Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015
Í Morgunblaðinu
14. feb. sl. var
fjallað um störf lög-
manna í dóms-
málum eftir hrun
undir fyrirsögninni
?Lögmenn horfist í
augu við sjálfa sig?.
Tilefnið er dómur
Hæstaréttar í Al
Thani-málinu 12.
þ.m.
Í umfjölluninni er m.a. haft
eftir Arnari Þór Jónssyni, lekt-
or við lagadeild HR, að hann
telji ?að Hæstiréttur hafi með
dómi sínum lyft spegli að ásjónu
lögmannastéttarinnar og að lög-
menn geti ekki vikið sér undan
því að horfa vel og lengi í þann
spegil í þeim tilgangi að svara
því gagnvart sjálfum sér og öðr-
um fyrir hvað þeir standa og
hvað hugtakið ?góðir lögmanns-
hættir? felur í reynd í sér.?
Þá er m.a. haft eftir Hrafni
Bragasyni, fyrrv. hæstarétt-
ardómara: ?Eftir hrunið og upp
úr þessu Baugsmáli hefur þetta
orðið algengara ? og ég byggi
þetta á engu nema tilfinningu ?
að menn hafi gengið dálítið
langt í þessum stóru málum.?
Hann nefnir í því sambandi ?til-
raunir til að fá málum frestað,
ellegar málsástæður fyrir
frávísunarkröfum?. Haft er eftir
honum að hann telji ?að slík
framganga lögmanna sé ekki til
framdráttar fyrir þjóðfélagið?.
Fagna ber umræðu
Ástæða er til að fagna um-
ræðu um störf lögmanna, þar á
meðal verjenda í sakamálum.
Reynslan sýnir, bæði hér á landi
og annars staðar, að stöðug þörf
er á fræðslu um hlutverk þeirra
í réttarkerfinu, enda missa
menn því miður stundum sjónar
á því þegar mest á reynir, jafnt
leikir sem lærðir.
Í lögum um meðferð saka-
mála segir að hlutverk verjanda
sé að draga fram í máli allt sem
verða megi skjólstæðingi hans
til sýknu eða hagsbóta og gæta
réttar hans í hvívetna. Sam-
kvæmt lögum um lögmenn ber
lögmanni að neyta allra lög-
mætra úrræða til að gæta lög-
varinna hagsmuna umbjóðenda
sinna. Í siðareglum lögmanna
eru reglur um góða lögmanns-
hætti. Til leiðbeiningar geta
einnig verið aðrar heimildir.
Lögmenn búa við stöðugt að-
hald með vinnu sinni. Aðhaldið
kemur bæði frá skjólstæðingum
og dómurum, auk þess sem
þinghöld í dómsmálum eru al-
mennt opin almenningi og fjöl-
miðlum. Nefna má að dómari
getur í dómi sett fram að-
finnslur við störf lögmanna að
málinu og dæmi eru um að lög-
menn hafi verið beittir viður-
lögum með réttarfarssekt. Slíkt
er þó sem betur fer fátítt hér á
landi.
Til þess að málefnaleg um-
ræða geti farið fram um hlut-
verk og störf lögmanna er nauð-
synlegt að þeir sem taka til máls
skýri mál sitt vel. Sérstaklega
verður að gera þá kröfu til
þeirra sem starfa í rétt-
arkerfinu og fræðasamfélaginu.
Lögmenn eru hluti af rétt-
arkerfinu og það er ábyrgð-
arhluti að láta liggja að því, án
viðhlítandi skýringa, að þeir al-
mennt viðhafi ekki góða lög-
mannshætti í störfum sínum.
Aðfinnslurnar í
Al Thani-málinu
Al Thani-málið er eitt af viða-
meiri dómsmálum íslenskrar
réttarsögu og fordæmalaust.
Ekki var við öðru að búast en
tekist væri á um
form og efni málsins
og látið reyna til
hins ýtrasta á
sönnunarfærslu og
túlkun ákvæða í
refsilögum og lög-
um um meðferð
sakamála svo og á
reglur í stjórn-
arskrá og mannrétt-
indasáttmála Evr-
ópu um réttláta
málsmeðferð.
Ekki verður séð að nýgeng-
inn dómur Hæstaréttar í Al
Thani-málinu feli í sér áfell-
isdóm yfir störfum lögmanna,
hvorki almennt né þeirra sem
fluttu málið. Niðurstaðan um
sekt ákærðu skiptir engu máli í
því sambandi, eins og sumir
virðast halda. Allir eiga stjórn-
arskrárvarinn rétt á að tefla
fram ýtrustu vörnum, hvort
sem þær eru reistar á kröfu um
frávísun máls, ómerkingu eða
sýknu.
Í dómi Hæstaréttar er tvennt
talið aðfinnsluvert. Annars veg-
ar að verjendur tveggja ákærðu
hafi rætt við tiltekið vitni fyrir
aðalmeðferð málsins ásamt
ákærðu. Hins vegar, að því er
virðist, að annar þessara verj-
enda hafi, einn eða ásamt
ákærða, rætt við og sýnt öðru
vitni gögn í málinu fyrir aðal-
meðferð. Á hinn bóginn fellst
Hæstiréttur ekki á aðfinnslur í
hinum áfrýjaða héraðsdómi
varðandi samtöl verjenda
sjálfra við tvö önnur vitni.
Rétt er að vekja athygli á að
engin bein fyrirmæli eru í lög-
um eða siðareglum um hvernig
samtöl við vitni utan réttar
skuli fara fram. Dóma-
fordæmum til leiðbeiningar hef-
ur heldur ekki verið til að
dreifa. Þó hefur verið ljóst að
óheimilt er að hafa áhrif á fram-
burð vitnis. Þetta sýnir vel
hversu vandasamt starf lög-
manna getur verið.
Þörf er á skýringum
Mikilvægt er að Arnar Þór og
Hrafn skýri tilvitnuð ummæli
sín. Vísi þau til aðfinnslanna í Al
Thani-málinu um samskipti
verjenda við vitni, er eðlileg
krafa að það komi skýrt fram.
Vísi ummælin til réttar-
farssektarinnar sem verjend-
urnir tveir sem sögðu sig frá
málinu á fyrri stigum þess voru
beittir, er á sama hátt rétt að
það fari ekki á milli mála. Sú
réttarfarssekt var þó ekki
dæmd í dómi Hæstaréttar í Al
Thani-málinu 12. feb. sl. Dómur
um hana gekk í Hæstarétti í
maí á síðasta ári.
Vísi ummæli Arnars Þórs og
Hrafns til einhverra annarra
tilvika, verður að fara þess á leit
að þeir tiltaki þau skýrlega,
hvaða lögmenn eiga hlut að máli
og hvað er aðfinnsluvert við
störf þeirra eða samræmist
ekki góðum lögmannsháttum.
Ekki er með góðu móti unnt
að ræða frekar um störf og
hlutverk lögmanna eftir hrun á
grundvelli ummæla Arnars
Þórs og Hrafns fyrr en þessi at-
riði liggja fyrir.
Eftir Jónas Þór
Guðmundsson
» Fagna ber um-
ræðu um hlut-
verk og störf lög-
manna en gera
verður þá kröfu að
þeir sem taka til máls
skýri mál sitt vel.
Jónas Þór 
Guðmundsson
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður og formaður 
Lögmannafélags Íslands.
Lögmenn og
spegillinn
Gaman Íslenska bjórhátíðin hófst á Kex Hosteli í gær og byrjunin lofar góðu en hátíðin stendur alla helgina.
Eggert
Undanfarin ár hafa
margir sem greinst hafa
með krabbamein bent á
nauðsyn þess að mótuð
verði stefna í endurhæf-
ingu sem tryggi jöfnuð
og aðgengi að þjónustu,
óháð þáttum eins og bú-
setu og efnahag, svo
dæmi séu tekin. Ekki síst
hefur fagfólk verið þess-
arar skoðunar. Þessa
umræðu þekki ég vel
bæði úr starfi mínu hjá Krabbameins-
félaginu og líka frá fyrri störfum í heil-
brigðisráðuneytinu. Þar var eitt af
verkefnum mínum að taka þátt í að
undirbúa stefnu um endurhæfingu, sem
því miður tókst ekki, svo mikilvægt sem
við öll töldum verkefnið þó vera. 
?Ójöfnuður í endurhæfingu krabba-
meinssjúklinga - tækifæri til úrbóta? er
heiti á grein minni sem birt var í Morg-
unblaðinu 12. febrúar sl. Greininni var
ætlað að varpa ljósi á þörf fyrir heild-
arskipulag endurhæfingar fyrir
krabbameinssjúklinga og í henni fólst
hvatning til heilbrigðisyfirvalda um að
nýta nýútkomna skýrslu, Endurhæfing
eftir greiningu krabbameins, sem
Krabbameinsfélagið gaf út á haustdög-
um. Tvær tillögur til úrbóta eru kynnt-
ar í greinarlok: ? ?efla Landspítalann í
hlutverki sínu sem leiðandi afl og koma
á endurhæfingarráði sem haldi utan um
þræðina og stýri framkvæmd.? Taldi ég
sannast sagna að ekki ríkti mikill
ágreiningur um þessar tillögur né þær
greiningar sem þær byggjast á. Tillög-
urnar eru hvorki nýjar af nálinni né eru
þær mín hugmynd; þær hafa báðar ver-
ið til umræðu í langan tíma og skýrslan
styður þær að mínu mati.
Meistararannsókn fyrir nokkrum ár-
um dró fram þann mismun sem er á
endurhæfingu fyrir þá sem fá hjarta-
og æðasjúkdóma og þá sem fá krabba-
mein. Meðal annars vegna þess var lög-
um Krabbameinsfélagins breytt árið
2011 og nú fjallar fyrsta greinin um
þann tilgang félagsins ?að beita sér fyr-
ir virkri, opinberri stefnu ? í for-
vörnum, greiningu, meðferð og end-
urhæfingu þeirra sem greinast með
krabbamein?. Gerð skýrslunnar er lið-
ur í þeirri viðleitni.
Meginviðfangsefni
skýrslunnar er eins og
fram kemur í inngangi
hennar að fjalla um end-
urhæfingarþörf krabba-
meinssjúklinga og að
kynna helstu endurhæfing-
arúrræði sem fyrirliggj-
andi eru hér á landi. Höf-
undur skýrslunnar, Atli
Már Sveinsson, íþrótta-
fræðingur með meistara-
gráðu frá Bandaríkjunum í
þjónustu við krabbameins-
sjúklinga, kortlagði þá
þjónustu sem í boði var fyr-
ir þennan sjúklingahóp. Gaf hann átta
stofnunum tækifæri til að lesa yfir um-
fjöllun um þeirra starfsemi og gera at-
hugasemdir. Allir þáðu þetta.
Stjórnarformaður Ljóssins, Tómas
Hallgrímsson, gerir í grein 20. febrúar í
Morgunblaðinu athugasemdir við grein
mína, sem ljúft er og skylt að svara.
Í grein sinni virðist mér stjórnar-
formaðurinn ganga út frá því að ætlun
mín sé að fjalla um þá þjónustu sem
veitt er, og telur ?frekar illa vegið að
Ljósinu? væntanlega þá fyrst og fremst
vegna þess að ?hvergi í grein hennar er
getið um það mikilvæga endurhæfing-
arstarf sem fram fer í Ljósinu og víðar,
í þágu krabbameinsgreindra?. Það er
rétt að starfið í Ljósinu er ekki nefnt í
grein minni frekar en önnur úrræði til
endurhæfingar. Greinin er stutt og
fjallar eingöngu um þörf fyrir heild-
arskipulag endurhæfingar fyrir þennan
hóp sjúklinga. Væri ég að fjalla um inn-
tak þjónustunnar hefði ég sannarlega
minnst á starfið í Ljósinu, eins og gert
er í skýrslu Atla.
Einnig er bent á að ég telji að ?því fé
sem lagt er í málaflokkinn sé illa varið,
og hljótum við að setja spurning-
armerki við þá fullyrðingu?. Í grein
minni segir að að við væntum þess að
endurskoðun ? ?leiði til þess að það fé
sem lagt er í málaflokkinn nýtist betur
en nú?. Hér er einungis bent á að í þess-
um málaflokki eru tækifæri til hagræð-
ingar til hagsbóta fyrir krabbameins-
sjúklinga, eins og víða.
Þegar skýrslan lá fyrir var ákveðið
að fá nokkra einstaklinga sem vel
þekkja til mála til að lesa hana yfir með
það að markmiði að tryggja að hún gæti
nýst sem best. Í þessum hópi áttu sæti
tveir krabbameinslæknar, tveir end-
urhæfingarlæknar, einn sérfræðingur í
hjúkrun krabbameinssjúklinga, einn
iðjuþjálfi, einn sjúkraþjálfari og
krabbameinssjúklingur. Í grein stjórn-
arformannsins er gerð athugasemd við
að í þessum hópi var enginn frá Ljós-
inu. Við samsetningu rýnihópsins var
m.a. haft að leiðarljósi að einstakling-
arnir hefðu hvorki komið að samningu
skýrslunnar né hefðu lesið hana eða
kafla hennar á fyrri stigum. Þessi rýni-
hópur skilaði góðu verki og taldi skýrsl-
una vel til þess fallna að leggja grunn
að faglegri umræðu.
Skýrslan hefur verið send Sjúkra-
tryggingum Íslands, Embætti land-
læknis og velferðarráðuneytinu. Jafn-
framt hefur verið haldinn fundur með
ráðuneytinu þar sem farið var yfir
skýrsluna og gerð grein fyrir reynslu
okkar hér í Skógarhlíðinni af sam-
skiptum við krabbameinssjúklinga og
helstu sjónarmiðum. Við trúum því,
m.a. eftir þann fund, að skýrslan muni
reynast gagnlegt plagg við skipulag
endurhæfingar fyrir krabbameinssjúkl-
inga, og að hún geti verið upplýsandi og
fróðleg fyrir næstu skref.
Með stöðugt batnandi lífslíkum
krabbameinssjúklinga eykst þörfin fyr-
ir endurhæfingu og hún verður æ mik-
ilvægari. Endurhæfing er ekki fyr-
irferðarmikil í þeim lögum sem fjalla
um heilbrigðisþjónustu og réttindi
sjúklinga hér á landi. Velta má því fyrir
sér, hvort nú sé tímabært að skoða
hvort skynsamlegt sé að huga að laga-
setningu um þennan þátt heilbrigð-
isþjónustunnar.
Krabbameinsfélagið mun áfram leit-
ast við að vinna að því að þeim, sem
greinast með krabbamein, verði tryggð
endurhæfing eins og hver önnur heil-
brigðisþjónusta.
Ljósinu óskum við allra heilla og vel-
farnaðar í störfum sínum.
Eftir Ragnheiði 
Haraldsdóttur »Með stöðugt 
batnandi lífslíkum
krabbameinssjúklinga
eykst þörfin fyrir endur-
hæfingu og hún verður
æ mikilvægari.
Ragnheiður 
Haraldsdóttir
Höfundur er forstjóri 
Krabbameinsfélags Íslands.
Þörf fyrir heildarskipulag endurhæf-
ingar fyrir krabbameinssjúklinga 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68