Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 30
Það hefur eflaust komið mörg- um á óvart þegar RÚV tilkynnti fyrir helgi að sjálfur Bubbi Mort- hens væri meðal lagahöfunda í undankeppni Eurovision að þessu sinni. Bubbi sagði á sín- um tíma að hann væri alfarið á móti keppni í tónlist og sagðist aldrei ætla taka þátt í Eurovision. Þrátt fyrir það var hann dóm- ari í þættinum Idol-stjörnuleit og stóð seinna fyrir þættinum Bandið hans Bubba. Goðsögnin er því eitthvað að linast á þeirri skoðun sinni því núna er hann kominn hringinn og semur lag fyrir keppnina ásamt Óskari Páli Sveinssyni. Hann samdi einmitt lagið Is it True sem lenti í öðru sæti í fyrra. Bubbi ætlar þó ekki að syngja sjálfur. Margir tengja Hávar við Davíð „Við fengum gott tilboð frá Stöð 2 og ákváðum að taka því,“ segir grínist- inn Steinþór H. Steinþórsson betur þekktur sem Steindi Jr. Í haust var greint frá því að Steindi yrði með þátt á Skjá einum í upphafi næsta árs en sá þáttur verður nú sýndur á Stöð 2 í vor. Steindi var með innslög í þáttun- um Monitor sem sýndir voru á Skjá einum og hann segist skilja við stöð- ina í góðu. „Við töldum þetta bara henta okkur betur að svo stöddu. Það var frábært að vinna með Skjá einum og þar er mikið af góðu og hæfileikaríku fólki,“ segir Steindi um ástæðu þess að hann ákvað að fara með þáttinn yfir á Stöð 2. Ásamt Steinda er Rottweiler- hundurinn Ágúst Bent Sigberts- son aðalsprautan á bak við þættina sem munu að öllum líkindum bera nafnið Steindinn okkar. „Við ger- um þetta eiginlega allt sjálfir. Skrif- um, leikum, tökum upp, klippum og í raun allt þar á milli. Við verð- um seint ríkir á þessu enda er það ekki ástæðan fyrir því að við ákvað- um að gera þáttinn. Við erum bara að leggja okkar af mörkum í að gera íslenskt grín betra.“ Ekki er búið að staðfesta hvenær þátturinn fer í loftið en Steindi segir það líklega í kringum apríl. asgeir@dv.is KoMinn á Stöð 2 SeMur en Syngur eKKi Steindi Jr. Skiptir um SJónvarpSStöð: sögupersónu svipar til fyrrverandi seðlabankastjóra: Hrafn Gunnlaugsson var á meðal þeirra sem skemmtu sér konunglega á uppistandskvöldi hópsins Mið-Íslands á Batterí- inu á fimmtudaginn. Fullt var útúr dyrum á staðnum og skellti Hrafn oft vel upp úr meðan á prógraminu stóð. Þeir sem stigu á stokk voru Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Hugleikur Dagsson en þetta var hans fyrsta uppistand. Helgi Seljan sá um að kynna á kvöld- inu og hann skaut föstum skot- um á uppistandarana og þeir jafnóðum til baka. SKeMMti Sér á uppiStanDi 30 MánuDagur 2. nóvember 2009 fólKið Steindi Jr. Verður með þætti á Stöð 2. Gera allt sjálfir Steindi og Bent vinna hörðum höndum að því að koma efni sínu á koppinn. rithöfundurinn og teiknarinn, Þórarinn Leifsson, gaf á dögunum út barnabókina Bókasafn ömmu Huldar. Í bókinni er vondi kallinn umsjónarmaður Gullbankans sem er ansi líkur Davíð Oddssyni. „Persónurnar í mínum bókum eru aldrei byggðar beint á einhverri per- sónu þó að vissulega séu oft einhver áhrif héðan og þaðan,“ segir rithöf- undurinn og teiknarinn, Þórarinn Leifsson, um persónuna Hávar M. Grímsson í nýjustu bók sinni, Bóka- safn ömmu Huldar, en hann er slá- andi líkur Davíð Oddssyni. Ekki nóg með það heldur er Hávar einnig um- sjónarmaður Gullbankans sem hæg- lega gæti verið Seðlabankinn. Blaðamaður var ekki sá fyrsti sem færði þetta í tal við rithöfundinn. „Það eru margir sem tengja Hávar við Davíð Oddsson,“ segir Þórarinn. „Þessi bók er táknsaga og er stútfull af pólitík. Ég myndi samt aldrei nenna að skrifa bók bara til þess að dissa Davíð Oddsson. Fólk er oft að stríða mér þegar það trúir ekki að Hávar sé ekki Davíð en það er náttúrlega ekki hægt að byggja karakter á einhverri þráhyggju gegn einum manni. Það er kannski fyndið í myndasögu en ekki í bók,“ segir Þórarinn og hlær dátt. Þórarinn bendir á að Hávar gæti verið táknræn mynd fyrir nýtt stjórn- arsamstarf. „Hávar er náttúrlega svo- lítið „vinstri“ nafn, það verður bara að segjast. Þannig gæti þessi per- sóna í rauninni verið tákn um stjórn- arsamstarf Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokksins,“ segir Þórarinn og bætir við að Davíð yrði líklega bara ánægður ef hann myndi lesa bókina. „Svona í bókinni miðri verður vondi gæinn góður þannig að kannski yrði Davíð bara ánægður með þetta,“ seg- ir Þórarinn og skellir upp úr. Síðasta bók Þórarins, Leyndar- málið hans pabba, fékk afar góða dóma en nýja bókin kom út í síðustu viku. Hann segir útlitið fínt. „Það lít- ur bara allt rosalega vel út með bók- ina miðað við allt og allt. Bókaver- tíðin er ekkert hafin fyrir alvöru en þetta lítur bara vel út með nýju bók- ina,“ segir Þórarinn Leifsson. tomas@dv.is Hávar M. Grímsson Sláandi líkur Davíð Oddsyni og starfar meira að segja sem umsjónarmaður Gullbankans. TEIKNING ÞÓRARINN LEIFSSON Þórarinn Leifsson Segir Hávar jafnvel vera táknmynd um nýtt stjórnarsamstarf. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.