Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 204
202
HÚNAVAKA
ÆSUSTAÐAPRESTAKALL
Björn Jóhann Jóhannesson, bóndi, Fjósum í Svartárdal, andaðist
á Héraðshælinu á Blönduósi 27. apríl. — Hann var fæddur 17. nóv-
ember 1905 í Kolgröf í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jóhannes
Jónasson og María Guðmundsdóttir, fósturdóttir hjónanna í Kol-
gröf, Björns Þorlákssonar og Jóhönnu Jóhannsdóitur. Björn ólst
upp hjá móður sinni í Kolgröf. Frá 12 ára aldri var hann á nokkrum
bæjum í Skagafirði, unz hann 18 ára kom aftur að Kolgröf. Á árinu
1930 keypti hann, ásamt Hrólfi bróður sínum, jörðina Kolgröf. Þeir
bræðurnir höfðu alizt upp saman og alltaf verið ástúðlegt með jreim,
og það var órofið allt til skilnaðarstundar.
Árið 1939 kvæntist hann Þorbjörgu Bjarnadóttur, sem verið hafði
bústýra hans um þriggja ára skeið, mestu sæmdar- og heiðurskonu.
Bjuggu þau áfrarn í Kolgröf, unz þau fluttu að Torfustöðum í Svart-
árdal 1947. Litlu síðar fluttu þau að Fjósum, Jrar sem heimili þeirra
stóð æ síðan.
Þau eignuðust 7 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þau eru:
Hrefna og Ríkharður, bæði búsett í Reykjavík; Helga, búsett á
Hólmavík; Ragnheiður, búsett í Skagafirði; Alda, Marinó og Eufem-
ía til heimilis á Fjósum.
Björn var heilsuhraustur lengi framan af ævinni, en á síðari ár-
um gerðist heilsan tæpari, svo að hann varð að eiga margar stundir
á sjúkrahúsum.
Með Birni er fallinn í valinn einn af góðbændum sveitarinnar,
duglegur og starfsamur maður. Hann var ánægðastur, þegar hann
hafði næg viðfangsefni. Þó að hann væri alinn upp við frumstæða
atvinnuhætti, fylgdist hann vel með framförum Jreim, sem urðu til
sveita með vélamenningunni. Hann var fyrst og fremst maðnr starfs-
ins.
Hann var ágætlega gefinn og bókhneigður. Með lestri góðra bóka
bætti hann sér upp litla skólagöngu. — Hann var búinn mörgum
góðum eiginleikum, svo sem samúð, hjálpfýsi og góðvild. Engan veit
ég bónleiðan hafa gengið frá hans bæjardyrum, ef Björn gat hjálpað.
Þannig munu margir minnast Björns á Fjósum.
Jón Kr. ísfeld.