Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
? Jónas ÞráinnSigurðsson,
garðyrkjubóndi í
Hveragerði, fædd-
ist á Kornsá í
Vatnsdal 16. des-
ember 1922. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ási í
Hveragerði 3. febr-
úar 2015. 
Foreldrar Þráins
voru Sigurlaug
Björnsdóttir frá Kornsá og Sig-
urður Baldvinsson úr Bárð-
ardal. Þau áttu auk Þráins son-
inn Björn Sigfús, hann var
tveimur árum eldri og dó fyrir
nokkrum árum. Kona Þráins
var Ragnhildur Jónsdóttir frá
Djúpavogi, f. 5. maí 1925, þau
skildu. Börn þeirra eru Sigurð-
ur, f. 20. mars 1948, og Arn-
fríður, f. 17. maí 1958. Kona
urlaug gerðist þá húsmæðra-
skólakennari á Blönduósi.
Vegna föðurmissisins ólst Þrá-
inn að hluta upp hjá Guðrúnu
móðursystur sinni á Siglufirði
og manni hennar Þormóði
Eyólfssyni.
Um tvítugt fór Þráinn í Garð-
yrkjuskólann á Reykjum og eft-
ir nám þar sigldi hann til Am-
eríku, það var í seinni heims-
styrjöldinni. Í Ameríku
stundaði hann framhaldsnám í
garðyrkju og þegar hann kom
heim settist hann að í Hvera-
gerði, var fyrst meðeigandi
garðyrkjustöðvarinnar Fagra-
hvamms hf., og í framhaldinu
rak hann garðyrkjustöðvar með
bróður sínum við Þelamörk og
Heiðmörk og síðar komu börn
hans að rekstrinum. Dvöl hans í
Hveragerði stóð í 70 ár, síðustu
árin bjó hann að Lækjarbrún 4.
Þráinn átti mörg áhugamál,
hann var góður málari og tré-
skurðarmaður, veiðimaður og
afbragðs golfleikari.
Útför Þráins fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 14.
febrúar 2015, kl. 14.
Sigurðar er Mar-
grét Magnúsdóttir,
f. 21. apríl 1948.
Börn þeirra eru
Ragnhildur, maki
Gísli Örn Matthías-
son, Þráinn, maki
Æsa Gísladóttir og
Matthea, maki
Gunnar Gunn-
arsson. Maður Arn-
fríðar var Guðni
Tómasson, f. 12.
janúar 1953, þau skildu. Börn
þeirra eru Jónas, maki Elísa
Ólafsdóttir, Hlín, maki Michael
Hassing og Helgi, maki Helga
Guðmundsdóttir. Seinni maður
Arnfríðar er Ragnar
Sigurbjörnsson, f. 9. september
1951. Barnabarnabörn Þráins
eru nú 14 talsins.
Sigurður Baldvinsson, faðir
Þráins, lést árið 1926. Sig-
Elsku pabbi minn. Ég man
þegar þú hljópst á eftir Stebba
Erlends á sokkaleistunum eftir
einhver strákapör, öskuvondur,
en varst síðan farinn að hlæja að
öllu saman. Ég man eftir ferð
með þér upp í dal þar sem við
Kolla og Björk vorum með vind-
sængur að leika okkur í ánni
ískaldri. Ég man þegar þú fékkst
svo mikið hláturskast í Þjóðleik-
húsinu að hljómsveitarstjórinn
sneri sér við með sprotann á lofti
til að sjá hverjum væri svona
skemmt. Ég man þegar þú
kenndir mér að synda í litlu laug-
inni heima. Ég man hvað þú
sýndir heimalærdómi okkar Erlu
í teikningu mikinn áhuga. Ég
man eftir óveðursnóttum þar
sem þú gast ekki sofið og hafðir
áhyggjur af garðyrkjustöðinni
þinni með allri lífsafkomunni. Ég
man ? eftir þér inni í gróður-
húsunum fullum af yndislegum
blómum. Ég man hvað þú unnir
golfíþróttinni mikið og dreifst
þig strax að loknu dagsverki í
garðyrkjustöðinni í golffötin og
af stað með Sigga bróður austur
í Öndverðarnes eða á Selfoss til
að spila. Ég man eftir mörgum
stundum þar sem ég sat fyrir á
meðan þú teiknaðir mig, lista-
maðurinn sjálfur, eða við renni-
bekkinn að renna listmuni. Ég
man ? hversu stoltur þú varst af
hópnum þínum og fékkst aldrei
nóg af að spyrja frétta af öllum.
Ég man hvað lífið varð þér erfitt
eftir blóðtappa og fleiri áföll og
allar tómstundir teknar frá þér
sem þér þóttu svo skemmtilegar.
Ég man dugnaðinn og hörkuna
að komast á fætur aftur, aldrei
að gefast upp.
Núna er baráttan á enda. Með
eigin dugnaði og hjálp frá góðu
fólki gastu búið heima nánast til
enda, en síðustu þrjá mánuðina
varstu á Kumbaravogi og Hjúkr-
unarheimilinu Ási þar sem var
hugsað einstaklega vel um þig. 
Þegar eitthvað var óvíst eða
þú áttir erfitt með að orða hugs-
anir þínar sagðir þú oft: ?Jæja,
við látum þetta líða um dal og
hól.? Pabbi minn, ég þakka þér
fyrir okkar góðu samverustundir
í gegn um lífið og hvort einhverj-
ir endurfundir verði síðar meir
?þá látum við það líða um dal og
hól?.
Þín
Arnfríður.
Elsku Þráinn tengdapabbi.
Við fráfall þitt rifjast margt upp.
Kærar þakkir fyrir áratuga
kynni, sem geyma minningar um
samverustundir í blíðu og stríðu.
Kynni okkar hófust þegar ég
kom í fyrstu heimsókn á Reykja-
mörk með Sigga, sjálfstraustið í
lágmarki, feimin og kvíðin fyrir
þessari frumsýningu. Ragnhild-
ur konan þín tók á móti mér með
kærleika og velvild, sömuleiðis
táningurinn ykkar hún Addý. Þú
komst þér beint að efninu eftir
að hafa heilsað okkur og spurðir:
Hvað eigið þið sameiginlegt? Ég
varð orðlaus en hugsaði mitt.
Já, þú komst þér formálalaust
að efninu. Hreinskilni þín var
stundum stuðandi, jafnvel sær-
andi, en alltaf svo sönn og fékk
mann til að hugsa sig um. Það
fann ég þegar ég vandist henni
betur með árunum. Þessi eigin-
leiki gengur í erfðir, líka óþol-
inmæðin og svarti húmorinn,
allavega á mínu heimili.
Væntumþykja og sterk fjöl-
skyldubönd koma upp í hugann
þegar ég hugsa um þig. Sam-
band okkar Sigga þróaðist og
frumburðurinn gerði þig að afa.
Siggi var þá úti í Noregi við nám
og væntanlegur heim daginn fyr-
ir fimmtugsafmælið þitt. Þann
dag stóð mikið til. Afmælisveisla,
skírn og brúðkaup. Við Siggi vor-
um ?stikkfrí?. Ég var upptekin af
móðurhlutverkinu og flugi hans
seinkaði verulega. Tilvonandi
tengdamömmur voru órólegar
með brúðkaupið. Þá sagðir þú
ákveðinn yfir hópinn: ?Ef Siggi
kemst ekki heim í tæka tíð, þá
fer ég með Möggu upp að alt-
arinu.? Mikið þótti mér vænt um
þessi orð þín. Veislan varð mikil
gleðisamkoma.
Það var gott að fá ykkur
Ragnhildi þína í heimsókn til
Noregs. Oft fórstu út með mál-
aradótið þitt í morgunsárið og
gerðir skissur hér og þar úr um-
hverfinu. Þú varst fjölhæfur
listamaður. Burum-bókin sem þú
málaðir þar er hreinasta snilld
og okkur afar kær gjöf.
Ég stikla á stóru í þessu bréfi
og finn strax að ég sakna þess að
koma aldrei oftar í kaffispjall til
þín í Lækjarbrúnina. ?Svona er
lífið? var eitt af orðatiltækjum
okkar í milli. Það náði yfir svo
margt. 
Það eru 17 ár síðan þú fékkst
heilablóðfall og lamaðist öðrum
megin, heyrnin skertist og þú
misstir málið að hluta. Ýmiss
konar aðstoð og hjálpartæki
komu þá á heimili þitt. Ótrúleg-
ustu hluti gerðir þú samt hjálp-
arlaust. Að gefast upp og verða
öðrum háður kom aldrei til
greina. Ég dáist að þér fyrir að
vera svona sjálfstæður, dugleg-
ur, viljasterkur, skýr í hugsun og
minnugur fram yfir 92 ára aldur.
Talaðir ekki illa um nokkurn
mann, en þú varst heldur ekki
allra. Við í fjölskyldunni þinni
fundum vel hve illa þér leið í
samskiptum, þegar fólk skildi
þig ekki. Að geta og gera hlutina
sjálfur var þér svo mikilvægt.
Við spjölluðum oft um heima og
geima, nýja og gamla tíma, lif-
andi og látna og lífið og til-
veruna. Orðatiltæki sem þú not-
aðir oft var að ?láta það líða um
dal og hól? ef til umfjöllunar voru
mál sem við gátum ekki haft
áhrif á né vildum mynda okkur
skoðun á. Þú hafðir gömul og góð
gildi í heiðri. Við stórfjölskyldan
þín verðum dugleg að miðla
minningu þinni til afkomendanna
og hugsa vel hvert um annað.
Hvíl í friði. Kærleiksknús.
Margrét Magnúsdóttir.
Afi er dáinn eftir langt og gott
líf. Minningarnar eru baðaðar
hlýju og birtu. Þær fyrstu frá því
að fjögurra ára, elsta og þá eina
barnabarnið, var sent með flug-
vél frá Noregi til að vera hjá
ömmu og afa í Hveragerði. Sitj-
andi uppi á eldhúsbekk að baka
kökur með ömmu og horfa á afa
mála myndir eða renna úr tré.
Leika í stóra garðinum þar sem
blóm og tré báru garðyrkju-
manninum vitni. Finn enn bragð-
ið af tómötunum og gúrkunum í
litla gróðurhúsinu og sé rifs- og
sólberjarunnana svigna undan
berjum. Ótal minningar úr garð-
yrkjustöðinni þar sem fjölskyld-
an hjálpaðist að við að breiða yfir
jólastjörnur (sem afi var sá fyrsti
til að flytja til Íslands), sem áttu
að vera með a.m.k. fimm stjörn-
ur, stórar og fallegar, annars
voru það ekki jólastjörnur, eða
umpotta hortensíum. Grápödd-
urnar sem skutust undan pott-
unum á St. Pálíunum í gróður-
húsi nr. 3 voru vinir afa og þ.a.l.
vinir okkar allra. Það var margt
spjallað við kringlótta eldhús-
borðið á Reykjamörk 7. Afi
kenndi okkur m.a. að þvo daginn
framan úr okkur á kvöldin og
nóttina að morgni og að raða
jólasveinunum (sem hann hafði
skorið út og málað) eftir röð á
hilluna undir speglinum. Við
sáum afa nánast daglega synda
og spila golf við hvert tækifæri.
Á haustin dinglaði jólamaturinn
á snúrustaurnum eftir vel heppn-
aða veiðiferð. Ég sé hann fyrir
mér ungan rauðbirkinn dreng á
Kornsá í Vatnsdal og svo seinna
sem ungan mann að heimsækja
mömmu sína í kvennaskólann á
Blönduósi. Hann kynntist ömmu
Ragnhildi þar. Hann var líka
mikið á Siglufirði hjá móðursyst-
ur sinni og hennar manni og átti
margar góðar minningar þaðan.
Svo sigldi hann til garðyrkju-
náms til Ameríku í miðju stríði.
Þegar hann kom heim á mótor-
hjóli og brunaði á Þingvelli að
heimsækja ömmu sem þá var að
vinna þar hefur hann örugglega
verið ómótstæðilegur. Þau fóru
að búa í Hveragerði sem þá var
að byggjast upp og pabbi fæddist
í Skrattabæli við Fagrahvamm
stuttu síðar. 10 árum síðar kom
afi í dyragættina á Reykjamörk
15 og kallaði til strákahópsins
sem spilaði fótbolta fyrir utan
grunnskólann að nú væri fædd
dóttir. Pabba þótti í fyrstu lítið
til koma úr því að þetta var
stelpa og hélt áfram að spila fót-
bolta. Bæði börnin hans afa og
fjölskyldur þeirra bjuggu nálægt
honum og það var alltaf mikill
samgangur. Nú síðustu árin eftir
að heilsan var farin að gefa sig
var samt alltaf gaman að heim-
sækja afa. Hann fylgdist vel með
fjölskyldunni, þjóðmálum og
kvartaði aldrei. Það var stutt í
brosið og hann var lifandi sönn-
un þess hve mikill kraftur býr í
viljastyrknum. Það þarf að horfa
á það sem maður getur og
byggja á því, ekki einblína á það
sem ekki er mögulegt. Sem
dæmi má nefna að eftir að hann
hætti að geta lesið bækur hlust-
aði hann á hljóðbækur og með
reglulegum líkamsæfingum hélt
hann krafti þrátt fyrir heilablóð-
fall, sykursýki og fleira. Það var
oft eins og ekkert biti á hann. Ég
vil þakka öllum þeim sem önn-
uðust afa og hugsuðu eins vel um
hann og hægt var.
Með þökk fyrir liðnar sam-
verustundir.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Elsku sterki, spaugsami og
reffilegi afi minn. Það væri eig-
ingirni að óska þess að hafa þig
hjá okkur lengur enda áttirðu
langa ævi og varst saddur líf-
daga. En það verður skrítið fyrir
okkur hin að halda áfram lífsins
göngu án þín. 
Það þarf heilt þorp til að ala
upp barn og ég naut þeirra for-
réttinda að fá að alast upp í ná-
vígi við ykkur ömmu á Reykja-
mörkinni. Hvort sem það var
aðfangadagur, laxaveislurnar
þar sem við börnin fengum að
borða á sundlaugarbakkanum,
skóskápurinn hennar ömmu sem
var álíka spennandi og dyrnar að
Narníu eða rifsberjarunnarnir.
Sem unglingi fannst mér illa á
mér brotið að vera ekki í ung-
lingavinnunni eins og félagarnir,
heldur þurfa að standa sveitt á
sumrin að umpotta blómum með
afa mínum í garðyrkjustöð fjöl-
skyldunnar. Sem fullorðnum ein-
staklingi hefur mér lærst að
þessi sumur þroskuðu mig og
lögðu grunn að góðu sambandi
við þig sem hélst út ævina. Að
þínu frumkvæði drukkum við
fimm glös af volgu vatni á dag.
Þú varst samviskusamur tíma-
vörður og hóaðir í mig þegar tími
var kominn á næsta vatnsglas.
Við fylltum þá moldug plastglös
og brátt myndaðist keppni um
það hvort okkar yrði fljótara að
skella þessu í sig. Hádegishléin
voru mikilvægur þáttur í lífi
þreytts unglings. Þá röltum við
pabbi með þér á Reykjamörkina
og fengum okkur bláberjaskyr
og hræring. Svo spjölluðum við
og ef það var eitthvað sem þurfti
að muna, skelltir þú saltstaukn-
um ofan á piparstaukinn. Það var
svo annað mál hvort þú myndir
hvað það var sem átti að muna
þegar til kom. Eftir matinn lögð-
umst við hvert í sinn sófa og
steinsváfum yfir hádegisfréttun-
um. 
Hörkutól varstu, afi, og ein-
beitingin kom skýrt fram eftir
áfallið þar sem þú, lamaður og
sykursjúkur, bjargaðir þér nægi-
lega vel til þess að geta búið
einn. Þó má okkur öllum vera
ljóst að án hjálpar fjölskyldunn-
ar hefði sá tími orðið mun styttri.
Oft sástu bruna um götur Hvera-
gerðis á rafmagnsbílnum með
Ray Ban-sólgleraugun og ein-
hver okkar ættingjanna hlaup-
andi með lafandi tunguna á eftir.
Brosið byrjaði oftast í augunum
og það var stutt í grínið. Þú
komst með þann skemmtilega sið
í fjölskylduna að hoppa inn í nýja
árið á gamlárskvöld og óska þér.
Þetta er ómissandi partur af há-
tíðarhöldunum og allt fram á síð-
ustu ár klöngraðist þú upp á mis-
fellu til þess að geta hoppað með
okkur. Hreinskilnin var annáluð
innan fjölskyldunnar og þú áttir
það til að segja skoðanir þínar
óumbeðinn. Það kom fyrir að ég
velti fyrir mér hvort ég ætti að
móðgast en það var gulltryggt að
ef mann vantaði álit á framúr-
stefnulegri klippingu eða nýtil-
komnum aukakílóum, þá svarað-
ir þú sannleikanum samkvæmt. 
Já, afi, ég sakna þín en ég er
líka þakklát. Þakklát fyrir að
Siggi hafi fengið að kynnast
langafa sínum og umgangast
hann. Fyrir einlæga spjallið okk-
ar þegar síga var farið á seinni-
hlutann hjá þér. Fyrir fallegu
munina sem þú skapaðir. Fyrir
breyskleika okkar beggja og
húmorinn sem við sáum í því.
Fyrir að nú getur þú hlaupið um
himininn, fengið þér rautt opal
og fylgst með okkur afkomend-
unum halda áfram að skrifa sög-
una.
Matthea Sigurðardóttir.
Elsku afi. Ég er þakklátur
fyrir árin 37 sem við fengum
saman en þau hefðu svo gjarnan
mátt verða fleiri. 
Þrátt fyrir að þú hafir nú
kvatt í síðasta sinn og kaffiboll-
arnir verði ekki fleiri í bili er
okkar samskiptum hvergi nærri
lokið. Þó að nú sé boðleiðin
kannski eitthvað lengri en sem
nemur breiddinni á kringlótta
eldhúsborðinu þínu veit ég að ég
get enn leitað til þín. Þó svo að
ég geti ekki munað eftir því þeg-
ar þú hélst mér undir skírn og
eignaðist lítinn nafna er ég viss
um að grunnurinn að okkar góðu
samskiptum og vináttu var þá
þegar orðinn traustur. 
Ég naut þeirra forréttinda að
vera í daglegum samskiptum við
þig og ömmu þegar ég var að
alast upp og minningarnar frá
Reykjamörkinni og garðyrkju-
stöðinni eru margar og góðar.
Morgunleikfimin í útvarpinu með
Halldóru Björnsdóttur, grápödd-
ur, rifsber, gúrkur og blóm. Ef
mér varð á að geispa í vinnunni
átti ég á hættu að fá moldugan
putta upp í mig og bros frá þér
að launum. Þú skammaðist ekki í
okkur krökkunum, heldur notað-
ir heimatilbúna frasa eins og
?innipinni rúllupylsa? í staðinn. 
Þó svo að orðin listamaður,
fuglavinur, golfari, garðyrkju-
maður, lífskúnstner og gleðigjafi
eigi öll við þegar þín er minnst
þá er það orðatiltækið ?maður er
manns gaman? sem mér finnst
lýsa þér einna best. Þú varst
ekki allra, en þú varst minn.
Elsku nafni, þó að samskipti
okkar verði héðan í frá með
breyttu sniði verður þú áfram
með mér í leik og starfi. Ég
hugsa til þín með bros á vör.
Hvíl í friði, gamli minn.
Þráinn Sigurðsson junior.
Látinn er frændi minn, Þráinn
Sigurðsson. Hann var svo stór
hluti af lífi mínu og fjölskyldu
minnar að ekkert kemur í stað-
inn. Sama mátti reyndar segja
um Björn bróður hans, sem lést
fyrir fáum árum.
Þeir bræður misstu föður sinn
á barnsaldri og ól móðir þeirra,
móðursystir mín, Sigurlaug, önn
fyrir þeim. Sigurlaug var lærð
matreiðslukona, eftirsótt og
lengi kennari við húsmæðraskól-
ann á Blönduósi. Þráinn var
lengi á heimili Guðrúnar móður-
systur okkar á Siglufirði við gott
atlæti. 
Þráinn lauk prófi frá garð-
yrkjuskólanum á Reykjum í Ölf-
usi og eftir það þriggja ára námi
frá garðyrkjuskóla New York-
ríkis. Heimkominn gerðist hann
garðyrkjubóndi í Hveragerði og
varð það hans ævistarf.
Ég man vel hve hávaxinn og
glæsilegur mér þótti Þráinn ný-
kominn heim en alltaf hlýr og
glaður í viðmóti. 
Þeir bræður, Þráinn og Björn,
voru báðir garðyrkjubændur í
Hveragerði í áratugi og var sam-
gangur fjölskyldna okkar mikill.
Best er að lýsa samneyti mínu
við þá með því að allar mínar
fjölmörgu endurminningar eru
bjartar og aldrei bar skugga á.
Þráinn veiktist fyrir næstum
20 árum og var lengst af bundinn
hjólastól og var þá úti um tóm-
stundagaman hans, sem var að-
allega golf og frístundamálun, en
það lék í höndum hans eins og
flest annað. Aldrei heyrði ég
hann kvarta og bar hann mótlæt-
ið með karlmennsku eins og hon-
um var líkt.
Fjölskylda mín og ég söknum
hans og sendum fjölskyldu hans
hjartans kveðjur.
Árni Jónsson.
Dánarfregn hefur borist frá
Íslandi um að skólafélagi minn
og vinur um áratuga skeið, Þrá-
inn Sigurðsson garðyrkjubóndi,
sé látinn. Leiðir okkar lágu sam-
an er við stunduðum nám við
Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj-
um í Ölfusi, í öðrum árgangi
skólans, 1941-1943, en skólinn
hóf starfsemi sína 1939. Á Reykj-
um tengdumst við vináttubönd-
um sem héldust æ síðan, þó að
langt væri á milli vina eftir að ég
hvarf aftur til heimalands míns
Danmerkur eftir um 12 ára dvöl
á Íslandi. Á Íslandi starfaði ég
við Garðyrkjuskólann og Þráinn
settist að í Hveragerði, eignaðist
þar fjölskyldu og stofnaði þar
sína eigin garðyrkjustöð. Báðir
höfðum við brugðið okkur til
Bandaríkjanna að stríðinu loknu
og dvalið í eitt ár til að víkka
sjóndeildarhringinn og afla okk-
ur frekari menntunar og starfs-
reynslu í garðyrkju.
Heim úr þeirri för kom Þráinn
með glæsilega svarta Buick-
drossíu sem við ókum á meðal
annnars norður á Siglufjörð í
heimsókn til fósturforeldra hans
þar. Það var völlur á okkur ungu
mönnunum þá.
Ég kom til Íslands í aprílbyrj-
un 1939, sautján ára gamall, og
var viðstaddur þegar Garðyrkju-
skólinn var vígður sumardaginn
fyrsta. Það var vor í lofti og
menn fundu að nýr kafli var að
hefjast í ræktunarsögu landsins.
En svo skellur síðari heimsstyrj-
öldin á, einangrun landsins fylgdi
í kjölfarið svo erfitt var með alla
aðdrætti, fjárveitingar voru af
skornum skammti og treysta
varð sem mest á sjálfsaflafé.
Unnsteinn Ólafsson, skóla-
stjóri og samstarfsmenn hans,
fengu það erfiða verkefni að
koma upp garðyrkjuskóla með
sem minnstum tilkostnaði og það
tókst.
Hér er þetta rakið því við
unga fólkið skynjuðum að við
vorum þátttakendur í að leggja
grunninn að nýrri atvinnugrein á
Íslandi, garðyrkjunni, sem
nokkrir framsýnir menn höfðu
trú á að ætti mikla framtíð fyrir
sér.
Mjög góð tengsl, samhugur og
vinátta tókst á milli skólastjóra-
hjónanna, kennara og nemenda.
Samgangur var mikill og oft var
glatt á hjalla. Við Þráinn rifjuð-
um gjarnan upp þessa gömlu
góðu daga er við hittumst. Því
miður var það of sjaldan, en við
skrifuðumst á öll árin og nú síð-
ast jólabréf um síðustu jól.
Kveðjur og fréttir bárust líka
með vinum og vandamönnum.
Við vildum vita hvor af öðrum.
Ég veit að síðustu árin voru
Þráni erfið eftir að heilsan bilaði,
en hann naut þess að hafa fjöl-
skyldu sína í næsta nágrenni við
sig og hann var stoltur af fólkinu
sínu eins og svo skýrt kom fram í
bréfum hans.
Það var ánægjulegt að hitta
gömlu skólafélagana og kennar-
ana á fimmtíu ára starfsafmæli
Garðyrkjuskólans 1989 og sjá þá
uppbyggingu sem hafði orðið og
að garðyrkjan var orðin að öfl-
ugri atvinnugrein. Draumarnir
höfðu ræst. Menn nutu þess að
hittast, minningar voru rifjaðar
upp og mikið var hlegið.
Síðast hittum við hjónin Þráin
í Hveragerði sumarið 2004 og
áttum þá góða stund með honum
á heimili dóttur hans.
Héðan frá Norður-Jótlandi
sendum við hjónin innilegar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar
með ósk um að minningin um
góðan dreng megi lifa áfram
meðal niðjanna.
Johannes Nielsen, 
Hirtshals.
Jónas Þráinn
Sigurðsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52