Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Lést af slysförum 2. Lést í lestarslysi í Noregi 3. Fékk brjóstamynd á … 4. Nýuppgötvuð veira er sögð … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Legend, með Krumma Björgvinsson í broddi fylkingar, kem- ur fram á belgísku Eurorock-tónlist- arhátíðinni í maí. Þar troða ýmsar rokksveitir upp, meðal annars hin gamalkunna Killing Joke, Fields Of The Nephilim, Front 242 og Peter Hook. Morgunblaðið/Kristinn Legend treður upp á belgískri rokkhátíð  Ragnar Kjart- ansson hefur gert fjórðu útgáfu vídeóverksins „Me and my Mot- her“, með móður sinni Guðrúnu Ás- mundsdóttur leik- konu sem stendur þar við hlið hans og spýtir ítrekað á son sinn. Fyrri verkin, sem sýnd hafa verið víða, gerði Ragnar árin 2000, 2005 og 2010. Verða öll sýnd í i8 galleríi í júní. Fjórða útgáfan af Me and my Mother  Árni Kristjánsson hefur verið tek- inn inn í leikstjórnarnám við Bristol Old Vic. Aðeins fá fjórir nemendur inni á ári og er Árni sá eini í hópnum í ár sem ekki kemur frá enskumælandi landi. Námið hefst í apríl nk. og lýkur með útskrift sumarið 2016. Árni leikstýrir nú einleiknum Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson sem frum- sýndur verður í Nor- ræna húsinu um helgina. Einn fjögurra sem fengu inngöngu í ár Á laugardag Norðaustan 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Snjó- koma eða él, en yfirleitt þurrt suðvestantil á landinu. Frost 0 til 8 stig, mildast við suður- og austurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 m/s um hádegi og dálítil él um landið norðanvert, annars bjart á köflum. Bætir í vind og of- ankomu á Vestfjörðum og suðaustanlands í kvöld. Frost 0 til 6 stig. VEÐUR Valur og Grótta leika um Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll á laugardaginn. Valur vann Hauka í fyrri undanúrslita- leiknum í gær 22:20. Í síðari leiknum hafði Grótta betur gegn ÍBV 34:28. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Val og var marka- hæst en hjá Gróttu skoraði Laufey Ásta Guðmunds- dóttir 10 mörk og var markahæst. »2-3 Valur og Grótta leika um bikarinn KR-ingar urðu í gær deildameistarar í körfuknattleik karla. KR sigraði Skallagrím 96:86 í vesturbæ Reykja- víkur. Á sama tíma vann Grindavík lið Tindastóls á Sauðárkróki 94:84. Ekkert lið getur því náð 1. sætinu af KR þó að enn séu þrjár umferðir eftir af Dominos- deildinni. ÍR vann afar mikilvægan sigur í botnbar- áttunni á Snæ- felli 88:82 »4 KR-ingar tryggðu sér heimaleikjaréttinn Ásynjur Skautafélags Akureyrar tryggðu sér í gærkvöldi enn einn Ís- landsmeistaratitilinn í kvennaflokki í íshokkíi. SA hafði betur gegn Birn- inum 4:1 í Egilshöllinni í Grafarvogi og samtals 2:0 í úrslitarimmunni. SA vann fyrsta leikinn 9:1 fyrir norðan en leikurinn í gærkvöldi var öllu jafnari og þar var staðan til að mynda 1:1 í öðrum leikhluta. » 1 Enn einn titillinn hjá Ak- ureyringum í íshokkíinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Segja má að algjör umskipti hafi orðið á námsvali Stefaníu Bjarn- eyjar Ólafsdóttur stærðfræðings þegar hún lagði leið sína á há- skóladaginn fyrir nokkrum árum til að kynna sér háskólanám. „Ég ætlaði í heimspeki en ákvað að kíkja aðeins á nám í verkfræði en leist ekkert á það sem var þar í boði. Í leiðinni rakst ég hins vegar á stærðfræði og ákvað að velja hana með heimspekinni,“ segir Stefanía. Hún lauk tvöfaldri gráðu í heimspeki og í stærðfræði. Heimspeki og stærðfræði fara merkilega vel saman Hún segir að heimspeki og stærð- fræði fari „merkilega vel saman.“ „Hvort tveggja leggur áherslu á að kenna hugsun. Mér hefur alltaf þótt gaman að leysa vandamál þar sem þarf að beita rökhugsun. Það heillaði mig mest við stærðfræðina,“ segir Stefanía. Hún gekk bæði í Menntaskólann við Hamrahlíð og Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist af fé- lagsfræðibraut. Hún þurfti því að bæta við sig áföngum í stærðfræði, eðlis- og efnafræði auk líffræði til að uppfylla inntökuskilyrði í stærð- fræði. Hún segir það ekki hafa kom- ið að sök að hafa þurft að leggja ör- lítið meira á sig. „Ég flutti til pabba, lærði stærðfræði á daginn og tók á móti systkinum mínum þegar þau komu heim úr skólanum en þau voru að hefja skólagöngu sína,“ segir hún glaðlega þegar hún rifjar þetta upp. Í háskólanáminu fann hún sig fljótt í stærðfræðinni og var fljótari að ljúka námskeiðum í þeirri grein. Líklega hefur það einnig haft sitt að segja að hún tók virkan þátt í fé- lagslífinu í stærðfræði en hún segir það mjög mikilvægt og skemmtilegt. „Þar fær maður bæði félagslegan og námslegan stuðning. Það er alltaf gott að vinna með fólki og vera tilbú- inn að opna sig fyrir öðrum.“ Stefanía er mjög ánægð með námsvalið, en bendir á hlæjandi að það sé hinn mesti misskilningur að hún sé snillingur í hugarreikningi. Fleiri stelpur í fagið Stefanía fer fyrir greiningardeild QuizUp hjá tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Starfið hennar felst í að gera ákvarðanir fyrirtækisins gagnadrifnar, sem er ferli allt frá því að hanna gagnasöfnun og vinna úr gögnum, að því að skila niðurstöðum sem hægt er að vinna áfram með, t.d. hvernig bæta má tiltekið viðmót fyrir notendur, hvaða spurningar QuizUp virka vel, o.s.frv. Félagslífið lykilatriði í háskóla  Háskóladagur- inn vendipunktur í námsvali Morgunblaðið/Árni Sæberg Nám Stefanía Bjarney Ólafsdóttir lauk tvöfaldri gráðu í heimspeki og stærðfræði frá HÍ og starfar hjá QuizUp. Háskóladagurinn er haldinn í 11. skipti frá kl. 12-16 á morgun. Allir sjö háskólar landsins kynna náms- framboð sitt en yfir 500 náms- leiðir eru í boði. Verðandi nem- endur og aðrir gestir geta rætt við núverandi nemendur, kennara, námsráðgjafa og skoðað aðstöðu skólanna. Námskynningarnar fara fram á þremur stöðum: í Háskól- anum í Reykjavík þar sem HR og Bifröst kynna sínar námsleiðir, í Háskóla Íslands þar sem HÍ, Há- skólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Ís- lands kynna námsleiðir sínar og í Listaháskólanum Laugarnesvegi. Rúta gengur á milli skólanna þriggja sem allir geta hoppað upp í og komist auðveldlega á milli bygginga sér að kostnaðarlausu. Þess má geta að tvær nýjar námslínur í stærðfræði verða kynntar í HÍ. Kynning á þremur stöðum ALLIR HÁSKÓLAR MEÐ KYNNINGU Á HÁSKÓLADAGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.