Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 43
árum. Fatimusjóðurinn fagnar því 10 ára afmæli í dag. Brostu út í annað ,,Ég ákvað að stofna Fatimusjóð- inn þegar ég fékk verðlaun Hag- þenkis 2005 fyrir bókina Arabíu- konur. Ég lagði til 350 þúsund krónur og svo komu félagar mínir í Vináttu- og menningarfélagi Mið- Austurlanda snarlega til aðstoðar. Þetta var sem sagt árið 2005, um svipað leyti og menn voru að stofna góðgerðasjóði með 500 milljóna króna stofnframlagi. Sumir brostu því út í annað yfir hinum örlitla Fatimusjóði,“ segir Jóhanna er hún rifjar þetta upp. „En málið er að mér datt aldrei í hug að við eða aðrir gætu bjargað heiminum í eitt skipti fyrir öll. Það er í mesta lagi hægt að gera sér vonir um að maður geti hjálpað og lagt góðum málum lið. Fatimusjóðurinn hefur komið að ýmsum brýnum verk- efnum á þessum 10 árum og ég hef góðar vonir um að margir leggist nú á eitt í þágu sýrlensku flótta- barnanna. Sjálf hef ég búið í Sýr- landi bróðurpartinn af þremur vetr- um, og það var mjög eftirtektarvert að finna hvað fjölskyldur voru metnaðarsamar þegar kom að menntun barna þeirra.“ Fatimusjóðurinn haslaði sér völl á Facebook í vikunni og þar verður hægt að fylgjast með söfnuninni fyrir sýrlensku flóttabörnin. Reikn- ingsnúmer Fatimusjóðs er 512-04- 250461 og kennitala 680808-0580. Æviferill Jóhanna er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Elísabetar Engil- ráðar Ísleifsdóttur (1910-2001) og Kristjóns Kristjónssonar (1908- 1984). Systkini hennar eru Bragi, f. 1938, og Valgerður, f. 1945. Jó- hanna giftist Jökli Jakobssyni rit- höfundi árið 1957 og eignuðust þau þrjú börn, Elísabetu, Illuga og Hrafn. Jóhanna og Jökull skildu 1969. Dóttir Jóhönnu og Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra er Kolbrá. Jóhanna á ellefu barnabörn og tíu barnabarnabörn. Jóhanna gekk í Landakotsskóla og Kvennaskólann og lauk stúd- entsprófi utanskóla frá MR árið 1959. Hún stundaði nám í guðfræði við HÍ 1962-64 og lauk prófi í hebr- esku 1962. Hún lagði stund á arabískunám í Kaíró 1995-96, í Damaskus 1998-2000, í Jemen 2001 og aftur í Sýrlandi 2002-3. Jóhanna hefur lengst af stundað blaðamennsku og ritstörf, en auk þess unnið við smábarnakennslu, síldarsöltun, afgreiðslu, blaðaútburð og sitthvað fleira. Hún var blaða- maður á Vikunni 1958-59, Tímanum 1962-66 og Morgunblaðinu 1967-95. Þá hefur hún haldið fjölda nám- skeiða, einkum um arabísku og arabískan menningarheim. Hún varð fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra 1968 og gegndi embættinu um árabil. Þá stofnaði hún Vináttu- og menningarfélag Mið-Austurlanda 2004 með það að markmiði að auka skilning og þekk- ingu á löndum sem voru flestum Ís- lendingum framandi. Í því skyni hefur hún skipulagt meira en 40 hópferðir til Mið-Austurlanda og Afríku, og hafa á sjötta hundrað Ís- lendingar notið leiðsagnar hennar um fjarlæg lönd. Jóhanna hefur ritað fjölmargar bækur, allar götur síðan skáldsagan Ást á rauðu ljósi kom út árið 1960. Hún hefur gefið út ferðabækur, skáldsögur, ljóð, endurminningar og bækur um mannlíf og menningu í Mið-Austurlöndum. Nýjasta bók hennar, Svarthvítir dagar, kom út á síðasta ári og hlaut 1.-2. verðlaun Félags íslenskra bóksala sem besta endurminningabókin 2014. Nú þegar Jóhanna fagnar 75 ára afmælinu og lítur yfir farinn veg kveðst hún lengstum hafa verið mikið afmælisbarn. ,,Þegar ég var stelpa átti ég oft erfitt með að hemja eftirvæninguna þegar af- mælisdagurinn nálgaðist. Síðustu ár hefur verið minna um hátíð- arhöld vegna veikinda. Og nú hlakka ég kannski meira til afmælis Fatimusjóðsins. Það myndi kæta mig mjög ef hann fengi sem flestar gjafir á þessum tímamótum.“ Úr frændgarði Jóhönnu Kristjónsdóttur Jóhanna Kristjónsdóttir Helga Steinsdóttir húsfr. í Keldudal og gistihúshaldari á Sauðárkróki Jónas Halldórsson bóndi í Keldudal í Skagafirði, flutti til Kanada Engilráð Valgerður Jónasdóttir húsfr. á Sauðárkr. og verkakona Ísleifur Gíslason kaupmaður og skáld á Sauðárkróki Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir aðalgjaldk. í Rvík Elsa Dóróthea Jónsdóttir húsfreyja í Ráðagerði Gísli Halldórsson sjómaður og bóndi í Ráðagerði á Vatnsleysuströnd Kristín Þorsteinsdóttir húsfr. á Torfastöðum í Fljótshlíð Bergsteinn Vigfússon bóndi og hreppstj. á Torfastöðum Sigríður Bergsteinsdóttir ljósmóðir og húsfr. í Útey Kristjón Ásmundsson bóndi í Útey í Laugardal Kristjón Kristjónsson framkvæmdastjóri í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Neðra- Apavatni Ásmundur Eiríksson bóndi á Neðra-Apavatni í Grímsnesi ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Laugardagur 85 ára Björg H. Sigurðardóttir Halyna Nyshchun Margrét Guðmundsdóttir Sigríður J. Valdimarsdóttir Sigþrúður Steffensen Þorbjörg Gísladóttir 80 ára Alice Pauline G. Berg Erla Hannesdóttir Trausti Þorsteinsson 75 ára Kristín Jónsdóttir Sæberg Guðlaugsson Sævar Sigurpálsson 70 ára Erna Anine Thorstensen Guðfinna Sigurbjörnsdóttir Karl Kristmundsson Ketill Ágústsson 60 ára Guðbjartur Jónsson Jóna Aðalheiður Aðólfsdóttir Jón Ásgrímur Ásgeirsson Kristjana Jónsdóttir Ólafur Ólafsson Ryszard Krzeminski Sigrún Óskarsdóttir 50 ára Ármann Jónasson Brynjólfur Jónsson Dóra Kristjánsdóttir Haraldur Magnússon Helga Guðrún Sverrisdóttir Hjördís Árnadóttir Hugi Einarsson Inga Dóra Björgvinsdóttir Jens Pétur Sigurðsson Jón Ingi Valdimarsson Kristín Hreiðarsdóttir Kristján Birgir Skaftason Leonora Raustiené May Margrét Zapanta Sigurbjörg Kristjánsdóttir Þorsteinn Jóhannesson Össur Emil Friðgeirsson 40 ára Davíð Þórðarson Guðmundur Vignir Þórðarson Halla Margrét Ólafsdóttir Hjörtur Hólm Hermannsson Ingibjörg Agnes Jónsdóttir Karólína Baldvinsdóttir Kristjana Skúladóttir Óskar Eiðsson Róbert Jóhannsson Sigrún Sif Jóelsdóttir 30 ára Amor Joy Magno Pepito Anna Margrét Björnsdóttir Árni Bergmann Þórðarson Björk Harðardóttir Daníel Hrafn Kristleifsson Daníel Þór Hjaltason Guðmundur Örn Jónsson Hildur Einarsdóttir Jónas Freyr Guðbrandsson Kristín Steinunnardóttir Kristján Óli Sigurðsson Sunnudagur 90 ára Feodosija Jacentjuka 85 ára Jóhanna I. Birnir 80 ára Benedikt Vilhjálmsson Óskar Karlsson Vigdís Elín Ágústsdóttir 70 ára Baldur M. Geirmundsson Einar A. Kristinsson Guðmundur H. Haraldsson Guðmundur Lárusson Ingibjörg Norberg Kristín Thea Pétursdóttir 60 ára Bjarni Þór Guðmundsson Gerður Guðmundsdóttir Guðmundur Freyr Gunnlaugsson Guðrún Jónsdóttir Halldór Björgvinsson Ragnheiður Ólafsdóttir Valdimar Heimir Lárusson Viðar Ólafsson 50 ára Ásta Pálsdóttir Bára Magnúsdóttir Elísa Baldursdóttir Enreque Ares Pontillas Gregory Mark Eiden Gunnar R Kristinsson Halldór Þorsteinn Þórólfsson Hannibal Sigurvinsson Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir Inga Bára Þórðardóttir Magnús Kristinsson Monika Dagný Karlsdóttir Sólveig Sól Einarsdóttir Stefán Erlingur Helgason Zdzislaw Domszy 40 ára Aðalsteinn Martin Grétarsson Agnar Þór Á. Breiðfjörð Ari Sigfússon Ásgeir Þór Arnar Muller Bergljót Borg Birna Jóhanna Sævarsdóttir Eyþór Guðmundsson Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir Jón Helgason Ólafur Ágúst Haraldsson Sigurður Rúnar Steinsson Sladjana Valdís Radinovic Sunna Björg Sigfríðardóttir Sveinborg Lovísa Hauksdóttir Valentina Ansano Ycot 30 ára Andrea Dan Árnadóttir Margrét Kristín Pálsdóttir Rakel Kristinsdóttir Rakel Ósk Hafsteinsdóttir Sigríður Heiða Sigurðardóttir Sævar Markús Óskarsson Vigdís Elfa Jónsdóttir Víkingur Ari Víkingsson Til hamingju með daginn Guðmundur Sæmundsson hefur varið doktorsrannsókn sína við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heiti rannsóknarinnar er Það er næsta víst… Hvað einkennir einkum umfjöll- un um íþróttir í íslenskum bók- menntum og fjölmiðlum?, eftir frægu orðatiltæki höfðingjans í hópi ís- lenskra íþróttafréttamanna, Bjarna Felixsonar. Markmið doktorsritgerðarinnar er að draga saman þekkingu um umfjöll- unina um íþróttir í íslenskum bók- menntum og fjölmiðlum. Beitt er ýms- um afbrigðum orðræðu- og texta- greiningar. Í niðurstöðum rannsókn- arinnar kemur meðal annars fram að gera megi ráð fyrir því að innan ís- lenskra íþrótta ríki svipuð sjálflægni og einstaklingshyggja og annars stað- ar á Vesturlöndum. Þessa sjáist þó lítt merki í íslenskum nútímasagnaskáld- skap, þar ráði ríkjum rómantísk sið- ferðisafstaða til íþrótta í anda fornrita, ungmennafélags- hugsjóna og ól- ympíuhugsjónar. Í íslenskri íþrótta- orðræðu fjöl- miðlanna ber hins vegar mest á þjóð- ernisstolti og af- rekshrifningu. Þöggun eða veru- lega skert umfjöllun ríkir gagnvart flestum íþróttagreinum öðrum en knattspyrnu og handbolta, gagnvart íþróttakonum og gagnvart fötluðum íþróttamönnum. Loks einkennist ís- lenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum af gáska og gamansemi, ýktu orðafari, nýjungum í málfari og ríku skáldmáli. Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er að umfjöllun um íþróttir á Íslandi ein- kennist fyrst og fremst af sterkum til- finningum og geðshræringum sem lýsa sér í siðrænni afstöðu til íþrótta, í íþróttaorðræðu bókmennta og fjöl- miðla og í íþróttamálfari fjölmiðlanna. Guðmundur Sæmundsson Guðmundur Sæmundsson lauk BA-prófi í íslensku og norsku frá HÍ 1971, cand. mag.-prófi í norrænu, málvísindum og íslensku frá Óslóarháskóla 1974 og M.Ed.- prófi frá KHÍ 2002. Guðmundur hefur m.a. starfað við rit- og útgáfustörf og verið framhaldsskólakennari við Framhaldsskólann í Skógum og Menntaskólann á Laugarvatni. Frá 1996 hefur hann starfað sem fjarkennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og frá 2011 sem fjarkennari við Linné-háskólann í Växjö í Svíþjóð. Hann hefur starfað við Kennaraháskóla Íslands, síðar Menntavísindasvið HÍ, frá 2001, fyrst sem stundakennari og síðan aðjunkt í 50% starfi en frá 2005 sem aðjunkt í fullu starfi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands á Laugarvatni. Guðmundur er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur Kolka, MA og doktorsnema við Háskóla Íslands, og á 6 börn, 9 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Doktor Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón NÝ SENDING UNGBARNALÍNAN ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND WWW.SKOR.IS Ecco Mimic Stærðir: 19-26 Verð kr. 10.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.