Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR! NOT YOUR DAUGHTERS JEANS VERÐLAUNAMERKI FRÁ USA EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911 www.facebook.com/spennandi www.spennandi.com OPIÐ: MÁN-FIM: 12-18 - FÖS: 12-16 ATH! OPIÐ Á MORGUN LAUGARDAG 28. FEBRÚAR KL.12-15 Ágæti Sigmundur Davíð, forsætisráð- herra. Undirritaður hefur búið á höfuðborg- arsvæðinu alla sína tíð, engu að síður ber ég mikla umhyggju fyrir samlöndum okk- ar á landsbyggðinni bæði samgöngu- og öryggislega séð. Er það ætlan stjórnvalda að horfa upp á borgina brytja niður svæðið um- hverfis Reykjavíkurflugvöll og gera hann óstarfhæfan? Borgaryfirvöld virðast ekki geta beðið eftir áliti Rögnunefndarinnar. Nú var getið um í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar að hún myndi standa vörð um flugvöllinn, þar stendur meðal annars: „Ríkisstjórnin mun vinna að samgöngubótum með áherslu á tengingu byggða. Reykjavíkurflugvöllur er grund- vallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki sem hann hefur gert gagnvart landinu öllu þarf að tryggja fram- tíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu.“ Ég á bágt með að trúa því að þið ætlið að hunsa þessa ályktun. Sam- landar okkar á landsbyggðinni eiga sér þrár og langanir um góðar og öruggar samgöngur við höfuðborg- arsvæðið, þeir leggja einnig fé til samneyslunnar og vilja njóta mögu- legrar návistar við Landspítala há- skólasjúkrahús eins og við sem hér búum. Af hverju á að gera öryggi fólksins á landsbyggðinni lakara en það er í dag? Ég skil ekki að það skuli vera til einstaklingar, sem eru til í að vega að fólkinu í hinum dreifðu byggðum landsins, jafnvel læknismenntað. Auk þess á fólk á landsbyggðinni skýlausan rétt á að það séu greiðar samgöngur í lofti til Reykjavíkur. Því miður er nú- verandi stjórnendum borgarinnar slétt sama um þessar þarfir fólks- ins og virðast ekki skilja skyldur höf- uðborgarinnar í þessu samhengi. Undanfarið hefur rækilega verið áréttað að við búum á eld- fjallaeyju, stjórnvöld- um sem vilja láta taka sig alvarlega ber að skoða öryggishags- muni allra sem landið byggja, því eldgos geta orðið á Reykja- nesskaganum eins og annars stað- ar. Reykjavíkurflugvöllurinn er ör- yggisvettvangur fyrir íslenska þjóð. Að mínu viti getur borgin þróast þrátt fyrir flugvöllinn, þó að einhverjar breytingar verði gerðar á legu hans. Ég skora á stjórnvöld að standa vörð um flugvöllinn, ykkur ber að gera það. Andvaraleysi í þessu máli er ólíðandi. Ég tel að sú skoð- un sem ég set fram í þessari grein eigi yfirburðastuðning meðal þjóð- arinnar. Stöndum saman sem þroskuð þjóð, berum virðingu fyrir þörfum annarra, Íslendingar eru ein fjölskylda. Er það ekki fólkið í landinu sem við erum öll að vinna fyrir? Að lokum fer ég fram á að þú, Sigmundur Davíð forsætisráð- herra, upplýsir Íslendinga með skýrum hætti á síðum blaðsins, um það hvernig stjórnvöld muni beita sér fyrir lausn málsins til fram- tíðar. Sátt er það eina sem skiptir máli. Gangi þér vel. Með vinsemd, Opið bréf til forsætis- ráðherra – Reykja- víkurflugvöllur Eftir Snorra Snorrason Snorri Snorrason »Ég tel að sú skoðun sem ég set fram í þessari grein, eigi yfirburðastuðning meðal þjóðarinnar. Stöndum saman sem þroskuð þjóð Höfundur er bankastarfsmaður. Sjaldan hefur þörfin fyrir dugmikla stjórn- málamenn verið jafn brýn og nú, þrátt fyr- ir að þeir muni ekki uppskera annað en upphrópanir og nei- kvæðni. Reykjavík hefur frá upphafi verið höf- uðvígi sjálfstæð- ismanna þar sem flokkurinn náði oft hreinum meiri- hluta, sönn breiðfylking sem bæði íhaldsmenn og frjálslyndir gátu fylgt sér um. Borgarstjórnarflokk- urinn talaði fyrir mikilvægi lands- byggðarinnar og fór ekki fyrir sjónarmiðum sem hugsanlega veiktu stöðu höfuðborgarinnar. Það sem meiru skipti; í veigameiri mál- um fylgdu menn landsfundarálykt- unum, fylgdu því sem flokkurinn ákvað sameiginlega samkvæmt skipulagsreglum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur fylgi flokksins einungis tvisv- ar farið undir fjörutíu prósent í höfuðborginni. Fyrst árið 2010 þegar flokkurinn fékk þrjátíu og fimm prósent, í seinna skiptið, árið 2014, hrundi fylgið algerlega niður í tuttugu og fimm prósent. Það er mikil einföldun að kenna efnahagshruninu einu saman um stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þótt vissulega eigi það sinn skerf. Skýringarnar liggja víða. Þannig hafa fyrrverandi borg- arfulltrúar flokksins í höfuðborg- inni til að mynda ekki alltaf talað fyrir stefnu flokksins. Flugvall- armálið er eitt dæmi og neikvæðni í garð landsbyggðar og íslensks landbúnaðar annað. Reykvískir sjálfstæðismenn hafa alla tíð borið mikla virðingu fyrir landsbyggðinni og vita vel að án hennar væri engin höfuðborg. Þeim líkar því illa þegar þeir heyra menn tala illa um landsbyggðina, landbúnaðinn og hvað þá flugvöll- inn sem við Reykvíkingar eigum stoltir. Landsfundur, æðsta vald flokksins, hefur ályktað um öll þessi mál og þótt sum- ir vilji gera sig breiða á kostnað flokksins og spila einleik er það nú samt staðreynd að landsfundur er æðsta vald flokksins. Skeyt- ingarleysi gegn lands- fundarsamþykktum mun aldrei skila ár- angri. Við munum eft- ir Icesave en í því máli voru samþykktir landsfundar virtar að vettugi. Þá fór illa. Nú liggur fyrir að síðasti lands- fundur Sjálfstæðisflokksins, með yfirgnæfandi meirihluta, felldi þá hugmynd að gera hlé á aðild- arviðræðum við Evrópusambandið. Hins vegar var samþykkt að við- ræðunum yrði samstundis hætt og þær ekki hafnar aftur án þjóð- aratkvæðagreiðslu. Var landsfund- arsamþykktin í fullu samræmi við vilja flokksmanna og grunngildi flokksins. Er það því fagnaðarefni að formaður flokksins leggi áherslu á að því máli verði lokið á yf- irstandandi þingi. Fleiri mál þarf þó að skoða. Heilbrigðismálin hafa verið í óefni nú um lengri tíma á Íslandi. Heil- brigðir borgarar eru verðmætasta eign sem nokkur þjóð getur átt, sagði Winston Churchill eitt sinn. Það er óumdeilanlegt að veikur samfélagsþegn, einstaklingur sem í upphafi sjúkdóms fær ekki nauð- synleg lyf eða nauðsynlega sjúkra- þjónustu, mun í mörgum tilfellum veikjast meira og í framhaldinu verða meiri byrði á samfélaginu en þörf er á. Sem dæmi gæti sjúkling- ur með tiltölulega væga sýkingu á frumstigi endað á sjúkrahúsi sé sýkingin ekki meðhöndluð og sjúkrahúsvist er samfélaginu afar dýr. Læknaflótti og tækjaskortur hef- ur verið til umræðu og ofan á það bætist að nemendahópur lækna- deildar Háskóla Íslands er allt of fámennur. Ætti í raun að leggja mikla áherslu á að tvöfalda ef ekki þrefalda þann fjölda nýnema sem er tekinn inn í læknadeildina. Þær grunnstoðir þarf að efla til muna og myndu miklu skila. Í þeim mál- um þarf að horfa nokkur ár fram í tímann. Jafnframt þarf að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétt- anna. Þarf að styrkja stöðu heim- ilislækna og gefa þeim færi á að opna sínar stofur. Þá þarf líka að taka til endurskoðunar hvernig sjúkratryggingum er háttað á Ís- landi. Skiptir mestu að fólk sem lendir í óhöppum geti leitað sér hjálpar án þess að þurfa að bíða í fleiri mánuði eftir tíma hjá lækni eða að veskið tæmist við hverja læknisheimsókn. Lyfsölu þarf einn- ig að bæta. Ótækt er að nauðsyn- leg lyf séu ófáanleg svo mánuðum skiptir. Er í því samhengi hugs- anlegt að tengjast stærri markaðs- væðum, minnka markaðs- leyfiskostnað og einfalda innflutningsferlið. Það að bankar reki lyfjaverslanir svo árum skiptir er einnig eitthvað sem ómögulegt er að búa við. Hins vegar er allt ofangreint fallið um sjálft sig ef stjórn- málamenn ná ekki að sigra hjörtu landsmanna á ný. Traust út á við, traust til fulltrúa og ábyrgir stjórnmálahættir munu skipta miklu í komandi framtíð. Traustur grunnur byggir gott heimili. Traust er hægt að endurvekja en það verður ekki gert nema með heilindum og með því að virða grunnstoðirnar, virða landsfund og þær lýðræðislegu stoðir sem Sjálf- stæðisflokkurinn byggist á. Það er hægt að endurvekja hina gömlu tíma þegar stjórnmálamenn nutu trausts og virðingar. Hugvekja til sjálfstæðismanna Eftir Viðar Guðjohnsen » Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur fylgi flokksins einungis tvisvar farið undir fjörutíu prósent í höfuðborginni. Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og varaformaður Félags sjálfstæðis- manna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fyrir liggur frum- varp heilbrigðis- ráðherra um að leyfa auglýsingar á lausa- sölulyfjum í sjónvarpi. Ég hef hingað til ver- ið mótfallinn lyfja- auglýsingum til al- mennings. En um langt skeið hefur ver- ið leyft að auglýsa alls konar snákaolíur óheft í sjónvarpi. Mér detta í hug fýlusmetti sem segjast nota SagPiss og staðhæfingar um að notkun NaglaLink gagnist vel við liðagigt. Að baki þessu liggja engar vísindalegar sannanir fyrir neinni virkni og þess vegna gagnast þetta jukk engum nema þeim skottulæknum og kukl- urum, sem framleiða/ selja þetta rusl. Með hliðsjón af þessu er ég því fylgjandi, að aug- lýsingar á lausa- sölulyfjum verði leyfðar í sjónvarpi, enda er hér um að ræða lyf með ótvíræða og vísindalega sannaða virkni. Lyfjaauglýsingar í sjónvarpi Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson » Að baki þessu liggja engar vísinda- legar sannanir fyrir neinni virkni Höfundur er doktor í lyfjafræði og með diplómu í jurtalækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.