Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015
? Jóhanna Guð-rún Björns-
dóttir framhalds-
skólakennari
fæddist í Reykjavík
27. september
1947. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 17.
febrúar 2015. For-
eldrar hennar voru
Oddný Ólafsdóttir
kjólameistari, f. 26.
júní 1921 á Látrum í Aðalvík, d.
27. október 2005, og Björn Jó-
hannesson, vélstjóri og kaup-
maður, f. 14. október 1919 í
Flatey á Breiðafirði, d. 6. maí
2004.
Systkini Jóhönnu eru Guð-
björg, sjúkranuddari og snyrti-
fræðingur, f. 14. apríl 1944,
Arndís Herborg framhalds-
skólakennari, f. 27. maí 1945,
Hildur, fv. flugfreyja, f. 7. nóv-
ember 1950, Ólöf Sigríður
framhaldsskólakennari, f. 28.
janúar 1953, og Arinbjörn, tölv-
unar- og guðfræðingur, f. 16.
maí 1963.
Hinn 5. mars 1966 giftist Jó-
febrúar 1980. Sonur þeirra er
Björn Harry, f. 25. júlí 2012.
Jóhanna ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Laugavegi 77
til ársins 1953 og síðan á
Laugavegi 85 þar til hún flutti
með foreldrum sínum í Stórholt
27 árið 1963. Jóhanna og
Tryggvi hófu búskap á Ásbraut
í Kópavogi 1966 og fluttu síðan
í Hraunbæ þar sem þau bjuggu
til ársins 1973. Þá fluttu þau í
Þrastarlund 1, Garðabæ, og
hafa búið þar síðan.
Jóhanna útskrifaðist með
verslunarpróf frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1965. Þá
hóf hún störf hjá Landlækni, en
fljótlega lá leiðin aftur í Verzl-
unarskóla Íslands, þar sem hún
kenndi fyrst vélritun og skjala-
vörslu og síðar tölvunotkun.
Samhliða kennslunni tók hún
stúdentspróf árið 1992 og út-
skrifaðist þá ásamt syni sínum,
Eyvindi. Í kjölfarið tók hún
kennararéttindapróf og síðan
diplómapróf í uppeldis- og
menntunarfræði með áherslu á
tölvu- og upplýsingatækni frá
Kennaraháskóla Íslands í októ-
ber 2004. Jóhanna kenndi við
Verzlunarskóla Íslands allt þar
til hún hætti störfum árið 2012.
Útför Jóhönnu verður gerð
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 27. febrúar 2015, og hefst
athöfnin kl.13.
hanna Tryggva Ey-
vindssyni kerf-
isfræðingi, f. 5.
desember 1943. Jó-
hanna og Tryggvi
eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Halldóra, f. 28.
október 1967, maki
Ingólfur Kristinn
Einarsson, f. 10.
júlí 1967, börn
þeirra eru Kristinn
Sveinn, f. 11. maí 1989, og Jó-
hanna Dóra, f. 21. september
1992. 2) Eyvindur, f. 1. maí
1972, maki Guðlaug Hrönn Jó-
hannsdóttir, f. 5. júní 1970, son-
ur þeirra er Tryggvi, f. 28. nóv-
ember 2010. Dóttir Eyvindar
frá fyrra sambandi er Tinna, f.
11. ágúst 2001, móðir, Hjördís
Þorsteinsdóttir, f. 19. maí 1973.
Börn Guðlaugar frá fyrra sam-
bandi eru Anna Júlía Odds-
dóttir, f. 18. ágúst 1996, Eva
María Oddsdóttir, f. 14. maí
1999, og Jenný Mist Oddsdóttir,
f. 17. febrúar 2003. 3) Oddur
Björn, f. 7. febrúar 1978, maki
Hanna L. Karlsdóttir, f. 26.
Nú er komið að kveðjustund.
Ég er svo engan veginn tilbúinn
að kveðja mömmu mína en langri
baráttu hennar við sjúkdóm sem
tók á sig margar myndir er nú
lokið og ég trúi því að hún sé
komin á betri stað og laus við all-
ar kvalir. Þrátt fyrir ótal margar
gæðastundir taldi ég að enn fleiri
væru í vændum og því afar erfitt
að hugsa til þess þær verði ekki
fleiri.
Mamma hafði ávallt tíma fyrir
mig, hvort sem var að hlusta á
áhyggjur mínar af framtíðinni
eða spjall um hryllingsmyndir.
Hvað sem er. Hún var alltaf til
staðar. Líklega er það stærsti
kosturinn sem nokkur getur búið
yfir.
Síðustu daga hef ég hugsað
mikið um hvort ég lét eitthvað
ósagt sem ég vildi sagt hafa eða
hef látið eitthvað sitja á hakanum
en ekkert kemur í hugann. Senni-
lega mun sú staðreynd að við vor-
um ávallt náin og hreinskilin
hvort við annað gera það að verk-
um að kveðjustundin verður
bærilegri með tímanum. Slík
nánd kemur ekki af sjálfu sér
heldur með gagnkvæmri virðingu
og mikilli ástúð og mamma hafði
þessa tvennu í tonnatali.
Auðvitað þykir mér óendan-
lega sárt að sonur minn fékk bara
tvö og hálft ár með ömmu sinni.
En sögurnar af henni eru margar
og góðar og það mun verða gam-
an að deila þeim með honum. Nú
bið ég mömmu að vaka yfir hon-
um og hún mun fylgjast með hon-
um vaxa og dafna frá þeim stað
sem hún er nú.
Mikilvægi mömmu í minni til-
veru er ekki unnt að greina frá í
fáum orðum og kýs ég að heiðra
hana með orðum og gjörðum í
framtíðinni. Hvíl í friði, elsku
mamma mín, og ég sakna þín.
Oddur Björn Tryggvason.
Í endurminningunni var
mamma alltaf heima og til staðar
þegar ég var krakki. Mamma var
kennari og náði að haga sinni
vinnu þannig að hún væri heima
þegar skólinn hjá okkur börnun-
um var búinn. Ég var alltaf með
vini í kringum mig og mamma tal-
aði oft um að ég hefði sjaldnast
haft tíma til að læra heima, því
þegar einn vinurinn fór heim að
læra, þá kom sá næsti í heimsókn.
Eitt af því sem var svo einkenn-
andi fyrir mömmu var áhugi
hennar á því hvað við vinirnir vor-
um að brasa. Hún vissi hvað við
vorum að hlusta á, hvaða tölvu við
vorum að vesenast í eða hvaða
kvikmyndir voru vinsælastar.
Heima ríkti mjög afslöppuð
stemmning og þetta fundu vinirn-
ir vel og þótti svo gott að koma í
heimsókn og þá var ekki óalgengt
að væri tekið ágætis spjall við
mömmu og pabba.
Það er ekki hægt að minnast
mömmu öðruvísi en að rifja upp
gamlárskvöld. Það er hefð sem er
mjög rótgróin í fjölskyldunni.
Barnabörnin sem eru komin vel á
þrítugsaldur gátu ekki hugsað
sér að missa af gamlárskvöldi
með ömmu og afa. Stjúpdætur
mínar kynntust þessu fyrir fimm
árum og vilja ekki fyrir nokkurn
mun missa af gamlárskvöldi í
Garðabænum, fyrsta árið þeirra
var spilað til að verða fimm um
morguninn ? því höfðu þær bara
ekki kynnst áður. Mamma hugs-
aði um þarfir allra ? graflax í
ómældu magni fyrir Ara frænda,
rækjurétturinn fyrir stelpurnar,
jarðarberin og svo alltaf eðalkjöt
ekki síst fyrir okkur bræðurna
(og aðra auðvitað) og svo mætti
lengi áfram telja. Þetta var
ógleymanleg stund hver einustu
áramót. Mér finnst ómetanlegt að
mamma skuli hafa náð að koma
heim af spítalanum þessi seinustu
áramót hennar og að við skyldum
vera þarna öll fjölskyldan. 
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa náð því að gifta mig í sumar
því það er eitt af því sem mamma
skammaði mig alltaf aðeins fyrir
? að fá bara að upplifa eitt brúð-
kaup sinna barna. Minningin um
mömmu úr þessu brúðkaupi var
yndisleg. Ég sé fyrir mér
mömmu og Dóru systur dansa við
Helga Björns ? þetta er ein af
þessum ógleymanlegu, yndislegu
minningum sem munu aldrei
hverfa.
Ég er líka mjög þakklátur fyr-
ir það hvað hann Tryggvi minn
færði mig aftur nær foreldrum
mínum. Þau sóttu Tryggva einu
sinni í viku og ég kom svo til
þeirra að sækja hann um kvöldið.
Það var svo notalegt að koma
heim og spjalla að oft var ég alltof
seinn heim með litla manninn ?
þannig að ég var eiginlega farinn
að koma fyrr til að sækja hann og
fékk þá skammir fyrir að koma
svona snemma að sækja dreng-
inn ? en það var bara svo notalegt
að spjalla. 
Mamma var sterk kona, hvetj-
andi, sýndi áhuga á því sem var
að gerast í kringum hana og lagði
sig mikið fram við að koma vel
fram við fólk í kringum sig og þá
sérstaklega okkur börnin og
hann pabba. Mamma var virt og
dáð sem kennari og nemendur
hennar skynjuðu þessa kosti sem
gerðu hana að vinsælum kennara.
Elsku mamma, ég er svo stolt-
ur að vera sonur þinn. Þú ert mér
svo mikil fyrirmynd og ég virði
þig svo mikið. Mér finnst svo sárt
að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur
? en gildin þín lifa hjá mér það
sem eftir er.
Þinn sonur,
Eyvindur.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningarorð um mömmu.
Erfitt, af því að ég er svo sann-
arlega ekki tilbúin til að kveðja
núna. Við mamma áttum svo
mörg góð ár eftir, hélt ég. En lífið
er ekki alltaf sanngjarnt og
mamma fékk alveg að finna fyrir
því. Hún hefur glímt við veikindi í
mörg ár, en alltaf staðið uppi sem
sigurvegarinn, veikindin fengu
aldrei að ná yfirhöndinni, fyrr en
núna. Margs er að minnast og við
mamma höfum átt svo ótal marg-
ar yndislegar stundir saman.
Lífið er undarlegt ferðalag og
enginn veit hvað það færir manni.
Ég hef svo sannarlega verið lán-
söm. Lífið færði mér bestu for-
eldra sem ég hefði getað hugsað
mér. Mamma og pabbi hafa alltaf
verið mín stoð og stytta, mín fyr-
irmynd og klettar í mínu lífi.
Minningarnar eru svo margar.
Við höfum átt ótal góðar stundir í
gegnum tíðina. Í tjaldferðum, bú-
staðaferðum, utanlandsferðum,
um páska, jól og áramót og svo
má ekki gleyma öllum góðu,
hversdagslegu stundunum.
Við mamma áttum yndislegt
samband, við vorum alltaf nánar
og mamma var mín besta vin-
kona. Henni gat ég sagt allt. Ég
mun ævinlega vera þakklát fyrir
það. Þrátt fyrir alla sorgina og
sársaukann þessa dagana, þá er
mér þakklæti ofarlega í huga.
Þakklæti fyrir allt sem við áttum
saman.
Mamma og pabbi voru ekki
bara mín stoð og stytta, heldur
einnig stoð og stytta fyrir börnin
mín. Samband þeirra við ömmu
sína og afa er einstakt og við
mamma ræddum oft hvað við
værum fæddar undir mikilli
heillastjörnu, það að eiga svona
gott samband er ekki gefið.
Í gegnum árin ræddum við
mamma oft um að fara í stelpu-
ferð saman, bara við tvær. Við
létum verða af því fyrir nokkrum
árum þegar við fórum saman í
helgarferð til Amsterdam. Þar
skemmtum við okkur konunglega
eins og okkar var von og vísa. Síð-
an fórum við fjölskyldan öll í
ógleymanlega ferð til Tyrklands
sumarið 2007. Yndisleg ferð þar
sem við áttum tvær vikur saman í
sól og sumri og upplifðum ýmis
ævintýri. Það er gott að eiga
þessar góðu minningar.
Orðin duga ekki til, ég get ekki
sett allt á blað sem mig langar til
að segja um mömmu mína. Það
verður á milli mín og hennar. En
minningarnar á ég, þær tekur
enginn frá mér.
Elsku mamma mín, ég veit að
þú tekur á móti mér með opnum
örmum þegar minn tími kemur.
Ég hlakka til að fá að faðma þig á
ný. Þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér í gegnum lífið,
þakka þér fyrir öll heilræðin, alla
viskuna, allan stuðninginn, öll
góðu gildin sem þú hefur kennt
mér og allar stundirnar okkar
saman. Þakka þér fyrir að vera
mamma mín.
Við söknum þín óendanlega
mikið, þú varst og ert okkur svo
dýrmæt. Við pössum upp á
pabba. Sofðu rótt og guð geymi
elsku bestu mömmuna mína.
Þín
Halldóra (Dóra).
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Jóhönnu, tengdamóð-
ur minnar, sem hefur verið tekin
frá okkur svo alltof fljótt. Ég
kynntist þessari yndislegu konu
og þeim hjónunum fyrir um sjö
árum síðan, þegar við Eyvindur
fórum að skjóta okkur saman.
Undir eins var mér tekið opnum
örmum, ég hafði bara hitt þau
einu sinni þegar mér var boðið í
áramótagleði í Þrastarlundinum
og fékk að njóta þar þessarar frá-
bæru fjölskylduhefðar þar sem
var hlegið og spilað fram undir
morgun. Og ekki var síður tekið
vel á móti pakkanum sem fylgdi
mér, þó vissulega hafi verið sér-
stakt fyrir hana að barnabarna-
hópurinn skyldi allt í einu tvö-
faldast. Stelpurnar voru
velkomnar frá fyrstu stundu og
mikið spáð í hvað skipti þær máli.
Þegar kom t.d. í ljós að Jennýju
þætti Stjörnusnakk gott, gat hún
gengið að því vísu í hverri heim-
sókn eftir það á sama hátt og
jarðarber með súkkulaði höfðu
verið til staðar fyrir Tinnu árum
saman.
Fjölskyldan var Jóhönnu svo
mikils virði og hún fylgdist vel
með ungunum sínum og passaði
uppá. Umhyggja hennar fyrir
okkur öllum var aðdáunarverð og
þó hún sjálf glímdi við lang-
stærstu veikindin þá varð hún
alltaf fyrst til að hringja og
spyrja frétta ef öðrum leið illa. Í
lasleika mínum undanfarna daga
hef ég svo oft hugsað til hennar
og hálf-beðið eftir símtali frá
henni til að spyrja hvernig ég hafi
það.
Söknuðurinn er mikill og leiði
yfir því að þessi góða mamma og
amma skuli hafa verið tekin frá
okkur. Ég vildi óska að Tryggvi
litli hefði fengið miklu fleiri ár
með ömmu en ég gleðst líka yfir
staðfestu hennar í að vilja alltaf
sækja hann í leikskólann einu
sinni í viku og hafa fram á kvöld.
Það tryggði okkur öllum margar
gleðistundir, bæði Tryggva
yngri, afa og ömmu með sinni
samveru og ekki síður Eyvindi og
mér í þeim stundum sem við átt-
um þegar við sóttum drenginn.
Ég er líka ógurlega þakklát
fyrir brúðkaupið okkar í sumar.
Hún var nú búin að skjóta því að
okkur hvað hana langaði mikið að
upplifa brúðkaup hjá öðru barni
og ég gleðst innilega yfir að hafa
getað tekið þátt í að uppfylla þá
ósk. Það var ómetanlegt að njóta
aðstoðar hennar við skipulag og
allra góðu ráðanna við undirbún-
inginn. Minningin um þennan fal-
lega dag, ræðuna hennar til okk-
ar, söng og dans á pallinum og
alla umhyggjuna og gleðina mun
alltaf fylgja okkur.
Mér fannst alltaf svo gott að
leita til Jóhönnu, hvort sem ég
þurfti ráð með eitthvað eða bara
til að ræða málin. Hún bjó yfir
þessum fágæta hæfileika sem ég
met svo mikils, að kunna að
hlusta og setja sig í annarra spor
og ég sakna þess endalaust að
sitja og spjalla við hana. Ég vona
að hún hafi upplifað vináttuna
okkar og samveru á sama góða
veg því umfram það að missa
tengdamömmu þá finnst mér ég
vera að missa eina mína bestu
vinkonu.
Elsku Jóhanna mín, takk fyrir
tímann sem við fengum saman,
mér þykir endalaust vænt um
þig.
Guð geymi þig.
Guðlaug Hrönn (Gulla).
Ég kynntist Jóhönnu og
Tryggva um verslunarmanna-
helgina 2009 þegar ég og Oddur,
yngsti sonur þeirra, fórum að
skjóta okkur saman. Þau tóku
mér opnum örmum. Fljótt kom í
ljós að við Jóhanna deildum
áhuga á lestri norrænna krimma,
skiptumst á bókum og þau voru
ófá skiptin sem við ræddum um
bækurnar og mynduðum okkur
skoðun á hvaða höfundur væri
betri en annar. Í upphafi kynna
minna og Jóhönnu eru mér minn-
isstæð ?læknakvöldin? en á mið-
vikudögum var okkur iðulega
boðið í mat og svo tóku lækna-
þættirnir við sem við horfðum
saman á.
Jóhanna hafði lengi glímt við
veikindi sem tóku sinn toll af
henni en aldrei kvartaði hún og
var alltaf boðin og búin að koma
til aðstoðar, sérstaklega eftir að
sonur okkar Odds, yngsta ömmu-
barnið, kom í heiminn. Hún
reyndist mér afar vel og það var
gott að ræða við hana og áttum
við oft og tíðum gott spjall við eld-
húsborðið í Þrastarlundinum.
Það er erfitt að sjá sætið hennar
við eldhúsborðið nú autt.
Þær eru margar og hlýjar
minningarnar sem ég á um Jó-
hönnu, má þar nefna jólasúkkul-
aðið á aðfangadag, gamlárskvöld,
lasagna a la Jóhanna. Á svona
stundum má þakka fyrir góðar
minningar sem með tímanum
verða fjársjóður.
Jóhanna var rík, fjölskylda
hennar er samheldin og á hún
sinn stað í hjarta sérhvers fjöl-
skyldumeðlims.
Elsku Tryggvi og fjölskylda, 
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur á þessum erfiðu tímum.
Hanna L. Karlsdóttir.
Ég og amma höfum alltaf verið
rosa nánar. Við systkinin vorum
mikið með ömmu og afa þegar við
vorum yngri og það voru alltaf
allavega einn til tveir dagar í viku
þar sem þau sóttu okkur af leik-
skólanum/skólanum og við eydd-
um restinni af deginum með
þeim. Það voru alltaf skemmti-
legustu dagarnir. Ég man að ein-
hvern daginn læsti ég mig óvart
inni á klósetti í leikskólanum og
komst ekki út og það eina sem ég
gat hugsað var að þetta væri dag-
urinn sem amma og afi ættu að
sækja mig, og þá gengi nú ekki að
vera læst inni á einhverju kló-
setti.
Við systkinin eigum margar
yndislegar minningar um ömmu
og afa. Við höfum brallað svo
margt saman í gegnum tíðina;
innanlands- og utanlandsferðir,
jól, páskar, áramót og svo margt
fleira. Við höfum farið í óteljandi
sumarbústaðaferðir þar sem það
stendur uppúr þegar amma og afi
lásu fyrir okkur Jón Odd og Jón
Bjarna á kvöldin, en við náðum
takmarkað að fylgjast með sögu-
þræðinum þar sem þau lágu í
hláturskasti yfir annarri hverri
setningu og komu varla upp orði
? en það var hvort eð er miklu
skemmtilegra að hlusta á þau
hlæja heldur en lesturinn. 
Eftir að ég varð eldri minnk-
uðu samskiptin svo sannarlega
ekki. Við búum í næstu götu við
ömmu og afa svo auðvelt var að
rölta yfir í heimsókn. Það var allt-
af svo notalegt að kíkja yfir til
þeirra og spjalla.
Amma bjó yfir sérstökum
hæfileikum að láta manni líða
betur. Í þau fáu skipti sem ég hef
rifist við foreldra mína, þá var yf-
irleitt mitt fyrsta verk að hlaupa
yfir til ömmu og tala við hana, og
þá varð allt strax betra. Svo
þurfti aldrei að segja ömmu neitt,
hún vissi bara allt. Hún vissi allt-
af ef það var eitthvað að, og þá yf-
irleitt líka hvað var að plaga
mann.
Amma mín og afi eru frábær.
Ég get hugsað endalaust um hvað
þau eru sæt, og segi öllum frá því
sem vilja heyra. Það var alltaf
gaman að heimsækja þau og það
sást langar leiðir hvað þau voru
hamingjusöm. Ég hef alltaf litið
upp til þeirra og vona að einn
daginn verði ég svo heppin að fá
að upplifa það sem þau höfðu.
Ég mun vera ævinlega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
ömmu minni svona vel og hafa
eytt svona miklum tíma með
henni. Ég veit að það er klisja að
segja svona, en ég held ég geti
fullyrt að ég hafi átt bestu ömmu í
heimi. Yndislegri konu er ekki
hægt að finna. Hún hefur alltaf
verið svo skemmtileg, glöð, góð
við allt og alla, hress og sterk ?
hún lét sko engin veikindi á sig fá
og kvartaði aldrei. Ég er svo stolt
af því að hafa verið skírð í höfuðið
á henni.
Ég sakna þín gífurlega, elsku
amma mín, takk fyrir allt. Guð
geymi þig.
Þín
Jóhanna Dóra.
Elsku amma mín.
Þegar ég kvaddi þig í hinsta
sinn var ég ekki bara að kveðja
ömmu mína sem hefur verið til
staðar fyrir mig frá fæðingu,
heldur einn af mínum bestu vin-
um. Þú hefur alltaf verið minn
dyggasti stuðningsmaður og
staðið við bakið á mér með ráðum
og dáð alla mína ævi. Við þessa
kveðjustund og í allri sorginni
sem hefur verið hef ég hugsað
mikið til þess hversu heppinn ég
er að hafa haft þig í lífi mínu. Við
áttum tæp 26 frábær ár saman og
enginn getur tekið frá okkur allar
þær minningar sem við höfum
skapað.
Ég hef hugsað mikið til allra
þeirra ferða sem við höfum farið í
saman. Flórída-ferðin var frábær
og situr alltaf í minninu þó ég
hafi nú ekki verið hár í loftinu á
þeim tíma. Portúgal mun svo allt-
af standa upp úr. Að fara að
skoða nýtt hótelherbergi, með
gremjuna að vopni og tárin í aug-
unum yfir því að þurfa að skipta
um herbergi, og sjá svo allt í einu
þig, afa og Odd standa í dyra-
gættinni, er einhver besta minn-
ing sem ég á. Gremjan fór á núll
einni, tárin hurfu og við tók ynd-
isleg vika í sól og blíðu. Tyrk-
landsferðin var svo alveg full-
komin í alla staði, þar sem við
áttum frábærar stundir saman
öll fjölskyldan.
Við fórum nú ekki bara til út-
landa saman. Við systkinin mun-
um aldrei gleyma öllum okkar
sumarbústaðaferðum um víðan
völl sem og öðrum ferðum sem
við fórum í. ?Tryggvi minn, viltu
snúa þér? verður alltaf ein af mín-
um uppáhaldssetningum og ég
mun aldrei geta heyrt um Jón
Odd og Jón Bjarna án þess að
hugsa til ykkar afa og um það
hversu mikið við gátum hlegið við
lesturinn. Allar þessar ferðir og
allar þessar stundir eru ógleym-
anlegar og við systkinin munum
sitja saman um ókomin ár og rifja
upp þessar fallegu og góðu stund-
ir.
Auk allra þessara ferða okkar
höfum við átt ótalmargar góðar
stundir þar sem við höfum setið
tvö saman og spjallað. Alla tíð
höfum við setið og spjallað sem
vinir og jafningjar og hefur mér
alltaf þótt svo vænt um þetta
samband okkar sem ég tel vera
einstakt. Alltaf gátum við spjallað
saman um allt milli himins og
jarðar og rætt í trúnaði um hin
ýmsu vandamál og þá hafðir þú
alltaf ráð undir rifi hverju. Fyrir
allar þessar góðu stundir, allar
þessar frábæru minningar og allt
sem þú hefur gert fyrir mig, vil ég
þakka þér innilega fyrir. Það hef-
ur gert mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag. Ég mun aldrei
Jóhanna Guðrún
Björnsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68