Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 4
4 Um miðbik 15. aldar var fyrst byrjað að búa til lesbretti af sömu stærð og útliti og þau sem notuð eru í dag við lestur svonefndra rafbóka. Eini munurinn var sá að þau gengu ekki fyrir rafmagni og einungis var hægt að lesa eina blaðsíðu á þeim. Þessi bretti voru gerð úr kjörviði sem á var lögð pappírsörk með ýmsum fróðleik sem hafði fræðandi gildi fyrir börn svo sem stafrófið, talnaspeki og bænir. Yfir þetta var svo lögð örþunn hornhimna sem var meðhöndluð með sérstökum aðferðum úr horni af geitum, sauðfé eða nautgripum. Hornhimnur þessar höfðu hins vegar þekkst lengi við bókagerð og voru þá meðal annars notaðar til að verja leðurband bókanna gegn hnjaski og þá einkum titlanna á kjölum þeirra. Þessar hornbækur (horn-books), eins og þær voru nefndar, hafa varðveist ótrúlega vel og mjög vafasamt er að lesbretti og tölvur dagsins í dag geti nokkru sinni staðist tímans tönn jafn vel og þau. Hið sama má segja um ýmsar vaxtöflur eða vaxspjöld sem þjónuðu sama tilgangi og fundist hafa meðal annars hérlendis í fornleifauppgröftum. Af teikningum af þessum lesbrettum miðaldanna að dæma má ráða að þau hafi þótt jafn mikill fengur ungu fólki þá og lesbretti dagsins í dag eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu þar sem tvö ungmenni eru á gangi með þessar gersemar. Stúlkan hefur sitt bretti í snúru við beltið á meðan ungi maðurinn heldur á sínu undir hendinni – ekki svo ýkja ólíkt því og tíðkast meðal fólks í dag sem gjarnan vilja berast á og sýna dýrgripi sína. En þetta var útúrdúr frá því sem ég ætlaði eiginlega að skrifa hér um, nefnilega kosti og galla rafbóka samanborið við venjulegar bækur. Það verður að játast að ég var mjög á varðbergi þegar rafbækur fóru fyrst að líta dagsins ljós. Þá brá svo við að ég, sem að jafnaði tel mig mjög nýjungagjarna og tek öllum þeim uppgötvunum fegins hendi sem gera manni lífið auðveldara, leit þessi fyrirbæri tortryggnisaugum. Auðvitað fór ég í markvissa sjálfskoðun á viðbrögðum mínum en fann engin rök fyrir þeim. Ég lagði mig fram við að kynna mér alla kosti rafbóka, las þær í tölvunni minni, fékk mér Kindle á Amazon og fékk lánuð annars konar lesbretti svo ég yrði nú viðræðuhæf um þessa nýju tækni. Og viti menn, þetta var stórkostlegt! Það Gróa Finnsdóttir Af bókum og brettum Mótsagnakenndar hugleiðingar Ungmenni með hornbækur. Myndin er úr bók Charles H. Sylvester, Journeys Through Bookland (Chicago: Bellows-Reeve Company, 1909).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.