Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
? Ólafur Gunn-arsson fæddist
í Tröllatungu í
Strandasýslu 8. maí
1921. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands í
Stykkishólmi 7.
febrúar 2015.
Foreldrar hans
voru Sólrún Helga
Guðjónsdóttir, f.
1899, d. 1985, og
Gunnar Jónsson, f. 1896, d.
1979. Systkini Ólafs eru: Guð-
jón, f. 1922, Skúli, f. 1924, Jón
Halldór, f. 1927, Steinn Eyjólf-
ur, f. 1929, d. 2013, Sigrún, f.
1931, Elín, f. 1933, Sigfús, f.
1937, og Halldór, f. 1943. Hálf-
bræður Ólafs samfeðra eru:
Halldór Dalkvist, f. 1936, og
Guðjón Dalkvist, f. 1944. 
Hinn 7. september 1946
kona Steinunn Dröfn Þorvalds-
dóttir, Gunnar Bjarki, f. 22.
ágúst 1995. 
Ólafur ólst upp í Tröllatungu,
Hlíð í Þorskafirði, en lengst í
Gilsfjarðarmúla og gekk í far-
skóla Geiradalshrepps. Vann
sem ungur maður ýmis verka-
mannastörf. Eftir að þau Jó-
hanna Margrét tóku saman hófu
þau búskap á nokkrum stöðum
bæði í Austur-Barðastrandar-
og Strandasýslu og einnig í
Vestur-Húnavatnssýslu. Flest
búskaparárin bjuggu þau á
Borgum í Hrútafirði eða frá
1964 til 1986. Ólafur sat þar í
hreppsnefnd Bæjarhrepps og
var einnig forðagæslumaður.
Árið 1986 fluttu þau í Borgarnes
og til Ólafsvíkur árið 2010. Frá
árinu 2011 dvaldi Ólafur ásamt
konu sinni á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Jaðri. 
Útför Ólafs fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 14. febr-
úar 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
kvæntist Ólafur eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Jóhönnu Mar-
gréti Eysteins-
dóttur. Foreldrar
hennar voru Krist-
ín Lilja Jóhann-
esdóttir, f. 1900, d.
1988, og Eysteinn
Einarsson, f. 1904,
d. 1991. Börn Ólafs
og Jóhönnu Mar-
grétar eru: Gunnar
Jón, f. 2. júlí 1947, og Steiney
Kristín, f. 22. desember 1959.
Maki hennar er Baldvin Leifur
Ívarsson, f. 11. maí 1960. Börn
þeirra eru: Jóhanna Ósk, f. 22.
júlí 1984, sambýlismaður Svani
Hauksson, Ólafur Ívar, f. 23. júlí
1987, sambýliskona Elín Jó-
hannsdóttir, sonur þeirra er
Jökull Ívar, f. 2011, Björn Ingi,
f. 29. nóvember 1988, sambýlis-
Pabbi okkar, hann Lalli eins og
hann var oftast kallaður, hefur
kvatt okkur hér á jörðinni, hann er
kominn á annan stað. Eftir um það
bil þrjá mánuði hefði hann orðið 94
ára, nokkuð hár aldur það. Hann
var ?flottur kall?, glaður og glett-
inn, sáttur og æðrulaus og ynd-
islegt að fá að njóta hans í öll þessi
ár. Meðal áhugamála hans var
ættfræði og rakti hann marga
ættliði án þess að hugsa enda skýr
og vel minnugur alveg fram á það
síðasta. Heilu bæjaraðirnar
Ólafur Gunnarsson
mundi hann í mörgum sýslum
landsins og ágætt að spyrja hann
bara ef við vorum ekki viss um
eitthvað. Að setja saman vísur
fannst honum mjög gaman og eru
þær margar til eftir hann. Það er
margs að minnast úr sveitinni,
sauðburður, heyskapur og öll
störfin sem þar féllu til. Hann var
góður bóndi hann pabbi og bar
virðingu fyrir dýrunum, vildi eng-
in læti í kringum þau. Kindurnar
skírðar sínu nafni og þegar
mamma og pabbi hófu búskap hét
fyrsta kindin þeirra Byrjun og svo
bættust fleiri í hópinn smátt og
smátt. Þarna var ættfræðin líka á
hreinu, allt skráð í ?Rollubókina?,
handskrifað með blekpennanum.
Malarvegirnir í sveitunum gátu
stundum verið erfiðir og af því til-
efni varð til þessi vísa: 
Bílnum ek ég breiðan veg, 
beint að holu hverri.
Hægri kantinn hata ég,
hann er alltaf verri.
Nú síðustu árin hafði hann ekki
alltaf mikið fyrir stafni en fann sér
alltaf eitthvað til að stytta tímann,
greip bók til að glugga í, hlustaði á
tónlist, sat og blístraði lagstúf og
ekki má gleyma Morgunblaðs-
krossgátunni á laugardagsmorgn-
um, yfirleitt búinn að ráða hana
fyrir hádegið. Foreldrar okkar
voru mjög samrýnd hjón og hvort
öðru góður félagi, enda búin að
ganga í gegnum ýmislegt saman
um ævina. Í janúar sl. urðu þau
bæði fyrir því óhappi að veikjast,
mamma lærbrotnaði og pabbi
fékk heilablóðfall. Allt leit vel út
? Hermann Níels-son fæddist á
Ísafirði 28. febrúar
1948. Hann lést á
Landspítalanum 21.
janúar 2015. 
Foreldrar hans
voru Níels Guð-
mundsson mál-
arameistari, f. 5.10.
1922, d. 5.11. 1979,
og Guðrún Guð-
ríður Sigurð-
ardóttir, f. 21.5. 1924. Systkini
Hermanns eru: Sigríður, f. 1950,
maki Gísli Vigfússon; Guð-
mundur Grétar, f. 1957, maki
Guðrún Eyjólfsdóttir; Kristinn
Jóhann, f. 1960, maki Harpa
Jónsdóttir; María, f. 1966, maki
Rúnar Már Jónatansson.
Fyrri eiginkona Hermanns
var Svandís Rafnsdóttr, f. 1949,
d. 2009. Synir þeirra eru: 1)
Níels, f. 1968, maki Christine
Carr. Dóttir Níelsar og Sóleyjar
D. Jóhannsdóttur er Herdís
Hrönn, f. 1987, maki Einar Örn
Konráðsson, sonur þeirra er
Daníel Rafn, f. 2007. Fósturbörn
Níelsar eru Kumasi Máni og Þór-
anna Kika. 2) Rafn, f. 1975, maki
Herdís Kristinsdóttir, dætur
þeirra eru Emilía Ósk, f. 2000,
Júlía, f. 2004, og Rut f. 2009.
Fyrrverandi sambýliskona Her-
skólann á Eiðum í 17 ár, Mennta-
skólann á Egilsstöðum, Bænda-
skólann á Hvanneyri, var stunda-
kennari við Háskólann á Bifröst
og vann síðustu starfsár sín í
Menntaskólanum á Ísafirði og
kenndi skyndihjálp og björgun
fyrir Rauða krossinn. Hermann
rak verktakafyrirtæki á Egils-
stöðum í 12 ár og málningar-
vöruverslun og um tíma
tryggingaumboð. Hermann var
varamaður á Alþingi fyrir Al-
þýðuflokkinn 1991-94. Hann var
stjórnarformaður í ferðaskrif-
stofunni Northern Light tours í
London um þriggja ára skeið.
Síðustu árin fóru kraftar Her-
manns í kvikmyndaframleiðslu.
Félagsmálaþátttaka Hermanns
var fjölbreytt. Á Eiðum stjórnaði
hann fjölda sundnámskeiða og
sumarbúða fyrir börn og ung-
linga. Hann starfaði mikið fyrir
UÍA og var um tíma formaður
þess. Hann vann ýmis störf fyrir
íþróttafélagið Hött á Egils-
stöðum og sat í nefndum hjá ÍSÍ.
Á Ísafirði þjálfaði Hermann
glímu o.fl. og var formaður
íþróttafélagsins Harðar á Ísa-
firði. Hermann var sæmdur heið-
urskrossi ÍSÍ í október 2014
vegna starfa sinna í þágu íþrótta
í landinu og gullmerki UMFÍ fyr-
ir störf sín í þágu Ungmenna-
félagshreyfingarinnar. 
Útför Hermanns fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 14. febr-
úar 2015, kl. 15.
manns er Ingibjörg
Ingadóttir, f. 1957.
Dóttir þeirra er: 3)
Nína Dagrún, f.
1996. Fósturbörn
Hermanns eru: 1)
Anna Birta
Tryggvadóttir. 2)
Sindri Emmanúel
Lionarakis. 3) Ka-
terina Inga Lion-
arakis. Eiginkona
Hermanns er Krist-
ín Theodóra Nielsen (Dóra), f.
1955. Börn Kristínar Theodóru
eru: 1) Hjalti Nielsen, maki Björg
S.A. Þórðardóttir, synir þeirra
eru Axel Emil og Benedikt Flóki.
2) Ólafur Örn Nielsen, sambýlis-
kona hans er Árdís Ethel Hrafns-
dóttir 3) Katrín Jónsdóttir.
Hermann ólst upp á Ísafirði,
lengst af í málarablokkinni við
Aðalstræti 17-19. Hermann tók
sveinspróf í málaraiðn og lauk
framhaldsskóla. Að því loknu fór
hann í nám í Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni
og síðar í frekara nám í þjálfara-
og íþróttakennarafræðum í Dan-
mörku 1973-74 og í Svíþjóð 1980-
81. Hann stundaði meistaranám
við KÍ og sótti fjölda námskeiða
fyrir þjálfara og íþróttakennara
hérlendis og erlendis. 
Hermann kenndi við Alþýðu-
Minn kæri frændi, Hermann
Níelsson, er farinn alltof fljótt.
Hermann var fæddur á Ísafirði 28.
febrúar 1948. Við erum systkina-
synir. Guðrún Sigurðardóttir,
móðir Hermanns, sem nú lifir son
sinn, og Jóhann, faðir minn, voru
systkini. Amma okkar, Kristín Jó-
hannsdóttir, var mikil kjarnakona
sem eignaðist tvo syni og þrisvar
sinnum tvíbura. Samskipti og vin-
fengi var alltaf mikið milli fjöl-
skyldna okkar meðan við bjuggum
á Ísafirði. Svo liðu árin og fólk fer í
aðrar áttir eins og gerist, en Ís-
firðingar erum við alltaf. Ungur
nam Hermann málaraiðn hjá föð-
ur sínum, Níelsi Guðmundssyni,
sem einnig lést alltof ungur, að-
eins 57 ára, en Hermann hefði orð-
ið 67 ára nú í febrúar. Hermann
var alltaf íþróttamaður mikill.
Hugur hans var alltaf að gera bet-
ur fyrir ungmennastarfið í landinu
og voru honum veitt gullheiðurs-
merki Ungmennafélags Íslands
fyrir vel unnin störf í félaginu
ásamt því að vera sæmdur heið-
urskrossi ÍSÍ vegna starfa sinna í
þágu íþrótta í landinu. 
Á æskuslóðum kunni Hermann
vel við sig, enda margir ættingjar
eftir, bæði í móður- og föðurætt,
búsettir á Ísafirði. Föðurætt Her-
manns átti sér griðastað í Arnar-
dal og hvergi undi hann sér betur
en þar, á milli hárra fjalla í kyrrð-
inni og niðnum í ánni okkar þar
sem silungur var veiddur til mat-
ar. Guðmundur, afi Hermanns í
föðurætt, keypti jörð í innri Arn-
ardal með reisulegu húsi þess
tíma og stundaði þar búskap.
Þarna lá strengur á milli okkar
Hermanns sem aldrei var rofinn.
Ungur var ég sendur í sveit að
Fremrihúsum hjá frændfólki
mínu, þar sem ég undi mér vel til
12 ára aldurs. Í Arnardal var
Hemmi í essinu sínu. Hann gerði
tilraun til að rækta lax í ánni og
naut hverrar mínútu sem gafst til
að eiga þar stund frá amstri dags-
ins. Hemmi gekk í hjónaband með
unnustu sinni, Kristínu Theodóru
Nielsen, ljósmóður og hjúkrunar-
fræðingi, um jólin. Yndisleg kona
sem ekki vék frá dánarbeði hans í
veikindum og mikil var gleðin og
vonin þegar Hemma batnaði
skyndilega við nýja meðalagjöf
rétt fyrir jólin og þau gátu eytt
saman jólunum heima. En vonin
brást eins og svo oft áður þegar
krabbamein er fyrir hendi, þá veit
enginn sína ævi. Elsku Gunna
frænka, ég sendi þér mínar inni-
legustu samúðarkveðjur við frá-
fall sonar og megi Guð vernda þig
og styðja. Eiginkonu Hemma
sendi ég góðar kveðjur og þakk-
læti. Þú ert hetja í þessari baráttu
frænda míns. Börnum Hemma,
Níelsi, Rafni og Nínu Dagrúnu,
sendi ég samúðarkveðjur og
sömuleiðis systkinum Hemma,
Sigríði, Guðmundi, Kristni og
Maríu. Megi almættið blessa ykk-
ur öll. Þín er sárt saknað af ætt-
ingjum og vinum en minning þín
mun lengi lifa.
Sigurður Ben Jóhannsson.
Hann mætti einn góðan dag á
skrifstofuna, grannur og snagg-
aralegur náungi og vildi ræða
ungmennafélagsmót fyrir austan.
Það var kraftur og eldmóður sem
bjó í Hermanni, maður skynjaði
það strax og áttaði sig á að þarna
var maður athafna og verka. Heil-
brigð sál í hraustum líkama var
hans manifesto í orðum og gjörð-
um. Hermann hafði ekki bara
metnað fyrir eigin heilbrigða at-
gervi, heldur brann hann af metn-
aði fyrir heilbrigðu samfélagi,
heilbrigð sál í hraustum líkama.
Þennan dag kynnti hann mér
stórar hugmyndir um þátttöku
HSV í unglingalandsmóti á Egils-
stöðum um komandi verslunar-
mannahelgi. Einn, tveir og ég var
strax orðinn þátttakandi í þessu
verkefni og Hermann labbaði út
með styrkinn sem hann var á hött-
unum eftir. Um haustið gekk svo
glæsileg sveit HSV inn á opnun-
arhátíð unglingalandsmótsins.
Fjölmennasta sveit HSV á lands-
móti fram að þeim tíma og hefur
enn ekki verið toppað. Þegar Her-
mann tók að sér verkefni fyrir
ungmennafélagshreyfinguna þá
lagði hann þau undantekninga-
laust með laglegum hælkrók.
Ég kynntist Hermanni betur
nokkrum árum seinna í störfum
hans sem formaður Knattspyrnu-
félagsins Harðar og fyrir Héraðs-
samband Vestfjarða. Þar naut ég
enn frekar eldmóðs hans og ótrú-
legs krafts til verka fyrir íþrótta-
og ungmennafélagshreyfinguna.
Eldmóður sem aldrei slokknaði,
sýn sem aldrei hætti að horfa fram
á veginn. Þegar ég ræddi við Her-
mann í síðasta skipti var hann
ennþá með skarpa sýn til framtíð-
ar, með ný verkefni í deiglunni og
krefjandi áskoranir í sigtinu.
Framlag Hermanns fyrir
hreyfinguna og samfélagið hér
vestra var og er ómetanlegt og
verkefnin óteljandi sem hann kom
að á sínum langa ferli sem ung-
mennafélagi.
Hann var fyrirmynd annarra
ungmennafélagsmanna og kenndi
okkur hinum að með festu og vilja
er hægt að gera ótrúlega hluti.
Hermann gaf líf sitt og krafta í
verkefni sem voru stærri en hann
sjálfur. Hann nýtti sína krafta til
að vinna að verkefnum sem skil-
uðu meira til samfélagsins en til
hans sjálfs. Það er gjöfin sem
hann gaf mér og það er minningin
sem ég mun geyma í hjarta mínu
um ókomna tíð. Heilbrigð sál í
hraustum líkama.
Jón Páll Hreinsson.
Mig langar að minnast frænda
míns Hermanns Níelssonar með
nokkrum orðum. Illvígt krabba-
mein felldi þennan holdgerving
hraustleikans og regluseminnar á
nokkrum mánuðum. Auk skyld-
leikans að vera bræðrasynir var
aðeins eitt ár á milli okkar í aldri
og við ólumst upp í sömu húsum
frá fæðingu til framhaldsskólaald-
urs. Tengingin milli okkar var
sterk þótt ólíkt hefðumst við að í
gegnum tíðina og lengst af hvor í
sínum landshlutanum. Hjá
Hemma beygðist krókurinn
snemma að íþróttum, enda lipur,
sterkur, skipulagður og fylginn
sér. Liðtækur í bæði boltaíþrótt-
um og ýmsum greinum frjálsra
íþrótta. Honum var leikur einn að
taka heljarstökk aftur á bak úr
kyrrstöðu úti á grasbletti. Hann
menntaði sig sem íþróttakennari
auk þess að læra ?ættariðnina?,
málaraiðn. Sem púki sagðist hann
ætla að verða alþingismaður og
var hlegið að. En sú ætlan hans
gekk upp eins og ýmislegt annað.
Hemmi var varaþingmaður fyrir
Austurland og sat á þingi nokkr-
um sinnum á árunum 1991 til 1995.
Þar var hann trúr sínum hugsjón-
um og lagði áherslu á málefni
íþrótta og vímuefnavarna. Hemmi
hafði ríka réttlætiskennd og sterk-
ar hugsjónir. Hann var síhugsandi
um hvernig koma mætti hugsjón-
um sínum í framkvæmd. Skipu-
lagshæfileika sína notaði hann á
öllum þeim sviðum sem hann vann
að og víða kom hann við.
Undanfarnar vikur hafa minn-
ingarnar um uppvöxtinn í ?mál-
arablokkinni? og í Arnardal hrúg-
ast upp. Samlífið í blokkinni var að
mörgu leyti sérstakt. Föðurafi og
-amma í sinni íbúð og fjórir synir
þeirra hver í sinni íbúð með sínar
fjölskyldur. Þetta styrkti ættar-
tengslin og ekki síður samveran í
Arnardal. Öll uppvaxtarárin var
farið í dalinn á sumrin og stund-
aður heyskapur fyrir kindurnar
hans afa. Venjulegt sumarfrí var
ekki á dagskrá fyrr en á fullorðins-
árum. Sem dæmi um hugsun
Hemma frá unga aldri var að þeg-
ar Kristinn bróðir hans fæddist og
Hemmi 12 ára gamall kallaði hann
mig til skrafs í stigagangi blokk-
arinnar. Hann var þá búinn að spá
í hvort við í blokkinni næðum ekki í
heilt fótboltalið þegar fram liðu
stundir, við værum þegar orðnir
sex strákarnir á aldrinum 0 til 12
ára. 
Minningarnar úr Arnardal eru
mýmargar og ég veit að dalurinn
var Hemma mjög hugstæður. Ein
minningin er algjörlega úr takt við
nútímann. Þegar mikið lá við í hey-
skapnum var oft gist um helgar í
dalnum og lengur ef þess þurfti.
Mjólkin fyrir mannskapinn var
sótt í Neðri-Arnardal og voru
margar gönguferðirnar með
mjólkurbrúsa farnar í þeim til-
gangi. Létt ganga niður eftir með
tóman brúsa en dálítið þyngri fyrir
skrefstutta til baka með brúsann
fullan. 
Margt leitar á hugann og minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Elsku Gunna; Dóra, Níels,
Rafn, Nína Dagrún og fjölskyldur.
Við vottum ykkur okkar innileg-
ustu samúð.
Guðmundur og Bryndís.
Það er komið að leiðarlokum, í
dag kveðjum við Hermann Níels-
son, vin og félaga í handboltadeild
Harðar á Ísafirði. Hermann var
eldhugi og framkvæmdamaður í
allri uppbyggingu málefna
íþrótta, með brennandi áhuga á að
efla ungt fólk til þátttöku í starfi
íþróttahreyfingarinnar. Hann
hafði eldheita ástríðu og köllun,
sem hann fylgdi fast eftir með því
að hvetja ungt fólk til þjálfunar í
íþróttum og að stunda þær, gera
að sínum lífsstíl og vinna til af-
reka. Leggja heilbrigðan grund-
völl að sínu lífi, hafa reglu og ögun
á sínu daglega starfi og stefna
hátt. Þannig munum við hann, at-
hugulan, glaðan, snöggan og
kappsaman fyrir hönd nemenda
sinna og félaga, alltaf að leita
nýrra leiða, hvetja, leiðbeina og
hlusta. Hann var líka góður félagi,
athugull, hlýr og umfram allt bón-
góður og tryggur. Það er ekki á
neinn hallað að segja að það var
fyrst og fremst fyrir hans tilstuðl-
an sem íþróttafélagið og íþrótta-
deildir Harðar byggðust upp að
nýju. Þar fór hann fram með sínu
alkunna kappi, eljusemi og tryggð
við félaga sína og félag, en ekki
síst af ást til íþróttanna. Nutum
við félagar hans alls góðs og gleði
af samstarfinu við hann. Hermann
var alltaf til staðar, á æfingum, á
leikjum, alltaf jákvæður. Hann
átti til að segja eftir leik: ?Þetta
var gott í dag, það er framför í
gangi? og ef ekki gekk sem skyldi:
?Þetta er allt að koma, það verður
betra næst?. Alltaf gott að líta
fram á við og gera betur, skref
fyrir skref. Fjölskylda mín kveður
hér góðan vin og frábæran félaga.
Megi góða minning þín, gleði
fylgja í ranni, hjartans vinurinn
sanni. Aldraðri móður, konu,
börnum og fjölskyldum og systk-
inum og fjölskyldum vottum við
dýpstu samúð.
Ragnheiður Hákonar, 
Guðbjartur, Jóhann Gunnar
og systkini.
Leiðtoginn, eldhuginn, fræðar-
inn og hugsjónamaðurinn Her-
mann Níelsson er fallinn frá. 
Fátt kemur meira á óvart en
fráfall hraustmennis á góðum
aldri, sem kennir okkur að lífið er
ófyrirsjáanlegt og hefur oft
skrítna forgangsröðun. Barátta
Hermanns við illvígan sjúkdóm
var hetjuleg, en enginn má sköp-
um renna. 
Okkur austfirskum samstarfs-
mönnum Hermanns verður litið til
baka á þessari örlagastundu. Við
sjáum fyrir okkur mann sem með
eldmóði sínum hreif ungu kyn-
slóðina með sér og leiddi hana til
ótrúlegra afreka. Ef hæfileikar
voru fyrir hendi fann Hermann
þá. En hann var ekki aðeins
Hermann Níelsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, ?Senda inn
minningargrein,? valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Flatahraun 5a ? www.utfararstofa.is ? Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta síðan 1996
ALÚÐ ? VIRÐING ? TRAUST
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Útfararþjónusta
í 20 ár
Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson
Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker
Þjónusta allan sólarhringinn
Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300
www.fylgd.is ? fylgd@fylgd.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52