Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015
d
KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI
SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS
KLASSÍSKAR
GÆÐASTUNDIR
Mezzo ogMezzo Live eru frábærar stöðvar helgaðar klassískri
tónlist, óperu, ballett, djass og heimstónlist
LAUGARDAGUR
19.30 MezzoPuccini undir stjórn Zubin Mehta.
Töfrandi arkitektúr Palau de les Arts Reina
Sofía dregur framþað besta í óperunni Turando
eftir Puccini. ZubinMethamundar sprotann.
SUNNUDAGUR
19.30 MezzoBach undir stjórn Jordi Savall.
Gömbuleikarinn göldrótti Jordi Savall
stýrir flutningi ámargbrotnum svítumog
konsertverkumBach. Upptaka úr Fontfroide
klaustrinu í Suður-Frakklandi.
Tværglænýjar sjónvarpsstöðvareingöngu íSkjáHeimi
LAUGARDAGUR
19.30 Mezzo LiveSlatkin og Orchestre
National de Lyon.Leonard Slatkin seiðir
frammögnuð blæbrigði í verkumeftir
Bolcom, Beethoven ogMússorgskí.
SUNNUDAGUR
19.30 Mezzo LiveRené Jacobs stýrir
Orlando eftir Handel.Verðlaunuð
uppfærsla áOrlando eftir Handel.
Upptaka frá LaMonnaie í Brussel.
skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum
Það er mikil veisla í bíó-húsum landsins þessadagana, nokkrar kvik-myndir sem tilnefndar
eru til Óskarsverðlauna sýndar og
þá m.a. í Bíó Paradís þar sem nú
standa yfir Óskarsdagar. 
Whiplash er ein þeirra mynda
sem Bíó Paradís sýnir og óhætt
að mæla með henni. Kemur þar
margt til, m.a. fantagóð frammi-
staða leikara, áhugavert umfjöll-
unarefni, góð tónlist og síðast en
ekki síst fróðleg sálfræðileg hlið
sem vekur áleitnar spurningar. 
Myndin dregur nafn sitt af
þekktu lagi trompetleikarans og
djass-tónskáldsins Don Ellis af
plötunni Soaring frá árinu 1973
og segir af Andrew Neyman, 19
ára nema í djasstrommuleik við
Shaffer-tónlistarskólann sem mun
vera einn sá virtasti í Bandaríkj-
unum. Neyman er metnaðargjarn
og dreymir um að verða bestur í
sínu fagi, öðlast frægð og frama
líkt og hans helsta fyrirmynd,
Buddy Rich, og komast í
aðaldjasshljómsveit skólans sem
stjórnað er harðri hendi af virtum
djasspíanóleikara og hljómsveit-
arstjóra, Terence Fletcher. 
Fletcher gefur Neyman tæki-
færi en reynist hinn mesti harð-
stjóri og kvalari, beitir hann and-
legu og líkamlegu ofbeldi og
óbærilegum þrýstingi. Fletcher er
í raun líkari herþjálfa en hljóm-
sveitarstjóra, fordómafullur kval-
ari sem svívirðir tónlistarnemana
út í eitt. Neyman er hins vegar
ekki á því að láta Fletcher buga
sig, æfir sig linnulaust þar til
blæðir úr höndunum á honum til
að mæta kröfum harðstjórans
sem leggur mikla áherslu á hraða
í trommuleiknum. Hljómsveitin á
að taka þátt í virtri djasskeppni
og spennan í myndinni magnast
eftir því sem nær dregur henni
með tilheyrandi dramatík. Inn í
fléttast ástarlíf trymbilsins unga
og stirt samband hans við nán-
ustu ættingja sem meta hann ekki
að verðleikum.
Ekki skal farið frekar út í
söguþráðinn, það myndi skemma
fyrir þeim sem eiga eftir að sjá
myndina. Í grunninn fjallar Whi-
plash aðeins að hluta um tónlist
eða tónlistarnám sem slíkt, en
þungamiðja myndarinnar eru
spurningar um hæfileika og hvort
æfingin skapi meistarann. Harð-
stjórinn Fletcher er á því að nem-
endur þurfi að vera á ystu nöf og
því til stuðnings tönnlast hann á
sögunni af því hvernig Charlie
Parker hafi orðið að þeim meist-
ara sem hann var, vegna þess að
trommuleikari Count Basie, Jo
Jones, hafi fleygt symbal í hann
því Parker spilaði þá ekki í takt
við hljómsveitina (þetta mun vera
rangt, Jones lét symbalinn detta
á sviðið, ef rétt er skilið hjá rýni).
Fletcher er viss um að atvikið
hafi skapað hinn ódauðlega
?Bird?, eins og Parker var kall-
aður. Parker hefði annars ekki
tekið sig á og æft eins og brjál-
aður væri. Hljómsveitarstjórinn
segir engin orð eins skaðleg á
enskri tungu og ?good job?, þ.e.
?vel að verki staðið?. Nei, til þess
að verða stórkostlegir þurfi menn
að þjást og finna fyrir óttanum.
Enginn verður óbarinn biskup.
Sem er ekki rétt, eða hvað?
Sú mynd sem dregin er upp af
tónlistarnámi og djassi virðist
hafa stuðað marga, ef marka má
?gúggl? ofanritaðs og þá m.a.
áherslan sem lögð er á hraða
trommuleikarans í myndinni, að
spila sig til blóðs og kennsluað-
ferðir Fletchers. Vaknar þá
spurningin: er tónlist líkari íþrótt-
um en okkur grunar? 
En Whiplash er bíómynd,
skáldskapur, afþreying. Hvergi
hefur ofanritaður séð það fullyrt
að hún eigi að gefa raunsæja
mynd af djassnámi í virtum tón-
listarskólum eða aðferðum hljóm-
sveitarstjóra. Ekki er heldur
hægt að útiloka að sadískir hljóm-
sveitarstjórar á borð við Fletcher
fyrirfinnist í tónlistarskólum.
Djassleikur stórsveitarinnar í
myndinni er fantagóður og gagn-
rýnandi skemmti sér vel og naut
tónlistarinnar.
Whiplash er áhugaverð og
spennandi mynd. Simmons, sá
skotheldi leikari, er frábær í hlut-
verki Fletchers og hin unga og
rísandi stjarna Teller ekki síðri í
hlutverki Neymans, mjög sann-
færandi við trommusettið enda
lærður trommuleikari. Klippingin
er hröð og áhrifamikil í spennu-
þrungnustu trommuatriðunum og
myndatakan kyndir undir spenn-
unni. 
Raunsæ eða ekki, Whiplash er
virkilega gott bíó.
Enginn verður óbarinn biskup ? eða hvað?
Kvalræði Fletcher pískar trommunemann Neyman áfram í Whiplash. 
Bíó Paradís
Whiplash bbbbn
Leikstjóri: Damien Chazelle. Aðalleik-
arar: J.K. Simmons, Miles Teller, Melissa
Benoist og Paul Reiser. Bandaríkin,
2014. 107 mín. 
HELGI SNÆR 
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52