Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Á krá einni í Buckingham-skíri í
Englandi á dögum seinni heims-
syrjaldarinnar gengur ungur og
reffilegur maður sem nefndur er
Hugh Alexander yfir gólfið og býð-
ur fallegri konu á besta aldri uppá
einn drykk. Þau taka tal saman en
við það fær samstarfsmaður Alex-
anders, Alan Turing, stórkostlega
hugljómun og tekst nánast á
sprettinum yfir í kofa bresku leyni-
þjónustunnar nr. 8 að ráða tákn
dulmálsvélar Þjóðverja, Enigma.
Þetta er vendipunktur kvikmynd-
arinnar The Imitation Game sem
fjallar um afrek og dapurleg örlög
Alans Turing sem einnig hefur ver-
ið nefndur upphafsmaður tölv-
unnar. Í myndinni er Conel Hugh
O?Donel Alexander kynntur til sög-
unnar sem tvöfaldur breskur
meistari í skák, sem er söguleg
ónákvæmni því að seinna skiptið
sem hann vann titilinn var árið
1956. Þó að Alexander hafi bæði í
myndinni ? og í reynd ? verið lyk-
ilmaður og yfirmaður í vinnuhópn-
um sem réð dulmálslykilinn þykir
ýmsum sem hlutur hans hafi ekki
verið metinn að verðleikum. Í
grein The Telegraph kemur fram
að Alan Turing kallaði hann ?næst-
um því jafningja sinn? en starfs-
degi sínum lauk hann hjá bresku
leyniþjónustunni MI16 árið 1971.
Ekki er vitað hvort Alexander kom
til Íslands til að fylgjast með Fisc-
her og Spasskí að tafli en hann
skrifaði ágæta bók um einvígið.
Hann tefldi á sjö Ólympíumótum
fyrir Stóra-Bretland en fyrsta
skráða viðureign hans við íslensk-
an skákmann er frá Ólympíu-
mótinu í Folkstone í Englandi árið
1933 og andstæðingur hans var
Þráinn Sigurðsson. Hann tefldi
þrjár skákir við Friðrik Ólafsson á
sjötta áratugnum. 
Á millistríðsárunum tók Alex-
ander þátt í hinu merka móti í
Nottingham 1936 þar sem skáke-
líta heimsins var saman komin með
Capablanca, Aljekín, Lasker,
Euwe og Botvinnik fremsta í
flokki. Það er dálítið snúið að lesa
skákstíl hans en mér sýnist Alex-
ander hafa nálgast skáklistina sem
einhverskonar ráðgátu og ekki haft
mikið fyrir því að læra byrjanir og
var það ekki óalgeng nálgun á þeim
tíma. Styrkur hans jókst þó hröð-
um skrefum en breska leyniþjón-
ustan MI16 taldi þekkingu hans
svo mikilvæga að hann fékk aldrei
að tefla austan járntjalds. 
Hann komst í námunda við
?Rússana? í útvarpseinvígi sem
Sovétríkin og Stóra-Bretland háðu
á 10 borðum á ?góðviðrisdögum?
þjóðanna árið 1946. Bretarnir und-
irbjuggu sig vel fyrir keppnina.
Auk Alexanders tefldu tveir sem
starfað höfðu fyrir leyniþjónustuna
á stríðsárunum, Harry Golombek
og Stuart Milner Barry. Mikhail
Botvinnik var talinn sterkasti
skákmaður heims en hann tapaði
seinni skákinni við Alexander: 
Útvarpseinvígi 1946; 1. borð: 
C.H.?O.D. Alexander ? Mikhael
Botvinnik 
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Re7 7. Dg4
cxd4 8. Dxg7 Hg8 9. Dxh7 Da5?
10. Hb1! Dxc3 11. Bd2 Dc7 12. f4
Rbc6 13. Rf3 Bd7 14. Rg5 Hxg5
15. fxg5 O-O-O 16. Dxf7 Dxe5 17.
Kd1 Rf5 18. g6 Re3 19. Kc1 De4
20. Bd3 Dxg2 21. He1 Re5 22. Df4
Rf3
23. He2! Dh3 24. Bxe3 e5 25.
Df7 dxe3 26. g7 Dg4 27. h3 Dg1
28. Kb2 Dg3 29. Bg6! Rd4 30.
g8=D Hxg8 31. Dxg8 Kc7 32. Dh7
Kd6 33. Bd3 e4 34. Dh6 Kc7 35.
Hxe3 De5 36. Ka2 Rf5 37. Dg5 Be6
38. Be2 d4 39. Heb3 b5 40. Dd2 d3
41. Bg4
- og Botvinnik gafst upp. 
C.H.?O.D Alexander
og The Imitation Game 
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Alexander að tafli.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is ? fyrir dýrin þín
- góð næring fyrir dýrin þín -
Ekkert hveiti, soja eða maís
Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni
Enginn sykur eða mjólkurafurðir
2.054.
- kr.
Verð fr
á
REGAL hunda- og kattafóður
Málþingið Nordisk
Ungdoms Forum er
hluti af samstarfs-
verkefni Norrænu
upplýsingaskrifstof-
anna í Vasa og Jy-
väskylä í Finnlandi, í
Gautaborg í Svíþjóð
og á Akureyri. Einnig
er samstarf við Ung-
mennaráð Norður-
landaráðs, Norræna
félagið í Svíþjóð, skrifstofu Norð-
urlandaráðs og upplýsingadeild
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Verkefnið hófst hjá okkur síðsta
haust með vinnusmiðjum ung-
menna frá löndunum þremur í
tengslum við þing Norðurlandaráðs
í Stokkhólmi dagana 27.-30. októ-
ber 2014. Markmið okkar voru
meðal annars að öðlast skilning á:
a) hvað það er að vera ungur og
virkur þátttakandi í samfélagi á
Norðurlöndum í dag, b) hvernig á
að koma málefnum sínum áfram og
c) hvað norrænt samstarf færir
annars vegar ungu fólki og hins
vegar samfélaginu í heild sinni.
Við tókum þátt í opnun þings
Norðurlandaráðs sem áheyrnarfull-
trúar sem og í móttöku hjá sendi-
ráði Íslands, heimsóttum Frys-
huset, Kulturhuset LAVA og
fengum að fræðast um aðferðina
Speak Truth to Power. En vinnu-
stofur og umræðuhópar okkar voru
meginmarkmið ferðarinnar. Við
skiptum okkur í hópa eftir þem-
unum fjórum: Tungumál og sjálfs-
mynd, velferð á Norðurlöndum,
umhverfi og neysla og framtíð í
samstarfi Norðurlanda. Vinnustof-
unum var stjórnað af meðlimum
Norðurlandaráðs æskunnar. Um-
fjöllunarefnin voru í raun mjög ólík
en tengdust öll norrænu samstarfi
og norrænni sjálfsmynd okkar.
Hvað merkir hugtakið norræn vel-
ferð? Hvert er mikilvægi þess að
skilja hvert annað á Norð-
urlöndum? Hvernig getum við haft
áhrif á líkamlegt og andlegt óheil-
brigði, brottfall úr skólum,
ungmennaábyrgð og atvinnuleysi
ungs fólks? Hvernig getum við náð
jafnvægi á sviðum neyslu og sjálf-
bærrar þróunar, jafnvel stefnt að
plastpokalausri Akureyri fyrir árið
2030?
Það má segja að allir þátttak-
endur vinnustofanna hafi komið úr
ólíkum áttum og höfðum við því oft
mjög ólíkar skoðanir. Nemendur í
stjórnmálafræði, tilvonandi her-
menn og íþróttamenn sem dæmi ?
öll áttum við það sameiginlegt að
hafa áhuga á norrænu
samstarfi. Með því að
skiptast á hugmyndum
og mismunandi
reynslu milli landanna
komu fram heldur bet-
ur fjölbreytt viðhorf.
Miklar umræður urðu
um atvinnuleysi ung-
menna sem dæmi. Ís-
lendingum fannst til-
tölulega auðvelt að fá
atvinnu í sínum
heimabæ, en aftur á
móti sögðust Svíarnir
varla geta fengið vinnu án þess að
hafa tengsl inn í fyrirtækið, fæst
höfðu þau verið í sumarvinnu. Þá
sögðust Svíarnir fá styrk til náms
og Finnarnir töldu sig hafa besta
menntakerfið innan Norðurlanda.
Að lokum kynntum við niðurstöður
vinnustofanna fyrir þingmönnum
hvers lands fyrir sig, svo hægt
væri að fá athugasemdir og miða
að breytingum til hins betra.
Í ferðinni tókum við upp mynd-
bönd sem munu verða klippt saman
í stuttmyndina Skrifað í skýin.
Myndin mun verða frumsýnd á
degi Norðurlandanna 23. mars og í
framhaldi af því stefnum við á að
sýna hana í æskulýðsstarfi, skólum
og á öðrum vettvangi til að opna
augu almennings fyrir þeim tæki-
færum sem liggja í samstarfi Norð-
urlandanna.
Næstkomandi mánudag, 16. febr-
úar, ætlum við að halda sambæri-
legan norrænan ungmennavettvang
í Hofi og bjóðum alla áhugasama
velkomna! Meðal fyrirlesara eru
Höskuldur Þórhallsson, forseti
Norðurlandaráðs og formaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs,
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður,
Rannveig Magnúsdóttir, verkefn-
isstjóri vistheimtarverkefnisins
Landverndar, Hulda Hólmkels-
dóttir, Norðurlandaráði æskunnar,
og Logi Már Einarsson, formaður
stjórnar Akureyrarstofu. Að því
loknu ætlum að ræða þemun fjögur
með tilliti til þeirrar niðurstöðu
sem við fengum og fá að heyra ný
sjónarmið um norrænt samstarf.
Nordisk Ungdoms
Forum í Hofi 16. feb.
Eftir Ölmu 
Stefánsdóttur
» Það má segja að allir
þátttakendur vinnu-
stofanna hafi komið úr
ólíkum áttum og höfðum
við því oft mjög ólíkar
skoðanir. 
Alma Stefánsdóttir
Þátttakandi í verkefninu Nordisk
ungdomsforum og áhugamanneskja
um norrænt samstarf.
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfs-
stræti 19, Reykjavík. Í dag, laugardag: Biblíu-
fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðu-
maður: Eric Guðmundsson. Skemmtilegt
barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á
ensku.
AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum |
Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Í dag, laugar-
dag: Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá
Reykjavíkursöfnuði.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs-
vallagötu 14, Gamli Lundur. Í dag, laugardag:
Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12.
Barnastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum |
Blikabraut 2, Keflavík. Í dag, laugardag: Biblíu-
fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðu-
maður er Kristján Ari Sigurðsson.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi
67, Selfossi. Í dag, laugardag: Biblíufræðsla
kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Stef-
án Rafn Stefánsson. Barna- og unglingastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði |
Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Í dag, laugardag:
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jens Dani-
elsen. Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmtilegt
barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á
ensku. Súpa og brauð eftir samkomu.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta í Ak-
ureyrarkirkju kl. 11. Prestur er sr. Sunna Dóra
Möller. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Hjalti Jóns-
son.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14 í Núpalind 1, Kópavogi. Biblíufræðsla,
söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Tónlistarguðsþjónusta
kl. 11, sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Anna Sigríður Helgadóttir syngur við
undirleik Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnudaga-
skólinn er á sama tíma í safnaðarheimili kirkj-
unnar í umsjá Bryndísar Evu og Þorkels.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra
Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guð-
fræðingi, sem annast samverustund sunnu-
dagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Org-
anisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir
messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Bolludagshátíð. Kötturinn sleginn úr kass-
anum og síðan verða bollur með rjóma og sultu
á boðstólum. Gospelguðsþjónusta kl. 20. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar
V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Meðhjálpari er
Siguður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jóns-
son.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni
hafa Fjóla og Jón Örn. 
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðs-
þjónusta kl. 11. Séra Gunnar Kristjánsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Karlakór
Kjalnesinga leiða söng, organisti Páll Helga-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11 í umsjá Steinunnar Leifsdóttur og Stein-
unnar Þorbergsdóttur. Messa kl. 11. Dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson hérðasprestur þjónar. Fé-
lagar úr kór Breiðholtskirkju leiða söng,
organisti er Örn Magnússon. Kaffi í safn-
aðarheimili á eftir. 
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Bibl-
íusaga, hress sunnudagaskólalög og fallegar
bænir. Allir krakkar fá límmiða á sunnudaga-
skólaveggspjaldið sitt. Bára og Daníel leiða
messuna. Jónas Þórir leikur undir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir
altari og prédikar. Jónas Þórir leikur á orgelið
og stjórnar félögum úr Kór Bústaðakirkju.
Messuþjónar lesa bænir og ritningarlestra.
Molasopi eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa í Digraneskirkju
kl. 11. Prestur séra Magnús Björn Björnsson.
Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Félagar
úr Kammerkór Digraneskirkju sjá um söng.
Sunnudagaskóli á neðri hæð. Súpa og sam-
vera í safnaðarsal eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, Hjálmar Jóns-
son þjónar. Katla Kristjánsdóttir les bæn. Ritn-
ingarlestrana lesa Geir R. Tómasson og Anna
Ýr Böðvarsdóttir. Dómkórinn, organisti Kári
Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu, messukaffi.
Æðruleysismessa er kl. 20. Á miðvikudags-
kvöld frá 18.2 til 25.3. verður námskeið, Sam-
tal um trú, kl. 18-21 í umsjón Karls Sig-
urbjörnssonar biskups og sr. Sveins
Valgeirssonar. Ekkert námskeiðsgjald en boðið
er upp á létta máltíð við vægu verði. Skráning í
síma 520-9700 eða domkirkjan@domkirkj-
an.is.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur Svavar Stefánsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Sönghópurinn Boudoir syngur undir
stjórn Julians Hewlett organista. Á sama tíma
er sunnudagaskólinn í umsjón Péturs og
Hreins. Kaffisopi eftir stundina. 
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
Kvöldvaka kl. 20. Gestur Pálmason markþjálfi
kemur í heimsókn. Kór og hljómsveit kirkjunnar
leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. 
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11.
Góð fræðsla, mikill söngur, brúðuleikrit og
fleira. Hressing í lok stundar. Kl. 13.30 verður
samkoma með lofgjörð og prédikun orðsins.
Ágætis aðstaða fyrir börn en ekki gæsla. Kaffi
og samvera í lok stundar. 
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs-
Orð dagsins: 
Skírn Krists. (Matt. 3)

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52