Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  48. tölublað  103. árgangur  VINNUVÉLAR OG TÆKI FRÁ ÝMSUM HLIÐUM GJALD FYRIR HÁAR INNISTÆÐUR DJASS- OG RAFSKOTIN TÓNLISTARHÁTÍÐ VIÐSKIPTAMOGGINN BERLIN X REYKJAVÍK 3824 SÍÐNA SÉRBLAÐ  Töluverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum á samsetningu stjórna þeirra 13 íslensku fyrir- tækja sem skráð eru í Kauphöllina. Lög um kynjakvóta í stjórnum hafa haft áhrif en þó skipa konur aðeins 43% sætanna við stjórnarborðin. Konur eru í meirihluta í fjórum stjórnum af þrettán og af þeim sjö einstaklingum sem sitja í fleiri en einni stjórn eru fimm þeirra konur. Þá eru stjórnarlaunin í fyrirtækj- unum mishá og munar 374% á laun- um hæstlaunaða stjórnarformanns- ins og þess sem minnst fær greitt. Fastar greiðslur til stjórnarmann- anna 67 nema 264 milljónum króna á ársgrundvelli. Þær eru þó tölu- vert hærri vegna aukagreiðslna ýmiss konar sem tengjast störfum stjórnanna. »Viðskipti Karlar skipa tæp 57% stjórnarsæta í Kauphöllinni Veðja á Hafnarfjörð » Fjárfestar eru byrjaðir að innrétta 68 herbergja hótel í Vallahverfinu í Hafnarfirði. » Þeir sjá mikil tækifæri í æfingaferðum erlendra íþróttamanna til Íslands. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks í fyrra. Þannig fjölgaði fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar grein- ar um 2.700 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði starfandi þá um 2.800. Þetta kemur fram í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræð- ings hjá Hagstofu Íslands, sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Vöxtur ferðaþjónustunnar kemur ef til vill skýrast fram í því að um 12 þúsund manns störfuðu við rekstur gististaða og veitingarekstur í árslok 2014 og var greinin þá orðin sú fimmta mannaflsfrekasta á landinu. Var hún til dæmis orðin fjölmenn- ari en byggingargeirinn en um 10.900 manns störfuðu í þeirri grein. Starfandi í janúar sl. voru 182.100 og höfðu þá aldrei verið jafn margir í mánuðinum. Að sögn Ólafs Más er atvinnuþátttakan að nálgast meðal- talið á öldinni. Í janúar hafi atvinnu- þátttakan verið 81,5%. Til saman- burðar sé meðaltal allra mánaða frá árinu 2003 – þegar Hagstofan hóf að mæla alla mánuði ársins – 81,7% at- vinnuþátttaka. Atvinnuleysið er hins vegar meira en á þensluárunum. Ferðaþjónusta knýr vöxt  Án vaxtar ferðaþjónustugreina hefði starfandi fólki líklega ekki fjölgað í fyrra  Fleiri vinna orðið við gistiþjónustu og veitingarekstur en í byggingarstarfsemi MFerðagreinin vex hratt »6 og 14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nauðsynlegt sé að opinská umræða fari fram í þjóðfélaginu um það mat greiningardeildar Ríkislögreglu- stjóra að hryðjuverkaógn hafi aukist hér á landi og að hættustig vegna hryðjuverkaárása hafi verið fært upp um eitt stig í nýju hættumati og sé nú í meðallagi. Ólöf sagði í gær að ekki væri tíma- bært að tjá sig efnislega um tillögur Ríkislögreglustjóra um að hugað verði að lagasetningu um auknar rannsóknarheimildir lögreglu vegna rannsókna brota er beinast gegn stjórnskipan rík- isins og æðstu stjórn. „Mér finnst eðlilegt, eft- ir að þessi skýrsla greiningardeildar er komin fram, að við ræðum efnis- atriði hennar og tillögur opinskátt. Það er mikilvægt að við getum rætt með opnum huga öryggismál landsins og þær heimildir sem lögreglan þarf að hafa til þess að viðhalda öryggi hér í landinu. Innan- ríkisráðuneytið mun leggja sitt af mörkum til þess að slík umræða fari fram. Ég held að það sé eina leiðin til þess að ná árangri,“ sagði Ólöf. „Hvað varðar þá þörf á auknum rannsóknarheimildum sem greining- ardeild Ríkislögreglustjóra telur að sé fyrir hendi, þá er það eitthvað sem mér finnst koma til greina. Það þyrfti að sjálfsögðu að skoða vel hvernig það væri útfært og hvernig eftirliti með beitingu slíkra heimilda væri háttað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. agnes@mbl.is »4 og 12 Umræðan þarf að vera opin  Ráðuneytið mun leggja sitt af mörkum, segir Ólöf Nordal Ólöf Nordal Stórir pollar mynduðust víða á götum höfuð- borgarinnar þegar hlýnaði og hlánaði í gær. Hit- inn komst í 3,1°C klukkan 18.00. Þá gerði slyddu sem bættist við krapaelginn. Borgarstarfsmenn brutu klaka og hreinsuðu frá niðurföllum til að veita burt vatni. Í dag er spáð hita um frostmark á höfuðborgarsvæðinu, suðvestan og síðan breytilegri átt 8-15 m/s en norðvestan 13-20 m/s og éljagangi seinnipartinn. Mikill vatnselgur þegar hlánaði í höfuðborginni Morgunblaðið/Golli  Hugmyndir borgaryfirvalda um að þrengja að bílaumferð um Grensásveg eru óskiljanlegar. Þetta segir Atli Rúnar Halldórsson, íbúi í Fossvogshverfi. Eðlilegra væri að nota peninga borgarsjóðs til að fylla í holur á götum borg- arinnar. Fjallað er um fyrirhug- aðar framkvæmdir á Grensásvegi í greinaflokknum Heimsókn á höf- uðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Í heimsókninni í Háaleitis- og Bú- staðahverfi er að auki m.a. sagt frá tilurð Smáíbúðahverfisins, þar sem framtak einstaklinga naut sín til fullnustu, rætt um framtíð Land- spítalabyggingarinnar í Fossvogi og áform um nýbyggingar. »18 Þrenging Grensás- vegar óskiljanleg Spáð er sterkum vindstreng á Vest- fjarðakjálkanum í dag og líklega nær hann inn á Snæfellsnes einnig, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir hríðarveðri á Vestfjörðum. Ekkert ferðaveður verður því þar í dag og ekki fyrr en síðdegis á Snæfellsnesi. Gert var ráð fyrir að veðrið gengi niður á Vest- fjörðum í kvöld. Bakvakt var hjá snjóflóðaeftirliti Veðurstofunnar í nótt og fylgst grannt með ástandi mála. Vitað var að töluverð snjóflóðahætta var til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum. Í gærkvöld var ekki talin vera snjó- flóðahætta í byggð á norðanverðum Vestfjörðum. Súðavíkurhlíð var lokuð í nótt vegna snjóflóðahættu. Meta átti stöðuna þar nú í morgun. »2 Óveður á Vestfjörð- um í dag  Fylgst grannt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.