Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  44. tölublað  103. árgangur  VEIT HVAÐ HÚN VILL OG HVAÐ HÚN ER AÐ GERA FEÐGA DREYM- IR DRAUMA UM FRIÐ FRIÐARHÁTÍÐ 10SASHA SIEM 47 Morgunblaðið/Kristinn Verkefni Ingveldur Geirsdóttir tekst á við verkefnið krabbamein. Árið 2014 var viðburðaríkt hjá Ing- veldi Geirsdóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu. Um sumarið flutti hún úr Hlíðunum í Árbæinn ásamt sex ára gömlum syni sínum, Ásgeiri Skarphéðni Andrasyni. Um líkt leyti áttaði hún sig á því að hún væri ólétt, þá nýbyrjuð með kærastanum sín- um, Kristni Þór Sigurjónssyni. Um haustið greindist Ingveldur síðan með brjóstakrabbamein. „Ég hef verið að grínast með það við vini mína að ég ætti að skrifa bók – Karl, krakki og krabbi,“ segir hún hlæj- andi. Ingveldur fór strax í brjóstnám og fljótlega eftir það hófst lyfjameðferð sem gengið hefur vel og virðist ekki ætla að skaða barnið. Ingveldur á að eiga eftir fimm vikur og segir veik- indin hafa haft minni áhrif á líf sitt en hún bjóst við. Hún gerir sér þó fulla grein fyrir því að verkefninu, eins og hún kallar það, er hvergi nærri lokið. Nánar er rætt við Ingveldi í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Karl, krakki og krabbi  Greindist með brjóstakrabbamein á meðgöngunni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísitala kaupmáttar launa í janúar sló met og hefur hún ekki verið jafnhá síðan hún var tekin upp 1989. Haukur Eggertsson, sérfræðing- ur á félagsmálasviði Hagstofu Ís- lands, segir nýjan kjarasamning lækna og 2% launahækkun hjá grunn- og framhaldsskólakennurum um áramótin eiga þátt í að launa- vísitalan hækkaði í janúar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins munu kjarasamningar flugmanna og flugfreyja einnig hafa valdið hækk- unum á almennum vinnumarkaði. Til að fá út vísitölu kaupmáttar launa er launavísitölunni deilt með vísitölu neysluverðs til að leiðrétta fyrir verðlagsþróun. Vísitalan er því mælikvarði á greidd raunlaun, aðra en tilfallandi yfirvinnu, á hverja unna vinnustund. „Vísitala kaup- máttar launa á hverja meðalklukku- stund án tilfallandi yfirvinnu á Ís- landi hefur aldrei verið hærri,“ segir Haukur og tekur fram að yfirvinna sé ekki tekin með í reikninginn. Hækkar árslaun um 564 þúsund Samkvæmt lauslegri áætlun út frá þróun launavísitölunnar, sem vísi- tala kaupmáttar launa byggist á, má ætla að regluleg heildarlaun hafi hækkað úr 526 þúsund krónum árið 2013 í 573 þúsund kr. í janúar, eða um 47 þúsund kr. á mánuði. Það þýð- ir 564 þús. kr. hækkun á árslaunum. Forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins segir litla verðbólgu eiga þátt í þessari þróun. MLítil verðbólga » 4 Vísitala kaupmáttar launa aldrei jafnhá  Læknar, kennarar og flugmenn leiða hækkun í byrjun árs Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Hækkun launa hjá læknum hefur áhrif á vísitöluna. Hljómsveitin Sykurmolarnir hlaut heiðursverð- laun Íslensku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru af Illuga Gunnarssyni, menntamálaráð- herra, í Hörpu í gærkvöldi. „Hljómsveitin Sykur- molarnir var fyrsta íslenska hljómsveitin sem náði heimsfrægð og ruddi þannig braut sem margar íslenskar hljómsveitir hafa fetað upp frá því,“ sagði meðal annars í rökstuðningi dóm- nefndar. »48-49 Sykurmolarnir fengu heiðursverðlaun Morgunblaðið/Ómar  Unnið er að undirbúningi upp- byggingar á náttúrulaugum við Deildartunguhver. Stefnt er að því að ferðafólk á leið um Borgarfjörð geti á næsta ári baðað sig í vatni úr vatnsmesta hver Evrópu. Bræður frá Deildartungu II og konur þeirra horfa til þess að ferðafólki sem kemur að Deildartunguhver fjölgar ár frá ári og hefur svo verið frá því að Deildartunguhver var virkjaður á árinu 1981. »6 Laugar með vatni úr vatnsmesta hvernum Ástandið á Landspítalanum er ör- yggisógn að sögn Páls Matthías- sonar, forstjóra, en í forstjórapistli sínum í gær greinir hann frá því að síðustu vikur á spítalanum hafi verið verulega þungar. Segir hann það ráðast af árstíðabundnum sveiflum tengdum hefðbundnum umgangspestum svo sem inflú- ensu. Hann segir ástandið hafa verið verst á bráðamóttökunni. „Oftar en ekki reynist þungt og nánast ómögulegt að leggja sjúklinga inn vegna þrengsla og hafa sjúklingar þurft að dvelja á bráðamóttökunni of lengi,“ segir Páll í pistli sínum. Hann segir að meðal annars sé unnið að leiðum sem stytta inn- lagningarferli sjúklinga frá bráða- móttöku á deildir. Ástandið öryggisógn  Gríðarlegt álag á Landspítalanum 1.390 kr. ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI EF ÞÚ SÆKIR PÖNNUPIZZA: 1.590 KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.