Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 9
DÆGRADVÖL 9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI www.gilbert.is Heimir L. Fjeldsted skrifaði mérog sagði að góðkunningi sinn, sem væri búinn að bíða í tæpa fjóra mánuði eftir skurðaðgerð við krabbameini, segðist þreyttur á biðinni sem tæki meira á en skurð- aðgerð. Hann segði hamingjuna lengi á leiðinni þessa dagana en kysi þó að líta á bjartari hliðar til- verunnar og sendi þessa stöku: Hef gleðina til hæða þá hamingjan er sein og naprir vindar næða sem nísta merg og bein. Stundum kemur það fyrir að kveðist sé á á Leirnum og getur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Ármann Þorgrímsson sagðist á miðvikudag kl. 9.26 vera bjartsýnn á framtíðina: Glaður lífsins gæða naut gatan mín var oftast hrein glími senn við þessa þraut sem þurfum við að leysa ein. Þorkell Guðbrandsson tók undir það kl. 9.40 að bjart væri fram undan: Aldrei varstu auðsins þræll enga dáðir fyrirmenn. Vona að þú vinur sæll verðir með oss lengi enn. Og bætti síðan við: „Mér líst ekkert á þetta dauðahjal í þér, Ár- mann, við þurfum að fá að hafa þig lengi enn!“ Kl. 10.30 er skrifað fyrir hönd Ármanns Þorgrímssonar: Bjart fram undan – það eina sem er öruggt í tilverunni: Fúna tré og fölna blóm fylgir skuggi veggjum öll að lokum undir dóm okkar gjörðir leggjum. Ég vona að ég lifi eitthvað leng- ur. Fékk tvær sterasprautur í gær. Kl. 11.45 sendir Sigmundur Bene- diktsson Ármanni sínar bestu bata- kveðjur „og megirðu lengi með oss vera!“ Að þér kveðum andans þrótt, afl og gleði, vona gnótt, Braga geði bót skal sótt bænum meður dag og nótt. Ljósið skært þín leiti til ljóðakært með stefjaspil, Sónartært við Suttungshyl sál fær nært við bögu yl. Davíð Hjálmar Haraldsson slær á limrustrengi: Lengi á biðstofu bjó Bína (sem dátt áður hló og trallaði og lög lék á túbu og sög) og loks þar úr leiðindum dó. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um gleðina og kveðist á um gæði lífsins Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að vita hvenær maður hefur færst of mikið í fang er eitt, að viðurkenna það er ann- að. Mundu að framsetningin skiptir öllu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem þú leggur á þig í nafni skemmtunarinnar er virkilega hvetjandi. Njóttu líðandi stundar betur og ekki reyna að halda í neitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í viðskiptum í dag og sýndu gætni. Ekki leyfa gremju að krauma innra með þér. Mundu bara að gjalda í sömu mynt þegar þannig stendur á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú hafir sett markið hátt er eng- in ástæða til að ætla annað en þér takist að ná því. Gefðu þér tíma til þess að útskýra hlutina svo ekkert fari milli mála. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Líkamleg óþægindi geta þýtt að þér líki illa það sem þú er beðinn að gera. Jafnvel þótt þú hafir rétt fyrir þér, er þá öll fyrir- höfnin þess virði? Er ekki betra að halda frið- inn? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú skaltu bretta upp ermarnar og taka til hendinni heima hjá þér. Taktu tillit til þess sem aðrir leggja til mála, það gæti hjálp- að, en haltu svo þínu striki til loka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst gaman að ferðast. Láttu fara eins lítið fyrir þér og þú getur þar til stormur- inn er genginn yfir. Eins og er átt þú ekki möguleika til fulls árangurs. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er þvert um geð. Haltu þínu striki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu á fullu í allan dag. Vertu glaður/glöð og lífið verður gott við þg. Njóttu þess en gleymdu þó ekki að eiga samveru með þínum nánustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila þér góðum árangri. Lestu í fólk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þarfir þínar og makans verða skarpari í dag. Taktu af skarið í ótilgreindu sambandi og mundu að nöldur er ekki það sama og aðgerðir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert ekki hræddur við að fara hörðum höndum um sannleikann. Hugsaðu tvisvar áður en þú kaupir nokkuð. Vertu því við öllu búinn því annars getur allt snúist á versta veg. Í klípu FRIKKI FANN LOKSINS SINN SAMASTAÐ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐA SLYS? ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÉG VÆRI AÐ BÚA TIL BÓKASTOÐIR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver til að deila pitsunni þinni með. SÉRÐU ÞENNAN GULLFISK, GRETTIR? ÞETTA ER SÁ SÍÐASTI SEM ÉG KAUPI SKILURÐU HVAÐ ÉG ER AÐ SEGJA? ÉG ÆTTI AÐ NJÓTA HANS? BRA! BRA! BRA! Á HVERJU ÁRI FLJÚGA ENDURNAR HANS ATLA HÚNAKONUNGS YFIR LANDIÐ MITT Á LEIÐ SINNI HEIM... HVERNIG VEISTU AÐ ÞÆR TILHEYRA HONUM? ÞÆR VIRÐAST VITA AÐ ÉG ER ÓVINUR ÞEIRRA! Ástand gatna í höfuðborginni hefuraldrei verið verra, en það kemur Víkverja ekki á óvart, vegna þess að það er stefna borgarstjóra og for- manns umhverfis- og skipulagsráðs að takmarka umferð sem mest í borg- inni. x x x Reykjavíkurborg ber ábyrgð á götum bæjarins en verði bíleig- endur fyrir tjóni vegna ásigkomulags gatna í borginni vísa borgaryfirvöld allri ábyrgð á bíleigendur. Þeir verði að aka eftir aðstæðum og hafi þeir ekki tilkynnt borginni um holur sitji þeir í þeim á eigin kostnað. x x x Víkverji hefur aldrei heyrt önnureins rök og hefur þó ýmislegt furðulegt komið úr ráðhúsinu undan- farin misseri. Ábyrgðin hlýtur að vera borgarinnar, nema hún vari öku- menn við holunum. Þannig er það alls staðar sem Víkverji þekkir til. x x x Borgarstjóri ver forgangsröðunina.Fuglahús á Hofsvallagötu og þrengingar í Borgartúni, á Snorra- braut og Grensásvegi skipta meira máli en viðgerðir á götum borg- arinnar. Fólk á enda ekkert með það að aka bílum í borginni nema þá helst á sunnudögum. Það getur bara tekið strætó, gengið eða farið leiðar sinnar á hjóli. Segir stjórinn. x x x Fleiri tækju eflaust strætó ef hægtværi að treysta því kerfinu, en sagan endalausa um flutninga fatl- aðra í borginni segir allt um þjón- ustuna. Ætla má að einhverjir hjól- uðu ef stígar væru ruddir og gerðir aðgengilegir fyrir hjólandi og sama á við um þá sem vilja ganga. Reyndar finnst Víkverja borgaryfirvöld gera allt sem þau geta til að gera íbúum borgarinnar gramt í geði, þegar sam- göngumál eru annars vegar. Og ýmis önnur mál einnig. x x x Á árum áður var gott að búa íReykjavík, en svo virðist sem borgaryfirvöld vinni markvisst að því að grafa undan fólki í borginni. Það veit ekki á gott. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. (Jeremía 31:3)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.