Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 ✝ Hulda Jó-hannsdóttir ljósmóðir fæddist í Hafnarfirði 25. nóvember 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 28. mars 2015. Hulda var yngsta barn hjónanna Jóhanns Jónssonar, f. 1873. d. 1940, og Gróu Þórðardóttur, f. 1895, d. 1986. Hulda fluttist með móður sinni og systkinum úr Hafnarfirði í Hveragerði níu ára gömul en um sama leyti fór faðir hennar á Vífils- staði vegna berkla og átti það- an ekki afturkvæmt. 1967 flutti Hulda til Reykja- víkur þar sem hún bjó eftir það til æviloka. Hulda stundaði nám við Kvennaskólann á Hverabökk- um 1946-1947 og við Ljós- mæðraskóla Íslands 1956-1957. Hún var ráðskona á Garð- yrkjuskóla ríkisins 1949-1950, starfaði við hjúkrunarstörf á Heilsuhæli NLFÍ 1950-1965. Þá var hún aðstoðarráðs- kona á Reykja- lundi 1968-1970. Frá 1973-1993 starfaði Hulda við hjúkrunarstörf á Elliheimilinu Grund. Hulda var ógift en eignaðist 18. september 1960 soninn Jón Magnús með Guðmundi Kristni Erlendssyni frá Hamrahól. Kona Jóns Magnúsar er Ása Dóra Ragnarsdóttir frá Nes- kaupstað og þau eiga börnin Huldu, f. 1984, gift Gunnari Georgssyni og eru börn þeirra Máney Stella, f. 2010, og Adríana Sól, f. 2014; Rúnar, f. 1986; Jóhann, f. 1997, og Eydísi, f. 2000. Hulda var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 9. apríl 2015. Látin er í hárri elli Hulda Jó- hannsdóttir ljósmóðir. Sérstæð kona og merk. Hulda var dóttir hjónanna Jó- hanns Jónssonar frá Steinum undir Eyjafjöllum og Gróu Þórð- ardóttur frá Hrauntúni í Bisk- upstungum. Jóhann var vélstjóri í Hafnarfirði og náfrændi Sveins í Völundi. Hann var kominn á sextugsaldur þegar Hulda fædd- ist og dó frá konu og börnum þegar hún var um fermingu. Móðir Huldu var af ætt gróinna bænda og presta í Tungunum og bar nafn Gróu hinnar ríku á Vatnsleysu þar í sveit. En þrátt fyrir það ólst Gróa Þórðardóttir upp við fátækt og að nokkru leyti á sveit. Foreldrar Huldu komu upp fjórum börnum og kom móðirin þeim öllum til nokkurra mennta. Hulda, sem yngst var, lærði til ljósmóður. Systkini hennar voru Kristrún matvælafræðingur (1920-1985), Ágúst vélstjóri (1917-1963) og Ólafur bormaður og vatnsveitustjóri (1912-1973). Hálfsystur Huldu samfeðra voru Svava (1910-2000) og Sigurdrífa (1911-2010). Þegar Hulda var níu ára flutti Gróa með börnum sínum í lítið hús í Hveragerði þar sem kall- aðist á Mel og stendur við Hveramörk, að kalla má innan hverasvæðisins. Þær mæðgur Hulda og Gróa bjuggu á Mel í áratugi en seinni árin bjó Hulda í íbúð sinni úti á Skeljagranda í Reykjavík og starfaði lengstum við umönnun á Elliheimilinu Grund. Hún giftist ekki en eign- aðist árið 1960 soninn Jón Magn- ús með Guðmundi Kristni Er- lendssyni, ráðherrabílstjóra frá Hamrahól í Holtum. Kona Jóns er Ása Dóra Ragnarsdóttir frá Neskaupstað og eiga þau fjögur börn. Ég kynntist Huldu fyrir tæp- um áratug þegar ég gekk á hennar fund að forvitnast um sögu míns ættfólks. Bláfell, hús móðurættar minnar, stendur gegnt Mel við Hveramörkina og mikill samgangur var milli ömmu minnar og Gróu á Mel. Þegar síðan móðir mín lagðist á sæng nokkuð fyrir tímann á jóla- dag 1961 var hin reglubundna ljósmóðir í Hveragerði ekki til taks. Þá var kallað til Huldu sem varð þannig mín ljósmóðir. Sú Hulda Jóhannsdóttir sem sat með mér í eldhúsinu á Skeljagranda hálfri öld síðar var langt því frá að vera nútíma- kona. Og langt því frá að vera einhöm. Fornleg kona, holdug, mikilúðleg og ellimóð mjög. Hún var ástríðufull reykingakona og svo var að sjá sem hér væri enn uppi ein þeirra kvenna er ég man eftir úr æsku að héldu sér lífs með kaffidrykkju og sígar- ettureykingum. Rétttrúnaður samtímans hefur fyrir löngu lagt bann við þessari gerð lífsnautna- fólks. Minni Huldu var viðbrugðið og frá henni nam ég sagnir sem hvergi höfðu ratað á blað og til- heyrðu miðbiki 19. aldar. En þrátt fyrir þessa yfirburði var Hulda allra manna auðmjúkust í tali. Í þessu bar hún með sér gamlan ættarsvip Hrauntúns- fjölskyldunnar. Þar höfðu lengi farið saman frábærar gáfur en lítillæti, óframfærni og á köflum takmarkað sjálfstraust. En sögur Hrauntúnsfólks þekkti enginn betur en hún. Þegar ég gat lagt saman fróðleik hennar og sögur frá frænda hennar Halldóri Þórðarsyni á Litla-Fljóti, var kominn stofn að bók. Ræktarsemi þessara tveggja við ævaforna sérvisku er aðdáunarverð og seint fullþökk- uð. Blessuð sé minning Huldu Jóhannsdóttur. Bjarni Harðarson. Hulda Jóhannsdóttir Elsku afi. Það er frekar skrítið að setjast og skrifa niður minningarn- ar um manninn sem hefur alltaf verið svona stór hluti af lífinu. Alltaf vissi maður að það væri hægt að koma til þín og heyra sögur, skrítlur eða nýjar vísur frá þér og þess á milli að ræða grafalvarlega hluti. Þú varst svo dásamlegur, alltaf með opinn faðm og hafðir hjarta sem gat alltaf búið til pláss fyrir nýju fólki inn í líf þitt. Þú dæmdir engan að manni heyrandi og varst alltaf til í að aðstoða ef þú mögulega gast. Fyrsta minningin mín um þig er í löggubúningnum, þú komst upp í sveit til okkar og ég faldi mig undir rúmi allan tímann. Ég hélt að löggan væri að koma að sækja mig fyrir að óþægðast en grét svo heilu ósköpin þegar Guðmundur Steindórsson ✝ GuðmundurSteindórsson fæddist 26. sept- ember 1941. Hann lést 9. mars 2015. Útför Guðmundar fór fram 19. mars 2015. þú fórst og ég fékk að vita að þetta var afi. Þú varst tignar- legur maður og ég mun aldrei gleyma þegar þið amma dönsuðuð svo fal- lega í 60 ára af- mælinu ykkar á Borg í Grímsnesi. Að koma til ykkar ömmu hefur verið svo notalegt. þar er maður jafn- ingi ykkar og þið hafið gert mann stoltan af sjálfum sér fyr- ir það sem maður er að brasa hverju sinni. Ef maður var að rölta um Selfoss og heyrði blístruð karla- kórslög út um bílrúðu leit mað- ur brosandi upp og vinkaði enda enginn annar sem kæmi til greina en þú úti að rúnta. Tónlistin var í æðum þér og það var svo gott að sitja við hlið þér á mannamótum því þú hafðir svo þægilega rödd og kunnir líka alla textana svo vel. Þegar ég var ófrísk að Evu varstu duglegur að spyrja hvernig gengi og strax í fyrsta göngutúrnum var farið beint til þín. „Mamma, við verðum að kíkja til afa Jæja,“ heyrðist oft, það kallaði hún þig, enda rumd- irðu oft „jæja!“ Ég er þakklát fyrir að þið kynntust. Það var dásamlegt þegar þið sunguð piparköku- sönginn saman og svo kom að því að hún sagði þér að þagna og hún ætlaði að syngja, þá grettirðu þig en hlustaðir svo með stjörnur í augunum. Ég hlakkaði til að koma með lang- afastrákinn í vor eftir fæðingu en ég veit að þú munt fylgjast vel með okkur öllum og passa. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að á bak við brosið og sönginn væri alvarlegur og mik- ið tilfinningaríkur maður en seinasta vor fékk ég að skrifa um þig verkefni í skólanum um þína upplifun af aðstoðinni sem þú þurftir að þiggja í daglegu lífi. Við spjölluðum lengi saman í símann og ég sat eftir með tár- in í augunum þegar ég kvaddi þig. Það er erfitt að átta sig á því hvernig það er að vera sjúk- lingur og því er ég fegin því frelsi sem þú getur notið núna. Núna ertu kominn til baka í einhverja af skemmtilegu sög- unum þínum „forðum daga vestur á túni“. Eva sagði um daginn: Núna getur afi Jæja loksins hlaupið aftur, og það er ég viss um að sé satt. Núna hefur þú fengið kónga- sæti í paradís til að fylgjast með öllu fólkinu þínu, situr þar með stóran þorrabakka og brosir til okkar. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég heyri einhvern blístra eða fara með fallega vísu eða karlakór syngja. Takk fyrir allt. Þín sonardóttir, Ragnheiður Eva. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast afa okkar Guðmundar sem lést 9. mars síðastliðinn. Afi Guðmundur var mjög góður maður og alltaf til í að hlusta á allt sem við höfðum að segja honum um okkur, hann spurði okkur mikið um hvernig gengi í skólanum og í íþrótt- unum og vildi vita hvað við ætl- uðum að verða þegar við yrðum stór. Það var alltaf gott að koma til hans og ömmu Svölu, fá ömmu- og afakex og mjólkur- glas. Hann var duglegur að segja okkur allskonar sögur og fræða okkur um gamla tímann, hann vissi mjög margt um Ís- land, kunni nöfn á ótal mörgum fjöllum, fjörðum og bæjum. Hann söng líka fyrir okkur alls konar lög, spilaði við okkur og svo gretti hann sig og fíflaðist og kom okkur til að hlæja. Afi gat líka lagað allt sem var bilað og hann lagaði stund- um dót fyrir okkur og kenndi okkur um leið hvernig ætti að gera við hluti og hann fann allt- af ráð við öllu. Við munum ávallt minnast afa Mumma og söknum hans rosalega mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Vilhelm Freyr, Guðmundur og Þórdís Halla Steindórsbörn. Kæri bróðir, mágur og vinur. Nú hefur þú kvatt þennan heim eftir löng og erfið veik- indi. Við minnumst þess ávallt hversu góður og tryggur vinur þú varst og sá besti nágranni sem óskast getur, en við bjugg- um hlið við hlið til margra ára í Hrísholtinu. Það var alltaf stutt í glensið og gleðina hjá þér og þú varst hrókur alls fagnaðar og mikið hlegið þegar þú sagðir frá og brandararnir og kvæðin runnu frá þér hver af öðrum. Við þökkum þér ógleymanlega nærveru þína í gegnum árin og kveðjum þig með söknuði í hjarta. Nú ertu látinn, ljúfi góði vinur, Laus frá þinni löngu þraut og pín. Enginn veit, þá dauðinn yfir dynur, Drottinn ræður, kallar börnin sín. Hafðu þökk fyrir þína kæru kynning, kveð ég þig nú vinur, hinsta sinn. Blessi Drottinn þína mætu minning, Mun hún ætíð verma huga minn. (J.S) Þinn bróðir Hafsteinn og Lovísa mágkona. Það voru skemmtilegir tímar árið 1986 þegar við Bjarnfríður unnum saman að lífssögu hennar, Í sannleika sagt. Ég var 31 árs og hún 62 ára en ég fann aldrei fyrir aldursmuni heldur leit ég á hana sem sterka fyrirmynd. Hún stóð styrkum fótum með sínu fólki og hafði barist fyrir bættum kjörum þar sem hún stóð sjálf við síldartunnurnar og vissi ná- kvæmlega um hvað hún var að tala. Það var mikilvægt fyrir konur af minni kynslóð að fylgjast með því hvernig Bjarn- fríður og hennar kynslóð hóf að ýta við aldagömlu veldi karl- manna sem var sterkt á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þær höfðu upplifað lítillækkandi framkomu karla gagnvart kon- um og það var hressandi að heyra hvernig þær nýttu sér húmor og gamansemi og hvað baráttugleði þeirra og réttlæt- iskennd var ekta og smitandi. Bjarnfríður var svo stór mann- eskja og þótt hún hafi stundum fundið fyrir minnimáttarkennd sáu það fáir. Hún hafði leikið Snæfríði Íslandssól og kunni að bera sig með sömu reisn og hún. Það kom til dæmis vel í ljós þegar hún var lengi vara- maður á þingi á árunum 1971 til 1973. Þá voru fáar konur á þingi og karlarnir vissu varla hvernig þeir áttu að láta. Bjarnfríður vann í mjólkurbúð hálfan daginn og kom beint þaðan inn á þing. Hún viður- kenndi að það hefði tekið svolít- ið á í byrjun en hún var fljót að læra á umhverfið og bræða alla í kringum sig. Hún naut sín hið besta og kom mörgum mikil- vægum framfaramálum verka- fólks á dagskrá. Hún hefði auð- Bjarnfríður Leósdóttir ✝ BjarnfríðurLeósdóttir fæddist 6. ágúst 1924. Hún lést 10. mars 2015. Útför hennar fór fram 20. mars 2015. vitað átt að fá fast sæti á þingi en það var nokkuð ljóst að flokkurinn var ekki tilbúinn að hleypa henni til valda. Það sá ég glöggt þegar henni var bolað burt úr formanns- sæti verkalýðs- málaráðs Alþýðu- bandalagsins árið 1986 og sagði sig þar með úr flokknum. Forystu ASÍ fannst óþægilegt að hlusta á gagnrýni hennar því hún kunni aldrei að segja annað en sannleikann. Það var mikilvæg- ara að hafa þá góða og því var henni fórnað. Sá gjörningur var upphafið að samstarfi okkar við bókarskrifin. Ég var ung kona í flokknum sem hafði trúað því að kjör verkafólks væru eitt helsta baráttumálið en þegar ég sá karlana losa sig við Bjarnfríði gekk ég líka úr flokknum og spurði hvort ég mætti skrifa um hana bók. Ég er stolt af þessari bók og inni- lega þakklát fyrir að hafa feng- ið að sitja við fótskör þessarar konu sem þorði að finna til og taka því sem það hefur í för með sér. Hún var einn mesti unnandi íslenskrar náttúru sem ég hef kynnst. Hún stóð á tví- tugu þegar Ísland varð lýðveldi og það snerti hana djúpt. Jafn djúpt snerti það hana þegar landið var hernumið nokkrum árum seinna. Ást hennar á ljóð- um tengdist þessu tvennu og ljóðlistin var henni gleðibrunn- ur til síðasta dags. Ég kveð Bjarnfríði Leósdóttur með djúpri virðingu og minnist hennar sem einnar af skærustu stjörnum þeirrar kynslóðar íslenskra kvenna sem ruddu brautina í jafnréttismálum. Þær gerðu það meðal annars að verkum að á Alþingi sitja ekki lengur þrjár konur heldur þrjá- tíu. Megi hinar glöðu baráttu- aðferðir þeirra og kvenlegur styrkur verða komandi kyn- slóðum til eftirbreytni. Elísabet Þorgeirsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Ástkæra móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN VALDÍS EGGERTSDÓTTIR, Dísa, dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Einigrund 4, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt föstudagsins 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 13. . Sævar Már Halldórsson, Kolbrún Harpa Halldórsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Kristján R. Ásgeirsson, Heimir Berg Halldórsson, Halldóra Ingimundard., systkini og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar og bróður, AXELS DAGS ÁGÚSTSSONAR, Norðurtúni 16, Egilsstöðum, sem lést 7. mars. Minning hans lifir. . Eydís Bjarnadóttir, Bergur Már Hallgrímsson, Ágúst Þorbjörnsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ívar Hrafn Ágústsson, Geir Þór Ágústsson, Kristín Steinunn Ágústsdóttir, Vaka Bergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.