Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR 65Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015
Atli Vigfússon
Laxamýri
?Það er alltaf gaman að hafa ali-
endur, auk þess sem eggin þeirra
eru mjög góð. Ég er lengi búinn
að búa með þær og yfir veturinn
læt ég þær út hvernig sem viðrar
því þær kunna mjög vel við að
viðra sig.? 
Þetta segir Jóhannes Jónsson
bóndi í Heiðarbót í Reykjahverfi
sem er með u.þ.b. 30 alilendur og
þessa dagana eru ungarnir frá því
í sumar að byrja að verpa svo það
er nóg til af andareggjum, en þau
eru eftirsótt vara, bæði í bakstur
og til matar. 
Jóhannes hefur reynslu af
andabúskap frá því hann var
strákur á Húsavík, en eftir að
hann hóf búskap á bænum Heið-
arbót fjölgaði öndunum, enda góð
aðstaða þar og stutt að fara í vatn
þar sem þær geta baðað sig í ánni
sem rennur rétt við bæjarhúsin. 
?Á þessum árstíma læt ég þær
inn á hverju kvöldi og það er
mjög auðvelt að reka þær. Oftast
eru þær hér við húsin yfir daginn
og njóta útivistarinnar. Stundum
getur verið erfitt að ná þeim af
ánni þegar þær fara þangað sem
þær geta þegar er snjólétt. Hund-
arnir hjálpa mér stundum og eru
þeir mjög duglegir að synda til
þeirra og ná þeim saman. Það er
enginn vandi að temja hundana
við að reka endurnar rétt eins og
kindurnar,? segir Jóhannes, en í
Heiðarbót eru þrír Border Collie-
hundar.
Andahúsið hjá Jóhannesi er
mjög vistlegt og undir þær ber
hann sag og kurl til þess að hafa
sem þurrast hjá þeim. Þá eru þar
mörg hreiður, en á hverjum
morgni verpa þær einu eggi hver
og miðað við stærð eru þetta
mjög miklir afurðafuglar. Þegar
þær hafa lokið varpi fara þær út
og fyrir það haldast þær hreinar
og fínar í fiðrinu sem skiptir þær
miklu til þess að líða vel. Þær fá
mikið af brauði og öðru fóðri og
eru vel í holdum þó þær séu úti
við á köldum dögum. 
Yfir sumarið unga þær mikið út
og stundum getur verið erfitt að
finna þær þar sem þær hafa lag á
að komar á staði þar sem hægt er
að vera í felum. 
Endurnar í Heiðarbót eru í
mörgum litum og eru mikil prýði
á bænum. Jóhannes segir að það
þurfi að fara að stækka andahúsið
því hann tími aldrei að fella
gömlu, fallegu kollurnar sem
hann heldur svo mikið upp á. Lík-
lega verður þetta stórbú þegar
fram í sækir. 
Aliendurnar una sér vel úti
 Jóhannes Jónsson bóndi í Heiðarbót í Reykjahverfi er vanur andarækt
Hundarnir á bænum tamdir til að reka endurnar rétt eins og kindur 
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Una sér vel Jóhannes Jónsson í Heiðarbót með andahópinn. Fuglarnir fara út á daginn hvernig sem viðrar. 
Litríkar Endurnar í Heiðarbót eru í mörgum litum og mikil prýði á bænum. 
Viðar Guðjónsson 
vidar@mbl.is
Uppbygging á Grandasvæði við
Reykjavíkurhöfn hefur verið hröð á
undanförnum árum. Um 200 fyr-
irtæki eru á svæðinu og með tilkomu
Hvalasafnsins eru nú þrjú söfn á
Granda auk þess sem þar hefur
sprottið upp fjöldi veitinga- og kaffi-
húsa auk verslana. Til viðbótar eru
nú tveir reitir í gömlu verbúðunum í
Grandagarði 19 og 29 sem ætlaðir
eru undir verslanir eða þjónustu. Að
sögn Gísla Gíslasonar, fram-
kvæmdastjóra Faxaflóahafna, bár-
ust hátt í 50 umsóknir um að hefja
þar starfsemi og segir hann að í
næstu viku verði ákveðið hvers kon-
ar starfsemi verði fengin á svæðið.
?Við horfum til verslunar og lítum til
þess að menn séu með rekstar-
reynslu. Eins viljum við auka fjöl-
breytnina á svæðinu. Við fengum
mjög fjölbreyttar umsóknir og
margs konar rekstur sem fólk hefur
áhuga á að hefja þarna,? segir Gísli. 
Fyrirmyndin erlendis frá
Að sögn hans er fyrirmyndin af
uppbyggingu ólíkra rekstraraðila
fengin erlendis frá og finnur hann
þegar fyrir auknum áhuga ferða-
manna á svæðnu. ?Það er vel þekkt í
mörgum höfnum erlendis að verið sé
að endurlífga svæði í grennd við
hafnir. Segja má að það hafi tekist
sums staðar vel en annars staðar
ekki. Við erum að reyna að gera
þetta með hliðsjón af íslenskum að-
stæðum. Það er ekkert leyndarmál
að við höfum leitast eftir því að auka
þjónustuna nær höfninni og gefa
þannig almenningi tækifæri á því að
upplifa hafnarsvæðin,?segir Gísli. 
Þrjú söfn á litlu svæði
Tíu veitinga- og kaffihús eru á
Granda ef ísbúðin Valdís er talin með.
Gísli segir kúnst að ákvarða uppbygg-
inguna og raða í réttan kokkteil.
?Sums staðar er starfsemi í sjáv-
arútvegsfyrirtækjum og útgerð en
önnur svæði henta betur undir sókn
almennings. Sjá má uppbyggingu
þjónustu við verbúðirnar á Geirsgötu
og þessu svæði safna, veitingahúsa og
verslana sem er á Grandagarðinum og
hluta Mýrargötusvæðis,? segir Gísli.
Frá og með deginum í dag gefst
almenningi kostur á að heimsækja
Hvalasafn sem hefur hafið starfsemi
á Fiskislóð 18. Þar með eru þrjú
söfn komin á þennan tiltölulega litla
reit sem Grandasvæðið er. Auk
Hvalasafnsins er Sjóminjasafnið í
Grandagarði 8 og Sögusafnið við
Grandagarð 2. Gísli segir ekki úti-
lokað að bæta fleiri söfnum á svæð-
ið. ? Þetta er skemmtilegur kokteill
og söfn lífga upp á umhverfið og
minna okkur á skemmtilega hluti.
Eins má nefna að í nokkrum út-
gerðafyrirtækjanna þar leynast
sögufrægir gripir, þannig að á hafn-
arsvæðinu og sérstaklega Örfirisey
luma menn á ýmsum sprotum sem
aldrei er að vita nema spíri frekar,?
segir Gísli. 
Kúnst að raða í réttan kokkteil
 Uppbygging á Grandasvæði þegar leitt til aukins áhuga ferðamanna á svæðinu  Tíu veitinga- 
og kaffihús og þrjú söfn Uppbygging hafnarsvæða sums staðar tekist vel en annars staðar ekki 
Söfn, veitinga- og kaffihús á Grandasvæði
Sjóminjasafnið
Grandagarði 8
Sögusafnið
Grandagarði 2
Hvalasafn
Fiskislóð 18
Texasborgarar
Grandagarði 11
Sjanghæ
Grandagarði 9
Matur og drykkur
Grandagarði 2
Kaffivagninn
Grandagarði 10
Café Retro
Grandagarði 14
Ópnað kaffihús í Sjávarklasanum
Grandagarði 14
Valdís
Grandagarði 21
The Coocoo?s Nest
Grandagarði 23
Grandakaffi
Grandagarði 101
Víkin kaffihús
Grandagarði 8
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Grandi Aukið mannlíf hefur sett svip sinn á Grandasvæðið með tilkomu auk-
innar þjónustu. Margt var um manninn þar á Hátíð hafsins árið 2014. 
Íslendingurinn
sem lést af slys-
förum í Narvik í
Noregi síðastliðið
þriðjudagskvöld
hét Magnús Krist-
ján Magnússon.
Hann var frá
Hamraendum í
Stafholtstungum í
Borgarfirði og fæddur 16. maí 1985.
Magnús heitinn var ókvæntur og
barnlaus en lætur eftir sig unnustu.
Samkvæmt fréttum norskra fjöl-
miðla varð Magnús heitinn fyrir
járnbrautarlest skammt frá bænum
Narvik.
Lést í slysi
í Noregi
Ellilífeyrisþegum fjölgaði á síðasta
ári um 3,8% eða 1.141. Örorkulífeyr-
isþegum fjölgaði á sama tímabili um
1,1% eða 177 og auk þessa hefur end-
urhæfingarlífeyrisþegum fjölgað um
13,1% eða um 185. Þetta kemur fram
í Tölutíðindum Tryggingastofnunar
ríkisins sem sýna breytinguna frá
desember 2013 til sama mánaðar í
fyrra. Fram kemur að lífeyrisþegum
hefur á tímabilinu desember 2013 til
desember 2014 fjölgað í öllum tengd-
um bótaflokkum nema sérstöku upp-
bótinni þar sem þeim hefur fækkað.
Mesta fjölgun þeirra sem fá tekju-
tryggingu, milli áranna 2013 og 2014,
átti sér stað hjá ellilífeyrisþegum þar
sem fjölgunin var 2.093 manns eða
8,3%. Ellilífeyrisþegum sem fá heim-
ilisuppbót fjölgaði einnig mest eða
um 428. Aftur á móti varð fækkun líf-
eyrisþega í bótaflokknum sérstök
uppbót mest hjá ellilífeyrisþegum
um 21,7% eða 1.286 manns milli ára.
Bent er á að laga- og reglugerða-
breytingar hafa töluverð áhrif á
breytingar á fjölda grunnlífeyr-
isþega
Ellilífeyris-
þegum fjölg-
aði um 1.141

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68