Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, ég trúi því
varla að þú sért farinn. Þú
sem hefur alltaf verið til
staðar, svo rólegur og góð-
ur. Þú sem slóst grasið með
orfi og ljá og gafst mér litla
hrífu til að raka með. Þú
sem kenndir mér að elska
sultu og allt sem sætt er.
Takk fyrir allt afi minn, ég
á eftir að sakna þín mikið
en vonandi ertu nú á betri
stað. Bless afi, við sjáumst
síðar.
Jóhanna Ósk 
Baldvinsdóttir.
um tíma en svona urðu leikslokin.
Þau voru bæði á sjúkrahúsi í
Stykkishólmi þegar hann lést. Það
fór vel um hann á Jaðri og við fjöl-
skyldan hans þökkum innilega
fyrir virkilega góða umönnun þar.
Einnig viljum við þakka starfs-
fólkinu á Sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi fyrir þeirra góðu umönnun
á meðan foreldrar okkar voru þar.
Elsku pabbi, á bráðamóttökunni
þ. 17. janúar sl. sagðir þú þetta:
?Það verður og fer sem fer, hið
ókomna enginn sér? og þannig er
það víst örugglega. Við systkinin
þökkum þér innilega fyrir sam-
fylgdina og höldum áfram með
henni mömmu okkar. Blessuð sé
minning þín. 
Gunnar og Steiney.
Það er svo margs að minnast
um þig afi Lalli og ég er mjög
þakklátur fyrir að hafa átt þig að.
Það var alltaf gaman að koma við
hjá ykkur ömmu og Gunnari
frænda á Sæunnargötunni og
spjalla um allt milli himins og jarð-
ar. Þú sýndir öllu svo mikinn
áhuga og varst svo vel upplýstur
um það sem við spjölluðum um.
Ættfræðin var þér ofarlega í huga
og manni leið oft eins og þú þekkt-
ir nánast hvern einasta Íslending
því þú varst yfirleitt ekki lengi að
tengja þá sem um var rætt við
þann sveitabæ sem hann átti ættir
að rekja til. Það var líka magnað
hvað þú þekktir landið vel og þá
sérstaklega sveitirnar því þegar
við vorum að segja þér frá ferða-
lögum okkar Elínar í sumarfríum
þá skipti engu máli í hvaða lands-
hluta við vorum að ferðast, þú gast
alveg kortlagt næstu bæi og ör-
nefni sem urðu á vegi okkar. Þú
varst ótrúlega klár og úrræðagóð-
ur og reddaðir alltaf hlutunum ef
það voru einhver vandamál. Til
dæmis minnist ég þess þegar við
fjölskyldan öll vorum í vikudvöl að
sumri til á Óspakseyri í Bitrufirði í
sumarhúsi frænda okkar. Ég og
Jóhanna Ósk áttum afmæli þessa
vikuna og af því tilefni var slegið til
veislu með öllu tilheyrandi. Þegar
átti að fara að þeyta rjómann með
kökunum komumst við hins vegar
að því að það voru engin áhöld til
eða tæki til þess. En þú varst ekki
lengi að finna lausn á því, þú fannst
þér nú bara venjulegan matargaff-
al og hrærðir í rjómanum í dágóð-
an tíma þar til hann var þeyttur
því ekki var tekið í mál að rjómann
myndi vanta á kökuborðið. Þú
varst honum Jökli Ívari alltaf mjög
góður og hlakkaði hann alltaf mik-
ið til að hitta hann langafa Lalla og
langömmu Maddý. Því kveðjum
við þig með miklum söknuði afi og
langafi.
Guð geymi þig. 
Ólafur Ívar.
Fyrir tíu árum var ég svo hepp-
in að hitta myndarlegan og ynd-
islegan dreng, Ólaf Ívar. Eftir eina
ferðina vestur í Ólafsvík var tekin
ákvörðun um að stoppa í Borgar-
nesi og kynna mig fyrir afa, ömmu
og Gunnari frænda. Við stoppuð-
um því hjá afa Lalla, ömmu Maddý
og Gunnari frænda á Sæunnargöt-
unni.
Ég var varla komin inn fyrir
dyrnar þegar Lalli var farinn að
spyrja mig hverra manna ég væri
og hvert ég ætti ættir að rekja.
Hann var ekki lengi að rifja upp
kynni sín af tveimur systrum lang-
afa míns sem höfðu verið með hon-
um á síld hér á árum áður. Ég rétt
mundi hvað þær hétu og má í raun
segja að minni hans hafi verið
betra en minnið í 19 ára gamalli
stúlku.
Svona hefur þetta verið alla tíð
síðan. Það tók afa Lalla ekki nema
örskamma stund að rifja upp og
finna tengingar við flesta þá sem
maður var að ræða við hann um.
Ég á margar góðar og fallegar
minningar um ?afa? Lalla. Hann
lét mér alltaf líða eins og ég væri
ein af barnabörnunum hans og
fyrir þá væntumþykju og hlýju
mun ég ætíð vera honum þakklát.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem Jökull Ívar fékk til að kynn-
ast langafa Lalla þó að alltof stutt-
ur væri. Jökull Ívar talaði alltaf
um langafa Lalla og langömmu
Maddý af mikilli hlýju og var alltaf
glaður að kíkja á Jaðar og hitta
þau. Við munum alla tíð halda
minningu langafa Lalla á lofti og
gefa Jökli Ívari tækifæri til þess
að minnast hans. 
Elsku afi og langafi Lalli við
munum sakna þín. Hvíldu í friði.
Elín og Jökull Ívar.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Orri HF-180, sknr. 0923, Hafnarfirði, þingl. eig. Básafell - útgerð ehf.,
gerðarbeiðendur Hafnarsjóður Snæfellsbæjar og Sveitarfélagið
Skagaströnd, miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 09.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
13. febrúar 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Búagrund 6, 208-5592, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Árni Valur
Skarphéðinsson, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og
Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 14.00.
Hamrabrekkur 1, 223-1098, Mosfellsbær, þingl. eig. Sigurður Blöndal,
gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl.
11.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
13. febrúar 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Lómasalir 6, 0301, 50% ehl.gþ., fastanr. 225-3552, Kópavogi, þingl.
eig. Ragnar Jens Bjarnason, gerðarbeiðandiTollstjóri, miðvikudaginn
18. febrúar 2015 kl. 11.00.
Vatnsendablettur 710, fastanr. 228-4188, Kópavogi, þingl. eig. Íris
Fanney Friðriksdóttir ogVilhelm Patrick Bernhöft, gerðarbeiðendur
Arion banki hf og Kópavogsbær, miðvikudaginn 18. febrúar 2015
kl. 13.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
13. febrúar 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Andrésbrunnur 15, 226-2047, Reykjavík, þingl. eig. Sigmundur
Friðgeir Guðlaugsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sjóvá-Al-
mennar tryggingar hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 13.30.
Lindarbraut 8, 206-7560, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Agata Maria
Knasiak og Robert Andrzej Knasiak, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf
og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl.
10.00.
Úlfarsbraut 64, 230-0619, Reykjavík, þingl. eig. Iðunn Brynja
Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og
Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 14.30.
Þorláksgeisli 52, 226-8782, Reykjavík, þingl. eig. Ingibjörg
Steindórsdóttir og Ingvar Ingvarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki
hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
13. febrúar 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Furuás 41, 0101, (230-2946), 50% ehl., Hafnarfirði, þingl. eig. Þb. Eva
Lind Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður og
LOCAL lögmenn sf., fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 09.30.
Herjólfsgata 12, 0101, (207-5392), Hafnarfirði, þingl. eig. Guðlaugur
Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 19.
febrúar 2015 kl. 10.30.
Móabarð 34, 0204, (207-8298), Hafnarfirði, þingl. eig. Anna María
Daníelsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 19.
febrúar 2015 kl. 09.00.
Norðurtún 4, 0101, (208-1621), Garðabæ, þingl. eig. Vilhjálmur
Ólafsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, fimmtu-
daginn 19. febrúar 2015 kl. 13.00.
Þrastarlundur 15, 0101, (207-2572), Garðabæ, þingl. eig. Geir
Brynjólfsson og Kristjana H. Þorgeirsd. Heiðdal, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
13. febrúar 2015.
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
MOGGINN Í
IPADINN
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
óþreytandi við uppeldishlutverkið,
hann var í senn skipulagður og
víðsýnn og þannig reyndist hann
mörgu ungmenninu hrein fyrir-
mynd. Og þótt einhverjum hafi
fundist Hermann hafa farið full-
geyst var markmiðið alltaf skýrt:
Hámarksárangur fyrir hönd ein-
staklingsins og heildarinnar.
Samstarf okkar Hermanns á
vettvangi ungmennafélags- og
íþróttahreyfingarinnar þótti far-
sælt á sinni tíð og rík ástæða til
þess að þakka fyrir að hafa átt
hann að félaga. Þar fór maður sem
stóð við orð sín og oft rúmlega það,
gat verið búinn að koma í verk
hlutum sem varla voru þó komnir
á dagskrá. Því kom fyrir að menn
misskildu fyrirætlanir hans og
kraftar hans nýttust ekki sem
skyldi. Þó var Hermann framsýnn
og vann gjarna vandaðar áætlanir
þegar vinna þurfti í hópi. Þannig
gátu ungir sem aldnir lært mikið
af honum. 
Eiðaár Hermanns skiluðu ófáu
ungmenninu vel nestuðu út í lífið.
Hjá honum gátu menn bæði lært
að treysta á sjálfan sig og byggja
upp samfélag. Slíkir kennarar eru
því miður sjaldgæfir í dag og full
ástæða fyrir þá sem nutu þessarar
handleiðslu að hugleiða margt
sem þessi fallni garpur hafði fram
að færa bæði í orði og verki.
Megi minning hans lifa sem
lengst og afrek hans í lífinu verða
huggun þeim sem nú syrgja föður,
bróður, traustan vin og félaga. 
Sigurjón Bjarnason.
Okkur skólasystkin Hermanns
Níelssonar langar til að minnast
hans nokkrum orðum. Það kom
snemma í ljós hvert hugur hans
stefndi. Hann var íþróttamaður af
Guðs náð, stæltur, kappsfullur,
reglusamur og áræðinn, enda áttu
íþróttir og allt er að íþróttum laut
eftir að verða hans æðsta æviverk.
Hann starfaði lengi á Austurlandi
og þegar hann sneri aftur heim lét
hann strax til sín taka. Hann
hleypti nýju lífi í sitt gamla félag
Hörð sem í dag rekur margþætta
íþróttastarfsemi, m.a. hina þjóð-
legu íþrótt glímuna. Í starfi sínu
við menntaskólann bryddaði hann
upp á ýmsum nýjungum og end-
urvakti gamlar og grónar íþrótta-
greinar eins og kappróðurinn. Það
vakti athygli í bænum þegar glað-
vær hópur ungra menntskælinga
fyllti bryggjur og bólverk og hóf
kappróður af miklum móð á Poll-
inum í vorblíðunni. Þá stóð hann
fyrir gerð kvikmyndar um afreks-
braut sem hann setti á laggirnar
við menntaskólann og var við-
staddur sýningu hennar í sínum
heimabæ í desember sl.
Við krakkarnir fædd 1948 ól-
umst upp í frjálslegu og öruggu
umhverfi Skutulsfjarðar. Höfðum
allt til alls sem þurfti á þeim árum.
Ísafjörður var þá lítil stórborg
eins og hann er reyndar enn í dag
og stutt í óspillta náttúruna. Við,
skóla- og fermingarsystkinin, höf-
um hist reglulega á fjögurra ára
fresti sl. 30 ár til að fagna tíma-
mótum og minnast æskuáranna
og verður Hemma sárt saknað
næst er við hittumst. Við höfðum
ráðgert að fara ferð til skólasystk-
ina okkar í fjarlægum héruðum nú
á þessu merkisári. Ef af því verður
er ljóst að sú ferð verður farin í
minningu okkar kæra vinar og
skólabróður og allra þeirra félaga
okkar sem horfnir eru þessum
heimi.
Við vottum móður hans og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Fh. árgangs 1948 frá Ísafirði,
Samúel Einarsson (Sammi).
Kveðja frá Menntaskól-
anum á Ísafirði
Í dag kveðjum við Hermann
Níelsson, fyrrverandi samstarfs-
félaga og kæran vin. Hermann hóf
störf við Menntaskólann á Ísafirði
haustið 2000 sem íþróttakennari
og sviðsstjóri íþróttagreina. Hann
kenndi einnig í gegnum tíðina
ýmsar aðrar greinar og starfaði
um tíma sem vistarvörður á
heimavist skólans og sem félags-
og forvarnarfulltrúi. Hermann
hafði frumkvæði að stofnun
íþróttaakademíu við skólann
haustið 2006 sem gaf nemendum
kost á að stunda afreksþjálfun í
íþróttum í samstarfi við íþrótta-
félögin á svæðinu. Þá hafði hann
einnig frumkvæði að því að boðið
var upp á nám við skólann í björg-
un í samstafi við Björgunarskóla
Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar. Hermann var mjög áhugasam-
ur um uppbyggingu íþróttastarfs
við skólann og einnig á landsvísu.
Þessum áhuga hélt hann allt til
starfsloka. Um miðjan febrúar
2012 stóð Hermann fyrir málþingi
í menntaskólanum um mikilvægi
íþróttastarfs fyrir börn og ung-
menni og þátttöku foreldra í því
starfi. Á þessu málþingi, sem var
vel sótt, kom fram smitandi áhugi
Hermanns á þessum málum. Her-
mann lagði sig fram um að end-
urvekja glímuíþróttina á Ísafirði
og margir nemendur skólans
kepptu á glímumótum víða um
land. Jákvæðni var Hermanni í
blóð borin og smitaði hann út frá
sér. Alltaf var hann boðinn og bú-
inn þegar ný verkefni komu í skól-
ann, hann var viðræðu- og úr-
ræðagóður og fylginn sér.
Samstarfið við Hermann var afar
farsælt og gott, hann var ávallt
prúðmannlegur í fasi, gætinn orða
sinna, vingjarnlegur og hjálpsam-
ur. Þegar kennarar menntaskól-
ans fóru í starfsmannaferð til
Vesturheims vorið 2012 var Her-
mann ekki bara að skoða skóla
heldur líka að taka upp kvikmynd
og var með tökumann með sér í
ferðinni. Elja hans og kraftur var
með ólíkindum. Hermann lét af
störfum við skólann vegna aldurs
vorið 2012. Var haft á orði meðal
starfsmanna skólans hve hann
ætti gott að geta hætt störfum
svona unglegur, hraustur og geisl-
andi af lífsgleði og orku. En skjótt
skipast veður í lofti og sl. vor
greindist Hermann með illvígan
sjúkdóm. Þrátt fyrir meðferð var
hann orðinn þungt haldinn þegar
leið á haustið. Hann komst þó aft-
ur á ról í nóvember þökk sé
umönnun Kristínar Theodóru
Nielsen, eiginkonu hans. Það varð
því mikil gleði á kennarastofunni
þegar fréttist að Hermann ætlaði
að koma heim á Ísafjörð í byrjun
desember og sýna þær kvikmynd-
ir sem hann hafði lokið við að
framleiða. Hermann kom í heim-
sókn í skólann, máttfarinn en
glaður og bjartsýnn og allir voru
sannfærðir um að hann myndi ná
sér. Baráttujaxlinn Hermann ætl-
aði sér að berjast áfram til hins
síðasta. Mikill var því harmur okk-
ar er við heyrðum um andlát hans
hinn 21. janúar sl. Við sendum
fjölskyldu Hermanns okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning hans.
Fyrir hönd starfsfólks Mennta-
skólans á Ísafirði,
Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari.
Í dag kveðjum við kæran vin og
félaga sem skilur eftir sig stórt
skarð í okkar röðum. Hermann
Níelsson lést á krabbameinsdeild
Landspítalans hinn 21. janúar síð-
astliðinn eftir snörp og erfið veik-
indi. Hermann var fæddur árið
1948 inn í stóra fjölskyldu, for-
eldra og frændgarðs, þar sem lífs-
gildi mannúðar, drengskapar og
jafnaðar voru í hávegum höfð og
mótuðu hann til lífstíðar. Frjáls-
ræði þess tíma efldi áræði og
dirfsku til að standa á eigin fótum
og skapa sér aðstöðu til leiks og
starfa. Alla þessa kosti hlaut Her-
mann í heimanmund. Íþróttir voru
ástríða Hermanns frá barnsaldri
til lokadags. Þar naut hann sín
best. Hann stundaði frjálsar, fót-
bolta, körfubolta og skíði á sínum
yngri árum og var virkur í fé-
lagsmálum íþróttahreyfingarinn-
ar með Knattspyrnufélaginu
Herði og einnig sem einn af stofn-
endum KFÍ á Ísafirði. Hermann
lærði málaraiðn hjá fjölskyldufyr-
irtækinu á Ísafirði og starfaði við
það fag alla tíð með öðrum störf-
um sem hann tók sér fyrir hendur.
Íþróttakennaranám stundaði
hann á Laugarvatni og að námi
loknu lá leiðin austur að Eiðum til
kennslu. Síðar kenndi hann við
Menntaskólann á Egilsstöðum og
á Hvanneyri í Borgarfirði. Árin
fyrir austan voru Hermanni dýr-
mæt. Þar kom hann að mörgum
þáttum mannlífsins, svo sem leik-
list, dansi, var rótari, í pólitík og
slysavarnamálum. Hann var
framkvæmdastjóri ÚÍA og síðar
formaður í allmörg ár. Hermann
var öflugur bandamaður um efl-
ingu almenningsíþrótta og sat í
trimmnefnd ÍSÍ. Hann stóð fyrir
fjölda námskeiða og málþinga um
íþróttir, heilsueflingu og næring-
arfræði, auk námskeiða í skyndi-
hjálp. Heim á Ísafjörð kom hann
um aldamótin og hóf kennslu við
MÍ. Það var mikill fengur að fá
hann heim. Hermann kom af
krafti inn í starf íþróttahreyfing-
arinnar og tók við stjórnartaum-
um síns gamla félags Knatt-
spyrnufélagsins Harðar, og efldi
það svo eftir var tekið. Hann
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
fyrir HSV og leiddi okkar ferð á
fyrsta landsmót HSV á Egilsstöð-
um þar sem við áttum nær 140
keppendur og starfsmenn skráða
til leiks. Glímu hefur Hermann
endurreist til vegs og virðingar
hér á Ísafirði sem og á landinu
öllu, með aukinni aðsókn barna og
unglinga til iðkunar íþróttarinnar.
Hann endurvakti keppni um Vest-
firðingabeltið, einn elsta verð-
launagrip á Íslandi og stóð fyrir
því að gerður yrði sambærilegur
verðlaunagripur til keppni í
kvennaflokki. Keppt var um hann
í fyrsta sinn á nýliðnu vori og nefn-
ist hann Vestfirðingamenið. Her-
mann var mikill áhugamaður um
kvikmyndagerð og eftir hann
liggja athyglisverðar myndir eins
og ?leiðin til afreka ? og störf ung-
liðasveita björgunarsveitanna svo
eitthvað sé nefnt. Nú í desember
fengum við að sjá þessar myndir í
Ísafjarðarbíói að viðstöddum Her-
manni og með hans formála. Það
var einstök stund. Hermann hefur
hlotið fjölmargar viðurkenningar
fyrir störf sín á sviði íþróttamála
og er vel að þeim kominn. Hann
hefur gefið okkur gjöf ? gjöf sem
ekki mun gleymast um ókomna
tíð. Félagar og vinir í Knatt-
spyrnufélaginu Herði senda að-
standendum Hermanns okkar
dýpstu samúðarkveðjur. 
Marinó Hákonarson.
 Fleiri minningargreinar
um Hermann Níelsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52