andvígt
sósíalisma. Eftir að Guðmundur
hafði flutt erindi sitt ruddist sósíal-
istinn Ólafur Friðriksson ritstjóri
óboðinn upp á svið og andmælti hon-
um. Gerðu fundarmenn hróp að
Ólafi. Á meðal þeirra voru tvær ung-
ar stúlkur, Svanhildur Þorsteins-
dóttir og Ásfríður Ásgrímsdóttir.
Svanhildur var dóttir Þorsteins
Erlingssonar skálds, sem látist hafði
langt fyrir aldur fram 1914. Sonur
hennar, dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur, hefur vakið athygli
mína á dagbókarbroti eftir Svanhildi
frá 18. apríl 1921: ?Halló, ég er orðin
stjórnmálakona, Í morgun fékk ég
bréf. Fyrst var skrifuð upp heil röð
af kvæðum eftir pabba. Síðan stend-
ur: ?Getur það verið að dóttir Þor-
steins Erlingssonar, eina bylting-
armannsins í skáldskap, sé á móti
þeim mönnum sem einir hafa hug og
kjark til að uppfylla hugsjónir
hans?? Þessu varð ég reglulega reið,
því pabbi var hægri manna sósíalisti
en var dáinn þegar Bolshevisminn
varð til. Hann vildi fá allt með
framþróun, en ekki blóði og mann-
drápum.?
Ungur piltur, Stefán Pjetursson,
sem aðhylltist þá kommúnisma, en
hvarf síðar frá honum, mun hafa
skrifað bréfið til Svanhildar. En at-
hyglisvert er, að þessi fimmtán ára
stúlka skyldi geta gert sama grein-
armun og heimspekingarnir John
Stuart Mill og Robert Nozick á sjálf-
völdum og valdboðnum sósíalisma.
Mill taldi líklegt, að sósíalisminn
myndi sigra, en þá vegna þess, að
fyrirtækjum í eigu launþega myndi
vegna betur en fyrirtækjum kapítal-
ista. Og Nozick sagðist ekki vera á
móti sósíalisma, ef menn völdu hann
fyrir sjálfa sig og ekki aðra, og vísaði
á samyrkjubúin í Ísrael: Þeir, sem
vildu verða sósíalistar, fluttust þang-
að, en neyddu aðra ekki þangað með
sér. Þessi var stjórnmálaskoðun
Þorsteins Erlingssonar, ef marka
má dóttur hans.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þorsteinn Erlingsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52