Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR 39Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
?Það eru vísbendingar um að farið
sé að gæta gremju meðal íbúa mið-
borgarinnar í garð erlendra ferða-
manna sem þangað sækja. Að þeim
finnist orðið aðeins of mikið af ferða-
mönnum í kringum heimili þeirra,?
segir Jóhanna Ásgeirsdóttir við-
skiptafræðingur
um niðurstöður
rannsóknar sem
hún vann á við-
horfum íbúa í 101
Reykjavík til
ferðamanna.
Rannsóknin
var viðtals-
könnun sem var
undirstaða rit-
gerðar til BS-
gráðu við við-
skiptasvið Háskólans á Bifröst. Vildi
hún meta hvort fjöldi ferðamanna
væri kominn að þolmörkum.
Jóhanna vék í ritgerð sinni að
fyrri rannsóknum í ferðamálafræð-
um. Vitnaði hún meðal annars til
svonefnds Doxey-líkans um viðhorf
heimamanna til ferðamanna en sam-
kvæmt því verður viðhorfið nei-
kvæðara með tímanum, eftir því sem
ferðamönnum fjölgar og áhrifa af
þeim fer meira að gæta í samfélag-
inu. Skv. því er fyrst ánægja með
fjölgun ferðamanna. Svo tekur við
sinnuleysi þegar fjölgunin er orðin
staðreynd. Því næst hefst gremju-
stig en lokastigið er óvild. Ýkt dæmi
sé borgin Feneyjar. Þar hafi íbúum
fækkað úr 150 þúsund árið 1945 í 60
þúsund í dag.
Verðlagið hækkaði gríðarlega
?Ferðamennskan hefur algjörlega
gleypt borgina og allir íbúarnir hafa
flúið burt því verðlag hefur hækkað
upp úr öllu valdi, íbúðakeðjur keypt
allar húseignir, mörgum skólum hef-
ur verið lokað og fleira,? skrifar Jó-
hanna og nefnir að nú komi árlega
20 milljónir manna til Feneyja.
Þá vitnar Jóhanna til svonefnds
Butlers-líkans sem útskýrt er á grafi
hér að ofan. Við efnisöflunina ræddi
hún við fjóra íbúa í 101 Reykjavík og
fylgdi við það aðferð sem leiðbein-
andi hennar mælti með.
?Ég kannaði viðhorf fólks til
ferðamanna. Svörin voru áþekk. Það
kom fram sú skoðun að íbúunum
þyki sem orðið sé of mikið af ferða-
mönnum í hverfinu. Sumum fannst
gisting vera komin í of mörg hús í
kringum heimili þeirra. Það var
mest kvartað undan rútunum, að
þeim væri oft lagt þannig í götur að
þær stoppuðu umferð. Fólkið sagði
að það mætti ekki snúa sér við, þá
væru ferðamenn á næsta götuhorni.
Stundum væru ferðamenn jafnvel að
horfa inn um gluggann í húsum
fólksins. Það kvartaði líka undan því
að það væri orðið dýrt að búa í mið-
bænum. Það sagði að ýmis þjónusta,
á borð við veitingar og mat, væri
orðin dýrari. Að búið væri að
sprengja upp verðið. Það var líka
nefnt að því fylgdi hávaði þegar
ferðatöskur væru dregnar um götur
á öllum tímum sólarhrings. Þau
höfðu áhyggjur af að miðborgin
mundi hugsanlega missa sjarmann
sinn ef þar yrðu eingöngu ferða-
menn vegna þess að íbúar gæfust
upp á að búa þar. Fólkið tók þó fram
að yfirleitt væru ferðamennirnir af-
skaplega indælt fólk og þægilegt,?
segir Jóhanna.
Þótti óáhugavert en nú ?svalt?
Í ritsmíð hennar er að finna ýms-
an fróðleik. Hún vitnar meðal ann-
ars til þeirra orða Stefans Gössling,
fræðimanns á sviði ferðamála, sem
lýsir því hvernig Ísland hafi breyst á
nokkrum árum frá því að vera
,,kalt?, ,,drungalegt? og ,,óáhuga-
vert? svæði í áfangastað sem er
,,svalur?, ,,á jaðrinum og ,,öðruvísi?.
Þykir orðið nóg um ferðamenn
 Rannsókn bendir til að fjöldi ferðamanna í póstnúmerinu 101 Reykjavík sé að nálgast þolmörk íbúa
 Ferðamenn horfa inn um glugga hjá fólki og draga töskur um götur og ganga allan sólarhringinn
Vöxtur og möguleg hnignun ferðamannastaða
Heimild: Ritgerð til BS gráðu, Jóhanna Ásgeirsdóttir
Butler-líkanið
Sex þrep sem ferðamannastaðir ganga í gegnum á sínum líftíma.
1.Uppgötvun: Í fyrstu eru það aðeins fáir ævintýragjarnir ferðamenn sem heim-
sækja ferðamannastaðinn. Þeir ferðast á eigin vegum og fylgja ekki ákveðnum
ferðamynstrum
2. Þátttaka: Eftir því sem heimsóknum ferðamanna fjölgar, eykst þjónustuframboð
fyrir þá. Heimamenn sjá sér hag í því að bjóða fram aukna aðstöðu og þjónustu fyrir
ferðamenn.
3. Þróun: Stöðug fjölgun ferðamanna á staðinn gerir hann að viðurkenndum
ferðamannastað. Staðurinn færmeiri athygli og auglýsingu ámeðal almennings.
Áframhaldandi uppbygging færist meira frá heimamönnum til utanaðkomandi aðila.
4. Styrking: Það dregur úr fjölgun ferðamanna til staðarins. Ferðaþjónustan skiptir
verulegamiklumáli í afkomu ferðamannastaðarins.
5. Stöðnun: Toppnum í fjölda ferðamanna hefur verið náð ogmargir innviðir ferða-
þjónustunnar eru fullnýttir eða ofnýttir meðmeðfylgjandi félagslegum og efnahags-
legum vandamálum.
6.Hnignun/Endurvakning: Ferðamönnum fækkar vegna ofnýtingar á innviðum
ferðaþjónustunnar og vinsældir staðarins verðaminni ogminni. Hins vegar er
mögulegt að fá staðinn til að blómstra aftur með uppbyggingu á aðstöðu.
Hnignun/endurvakning
Fj
öl
di
fe
rð
am
an
na
1.Uppgötvun
2. Þátttaka
3. Þróun
4. Styrking
5. Stöðnun
5. Endurvakning
6.Hnignun
eða
Morgunblaðið/Eggert
Á ferð Íbúar í 101 Reykjavík kvarta
undan því hvernig rútum er lagt.
Jóhanna 
Ásgeirsdóttir
Eftir því sem leið á gærdaginn
fjölgaði loðnuskipum á miðunum
suður og vestur af Reykjanesi.
Fyrstu skipin sem köstuðu sunnan
við nesið í gærmorgun eftir að
lygndi fengu ágætan afla. Loðnan
hélt sínu striki og meðan hún var
að fara í gegnum Reykjanesröstina
var ekkert hægt að eiga við hana.
Litlar fréttir bárust af afla er leið á
daginn og síðdegis var aftur farið
að bræla, en veðrið hefur sett strik
í reikninginn síðustu daga. 
Búið er að landa yfir 186 þúsund
tonnum á vertíðinni, og eiga íslensk
skip þá eftir að veiða um 204 þús-
und tonn. 
Kraftur kemst væntanlega í
frystingu loðnuhrogna á næstu dög-
um og sums staðar er hún hafin. Á
Akranesi byrjaði hrognafrysting á
þriðjudag er fryst voru hrogn úr
farmi Faxa RE. Það er þremur
dögum síðar heldur en á síðasta ári
er hrognaskurður og -frysting hófst
á Akranesi 21. febrúar, að því er
fram kemur á heimasíðu HB
Granda. 
Um 100 manns starfa við hrogna-
skurð og -frystingu hjá fyrirtækinu
á Akranesi á meðan á vertíðinni
stendur. Uppistaðan er starfsfólk
úr fiskiðjuveri félagsins á staðnum
en þeir heimamenn og nær-
sveitamenn, sem tekið hafa þátt í
hrognavertíðum undanfarinna ára,
standa sömuleiðis vaktina. 
Karlinn á Rússland, 
kerlingin á Japan
Á miðvikudag var loðna fryst úr
farmi Bjarna Ólafssonar AK í fisk-
iðjuverinu í Neskaupstað. Bæði var
fryst á Rússland og Japan; karlinn
á Rússland og hrognafull kerlingin
á Japan. Fram kemur á heimasíðu
Síldarvinnslunnar að Japanir séu
mjög ánægðir með loðnuna sem
berst á land þessa dagana. Hún sé
afar gott hráefni og mun betri held-
ur en á vertíðinni í fyrra. aij@mbl.is
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Í ljósaskiptum Hoffell SU 80 vestan við Eyjar í byrjun vikunnar. Loðnan hefur gengið hratt vestur á bóginn og var við Reykjanes í gær. Vonskuveður hefur torveldað veiðar síðustu daga.
Loðnan við Reykjanes,
hrognafrysting er hafin 
 100 manns í hrognavinnslu á Akranesi Ánægðir Japanir
Í upphafi
skyldi endinn
skoða.
Þann 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi
glæsilega Toyota Corolla bifreið.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68